NT - 30.04.1985, Blaðsíða 14
Þriðjudagur 30. apríl 1985 14
- haldið í Broadway á sunnudaginn
■ Pað var mikil stemmning á
Broadway á suntiudagskvöjd-
ið, þegar íslandsmeistaramót-
ið í vaxtarrækt fór þar fram.
Dunandi taktföst tónlist og
hnyklaðir vöðvar í takt. Ilver
staðan eftir aðra var sýnd, og
greinilega mikil átök. Áhorf-
endur voru vel með á nótun-
unt, klöppuöu í takt við tónlist-
ina og vöðvana, og hressilegur
kynnir, Páll Þorsteinsson hclt
fólki við efnið.
Keppt var í 8 flokkum.
tveimur unglingaflokkum,
tveimur kvennaflokkum, og
fjórum karlaflokkum, skipt
niður eftir þyng keppenda.
Keppcndur í hverjum flokki
voru frá einum upp í finnn og
mátti þar greinilega sjá
orðið bæði gott og efnilegt
vaxtarræktarfólk.
Fjöldi keppcnda og ýmsir
skipulagsþættir keppninnar
sýndu þó, hversu ung íþrótt
vaxtarræktin cr hér á landi.
I'annig fóru lokaatriði keppn-
innar nokkuð úrböndum, bíða
þurfti heillengi eftir sumum,
og þannig komu dauðir punkt-
ar í dagskrá sem var nógu löng
fyrir. Þá var engin aðstaöa
boðin blaðamönnum. Blaöa-
ntaöur NT varö að standa við
barborð, þar sem útsýni var
takmarkað. Takmarkaö útsýni
máttu einnig margir áhorfenda
þola, þar sem keppnin og dag-
skráratriði fóru oft fram allt of
innarlega á sviðinu.
Meistarar meistaranna voru
kosnir Júlfus Ágúst Guö-
mundsson, 17 ára Reykvíking-
ur, í unglingaflokki, Aldís
Arnardóttir 24 ára Akureyring-
ur, f kvennaflokki, og Sigurður
Gestsson, 27 ára Akureyringur
í karlaflokki. Sigurður sýndi
ntjög góð tilþrif, cnda hefur
hann geysilega vöðva.
Keppni í flokkum varspenn-
andi á köflum. í karlaflokki,
undir 70 kg voru þrír keppcnd-
ur. Danícl Olsen Reykjavík
sigraði, annað varð Kenneth
Jay Bollinger frá Keflavíkur-
flugvelli og þriðji Sævar Sím-
onarson, Akureyri.
( karlaflokki, undir 80 kg
var keppni mjög skemmtileg.
Ekki er ofsagt, að þessi flokkur
hafi vcrið livað best skipaður
flokkanna á niótinu, enda var
sigurvegarinn, Sigurður Gests-
son meistari meistaranna í
karlaflokki. Annar varð Mark
L. Crockcr. frá Keflavíkur-
flugvelli, og þriðji Gestur
Helgason úr Borgarfirði.
Keppendur voru alls fimm.
Einungis tveir keppendur
voru í undir 90 kg flokki,
Magnús Óskarsson og Kristinn
Ægisson báðir úr Reykjavík.
Magnús sigraði. Þá var aðeins
einn keppandi í yfir 90 kg
flokki, Kári EHertsson. Hann
fékk mjög góðar undirtektir,
og tókst mjög vel upp.
í kvennaflokki undir 52 kg
voru tveir keppendur, Ása
Kristín Árnadóttir úr Kópa-
vogi og Guórún Rcynisdóttir
frá Akureyri. Ása sigraði.
Fimm keppendur voru hins
vegar í flokki 52 kg og yfir. Þar
sigraði Aldís Arnardóttir og
varð að auki kvennameistari,
önnur varö Svandís Grétars-
dóttir frá Reykjavík og þriðja
Katrfn Gísladóttir frá Selfossi.
ívar Hauksson Reykjavík
sigraði með glæsibrag í ung-
lingaflokki undir 75 kg. Annar
varð Einar Guðmann frá Ak-
ureyri og þriðji Björn Brodda-
son frá Akureyri. Keppendur
voru fimrn.
( unglingaflokki, 75 kg og
yfir, voru tveir keppendur, Jú-
líus Ágúst Guðmundsson
Reykjavík ogSigurður Pálsson
Akureyri. Júlíus sigraði, og
varð að auki unglingameistari.
Yfirdómari í keppninni var
Lisser Frost Larsen, vaxtar-
ræktarmeistari frá Danmörku.
Aðrir dómarar voru Finnbogi
Helgason, formaður dóm-
nefndar, Hjalti Gestsson, Soff-
ía Guðmundsdóttir, Gísli
Rafnsson, Marta Unnarsdótt-
ir, Hrafnhildur Valbjörns og
Sveinbjörn Guöjohnscn.
Á milli keppnisatriða voru
ýmsar uppákomur. Danski
meistarinn Kjeld A. Nielsen
sýndi við góðar undirtektir, og
Jón Páll Sigmarsson fyrrum
(slandsmeistari í vaxtarrækt og
nú sterkasti maður heims, kom
viö sögu. Jón Páll braut reið-
lijól mjög snyrtilega santan,
blés út hitapoka og sprengdi,
og loks lét hann kraftajötuninn
Hjalta Úrsus Árnason mölva
gangstéttarhellu nteð sleggju á
kviðsér. Fór trölliðáköstum.
NT-myndir Árni Bjarna, texti
Saniúcl Örn
■ 17 ára gamall Reykvíkingur, Jútíus Ágúst
Guðmundssnn varð meistari íslandsmeistar-
anna í unglingaflokki. Hann sigraði í +75 kg
flokki unglinga.
■ Daníel Olsen, 26 ára gamall Reykvíkingur, íslandsn
í -70 kg flokki.
■ Smokkablástur á Broadway. Á meðan Jón Páll blés upp hitapoka og sprengdi, blésu 6 gestir upp smokka í kapp við hann. Hvellirnir voru tilkomumiklir.