NT


NT - 30.04.1985, Side 9

NT - 30.04.1985, Side 9
Þriðjudagur 30. apríl 1985 9 Vandamálið að vera gleyminn ■ Oft hefurmérdottið íhug, að það er ekkert skrýtið, þótt ég sé viðutan og gleymin. Öil fjölskyldan er svona einhvern veginn utangátta. En það getur oft verið óþægilegt, sérstaklega að vera ómannglöggur, sem ég er með afbrigðum. Ég hef lent í því að tala við konu í heilt kvöld, án þess að hafa hugmynd um hver hún er. Og ekki er pabbi gamli betri, en hann er seigur að finna út hver maðurinn er, eins og þessi saga sýnir: Við vorum að koma úr heim- sókn á Landspítala, þegar maður stöðvaði hann og heils- aði honum með virktum. Ég beið álengdar, meðan þeir spjölluðu saman góða stund og þegar sá gamli kom til mín, spurði ég hver þetta hefði verið. „Þetta er nágranni minn í húsinu fyrir neðan mig. Ég sagði honum alveg eins og var, að ég áttaði mig ekkert á því, hver hann væri. Og þá sagðist hann heita Guðbjörn og búa á nr. 16.“ Svona er líka hægt að bjarga sér, ef maður er ómannglögg- ur. Ég hafði ekki brjóst í mér að minna pabba gamla á, að hann á sjálfur heima í nr. 16. Elsta systir mín er engu betri. Einu sinni kom hún í fjölskylduboð og sagði: „já, alveg rétt, pabbi, hinir og þess- ir biðja að heilsa þér.“ Gleðin hjá gamla manninum yfir öll- um þessum kveðjum var ofur- lítið blendin. Það versta við gleymni er, að hún kostar mann tíma. Tíminn er það, sem flestir hafa minnst af, og ég er mun sárari á tíma en fé. Það er ergilegt að vera komin niður í þvottahúsið í kjallaranum og gleyma þvottaefninu uppi á annarri hæð. Eða flýta sér inn úr bílnum eftir að hafa verið á bókasafninu, til að geta glugg- að í bækurnar, sem maður var að fá að láni, aðeins til að uppgötva að þær gleymdust úti í bíl. Þetta tvennt kom fyrir mig sama daginn. Það dugir mér ekki alltaf, þótt ég hafi ágætis hjálparkokk í þessu efni. Ég á nefnilega litla dóttur sem bæði man allt og er eiuhiar í að búa til nýyrði. Hún sagði einu sinni við mig: „Mamma mín, biddu mig bara að minna þig á. Þú ert svo gleymin, en ég er svo munin.“ ■ Myndbönd virðast nú vera til á þriðja hverju heimili eða jafnvel ríflega það. Myndbandstæki á þriðjungi heimila: Myndbandaeign algengust meðal sjálfstæðismanna ■ Myndbönd virðast nú vera til á u.þ.b. þriðja hverju heim- ili hérlendis, ef marka má niðurstöður úr skoðanakönn- un NT um síðustu mánaðamót. Af þeim 600 sem spurðir voru í könnuninni, kváðu 195 eða 32,5% myndband vera til á sínu heimili. Auk þess voru nokkur dæmi þess að fólk ætti aðgang að kapalkerfum. Myndbandaeign er algeng- ust á heimilum sjálfstæðis- manna og alþýðuflokksmanna en um 40% þeirra sem gáfu upp að þeir aðhylltust þessa flokka reyndust eiga myndband. Fátíðust er mynd- bandaeignin hjá kjósendum nýju flokkanna tveggja, Bandalags jafnaðarmanna og Kvennalistans, eða um 20%. Kjósendur Alþýðubanda- lags og Framsóknarflokks eru hins vegar mjög nálægt heild- armeðaltalinu með rúmlega 30% myndbandaeign. Að því er varðar kjósendur þessara tveggja síðast töldu flokka, kom í Ijós nokkuð athyglisverður munur í könnuninni. Myndbandaeign- in virðist sem sé mjög misjöfn eftir búsetu hjá kjósendum þessara flokka. Þannigermikl- um mun algengara að fram- sóknarmenn sem búsettir eru í R-kjördæmunum eigi myndband, heldur en raun er á um framsóknarmenn á lands- byggðinni. Um 44% framsókn- armanna í Reykjavík og á Reykjanesi eiga myndband, en aðeins 25% þeirra sem búsettir eru í öðrum kjördæmum. Meðal kjósenda Alþýðu- bandalagsins eru þessi hlutföll þveröfug. Alþýðubandalags- menn í R-kjördæmunum eiga ekki myndbandstæki nema í 21% tilfella á móti 45% í öðrum kjördæmum. í meðfylgjandi töflu má sjá þessar niðurstöður í smáatrið- um. Skylt er þó að taka fram að prósentutölurnar í töflunni eru í sumum tilvikum byggðar á svörum mjög fárra einstak- linga. Það er því varhugavert að draga of ákveðnar ályktanir af niðurstöðunum en þp ætti að vera óhætt að fullyrða að nokk- ur munur sé á myndbandaeign kjósenda hinna ýmsu flokka. í hlustendakönnun ríkisút- varpsins sem birtist fyrir skömmu, reyndust 38% að- spurðra hafa myndbandstæki á heimilinu. Þetta er nokkru hærri tala en í skoðanakönnun NT en ntunurinn er í raun ekki svo ýkja mikill og segja má að niðurstöðurnar styðji hvor aðra. Það má sem sagt telja nokkuð öruggt að myndbands- tæki sé nú til á u.þ.b. þriðja hverju íslensku heimili eða rúmlega það. „Hundrað gróðamöguleikar á aðeins tvöhundruðkaM“ - Neytendadeild Verðlagsstofnunar hafði afskipti af 80 málum 1984 ■ Það eru ekki neytendur sem oftast kvarta til neytenda- deildar Verðlagsstofnunar, helduratvinnurekendur. Neyt- endadeildin fjallaði alls um 80 mál á sl. ári og í 35 tilvikum kom frumkvæðið frá atvinnu- rekendum á móti 29 tilfellum þar sem umkvörtun barst frá almennum neytendum. Að öðru leyti bárust 8 at- hugasemdir frá félagssamtök- um, 1 frá opinberum aðila og um 7 mál fjallaði deildin að eigin frumkvæði. í nýjasta tölublaði Verð- kynningar Verðlagsstofnunar eru tekin nokkur dæmi um mál sem deildin fjallaði um á árinu 1984. Aukatekjur auglýstar Meðal annars er tekið dæmi af eftirfarandi auglýsingu sem birtist í dagblaði haustið 1983: „Aukatekjur Vinnið ykkur inn allt að Dkr. 2.000 á viku með auðveldri heimavinnu. Upplýsingabæklingur með 100 tillögum kostar ísl. kr. 200 með átta daga skilafresti. Ekkert póstburðargjald ef peningar eru sendir strax, ann- ars sent á eftirkröfu og þá bætist burðargjald við.“ Auglýsing þessi var undirrit- uð af dönsku fyrirtæki. í blaði Verðlagsstofnunar segir síðan svo frá aðgerðum í málinu. „í tilefni af þessari auglýs- ingu voru íslenskir neytendur varaðir við að festa kaup á þessum bæklingi. í fréttatil- kynningu frá Verðlagsstofnun var m.a. greint frá því að í skýrslu frá umboðsmanni neyt- enda í Danmörku segi að ofan- greint fyrirtæki selji bæklinga með fánýtum hugmyndum. Kaupendur bæklinganna geti ekki búist við þeim aukatekj- um, sem heitið er í auglýsing- unni, þótt þeir hagnýti sér hugmyndir sem í bæklingnum eru birtar. Þeir séu því seldir á röngum forsendum. Fyrirtækið hafði í Dan- mörku verið dæmt til að greiða danskar kr. 20.000 (ísl. kr. u.þ.b. 72.000) fyrir að brjóta ákvæði laga um viðskiptahætti. Ennfremur var hagnaður fyrir- tækisins vegna sölu bæklings- ins gerður upptækur. Þá var fyrirtækinu gert að greiða þeim neytendum skaðabætur, sem kvartað höfðu til umboðs- mannsins. Verðlagsstofnun festi kaup á einum bæklingi til þess að kanna hvers konar hugmyndir þar voru. Þær virtust ekki geta gefið lesendum þær tekjur sem heitið var í auglýsingunni, en í bæklingnum má t.d. finna uppskrift að prjónuðum sam- kvæmistöskum gerðum úr svörtu og rauðu basti. Enn- fremur eru þar margvíslegar leiðbeiningar um hvernig gera megi borðmottur, servéttu- hringi og gervihunang; hvernig framleiða á leðurlím, hár- sjampó, skóáburð á hvíta skó og vasaspegla úr speglabútum sem ganga af í speglagerð. Sá sem hefur hug á að græða peninga gæti samkvæmt höf- undi bæklingsins komið sér upp reykofni og reykt kjöt og fisk fyrir fólk eða sett upp verslun og selt kjöt í heilum og hálfum skrokkum, keypt skepnur frá bændum og séð sjálfur um slátrunina (slíkt er óheimilt samkvæmt lögum). Þegar bæklingurinn var sótt- ur á Tollpóststofuna benti starfsmaður á fréttatilkynn- ingu Verðlagsstofnunar og mælti með því að innleysa ekki póstkröfuna. Starfsfólk Toll- póststofunnar giskaði á að um 200 manns hefði sótt bækling- inn hjá þeim áður en fréttatil- kynningin var birt.“ Norrænn f undur um neytendamálefni ■ Dagana 24.-26. apríl var haldinn fundur í undirnefnd Norrænu embættismanna- nefndarinnar um neytenda- málefni. Það er í fyrsta sinn, sem slíkur fundur er haldinn hér á íslandi en nefndin fjall- ar um málefni sem varða neytendalöggjöf og þ.h. í nefndinni eiga sæti m.a. um- boðsmenn neytenda frá Finnlandi og Noregi, en frá Svíþjóð og Danmörku eru fulltrúar frá skrifstofum um- boðsmanna þar í landi. Full- trúi íslands er Sveinn Björns- son formaður Verðlagsráðs. Á fundinum hér á landi var m.a. rætt um þau lög sem fjalla um óréttmæta við- skiptahætti og neytenda- vernd (markedsföringslov- en) og þau áhrif sem þessi lagaákvæði hafa haft í við- skiptalífinu og þá reynslu sem fengist hefur af fram- kvæmd þeirra. Á íslandi eru í lögum um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti svipuð ákvæði um þessi mál og á hinum Norðurlöndun- um en þar sjá skrifstofur umboðsmanna um fram- kvæmd laganna, en hér á landi eru þau í umsjá neyt- endamáladeildar Verðlags- stofnunar. (Frá Verðlagsstofnun). A B C D G V R-kjördæmin 35% 44% 21% 40% 21% 20% Landsbyggðin 42% 25% 0% 39% 45% 20% Landiðallt 38% 32% 18% 40% 31% 20% Myndbandaeign landsmanna, skipt eftir stjórnmálaskoðunum og búsetu. Myndbandaeign er algengust meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins, en sérkennilegur og athyglisverður munur er á myndbandaeign framsóknarmanna og alþýðubandalagsmanna, eftir því hvar þeir eru búsettir.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.