NT - 30.04.1985, Page 4

NT - 30.04.1985, Page 4
Þriðjudagur 30. apríl 1985 4 Víðistaðasvæðið í Hafnarfirði: Stórátak í ræktunarmálum forsenda verðlaunatillögu „Kirkjan verður niiðpunkt- ur Víöistaðasvæðisins og að- koman að henni leikur stórt hlutverk í tillöguin okkar. Við leggjuni áherslu á gott stíga- kcrfi, sem mun tengjast þeim stígum sem fyrir eru í hverlinu. Fífuengið og fiskreitirnir verða verndaðir í sinni uppruna- legu mynd og við gerum ráð fyrir skrúðgarði og tjörn í sjálfu Víöistaöatúninu" sögðu Ragn- hildur Skarphéðinsdóttir.Fráinn Hauksson og Helgi Hafliðason í spjalli við NT á dögunum, en þau báru sigur úr býtum í hug- myndasamkeppni bæjarráðs Hafnarfjarðar um skipulag Víðistaðasvæðisins, ásamt Reyni Vilhjálmssyni og Sigríði Jóhannsdóttur. Víðistaðasvæðið cr 7 ha landsspilda sem liggur á ntörk- um gamla vesturbæjarins í Hafnarfirði og hins nýja norður- bæjar. Svæðið býr yfir mikilli fjölbreytni og er m.a. tilvalið sem útivistarsvæði fyrir almenn- ing. I greinargerð með verðlauna- tillögunni segir að hraunið sé umgjörð Víöistaðasvæðisins, veiti því skjól og um leið ótal tækifæri til leikja og útivistar. „Kjarni svæðisins er gamla Víöistaöatúniö - grasslétta scm í má finna m.a. ræktunargarða og votlendi með fögru fífuengi og lágri grunnvatnsstöðu. Svæðið verður athafnasvæöi fyrir þan'n þátt æskulýðsstarf- semi sem lýtur að ræktunarmál- um, vinnuskóla og íþrótta- og lejkjanámskéiðum. En nfrem ur skrúðgarður fyrir aílan almcnning cr vex og dafnar í skjóli fjöl- breyttrar útivistar og mikillar náttúrufegurðar. Við leggjum til að aðkoman að kirkjunni verði frá Hraun- brún og að bíiastæði verði ofan í hraunbungu sunnan við íþróttahúsið. Stórátak í ræktun og upp- byggingu gróðurs er forsenda þess að hugmyndin um líflegt útivistarsvæði komist til skila. Því væri ráð að hefjast þegar handa viö að planta út í sumar. Við gerum ráð fyrir tjaldstæð- um í hraunkrika vestan við gamla Garðaveginn, en sjálft Víðistaðatúnið verður nýtt til hverskonar útilcikja. Ahorf- endasvæði verða síðan í brekk- unurn umhverfis túniö. Viö gcrum ráð fyrir starfsleik- velli ogskólagörðum, leikskóla, þjónustumiöstöö og veitinga- stofu á Víðistaðasvæðinu. Við vonum að þessar tillögur verði að veruleika á næstunni en tillögurnar eru þess eðlis að hægt er að brjóta þær niður og vinna í áföngum" sögðu Ragn- hildur, Þráinn og Helgi að lokum. ■ Helgi Hafliðason, arkitekt, Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt og Ragnhildur Skarphéðinsdóttir, landslagsarkitekt, á Víðistaðasvæð- inu í Hafnarflrði. Á bak við þau er hluti af Víðistaðatúninu þar sem fyrirhugað er m.a. að hafa skrúðgarð og tjörn. Umferðarráð: Alvarlega slasaðir 59% fleiri nú en í fyrra ■ Fjöldi þeirra sem slas- ast hafa í umferðinni fyrstu þrjá mánuði þessa árs er nú miklum mun meiri en á sama tíma í fyrra, og þá fyrst og fremst í hópi alvarlega slasaðra. Þeir sem hlotið hafa meiri- háttar meiðsli eru nú 92 en voru 58 í fyrra á sama tíma. Alls hafa lól slasast í umferðinni á þessum 3 mánuðum, sem er fjölgun um 32. Mest hefur fjölgun- in orðið úr hópi farþega í bifreiðum - 62 nú en voru 43 í fyrra, en slasaðir ökumenn eru 63, sem er óbreytt tala. Þá er áber- andi að slys vegna útaf- aksturs eru nú um tvöfalt fleiri, 41 en voru 21 í fyrra, samkvæmt skýrslum Umferðarráðs. Nær helmingur öku- manna sem aðild eiga að slysi með meiðslum á fólki er á aldrinum 17-24 ára. Af þessum 8 aldursár- göngum voru nú 67 slysa- valdar en voru 46 á síðasta ári. Slysavöldum úr liópi ökumanna yfir 24 ára aldri hefur fækkað samsvarandi og þeim yngri hefur fjölgað. Að .mati Umferðarráðs eru orsakir hinnar miklu fjölgunar á slösuðum í um- ferðarslysum m.a. of hrað- ur akstur miðað við að- stæður, þar sem færð og veður hefur víðast hvar verið með einsdæmum gott þessa vetrarmánuði. Landssamband stangveiðifélaga: Sýning á flestu sem tengist stangveiði Fyrsta sýning sinnar tegundar hérlendis ■ Landsamband stangveiðifé- laga gengst fyrir vörusýningunni „Stangveiði ’85“ í Norræna hús- inu dagana 2. til 5. maí. Á sýningunni, sem er sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis, verð- ur kynnt og sýnt það helsta er varðar stangveiði. Má þar m.a. nefna veiðitæki, báta, fatnað og öryggisútbúnað. Þátttakendur í sýningunni eru sautján aðilar sem tengjast veiðisportinu á einn eða annan hátt. Tímarit um stangveiði, innllytjendur, hönnuðir og ýmis félagssamtök sem standa að stangveiðum. í tengslum við sýninguna verður viðamikil dagskrá alla dagana. Meðal efnis verða er- indi sem Stefán Jónsson fyrr- verandi alþingismaður flytur fimmtudag 2. maí og erindi Tuma Tómassonar fiskifræðings á föstudag. Laugardag 4. maí verður síðan kvikmyndasýning þar sem verða sýndar tvær myndir eftir Jón Hermannsson kvikmyndagerðarmann. Mynd- irnar heita „Konungur breið- unnar" og „Fighters" og eru teknar á Islandi, og sýna laxveiði í ám. Hluti myndanna er tekinn undir yfirborði þar sem sést hvernig fiskur á færi leitast við að sleppa. Sunnudag - síðasta dag sýningarinnar verður Rafn Hafnfjörð með myndasýningu, þar sem hann spjallar um niynd- ir sínar og sögur tengdar þeim og segir hann bæði frá eigin reynslu og annarra. í tengslum við sýninguna efnir Litla flugan til flughnýtingar- santkeppni, og verða verðlaun afhent á lokadegi sýningarinn- ar. Aðagangur er ókeypis á sýninguna. ■ Frá afhendingu gjafarinnar. Þórarinn B. Gunnarsson fyrrverandi forseti Jörfa afhenti gjöflna. Halldór Rafnar formaður Blindrafélagsins tók við henni fyrir hönd félagsins. Lífsvon: Samtök gegn fóstureyðingum ■ Lífsvon, samtök sem berjast fyrir lífsrétti ófæddra barna, voru stofnuð 13. apríl síðastliðinn. í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að markmið samtakanna sé: 1. að veita konum eða for- eldrum, sem þurfa á hjálp að halda vegna barns- burðar, allan þann sið- ferðis- og félagslega stuöning sem samtökin geta boðið og 2. að beita sér fyrir því að Alþingi setji lög til vernd- ar ófæddum börnum og að ný grein verði tekin upp á stjórnarskrána, er kveði á um rétt hinna ófæddu til lífs allt frá getn- aði. Formaður Lífsvonar vai kosin Hulda Jensdóttir, for- stöðukona. Neskaupstaður: Undirskriftir fyr- ir áfengisútsölu Frá Svanfrídi llagwaag, fréttaritara NT á Neskaupstaö. ■ Nokkrir Norðfirðingar eru nú að safna undirskriftum til að fara fram á atkvæðagreiðslu um áfengisútsölu í liænum í næstu kosningum. Söfnuninni lýkur á sunnudag og áætla forsvarsmenn hennar, að þeir muni þá hafa fengið 4-500 manns til að skrifa undir áskorunina til bæjarstjórnar. Ekki þarf nema 350 undirskriftir til þess að bæjarstjórnin sé skuld- bundin til að láta atkvæða- greiðsluna koma til framkvæmda. Að sögn eins forsvarsmanna undirskriftasöfnunarinnar hafa undirtektir bæjarbúa verið mjög ' góðar. Ekki hefur verið gengið á milli húsa í bænum, heldur aðeins farið í nokkur fyrirtæki. Kiwanisklúbburinn Jörfi: Færði Blindra- félaginu gjöf ■ Blindrafélaginu - Sam- Einnig eru upplýsingar í tökum blindra ogsjónskertra - bæklingnum um starfsemi hefur borist gjöf frá Kiwanis- Blindrafélagsins og þjónustu klúbbnum Jörfa Reykjavík. tengda félaginu, Gjöfin er í formi 30 þúsund Asgerður Ólafsdóttir eintaka af bæklingi sem ætl- blindraráðgjafi vann textann aður er til upplýsinga fyrir í bæklinginn, og Vilhjálmur hina sjáandi um hvernig á að Vilhjálmsson auglýsinga- umgangast og aðstoða blinda teiknari myndskreytti bækl- og sjónskerta í daglegu lífi. inginn.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.