NT


NT - 30.04.1985, Síða 10

NT - 30.04.1985, Síða 10
Þriðjudagur 30. apríí 1985 10 Halldór Pétursson: , Hver er uppruni Islendinga? ■ Uppruni íslendinga hefur lönguni veriö rakinn til Noregs, en í seinni tíð hafa risið upp um þetta deilur. Nýj- ar rannsóknir hafa komið fram, sem þeir eldri hafa ekki viljað taka undir. Þessi spurn- ing er því enn óleyst. Ég hefi alla æfi verið mikill grúskari og sá fyrir löngu mismuninn á siðum og háttum þessara þjóða, en fann þar að vonurn engun hotn. Þetta sáu líka ýmsir fræðimenn en gátu ekki ráðið gátuna. Við höfum löng- urn rakið ættir okkar til kon- unga, jarla, hersa og annarra stórmcnna. Nú er svona ættfærsla úr sögunni, samt er enn áhugi fyrir ættfræði og sú spurning gerist enn áleitnari hvcr sé okk- ar raunverulegi uppruni. Það hefur verið talið að engin þjóð vissi eins mikið um uppruna sinn og við, en svo virðist aö þar fjölgi möðkum í mysunni. Mest er byggt á Ar;i fróða en ýntsa grunar að kallinn hafi verið dálítið háll, þó viljaö segja rétt frá. Fallegersetning- in: „Hvað missagt er í fræðum þessunt cr skylt aö hafa það, er sannara reynist." Það er eins og hcr sé eitthvað milli þils og veggjar. Ari hufi haft sagnir senr ekki þótti rétt að birta. Þaö hvarflar aö manni að Ari, þessi rnesti sagnabrunnur þess tíma, hafi heyrt eitthvað um það fólk, scnt fyrir var í land- inu þegar landnám okkar hófst. Honum hafi farið eins og ntörgum fyrr og síðar að trúa því að lærðir menn liafi alltaf rétt fyrir sér. Þar að lúti hins fallega setning, sem áður var skráð. Það séu varnaðar- orð. Ari lét biskupanaogSæm- und fórða þvæla sér til að fella margt niður úr sinni fyrri út- gáfu íslendingabókar. Þctta voru þrælkristnir menn ogekki þótti hróðvænlegt að færa á letur hvernig landnáms- mcnnirnir. þessir stórættuðu höfðingjár, léku fruntbyggj- ana. Það virðist liggja Ijóst fyrir að hér bjó fólk þegar landnám hófst. Hvað margt veit ntaður ekki, en Island var fundiö löngu fyrir okkar land- námstíð. Skilyrði voru þá allt önnur. fé gekk sjálíala og villt og einnig svín, en að því víkj- um við síðar. En söguna um frumbyggjanna þurfti að losna við á hagkvæman liátt, hirða at' þeint það sem hægt var, gera þá sjálfa ánauðuga, án þess að stúta þeim öllum. Það gefur auga leið að land- námsmenn gátu ekki flutt með sér gripi,stóra og smáa, nema í litlum stíl. Það voru ekki einungis gripirnir heldur fóður og vatn. Ofan á allt jietta kont svo fólkið, búslóð og margt fleira. Það væri gaman að fá einhverjum sagnfræðingi svona víkingaskip og láta hann ferma það með öllu setn hér hefur verið talið og mun þó fleira koma til. Láta liann svo sigla á milli landanna hvernig sem viðraði, því flóttamenn geta ekki alltaf valið veður og tíma. Við skulum nú atliuga dálít- ið nánar hvort landnámsmenn hefðu getað reist stór bú með þeirri skyndingu sent talið er, hefðu þeir komið að óbyggðu landi. Það kvikfé sent þeir fluttu á skipum hefði vart verið til að fæða og klæða skipshöfn- ina eftir að hingað var kontið, hvað þá til að stofna stórbú. Hér mun hafa verið fjöldi sauðfjár, er landnámsmenn komu hingað, og talið villt fé. Auður djúpúðga brýtur skip sitt við Ölfusárósa. Af því segir ekki annað en hún fer að finna bræður sína, annan á Kjalarnesi en hinn á Snæfells- nesi. Ekki var henni sinnt á Kjalarnesi sem hcnni líkaði. Ekki sýnist það mikiö fyrir skipshöfnina að rófa vestur á Snæfellsncs. Þarfékk húngóð- ur viðtökur hjá Birni austræna bróður sínum og dvaldi þar næsta vetur. Urn vorið fær hún sér bát og kannar allan Hvammsfjörð, inn Dali og reisir þar stórbú, ekki einungis sjált', heldur setur myndarbú undir suma af skipverjum sínum, Það er dularfullt að ekkert skortir hjá skipreka fólki, sem hefur hrakist um langan veg óg lifað á náðar- brauði heilan vetur. Skalla- grírnur skellti strax upp þrem eða fjórum stórbúum og skorti ekki sauðfé. Geirmundur helj- arskinn byggir á Skarðströnd, hefur kannski komið með ein- hvcrjar skjátur, enda lætur hann sig ekki muna um að sctja upp 5 stórbú á Horn- ströndum, eitt í Hjarðarnesi og svínabú á Svínanesi.Hér er að sjálfstöðu um villt fé að ræða sem landnemar hafa slegið eign sinni á, ásamt því að rýja þá landsmenn sem tyrir voru. Þetta mun liafa vcriö fólk úr Suðureyjum, papar, keltar og annað flóttafólk. Búfé þeirra hefur sloppið; smalamennska erfið. Annars áttu þeir betri skipakost til flutnings en Norðmenn. Fyrst munu hér hafa veriö einsetumenn og munkar. Síðan koma kenni- menn með fjölskyldur og fleiri þegar þeir frétta um þetta gósenland. Sagan segir aftur að hér hafi verið aðeins nokkr- ir munkar. Var þá allt þetta fólk drepið? Nei, hitt er lík- lcgra að mörgum hafi verið leyft að halda áfram búskap undir oki. Landnám hér var víkingabragð, víkingar leita ekki þangað sem ekkert er að hafa. Ránskapur var þeirra atvinna. Víking þarna var mörgum sinnum betri en á öðrum stöðum. Þeir setja upp stórbú nteð tilstyrk þess fólks sem fyrir var og þræla sem sumir hafa komið nteð. Þarna var liægt að fara á veiðar, drepa villifé og jafnvel svín. Geirmundur heljarskinn hefur um 200 manns á búum sínum, Páfinn hefur vitað að hér var kristin nýlenda og landsmenn orðið hærddir um að hann færi að gramsa hér úti, því aldrei skorti þar féhyggju. Páfi viljað vita livað varð af þessu fólki. Þá kemur krókurinn á móti bragðinu. Allt skriflegt þaggað niður og skýrsla Ara framborin á latínu að hér hafi aðeins verið nokkrir munkar. sem hafi fariö héðan í friði. Svona voru víkingar góðir innvið beinið. Fólksfjöldinn í landinu Margir hafa rekið augun í hinn ótrúlega mannfjölda þeg- ar þjóðveldið var stofnaö. Trú- legt er að Landnáma hafi ckki síst verið skrifuð til sönnunar þess að hér byggju engir kyn- blendingar. Hugsast gæti að Landnámu- höfundar hefðu. sett fólkið sent fyrir var á skrá, það sent hélt lífi, og fært nöfn þess eitthvað nær norrænu til sönnunar tölunum. Þar með var þetta ekki algert fals. Það er alveg furðulegt með allan ættfræði- áhuga landsmanna, hve lítið þeir vita um fólkið. Það er aðeins lítill hópur, sem fær ættfærslu og vegna þess að það er samtengt með frænd- semi og mægðum. Þarna virð- ist citthvað liggja á bak við seni þörf væri að athuga. Skeð gæti að það hefðu ekki verið allt eins vel kýldar hetjur, sem riðu um héruð, og af er látið. Eftir að þjóðveldið var stofnað 930 og ásatrú lögleidd, hefur ckki verið vandi að með- höndla trúvillinga, en aftur hafa þeir tekið við sér eftir kristnitöku og áður í laumi. Umárið 1000, varþjóðinorðin svo fjölmenn að undrun sætti, útaf ekki fleiri landnámsmönn- um. Björn Ólsen sem talinn var mjög glöggur, telur að um 1100 hafi tala fólks hér verið um 77.000. Allt þetta er komið útaf 7000 landnámsmönnum. karlmenn eru sprettharðir, en hvar fengu þeir konur til að komaslíku fram? Kannski geta tölvur leyst þetta mál. Haraldur hárfagri vann loks lokasigur á fyrri ráðamönnum Noregs í Hafursfjarðarorustu 884. Höfði, Rogaland og S-V- Noregur, hafði í lok þjóðflutn- inganna miklu byggst fólki sem kont þangað sjóleiðina og síð- an gætir áhrifa frá þessum innflytjendum norður til Há- logalands og nokkuð inn í landið. Vegna mikilla sam- skipta við Franka og Engilsaxa allt fram að valdatöku Karo- linga, er tímabilið frá 600 til 754 kallað Engilsaxnesk-Mer- ovinga tímabilið í menningar- sögu S-V-Noregs. En Karla- magnús (Saxaslátrari) braut uppreisnina á bak aftur og lét drepa 4500 höfðingja þeirra, en íbúunum var dreift víða um álfuna. Friðsamleg samskipti S-V-Noregs við Evrópu rofna, en ránsferðir koma í staðinn þ.e.a.s. Víkingaöld hefst. Blómaskeið rúna fyrir miða 5. öld Rúnirnar varða veginn kunnar á Norðurlöndum allt frá 3 öld. Leið þessi er rakin austur Eystrasalt, niður Vís- túlu og Rúmeníu, leió gota. Á 5. öld er blómaskeið þeirra í Norðvestur-Evrópu. Gotar hröktu Þrakverja suður yfir Dóná og þar er Biblian þýdd á germönsku. Stafrófið samið með hliðsjón af rúnum. Liðhlaupar úr liði Húna undir forustu Uldins, Óðins, leggja Mösíu undir sig unt 402 og Uldin Reverna 409 með riddaraliði sínu. Honoríus keisari var mjög berskjaldaður fyrir árás Alariks Vísigota konungs. Róm féll fyrir árás Alariks, en hann andaðist sköntmu síðar. Herferð Uldins til Búlgarfu rann út í sandinn vegna lið- hlaupa. Framámenn í hættu vegna valdabaráttu Ödin (Ul-din) er tyrknír- anskt nafn, var af Ásaættum. Tyrkir voru mjög blandaðir írönum, Axer (Áser á dönsku. æsir í íslensku eint. Az) búa í Azer-baydzan við Kaspíahaf. Tyrkir voru gamlir vopnabræð- ur Rómverja í Litlu-Asíu frá Parthítastríði. Hver sem að- staða Uldins hefur verið í ríki Húna, sem óðunt var að breyt- ast í einræðisríki og voru flestir framámenn í lífshættu vegna valdabaráttu. Áberandi er að Vanir (gíslar) fylgja Óðni allt til Uppsala. Þarsem synirhans urðu eftir í Saxlandi eða fluttu til Bretlands, en það var ntjög tíökað hjá Húnum að hafa framámenn undirokaðra þjóða með í herferðum til.að tryggja Húna gegn uppreisnum. Langbarðar urðu á vegi Óðins Þegar Óðinn skýtur upp kollinum í N-V-Evrópu, er hann kominn afléttasta skeiði. Annað augað lét hann fyrir skáldskapinn. Hann kemur með rúnirnar og er mjög fornspár, enda hefur hann mikið á sig lagt til að skyggnast inní ókominn tíma, en her- frægð hans er frá liðnum tíma. Langbarðar urðu á vegi Óðins til Norðurlanda. Frigg kona hans bjargaði þeim frh tor- tímingu og má vera að staða konunar hafi verið styrk í lið- safnaði Óðins. Frankar dýrk- uðu Óðinn og Hlódyn og hélt hann frá þeim til Saxa og þaðan til Norðurlanda. Hló- dyn ásamt Óðni, eru einnig dýrkaðir í S-V-Noregi, sem bendirá náiðsamband Franka. Óðinn gekk undir ýmsum nöfnum og virðist bannhelgi hafa verið á nafni hans. Einnig hvarf hann oft lengri tíma frá liði sínu og birtist í ýmsum dulargerfum og er þetta hvort tveggja tiltektir flóttamanns- ins. Óðinn viðbúinn framrás Attila og liðs hans Allar líkur benda til að Óð- inn og lið hans hafi verið viðbúið framrás Attila vestur yfir Rín, þar sem fjöldaflótti Saxa til Bretlandserafstaðinn. Þegar lokaorustan á Kataláns- völlum er háð, eru Óð- inn og Vanir komnir í trygga höfn til Uppsala. Tilgangur Attila með framrásinni vestur yfir Rín hefur e.t.v. veriðsá að uppræta síðustu leifar lið- lilaupa úr ríki hans, en þessi herferð varð hans banabiti. Fyrsti ósigur Húna jók kjark undirokaðra þjóða. Uppsalasvæðið miðstöð fyrir rúnaristur Ríki Húna í Evrópu hrundi eftir dauða Attila 452 og Vest- rómverska ríkið hvarf úr sög- unni eftir að keisarinn drap Aötíus með eigin hendi. Aust- gota og síðan Langbarðar lögðu Italíu undir sig. Frankar sem Attila hafði hrakið allt vestur að Atlantshafi hertóku Búrgund og rnikinn hluta Gall- íu, en Vindur ruddust allt vest- ur að Rín um 500 f. Krist og þrengdu síðan mjög aö Dan- mörku, einkum Jótlandi og má vera að íbúar S-V-Noregs hafi hrökklast þaðan í lok þjóð- flutninganna. Rúnir hverfa á Jótlandi en S-V-Noregur verð- ur miðstöð fyrir rúnaristur og sú gerð rúna berst með víking- um til Danmerkur. Jafnframt verður Uppsalasvæðið mið- stöð fyrir rúnaristur og þaðan berast þær til Finnlands. Þar sem nokkrar Icifar Finna eru í Eystrasalts- löndum. má vera að þeir hafi komið frá Mið-Evrópu, sem eitt'af þjóðarbrotunum úr ríki Húna. Ein leiðin yfir Rússland frá Volguósum. er höfð á oddinunt. Fornar myndir germaskra orða í finnsku gætu stutt fyrri kenninguna. Finnsk- úrgrísk orð eru ef til vill fleiri í íslensku en talið er, t.d. sómi-soumi, Atli, Váli, Kylf- ingur og væringi s.b. bók Sig- fúsar Blöndals, Væringjasögu um rannsóknir Rússa. Einnig las ég í blaði að eignarfornöfn í íslensku séu á eftir nafnorð- inu eins og í tyrknesku, gagn- stætt flestum Vestur-Evrópu- málum. Málið á gotnesku Biblí- unni, er talið skyldast íslensku af öllum nútíðarmálum og það gæti stafað af beinu sambandi við Mösíubúa fylgifiska Óðins. Sjálfur ber ég ekkert skyn á þetta. Undir áhrifum frá Kínverjum Ibúar Daciu bjuggu á mörk- um rómversku og gísku menn- ingaráhrifa og voru blandaðir bæði Þrakverjum og Gotum um 402 e. Kr. þegar Uldin hertók landið og með honum Vanir (líklega Samomatskýthí- ar) af frönskum ættum og Hún- ar voru ntjög blandaðir Kín- verjum og undir sterkum menningaráhrifum frá þeim. Hinir síðarnefndu líkast til ver- ið ættaðir frá Húnum sunnan Tung Ting vatns. Þaðan eru flestir meiriháttar byltingar- menn og ræningjahöfðingjar, en jafnframt helstu menning- arfrömuðir Kína. Húnabúar hafa einatt barist á móti ein- ræði í Kína af mikilli hörku og er ágreiningur Lío forseta við Maó nýjasta dæmið. Kínverskar fyrirmyndir íslenskra galdrastafa Unt lOOvoru Húnarhraktirfrá Kína þar sem þá var lokið mesta mannvirki fram að því, kínverska múrnum. Eftir það gátu Húnar ekki gert skyndi- árásir á hestum, sem þeir voru jafnvel enn háðari en nútíma- maðurinn bílnum. Kína lok- ast jafnvel sjálft, en frá Hanan tímabilinu sjást margskonar eftirmyndir á Vesturlöndum, einkum á Norðurlöndum (má þar nefna stafkirkjurnar sbr. kínverskar pagodur), dreka- myndir og skraut t.d. í Lindis- farni Biblíunni og fleiru. ís- lenskir galdrastafir sækja e.t. v. fyrirmyndir sínar til kínverska letursins á Han-tímabilinu í Kína. Rúnastafirnir sem of- aukið var þegar letrið styttist úr 24 stöfum í 16 urðu einnig galdrarúnir. Áður er getið um ntálið á gotnesku Biblíunni, er náskyldast íslensku af nútíð- armálum, en þær leifar sem til eru af máli Þrakverja, benda einnig á náinn skyldleika við Norðurlönd. Leifar af vestfalska kyninu Vestfal var eitt af þeim lönd- um sem Óðni eru eignuð, á - samt Jótlandi og Fjóni, en vest- falska kynið er nokkuð sérstætt í Evrópu. F.n Borrebýkynið og svokallaða „Aðalsmanna- týpu", telja margir komna til Evrópu á þjóðflutningunum og leifar af vestfalska kyninu í Vestur^ Noregi við Hafurs- fjörð, eftirstöðvar af innflytj- endum til S-V-Noregs, í lok þjóðflutninganna. Dærni um Vestfalskakynið Hinderburg, Kamban og Borrebý-týpuna. telst aðeins einstaklings munur en ekki ólíkur kynþáttur. Ari og Snorri rekja ættir tii Tyrkja Stutthöfðar eru algengir á íslandi, gagnstætt Noregi þar sem langhöfðar eru algengast- ir. Þar að auki eru aðrir blóð- flokkar hér í meirihluta en þeir algengustu í Noregi. Þrátt fyrir þetta mun hér á landi vera nokkuð af fólki sem líkist Norðmönnum. Hér á landi má einnig finna austrænar (mongólskar)manngerðir t.d. nefndi Magnús Már rektor að föðuramma sín vestur úr Dölum, ætti tvífara í Japan. Kolka læknir nefndi líka að hér væri nokkuð um mongóla og kemur þetta ekki á óvart þar sem Ari fróði og Snorri Sturluson rekja ættir sínar til Tyrkja og svo mun um fleiri Evrópubúa. Og þrátt fyrir það að Tyrkir hverfa að mestu inn í þjóðir þær sem þeir ráða yfir eða hafa ráðið yfir, þá eru jafnan. einhver merki um upp- runalegt ættarmót. Lýsingin á Þorvaldi sálma- skáldi Böðvarssyni í Holti og mörgum skáldum. listamönn- um og framámönnum í stjórn- málum, kemur heima við lýs- inguna á Tyrkjum. Tyrkneska ferskeytlan er enn í hávegum höfð hér á landi. Kenningar dr. Barða Guðmundssonar Það var ekki fyrr en Barði Guðmundsson kemur með sín- ar fleygu kenningar um upp- runa Islendinga, að augu margra lukust upp. Kenningar B.G. hrifu ntig mjög. Þar fór saman vísindaleg fræði- mennska, fleyg hugkvæmni og frábært málfar. Sagnfræðingar okkar fóru hljótt með þessar kenningar, svo líkast var það að þögnin skyldi geyma þær. Aðeins þrír tóku málinu vel, enda var það ekki heiglum hent að mæta B.G. á ritvellin- um. En þegar hann var fallinn að foldu, hófust á ný umræður um þetta mál og töldu þeir sem á móti voru þetta firru eina. Það er ekkert nýtt að sumir halda að auðveldara sé að fást við dána menn en lifandi. Sam- kvæmt mannkynssögunni hef- ur þessi kenning oft beðið skipbrot. Flestir mestu hug- vitsmenn mannkynsins hafa verið hengdir, brenndir eða krossfestir, aðrir dáið í eymd og volæði. Dánir menn eru versta svipa sem nokkur hefur yfir höfði sér. En hvernig stendur á þess- ari tregðu að rannsaka þetta mál í einlægni. Sumum finnst engu skipta um ætterni, en slíkt er mikill misskilningur. „Barnsvilla", var talin með lúalegustu glæpum, þótt mikið væri um slíkt hjá „stærri" mönnum. Mér rennur í grun að hundurinn liggi þar að hinir eldri vilji halda sinni köku heilli því þetta er engin áreytni við Norðmenn, þá skiptir þetta engu. Meðan um einhverja framför er að ræða, er ekki urn heila köku að ræða. Heilbrigð samkeppni er sjálfsögð, en þar sem hver vill skóinn ofan af öðrum, fer loftvog vitsins að falla. Þetta mætti sanna með ótal dæmum. Vísindamenn hafa rakkað hver annan niður og oft hefur það skeð, að andmælandinn hefur orðið að fara i hjúp þess dána. Suntir sérfræðingar halda að þeir hafi „sprengt pottinn". Margir af þessum mönnum hafa skilað góðu starfi, en þeir eiga ekki fræðin. Fjöldi kenninga fellur fyrir nýjum rökum. Stundum hvarfla ný sannindi niður í huga ólærðra manna og enginn veit hvaðan þetta stafar. Dr. Helgi Pjeturss telur að þetta komi frá öðrum hnöttum, sem lengra eru komnir. Menn geta kallað þetta hégilju en óvíst að svo sé. Sjálfur hefi ég orðið fyrir svona hugskeyti, en það verður ekki rætt hér. Sannur vísindamaður á að sjálfsögðu að gleðjast yfir öllu nýju sent orkar framávið, það er heldur ekkert efamál 'að menningar- arfur okkar verður krufinn á margvíslegan hátt og fellur þá að sjálfsögðu margt fyrir róða

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.