NT


NT - 30.04.1985, Síða 7

NT - 30.04.1985, Síða 7
sem hefðu varanlegt gildi. I seinni flokknum væru lög sem væru í samræmi við boðun Nýja Testamentisins, en meg- intema þess er ást og umhyggja Guðs fyrir öllum mönnum. Guð er guð kærleikans sem mætir manninum á vegferð hans styður liann og styrkir. Algjör ranghverfa við þennan kærleiksboðskap er að flokka menn á nokkurn hátt eftir meðfæddum eiginleikum hvort heldur er litarháttur eða kyn- lífsþörf. En þröngsýni finnst í allri kirkju og innan hennar eins og annarsstaðar er mýg- rútur af andlega voluðum ein- staklingum sem finna vilja þröngsýni sinni og bábiljum stað í hinu heilaga orði og það tekst þeim bærilega því að fjöldamargt í Móselögum (og raunar annarsstaðar í Gamla Testamentinu) endurspeglar hugmyndir sem mannkyn er löngu vaxið frá ekki síst vegna þess kærleiksboðskapar sem á uppruna sinn hjá þessari sömu þjóð. Baráttan gegn kvenprestum Og sænska kirkjan hefur verið þekkt fyrir allt annað en víðsýni, enda er kirkjan þar tiltöíulega einangruð frá Svíum. Skemmst er að minnast baráttu biskupa þarlendra gegn kvenprestum (enda ein- göngu gert ráð fyrir körlum þar í Móselögum) og nú láta þeir til skarar skríða gegn þeim sem hafa hneigðir til sama kyns og þurfa vegna rótgróinna fordóma í okkur öllum kannski mest af öllum á kirkju og kristni að halda. Vonandi verður íslensk kirkja óhrædd við að tjá sig um málefnið, án þess að fara með þcim löndum hugleysis sem er svo fjarri stofnanda hennar og þess sem einna fyrstur fór með orðið út á hinn grýtta akur og boðaði: Pá verða allir jafnir, þá verður enginn gyðingur eða grískur, karl eða kona, þræll né frjáls maður... Baldur Kristjánsson. -.yp7 Ihqe .OS ti^Gbuifili^ Vettvangur grunninn fyrir Iöglegri fæð- ingu. Gegnum gervifrjóvgun, þar sem sæði er notað frá þriðja aðila - en það er gert þegar karlinn er ófrjór - fæðast börn til erfðafræðilegra for- eldra sem hafa aldrei hist. Önnur aðferð, að flytja fóstur milli kvenna, hefur nýlega ver- ið notuð í tilfellum þar sem konan er ófrjó, en að öðru leyti hæf til að bera barn. Rétt er að taka fram að slík frjóvgun er ennþá aðallega íramkvæmd vegna lokaðra eða skemmdra eggjaleiðara og gangurinn er sá að sæði og egg raunveru- legra foreldra eru notuð. En möguleikarnir að fara út í meira utariaðkomandi og þá um leið lögfræðilega vafasam- ari aðgerðir eru nánast enda- lausir. Það er að verða bylting á þessu sviði. Við sem nú lifum gætum upplifað það að konur sem komnar eru úr barneign eignist börn eða að konur verði óléttar meðan eiginmaðurinn er í fangelsi o.s.frv. Lítil umræða hér á landi Hér á landi hafa þessi mál lítið verið rædd. Þó er vanda- málið komið inn á okkar borð fyrir alllöngu. Hér á landi eru konur frjóvgaðar með að- fengnu sæði m.a. frá dönsk- um sæðisgjöt'um, en alla lög- gjöf vantar í þessum efnum. Hvað gerist t.d. ef barn fæðist vanheilt? Hver ber ábyrgðina? Hvað gerist ef eiginmaður hafnar barninu? Getur hann farið í ógildingar sem geng- ur út á það að hann eigi ekki barnið, ef hjónin skilja? Og þannig mætti endalaust spyrja. Þá hefur kirkjan, að því er mér er best kunnugt, ekki mótað nein viðhorf. Erurn við að fara með þessum hætti út fyrir tak- mörk mannsins? Erum við að ögra máttarvöldunum með þessum hætti eða er það í samræmi við kærleikshugtak kristinnar trúar að geta fært vansælum foreldrum börn og aukið þar með hamingju og lífsgleði fjöimargra, því að móður og föðurumhyggja eru þættir okkur eðlislægir. Framhjá þessu síðasta atriði megum við ekki líta, en ekki heldur því að í þessu eins og öðru er auðvelt að fara út í öfgar t.d. þá öfga að rækta skipulega upp ákveðna erfða-t eiginleika. Þýtt, endursagt og staðfært úr Newsweek. Baldur Kristjánsson erfingja. Sömuleiðis muna menn dæmið frá Vestur Þý- skalandi um konuna sem fékk átta þúsund pund fyrir að ala barn fyrir ófrjósama eiginkonu og síðar kom í Ijós að hún gekk með barn eiginmanns síns. (Hjónin sem reiddu frani féð hafa þegar samþykkt að ætt- leiða barnið), og í Bretlandi, sem stendur framarlega í gervi- framleiðslu, er mikið fylgi fyrir lagafrumvarpi sem myndi í raun og veru gera út af við það sem margir vísindamenn líta á sem mögulegar björgunar- rannsóknir á fóstrum. llJ'JU UCMIl UlCUdl IlUlljUIId dl örvæntingarfullu fólki sem vill verða foreldri, en talið er að ein af hverjum sjö hjónum geti ekki átt barn með eðlilegum hætti og margt af þessu fólki á sér enga ósk heitari en að eignast afkvæmi með einhverj- um hætti. En aukinni tækni fylgir að grundvöllurinn fyrir eitthvað verulega óþægilegt hefur þegar verið lagður og það vantar pólitískar grundvallarákvarð- anir um hve langt á að ganga. Mitterand forseti sagði á ráð- stefnu í París fyrir 3 mánuðum um þetta efni: „Þegar við höf- um erfðir á valdi okkar og mannfjölgun yfirhöfuð þá hafa lögmál tilverunnar breyst.... mannkyn í dag er í þeirri stöðu að það verður sjálft að setja sér reglur.“ ■ Dr. Ian Craft asamt glasabörnum og mæörum í Cromwell sjúkrahúsinu í London. Munaðarleysi? Spursmálið er alls ekki fræðilegt lengur. íslendingar kannast við úr fréttum mál ungrar franskrar ekkju sem sótti þann rétt sinn að verða frjóvguð með frosnu sæði látins eiginmanns síns. Eftir rnánaða vangaveltur samþykktu ástr- ölsk yfirvöld að leita eftir foreldrum fyrir tvö nafnlaus frjóvguð egg sem voru varð- veitt í frystiklefa í Melbourne fyrir hjón í Kaliforníu semk fórust í flugslysi og létu eftir sig milljón dollara en engan Lagaleg, siðfræðileg, læknisfræðileg og trúarleg rök En staðreyndin er sú að umræður um gervifrjóvgun er leidd áfram af þremur mismun- andi öflum. Eitter vísindalegt: Sá hvati að skilja leyndardóm fæðingar og gera öllum konum mögulegt að bera börn. Annað aflið er hið lagalega: Áhugi löggjafans að hafa á hreinu öll réttindi varðandi flutning lífs frá einni kynslóð til annarrar. Þriðja ástæðan og um lcið sú öflugasta og sú sern erfiðast er að átta sig á eru siðfræðileg og trúarleg sjónarhorn sem líta á málin út frá spurningunni um valdssvið mannsins yfir tilveru sinni og horfa til þeirra flóknu vandamála sem gætu skapast. Miðað við eðlisfræði, raf- eindatækni og jafnvel krabba- meinsrannsóknir eru rann- sóknir á gerviframleiðslu á börnum tiltölulega einföld vís- indi. Grundvallartæknin í glasafrjóvgun felst í raun og veru ekki í öðru en því að taka egg úr konu og sæði frá manni og leiða þessar agnir saman eins og gerist sjálfkrafa í nátt- úrunni þar til myndast lifandi fóstur sem hægt er að setja í konu kvið. Réttur tími og nákvæm skurðaðgerð eru lykil- atriðin og ef allt gengur vel kemur árangurinn fram á níu mánuðum í fullburða mann- veru. Gervifrjóvgun, önnur grundvallartækni er jafnvel einfaldari, sæði - sem hægt er að velja þannig að kyn barns sé ákveðið er sett í konu leggöng þegar egglos á sér stað. Mistak- ist frjóvgun er bara að reyna aftur annan mánuð. Frá lagasjónarmiði er vand- inn sá að ekkert er klárt varð- andi eiginmann og eiginkonu sem í flestum löndum mynda Þriðjudagur 30. apríl 1985 7 7 Málsvari frjálslyndis, samvinnu og felagshyggju Utgefancfi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm) Markaðsstj.: Haukuf Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason Innblaösstj: Oddur Ólalsson Taeknistj: Gunnar Trausti Guðbjörnssoi) Skrifstofur: Siöumúli 15. Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, rilsljórn 686392 og 687695, iþróttir 686495, tæknideiid 6þ6538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.t. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Verð i lausasólu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Áskrift 330 kr. Á verði gegn atvinnuleysi ■ Hvað sem segja má um íslenskt efnahagslíf þá höfum við þó að mestu hingað til verið lausir við þann hræðilega vágest sem nú herjar á flestar þjóðir Evrópu, atvinnuleysið. Nú eru 18 milljónir atvinnulausar í Evrópu sem samsvarar því að áttunda hver vinnufær manneskja mæli göturnar og fyrirsjáanlegt er að tala þessi hækkar geigvænlega á komandi misserum. Einkum er ástandið alvarlegt meðal ungs fólks. Þriðjungur atvinnulausra í Bretlandi er undir 25 ára aldri og margir þeirra hafa aldrei fengið vinnu hvað þá meir. Atvinnuleysið hefur einnig þá verkan að nær útilokað er fyrir fólk á sextugsaldri að fá vinnu verði það atvinnulaust. Gripið hefur verið til þess ráðs að færa eftirlaunaaldur niður til þess að greiða götu ungs fólks. Þetta gerist á sama tíma og meðalaldur hækkar stöðugt og fólk heldur starfsþreki sínu betur en áður gerðist. Atvinnnuleysið er sennilega það mesta böl sem yfir eittsamfélag getur gengið. Fólk missir trú á það samfélag sem það býr í. Samfélag sem hefur greinilega enga þörf fyrir vinnufrarnlag þess. Lífið fær á sig blæ tilgangsleysis. Fólk verður utangátta í eigin samfélagi. Sennilega er atvinnuleysi sú þyngsta refsing sem hægt er að leggja á nokkurn mann. Trúlega vegur ekkert eins að rótum hvers samfélags og varanlegt og útbreitt atvinnuleysi. Við íslendingar höfum að mestu sloppið við atvinnuleysisvofuna, þó stendur atvinna tæpt víða um land og má lítið út af bera til þess að atvinnuleysi blasi við heilum byggðarlögum. Á viðreisnartíma kynntumst við einnig atvinnuleysi. Þá lögðust heilu byggðarlögin nær í eyði og þúsundir flýðu land. Okkur til happs þá var atvinnuástand gott í nálægum löndum. Slíku er ekki að heilsa nú. Hér á landi virðast sem betur fer allir geta sameinast um þá stefnu forsætisráðherra að ný- sköpunar sé þörf í íslensku atvinnulífi. Velferð íslensku þjóðarinnar í náinni og fjarlægri framtíð byggist á því að áhuga athafnamanna og almennings verði beint að því að nýta hugvit okkar og þekkingu í að byggja upp nýjar og verðmætaskapandi atvinnu- greinar jafnframt því sem meiri hagkvæmni verði leitað í sjávarútvegi og landbúnaði. En samt sem áður takast á tvö andstæð öfl. Annars vegar eru þeir sem vilja láta arðsemi fjárfestinga eina sér ráða ferðinni. Hins vegar eru þeir sem einnig vilja taka tillit til þess að atvinnu verði haldið uppi um allt land og vofu atvinnuleysisins verði skilyrðislaust haldið burt frá íslenskum bæjardyrum. Hið síðar- nefnda markmið næst ekki ef arðsemi fjárfestinga ein sér ræður. Þá hrúgast atvinnutækifæri til að byrja með öll á suðvesturhornið og síðar meir úr landi. Og sú er einmitt krafa frjálshyggjunnar að ísíendingar geti óheft fjárfest í útlöndum. Þá verður stutt í varanlegt atvinnuleysi á gamla Fróni. Vissulega þarf að efla íslenskt atvinnulíf, en aldrei má gleyma því að landið allt ætlum við að byggja og atvinnutækifæri eru einskis nýt ef þau nýtast ekki r íslendingum.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.