NT - 30.04.1985, Blaðsíða 21

NT - 30.04.1985, Blaðsíða 21
01 Þriðjudagur 30. apríl 1985 21 Utlönd Bandaríkin: Stórtækir ræningjar ■ ■■ ■ ■ ■■■■ w ■ Mm ■ - skildu samt milljónir eftir New York-Reuter ■ Hópur vopnaðra ræningja lét greipar sópa í hirslum Wells Fargo fyrirtækisins í Greentv- ichþorpi í New York aðfaranótt mánudags. Að sögn lögreglunn- Kórea: íþrótta- sameining á vetrar- ieikum Tokyo-Reuter ■ Yfírmenn íþróttamála í Norður-Kóreu hafa látið í Ijós vilja til að senda sameiginlegt íþróttalið með Suður-Kóreumönn- um til fyrstu vetrarleik- anna í Asíu sem verða haldnir í Sapporo í Japan í mars á næsta ári. Þetta kom fram í viðtali sem japanska Kyodo- fréttastofan hafði við Kim Se Jin sem er félagi í Ólympíunefnd Norður- Kóreumanna. Hann sagði að Norður-Kóreumenn settu engin skilyrði fyrir umræðum við Suður-Kór- eumenn um að senda sam- eiginlegt íþróttalið á leik- ana. En vitanlega væri mikilvægt að slíkar við- ræður stefndu að samein- ingu Kóreu. ar tóku ræningjarnir 8 milljón dollara (tæpl. 380 milljónir ísl.kr.) sem gerir þetta að næst- stærsta ráni í sögu Bandaríkj- anna. En ræningjarnir skildu samt ennþá meiri peningja eftir, eða um 12 milljón dollara. Uppha- flega var talið að þeir hefðu rænt allt að 50 milljón dollurum en við nánari athugun reyndist það ekki rétt þar sem aðeins um 20 milljónir voru í hirslunum og ræningjarnir skildu meirihlut- ann eftir. Ýmislegt er sagt benda til þess að ræningjarnir hafi þekkt vel til hjá Wells Fargo sem tekur að sér geymslu peninga og annarra verðmæta fyrir ýmis fyrirtæki. Þeir brutust inn í fjárhirslur fyrirtækisins í gegn- umvegg úraðliggjandistofnun og biðu þar eftir fjórum varð- mönnum sem komu laust eftir miðnætti. Þegar varðmennirnir opnuðu fjárhirslurnar réðust ræningj- arnir á þá og bundu þá við lyftara. Síðan hlóðu þeir í hálf- tíma brynvarðan flutningabíl fyrirtækisins sem fannst nokkr- um tímum seinna nálægt lög- reglustöð í New York. Ránið var tekið upp á myndband. Ræningjarnir eru taldir hafa verið á fimmtugsaldri en þeir voru með skíðagrímur þannig að erfitt er að þekkja þá. Lögreglan segist samt bjartsýn á nokkur árangur muni nást við rannsókn málsins innan sólahrings. Breska leikarafélagið: Enga blóðpeninga frá Suður-Afríku London-Reuler ■ Breskir leikarar hafa krafíst þess af forseta stéttar- félags síns að hann segi af sér vegna leiksýningar sem hann tók þátt í í Suður-Afríku. Á sexhundruð manna fundi í stéttarfélaginu, sem telur 33.000 meðlimi, var yfirgnæfandi meirihluti fylgj- andi því að Derek Bond, sem kosinn var forseti félags- ins á síðastliðnu ári, segði af sér. Einn ræðumanna á fundin- um sagði að Bond hefði ntóðgað afríska og asíska félaga sína og þann mikla meirihluta íbúa Suður-Afr- íku sem er fórnarlömb að- skilnaðarstefnunnar. Bond sagðist ekki hafa í hyggju að segja af sér og bætti því við að hann hefði lýst andstöðu sinni við að- skilnaðarlög stjórnarinnar í Suður-Afríku þegar hann var þar og lék í sex vikur á síðasta ári. Á fundinunt, sem varð reyndar að fresta vegna upp- lausnar, krafðist leikkonan og óskarsverðlaunahafinn Vanessa Redgrave þess að félagið setti algjört bann á Suður-Afríku og ræki hvern þann meðlim sem tæki við „blóðpeningum" fyrir vinnu þar. lOOOtonnumafeitri dælt í Norðursjóinn Am.sterdam-Reuter ■ Fjórum mönnum úr um- hverfísverndarsamtökum Grænfriðunga mistókst að koma í veg fyrir að skip losaði efnaúrgang í Norðursjóinn og höfðu þó hlekkjað sig við frá- rennslisrör skipsins, að sögn talsmanna samtakanna. Fyrirhöfn mannanna reyndist árangurslaus þegar skipið losaði 1000 tonn af úrgangsefnum nið- ur um önnur rör sem staðsett eru undir yfirborði sjávar. Eit- urefnin sem skipið losaði sig þannig við eru brennsisteinssýru- úrgangur úr títandíoxíðfram- leiðslu í Belgíu. Skipið losaði farm sinn í hafið um miðja nótt 12 mílum undan ströndinni þar sem landhelgi Belgíu og Hollands mætast. Fjórmenningarnir yfirgáfu eiturskipið í morgun og stigu þá um borð í Síríus, skip Grænfrið- unga. Á föstudaginn var neyddu Grænfriðungar annað skip til að snúa til hafnar áður en því tókst að losa sig við úrgangsefni. „Verkfæri" guðs: í fangelsi fyrir sprengjutilræði Pensacola, Florida-Reuter ■ Tveir meðlimir öfgafulls krist- ins bókstafstrúarsafnaðar hafa verið dæmdir fyrir að sprengja þrjár sjrúkrastöðvar þar sem fóst- ureyðingar eru framkvæmdar í loft upp. Tvær konur voru dæmdar samsekar. Fólkið sprengdi um- ræddar heilbrigðisstofnanir á jóla- dag síðast liðinn. Bernskuvinirnir Matthew Goldsby og James Simmons, báðir 21 árs, voru sekir fundnir um alla sjö ákæruliðina en Kaye Wiggins, Kenya: Sænskur trú- boði drepinn Nairobi-Reuter ■ Hópur ræningja skaut til bana sænskan trúboða í Migori í Vestur-Kenya síðastliðið laug- ardagskvöld. Trúboðinn hét Asas Johans- son. Hann var giftur og átti þrjú börn. Eiginkona hans segir að hópur vopnaðra manna hafi brotið niður hurðina í heimili þeirra og skotið rnann hennar með fimm skotum . Þeir hafa verið í hermannabúningum sem voru málaðir í felulitum. Johansson. sem var 40 ára, hafði kennt í biblíuskóla trú- boða í Kenya í meira en þrjú ár. 18 ára gömul kærasta Goldbys og Kathy, 19áraeiginkonaSimmons, voru dæmdar á þeirri forsendu að þær hafi aðstoðað við að leggja þessar þrjár stofnanir í rúst. Tvær bygginganna skemmdust mikið en sú þriðja var jöfnuð við jörðu. Enginn særðist. Dómurinn verður uppkveðinn nú í dag og geta ungu mennirnir tveir vænst allt að 65 ára fangels- isvistar. Konurnar eiga yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisvist. Vinir og fjölskyldur sakborning- anna hópuðust inn í örlítinn réttar- salinn, ásamt yfir 50 fréttamönn- um, og hlýddu hljóð á niðurstöðu kviðdómsins. Kaye Wiggins grét stanslaust og gróf höfuðið í hönd- um sínum. Úrskurðurinn fylgdi í kjölfar fjögurra stunda fundarhalda kvið- dómsins en vitnaleiðslur stóðu yfir í átta daga. Þetta sérstæða mál er mjög umrætt í Bandaríkjunum og hefur orðið til þess að vekja athygli þjóðarinnar á þessari annars kyrr- Íátu borg í Norður-Flórída. Málinu var vísað til kviðdómara að lokinni tilþrifamikilli og ástríðuþrunginni lokavarnarræðu verjandans sem hafnaði því að geðveiki yrði færð sakborningun- um til málsbóta og hélt hann því fram í ræðunni að sprengingarnar hcfðu verið siðferðilega réttar. Hann hélt því meira að segja fram að sprengingarnar væru réttlætan- legar vegna þess að ekki væru nein lögleg ráð til þess að „stöðva dráp á hinum ófæddu." Líbanon: ■ Þessi mynd er aö mörgu leyti táknræn fyrir þær breytingar sem eru að verða í Líbanon við brottför ísraelsmanna. Hér eru múslimskir Sunni-hermenn að strika yfir vígorð kristinna hægrimanna og skrifa sín eigin í staðinn á þorpinu Abra nálægt Sidon í Suöur-Líbanon. Símamynd-POLFOTO Valdahlutföll breytast við brottför ísraelshers ■ Drúzar og múslimir hafa sótt mjög í sig veðrið eftir því sem ísraelsmenn hafa dregið meira af herliði sínu burt frá Suður-Líbanon. ísraelsmenn hafa nú lokið við að flytja herlið sitt frá hafnarborginni Tyre. Líbanska hernum og Shita-hermönnum var ákaft fagnað af íbúum Tyre í gær eftir að ísraelsmenn höfðu dregið her sinn til baka úr borginni. Surnir íbúanna dönsuðu mcira að segja á götum Tyre til að fagna hermönnum sínum. Kristnir bandamenn ísra- elsmanna hafa fengið slæma útreið hjá hermönnum mú- hameðstrúarmanna sem telja sig hafa harma að hefna. Kristnu hersveitirnar njóta nú ekki lengur stuðnings Is- raelsmanna og hafa þær neyðst til að hörfa frá ýmsum kristnum þorpum fyrir frant- sókn múslimanna sem hafa m.a. brennt hús kristinna. Fjöldi óbreyttra borgara hefur flúið sókn múhameðs- trúarmannanna inn á svæði sem kristnir menn réðu áður yfir. Mörg þúsund manns hafa þannig leitað skjóls í fjallaborginni Jezzine nálægt Sidon í Suður-Líbanon þar sem herlið kristinna heldur enn velli. Stjórnmálaleiðtogar jafnt sem trúarleiðtogar ræddu í gær við forystumenn kristna herliðsins í Jezzine og reyndu að fá þá til að fallast á að flytja menn sína burt frá borginni til að koma í veg fyrir árás múslima sem hafa búið um sig í nágrenni borg- arinnar. Um 25.000 borgarbúar og flóttamenn eru nú í Jezzine en um 8.000 hafa þegar flúið í átt að ísraelsku landamær- unum. Leiðtogar múslima hafa lýst því yfir að þeir muni ekki ráðast á borgina þar sem slíkt myndi leiða til mik- ils blóðbaðs en m'argir óttast að hermenn þeirra ntuni samt leggja til atlögu.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.