NT


NT - 30.04.1985, Síða 2

NT - 30.04.1985, Síða 2
 Þriðjudagur 30. apríl 1985 Hart barist á alþjóðlega skákmótinu í Borgarnesi: Curt Hansen efstur eftir fjórar sigurskákir í röð ■ Eftir hörkuspennandi helg- arumferöir á alþjóðlega skák- mótinu í Borgarnesi hafa þeir Vlastimil Jansa frá Tékkóslóva og Curt Hansen Danmörku tek- ið forystu á mótinu. Curt sigraði Margeir Pétursson í 6. umferð í skák sem kemur áreiðanlega til með að hafa mikil áhrif á gang mótsins og vann þar með sinn fjórða sigur í röð á mótinu. Þá sigraði Vlastimil Jansa Anatoly Lein í þessari sömu umferð og hefur því hlotið jafn marga vinninga og Hansen. Tékkneski stórmeistarinn Karel Mokry sem byrjaði mótið af miklum krafti virðist heldur hafa hægt ferðina en er þó í næsta námunda við efstu menn. í helgarblaðinu var getið um útslit í 4. umferð mótsins en úrslit í fimmtu og sjöttu umferð urðu þessi: 5. umferð: Jansa-Dan 1:0 Haukur-Lein 0:1 Guðmundur-Karl Vv.Vi Mokry-Sævar Vv.xh Magnús-Margeir 0:1 Hansen-Lombardy 1:0 Að jafnteflisskákunum undanskildum var hart barist í hverri einustu skák. Mokry hafði einn forystu fyrir þessa umferð og sigurvegarar þessarar umferðar þeir Margeir, Lein, Jansa og Hansen komust allir upp við hliðina á honum, sem þýddi að fimm keppendur voru jafnir með Vh vinning og síðan kom Guðmundur Sigurjónsson í humátt á eftir með 3 vinninga. Innbyrðis uppgjör fjögurra efstu manna kom svo í 6. umferð sem tefld var á sunnudaginn og þvert ofan í spár manna var barist til síðasta blóðdropa í hverri einustu skák: 6. umferð: Dan-Mokry Vv.Vi Lein-Jansa 0:1 Guðmundur-Haukur 1:0 Sævar-Magnús 1:0 Margeir-Hansen 0:1 Karl-Lombardy Vv.Vi Fram að þessari viðureign virtist sem Margeir Pétursson hefði sterkt tak á stærstu von Dana í áratugi, heimsmeistara unglinga, Curt Hansen. Margeir vann Curt á 'Olympíuskákmót- inu í Saloniki og síðan aftur á Reykjavíkurskákmótinu í febrú- ar. En nú svaraði Daninn fyrir sig. Þeir tefldu upp afbrigði sem verið hcfur í deiglunni að undanförnu. Margeir reyndi vafasama leið og rataði snemma í erfiðleika. Hann gafst upp eftir 36 leiki. Jansa sigraði Lein laglega í Grúnfelds-vörn. Hann hefur náð eftirtektarverðum árangri að undanförnu, tryggt sér sæti á millisvæðamóti og í fyrra sigraði hann á skákþingi Tékkóslóva- kíu ásamt góðkunningja okkar íslendinga, Vlastimil Hort. Sævar vann sinn fyrsta sigur í þessu móti á kostnað Magnúsar Sólmundarsonar sem hélt til mótsins æfingalaus með öllu. Þá bætti Guðmundur einnig stöðu sína með næsta auðveldum sigri yfir Hauki Angantýssyni. Að loknum sex umferðunt var staðan þessi (greint er frá úrslitum 7. umferðar á öðrum stað): 1.-2. HansenogJansa4'/2 v. 3.-4. Mokry og Guðmundur 4 v. 5.-7. Margeir, Lombardy og Lein 3xh v. 8.-9. Sævar og Karl 3 v. 10.-11. Haukur og Dan l'h v. 12. Magnús 0 v. Hér kemur svo skák Margeirs Péturssonar og Curt Hansen úr sjöttu umferð: Alþjóðlega skákmótið í Borg- arnesi. Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Curt Hansen Drottningarindver.sk vörn: 1. d4 Rfó 4. a3 Bb7 2. c4 eó 5. Rc3 d5 3. Rd3 bó 6. cxd5 Rxd5 (Á Ólympíuskákmótinu í Grikklandi kaus Hansen að leika 6. - exd5 sem Margeir svaraði með 7. Bf4 og vann góðan sigur. Röskum mánuði síðar mættust þeir aftur á svæða- mótinu ái Gausdal og þá mætti Margeir drottningarindversk vörn Hansen með 4. g3 sem er óneitanlega traustari leikur.) 7. Dc2 (Eftir glæsilegan sigur Kaspar- ovs á Karpov í einvíginu um heimsmeistaratitilinn hefur þessi leikur aftur komist í tísku en til þess tíma var 7. e3 mun algengara.) 7... c5 9. Bg5 Dc8 8. dxc5 Bxc5 10. Hcl (Á Reykjavíkurmótinu í febrú- ar var þetta afbrigði nokkrum sinnum til „umræðu“ m.a. í skák Margeirs við Jón L. Árna- son. Jón fékk góða stöðu út úr byrjuninni en tapaði síðan eftir mikla maraþonviðureign. Með næstu leikjum sínum hyggst Margeir endurbæta tafl- mennsku sína frá þeirri skák. 10. ... hó 11. Rxd5!? (Gott er 11. Bd2 eða II. Bh4. Hvítur leggur nú út í miklar flækjur sem virðast hagstæðar svörtum.) 11. ... hxg5 (En ekki 11. - Bxd5 12. Be3! Rd7?13. b4! og hvítur vinnur.) 12. b4 g4 (Svartur þarf að tefla mjög nákvæmt. Þannig varð hann að varast hinn nærtæka leik 12. - Bxf2+? vegna 13. Kxf2 Dxc2 14. Hxc2 exd5 15. Hc7! og staða svarts er afar erfið.) 13. Re5 Hh5! Illi. llillll lllllllllllli laiE 1111 A lll 2 JölfiUI 1! i 3I1IIIIIIIIS Helgi Ólafsson skrifar um skák (Ovenjuleg staða. Svörtum tekst að notfæra sér hina hálf- opnu h-línu.) 14. Da4+ (Það er erfitt að benda á betri leik.) íe'h'cu c 19h3Rd4 Í™5”™5 20. Hh2 gxh3 u63 21 • Hxh3 Dc6 J’ *lxc^ 22. Dxc6 Bxc6 18. g3? Kf8! 23. Hh5 (Hér og í næsta leik gat hvítur þvingað fram hrókakaup með - Hh8+. En umframpeðið ætti þó að tryggjasvörtum sigurinn.) 23.... Rb3 26. Hh4 Rd4! 24. Rc4 Hd8 27. f3 Rc2+ 25. Re5 Be8 28. Kf2 Rxa3 (Þar féll annað peð. Það er stutt í leikslok.) 29. Rd3 c4 30. Rb4 c3 31. Hh5 f5 32. Hhl c2 33. Bg2 Hdl 34. Ra2 Ba4 36. Rcl Rb5 - og hvítur gafst upp. Tilraunaskóli MH ■ Það er kunnara en frá þurfi að segja að úrskurður Kjaradóms á dögunum var nokkuð reiðarslag fyrir fram- haldsskólakennara. Nú er skólaárið að verða búið og geta þeir vart gert mikið til að rétta sinn hlut á þessu misseri. Kennarar við Menntaskólann í Hamrahlíð eru þó ekki alveg á þeim buxunum að gefast upp og þreifa nú fyrir sér um nýjar leiðir til að vekja athygli á málstað sínum. Eitt slíkt inn- legg mátti sjá í dagblöðunum um helgina, auglýsingu þar sem óskað var eftir því að komast í samband við fólk sem sæti inni með upplag af nokkrum afdönkuðum og löngu úreltum kennslubók- um. Að baki þessu mun liggja sú hugsun að algjör stöðnun muni grípa um sig í öllu skólastarfi ef kennarar fá ekki frekari leiðréttingu kjara sinna. Jón Baldvin og Bolli... ■ Dropateljari var nýlega á rabbi við Helga Pálmarsson verkamann í Kassagerðinni og bar margt á góma. Eins og fram kemur í viðtali sem birtist í NT á morgun við Helga þá ætlar hann frekar að eyða tímanum í lestur Sturlungu eða Laxdælu 1. maí heldur en að taka þátt í „skrípaleiknum“ niðri á torgi, eins og Helgi orðaði það sjálfur. En í framhaldi af pólitík og íslendingasögum spyr Helgi: Veistu svo hver er munurinn á Jóni Baldvin og Bolla? Nei, það hafði blaðasnápur ekki minnstu hugmynd um. „Jú, Bolli iðraðist eftir að hafa fellt Kjartan, en það gerði Jón Baldvin ekki.“ Og þá höfum við það. Miðsjórn ASÍ: Kaupmáttartrygg ing meginatriðið ■ Miðstjórn ASÍ hefur á- kveðið að fela hópi formanna landssambanda að kanna í viðræðum við VSÍ og VMS möguleika á því að ná fram kauphækkunum þegar í vor. Komi engar kauphækkanir til fyrr en á næsta hausti segir miðstjórnin fyrirséð að kaup- máttur muni falla frá mánuði til mánaðar og verða orðinn 3-4% lakari um mánaðamót- in ágúst/september en hann var fyrir samningsgerð á s.l. hausti. Miðstjórnarmenn ASÍ eru sammála um það að við kom- andi samningsgerð hljóti megináherslan að vera á tryggingu þess kaupmáttar sem um semst. Samningar verði að stefna að því að vinna upp í áföngum kaup- máttartap síðustu ára. Telur miðstjórnin að við núverandi aðstæður sé nauðsynlegt að sterk samstaða náist um bar- áttu fyrir traustum kaup- máttarviðmiðunum, oghefur því ákveðið að kanna afstöðu landssambanda og svæða- sambanda til sameiginlegra samningaviðræðna þar sem fjallað verði um meginlínur í kaupmætti og tryggingu hans. Bakkus viðriðinn sex umferðarslys ■ Ölvaður sextán ára ungling- ur stal bíl sem stóð mannlaus við gatnamót Njálsgötu og Frakkastígs aðfaranótt laugar- dags. Bíllinn sem er af gerðinni WV bjalla er mikið skemmdur eftir að pilturinn ók á tvo bUa, Ijósastaur, stöðumæli og húsvegg. Þar lauk ferðinni og lögreglan tók við. Pilturinn sem er próflaus bcintengdi bflinn og hóf síðan fyrrgreint ferðalag. Lögreglan tók eftir bflnum fljót- lega eftir að drengurinn lagði upp og náðist hann eftir að hafa valdið áður nefndum skemmdum. Gylfi Jónsson fulltrúi á slysa- deild sagði að mikið hefði verið um slys um helgina, þar sem Bakkus átti hlut að máli, og sennilega enn fleiri sem hefðu komist í tæri við hann en þó ekki valdið óhöppum. Gylfi sagði að alls hefðu orðið sex slys um helgina þar sem grunur lék á um ölvun ökumanns. Bjöm Jónsson látinn: Minnstá Alþingiígær ■ Björn Jónsson fyrrverandi alþingismanns og ráðherra, sem andaðist á Landakotsspítala að morgni föstudagsins 26. apríl 68 ára að aldri, var minnst á Al- þingi í gær. Forseti sameinaðs þings, Þorvaldur Garðar Kristjánsson rakti helstu ævi- atriði Bjöms Jónssonar og al- þingismenn vottuðu honum virðingu sína með því að rísa úr sætum. Björn var fæddur á Úlfsstöð- um í Skagafirði árið 1916. Hann ólst upp í stórum systkinahópi og missti móður sína innan fermingaraldurs. Hannvarðstú- dent frá MA 1936 og næstu árin V.riur •lnjhagsl69*Ó9u í***™ bjyyá mrt »Wn»UypMT Kolbeinsey er óðum [að hverfa í hafið Vegna fyrirhugaðra breytinga á kennsluháttum óska kennarar við framhaldsskóla í Hlíðunum í Reykjavík eftir að komast i samband við þá sem kynnu að eiga upplag af eftirtöldum bókum: 1. Bogi Ólafsson: Kennslubók i ensku handa byrj- öndum. Rv.: Bókaverslun Sigfúsar Eymundsson- ar, 1943. 2. Jónas Jónsson: Dýrafræði. Rv.: Ríkisútgáfa námsbóka. 3. Ingvar Brynjólfsson: Þýzkarendursagnir. Rv.: Al- þýðuprentsmiðjan, 1946. 4. Sigurður Guðmundsson: Ágrip af forníslenzkri bókmenntasögu. 2. útg. Rv.: Bókaverslun Sigfús- ar Eymundssonar, 1930. Einnig er óskað eftir hugmyndum að hentugum neytendaumbúðum vegna útflutnings á íslensku hug- viti og sérþekkingu. Svör merki „Tilraunaskóla MH'' sendist Þjóðviljanum fyrir 1. maí n.k. var hann verkamaður á Akur eyri. Starfsmaður verkalýðsfé laganna þar var hann 1946-1941 og 1952-1955. Ritstjóri viku blaðsins Verkamannsins 1952 1956 og bæjarfulltrúi á Akureyr 1954-1962. Á árinu 1956 va liann kjörinn á Alþingi og va landskjörinn þingmaður fran til 1959 og þingmaður Norður landskjördæmis eystra 1959 1974. Hann var kjörinn vara þingmaður í Reykjavík 1974 0] tók sæti á þingi 1975 og 1977 0] varð landskjörinn þingmaðu 1978 en átti skamma setu þingum þess kjörtímabils sök um heilsubrests. Forseti efi deildar var hann 1971-1973, fé lags- og samgönguráðherra tæpt ár, frá júlí 1973 fram í ma 1974. . Bjöm Jónsson var varaformað ur Verkamannasambands ís lands frá stofnun þess 1964 ti 1973. Hann var í miðstjórn AS frá 1952 og kjörinn varaforset þess 1968 og tók við forseta störfum árið 1971 og gegnd þeim til ársins 1980 en fyri uldur fram þurfti hann að dr'ag sig í hlé og bjó við skerta heilsi uðustu æviárin.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.