NT


NT - 30.04.1985, Side 16

NT - 30.04.1985, Side 16
 fíí? Þriðjudagur 30. apríl 1985 16 Lil Útvarp — — sjónvavp Verðir laganna aftur á skjáinn ■ Nú hefur Derrick runnið sitt skeið á enda í sjónvapinu, um sinn a.m.k. , og koma gamlir kunningjar í hans stað á þriðjudagskvöldum. Verðir ■ Gamlir kunningjar heilsa upp á sjónvarpsáhorl'endur í kvöld, sjálfír verðir laganna. laganna (Hill Street Blues) halda nú áfram að sinna störf- um sínum á lögreglustöð í skuggahverfi bandarískrar stórborgar og hefst sýning fyrsta þáttar í kvöld kl. 21.25. Með aðalhlutverk fara Dani- el J. Travanti, Veronica Hamel og Michael Conrad. Nokkrir þættir úr þessum myndaflokki voru sýndir í sjónvarpinu fyrri tæpu ári og að þessu sinni eru það átta þættir sem sýndir verða. Sá fyrsti kallast Krókódílaveiðar. Þýðandi er Bogi Arnar Finn- bogason. Halldórsson ■ Birgir Sigurðsson, rithöfundur hefur lestur þýðingar sinnar á „Langferð Jónatans“. Langferð Jónatans - ný útvarpssaga ■ Þúsundþjalasmiðurinn Björgvin Halldórs- son. ■ Svavar Gests verður með þátt sinn „Með sínu lagi“ á Rás 2 kl. 15 í dag. „Ég mun í þessum þætti taka fyrir söngvarann, laga- höfundinn og textahöfundinn Björgvin Halldórsson. Égrek feril Björgvins eins og frekast er unnt í klukkutíma þætti, sérstaklega með það í huga að hann hefur samið mikið af góðum lögum, en það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því.“ ■ 1 kvöld kl. 21.35 hefur Birgir Sigurðsson rithöfundur lestur þýðingar sinnar á „Lang- ferð Jónatans" eftir danska rithöfundinn Martin A. Hansen. Söguhetjan er járnsmiður- inn sterki, Jónatan, sem var manna færastur við að herða og sjóða járn og sótti kirkju sína jafn dyggilega og krána. Dag nokkurn ræður sig til hans vinnupiltur, sem er dverhagur en kokkálar meistara sinn og hagar sér þannig að Jónatan skilur að þarna fer Kölski sjálfur. Smiðurinn sterki mölv- ar kirkjuklukkuna, steypir úr henni flösku og ginnir þann Ijóta niður í hana. Hann leggur_ síðan í leiðangur mikinn og makalausan til þess að koma flöskunni í réttar hendur. „Langferð Jónatans" hlaut mikla hylli danskra lesenda og hefur komið út í mörgum út- gáfum. ■ Svavar Gests við hljóðnemann. Sjónvarp kl. 21.25: Rás 2 kl. 15.00-16. Svavar Gests kynnir Björgvin Utvarp kl. 21.35: Sjónvarp kl. 20.40: Ingvi Hrafn ræðir við Kristmund Bjarnason ■ í þættinum „Heilsað upp á fólk“ kl. 20.40 ræðir Ingvi Hrafn Jónsson við Kristmund Bjarnason á Sjávarborg. Krist- mundur er skjalavörður við Héraðsskjalasafn Skagfirðinga á Sauðárkróki og er lands- kunnur fyrir fræðimennsku og ritstörf, einkum á sviði byggða- sögu á Norðurlandi. Sjónva 9.25: Vinna og verðmæti - hagf ræði fyrir byrjendur ■ í kvöld kl. 19.25 hefst í Sjónvarpinu nýr myndaflokk- ur fyrir börn á öllum aldri sem nefnist „Vinna og verðmæti - hagfræði fyrir byrjendur'V Myndaflokkurinn er breskur, í fimm þáttum og kynnir ýmis undirstöðuatriði hagfræðinnar á auðskilinn og lifandi hátt, meðal annars með teiknimyndum og dæmum úr daglegu lífi. Fylgst er með fjölskyldu sem býr í frumstæðu og einangruðu þorpi í einskismannslandi. Fjölskyldan uppgötvar smátt og smátt, í gegnum tilviljanir og neyðarástand, grundvallar- lögmál sem auka framleiðni og lífsþægindi þorpsbúa. Þýðandi myndaflokksins er Guðni Kolbeinsson. Þriðjudagur 30. apríl 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.20 Leikfimi. Til- kynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Valdimars Gunnarssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Ingimar Eydal talar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Hollenski Jónas" eftir Gabriel Scott Gyða Ragnarsdóttir endar lestur þýðingar Sigrúnar Guðjóns- dóttur (12). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.j. 10.45 „Man ég það sem löngu leið" Hagnheiður Viggósdóttir sér um. þáttinn. 11.15 Við Pollinn Umsjón: Ingimar Eydal. (RÚVAK) 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.20 Barnagaman Umsjón: Heiðdís Norðfjörð. (RÚVAK) 13.30 Sheila Chandra, Sade Adú og Kate Bush syngja 14.00 „Eldraunin" eftir Jón Björns- son Helgi Þorláksson les (26). 14.30 Miðdegistónleikar Ballettsvíta nr. 2 eftir Manuel de Falla. Fíladelf- íuhljómsveitin leikur; Riccardo Muti stjórnar. 14.45 Upptaktur - Guðmundur Benediktsson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Siðdegistónleikar a. „Was- hington’s birthday” eftir Charles Ives. Félagar I Sinfóníuhljómsveit Oslóborgar leika; William Strick- land stjórnar. b. Sinfónía nr. 3 I c-moll op. 78 eftir Camille Saint- Saéns Fílharmoníusveit Berlínar- borgar leikur; Herbert von Karajan stjórnar. 17.10 Siðdegisútvarp-18.00 Fréttir á ensku. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Sigurður G. Tóm- asson flytur þáttinn. 20.00 Mörk láðs og lagar - Þáttur um náttúruvernd. 20.20 Requiem á Munkaþverá. Steingrimur Sigurðsson flytur. 20.30 Bein lýsing frá leik Víkings og FH í úrslitum bikarkeppni Hand- knattleikssambands islands í karlaflokki - Ingólfur Hannesson lýsir seinni hálfleik. 21.10 Útvarpssagan “Langferð Jónatans" eftir Martin A. Han- sen Birgir Sigurðsson rithöfundur byrjar lestur þýðingar sínnar. 21.35 Utvarpssagan: „Langferð Jónatans" eftlr Martin A. Hans- en Birgir Sigurðsson rithöfundur byrjar lestur þýðingar sinnar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 Frá kammertónleikum Sin- fóníuhljómsveitar íslands i Gamla biói 5. apríl i fyrra Stjórn- andi: Jean-Pierre Jacquillat. Ein- leikari: Joseph Ognibene. a. „Les Indes galantes", ballettsvíta nr. 2 eftir Jean-philipe Rameau. b. Hornkonsert nr. 2 i Es-dúr K. 417 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. c. „Pelléas et Mélisande", svíta op. 80 eftir Gabriel Fauré. d. Sin- fónía nr. 1 I D-dúr (klassiska sinfónían) eftir Sergej Prokofjeff. Kynnir: Jón Múli Árnason. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Þriðjudagur 30. apríl 10:00-12:00 Morgunþáttur Stjórn- andi: Páll Þorsteinsson. 14:00-15:00 Vagg og velta Stjórn- andi: Gisli Sveinn Loftsson 15:00-16:00 Með sínu lagi Lög leikin af íslenskum hljómplötum. Stjórn- andi: Svavar Gests 16:00-17:00 Þjóðlagaþáttur Stjórn- andi: Kristján Sigurjónsson 17:00-18:00 Frístund Unglingaþátt- ur. Stjórnandi: Eðvarð Ingólfsson. Þriggja mínútna fréttir klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. Þriðjudagur 30. apríl 19.25 Vinna og verðmæti - hag- fræði fyrir byrjendur Fyrsti þáttur. Breskur fræðslumyndaflokkur i fimm þáttum sem kynnir ýmis undirstöðuatriði hagfræði á auð- skilinn og lifandi hátt, meðal ann- ars með teiknimyndum og dæmum úr daglegu lifi. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Heilsað upp á fólk 13. Krist- mundur Bjarnason Kristmundur Bjarnason á Sjávarborg. skjala- vörður við Héraðsskjalasafn Skag- firðinga á Sauðárkróki, er lands- kunnur fyrir fræðimennsku og ritstörf, einkum á sviði byggðasögu á Norðurlandi. I þættinum ræðir Ingvi Hrafn Jónsson við Kristmund um hugðarefni hans. 21.25 Verðir laganna(Hill Street Blues) 1. Krókódilaveiðar Fyrsti þáttur af átta I nýrri syrpu þessa bandaríska myndaflokks sem Sjónvarpið sýndi síðast fyrir tæpu ári. I þáttunum er fylgst með starf- inu á lögreglustöð í skuggahverfi bandarískrar stórborgar. Aðalhlut- verk: Daniel J. Travanti, Veronica Hamel og Michael Conrad. Þýö- andi Bogi Arnar Finnbogason. 22.15 Kastljós Þáttur um erlend mál efni. Umsjónarmaður Ögmundur Jónasson. 22.50 Fréttir I dagskrárlok

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.