NT - 10.05.1985, Side 3

NT - 10.05.1985, Side 3
Föstudagur 10. maí 1985 3 Stefnir í nýja kollsteypu Afkomu Sambandsfrystihús- anna sagöi Árni hafa verið sæmilega það sem af er þessu ári og að ýmislegt benti til að hún hafi verið jafnari eftir landshlutum en oft áður. Hann býst hins vegar við erfiðleikum þegar líður á árið þar sem allt virðist nú stefna í nýja koll- steypu með haustinu. „Það mun taka lengri tíma að rétta hag atvirinuveganna eftir þá kollsteypu heldur en gerðist á síðasta ári.“ Skipin 30-40% of dýr Þrátt fyrir að lausafjárstaða bæði frystihúsa og útgerðar hafi batnað mjög við skuld- breytingar þær sem gerðar voru á síðasta ári taldi Árni hætt við að fljótlega sæki aftur í sama horfið, vegna slæmrar stöðu útgerðar. í sambandi við endurnýjun fiskveiðiflotans, sem Árni sagði koma að innan fárra ára, kvað hann Ijóst að Hewlett Packard opnar á íslandi ■ Aragrúi karlmanna var samankominn í húskynnum Hewlett Packard fyrirtækisins að Höfðabakka 9, þegar útibú þess á íslandi var formlega opn- að á miðvikudaginn. Forstjóri Hewlett Packard í Evrópu af- henti m.a. forstjóra íslands- deildarinnar, Frosta Bergssyni. lykil einn mikinn sem hann kallaði lykilinn að velgengni fyrirtækisins. Við þetta tækifæri var Verk- fræðistofnun Háskóla íslands afhentur tölvubúnaður að gjöf, að verðmæti u.þ.b. tvær millj- ónir króna. Á stærri myndinni má sjá hinn nýja forstjóra Hewlett Packart á íslandi, Frosta Bergsson, bera „lykil velgengn- innar“ að dyrum fyrirtækisins, en á minni myndinni er Stein- grímur Hermannson, forsætis- ráðherra niðursokkinn í sam- ræður við einn opnunargesta. Steingrímur flutti á.varp við opnunina og talaði blaðalaust á ensku. ■ Starfsmenn SS kynntu fréttamönnum nýjungar úr framleiðslu- eldhúsi fyrirtækisins, „Rúllurétti“ fyrir þá tímatæpu, ýmisskonar salöt og sérkryddað kjöt. F.v.: Steinþór Skúlason, framleiðslustjóri, Ingólfur Baldvinsson, rekstrarstjóri og Svend Larsen, danskur sérfræðingur sem var starfsmönnum innan handar við gerð „Rúlluréttanna“. Stóraukin eftirspurn á tilbúnum matvælum: „Rúllurétti“ - í stað þess að elda sjálfur Frystihúsin rekin með 3-4% tapi að meðaltali i fyrra: Fimmtungi fleiri fisk- ar í Sambandsfrystingu - afkoman verst á Vesturlandi en best norðanlands ■ FramleiðslaSambandsfrysti- húsanna árið 1984 nam samtals tæpum 47 þús. lestum af öllum tegundum frystra sjávarafurða, sem var 7 þús. lesta aukning frá árinu 1983. Þessi aukning varð á sama tíma og botnfiskafli landsmanna minnkaði um 8%. Framleiðslan á árinu nam 37,5% af því sem fryst var á vegum stærstu fisksölusamtaka landsins - og hafði það hlutfall aukist úr 30,9% árið áður, að því er fram kom á fundi Félags Sambandsfiskframleiðenda. Aðild að félaginu eiga 36 fisk- vinnslustöðvar víðs vegar um landið, sem selja framleiðslu sína gegnum sjávarafurðadeild Sambandsins. Bæði 10%tap og gróði algengur Árni Benediktsson, form. SAFF sagði m.a. að frystihúsin í landinu hafi verið rekin með verulegu tapi á s.l. ári, líklega 3-4% af veltu að meðaltali. Sem jafnan áður hafi afkoman þó verið misjöfn eftir lands- hlutum og aðstöðu. Ekki virtist óalgengt að frystihús séu rekin með 10% halla og á hinn bóginn til að frystihús séu rekin með hagnaði. Afkoman sé greinilega verst á vesturhluta landsins, en best norðanlands. verð skipa megi ekki fara fram úr 60-70% af núverandi verði. Annað hvort verði því að taka ákvörðun um að endurskipu- leggja íslenskan skipasmíða- iðnað, þannig að hann geti mætt því verkefni, eða þá að íslendingar verði að snúa sér til erlendra aðila. Fleiri frá Sambandinu en til þess Vegna umræðna m.a. í fjöl- miðlum um það að Sambandið sé stöðugt að leggja undir sig stærri hluta sjávarútvegsins sýndi Árni þvert á móti fram á að fleiri frystihús hafa á undan- förnum árum farið frá Sam- bandinu eða verið keypt þaðan, heldur en þau hús sem komið hafa frá öðrum í við- skipti til sjávarafurðadeildar eða verið keypt af samvinnu- fyrirtækjum. Framleiðslu- aukning Sambandsfrystihús- anna liggi eingöngu í því að þau hafi verið í uppbyggingu bæði varðandi tækjabúnað og hráefnisöflun. Árni Benediktsson, sem ver- ið hefur formaður SAFF í 17 ár gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Tryggvi Finnsson, framkvstj. Fiskiðju- samlags Húsavíkur kosinn í hans stað. Vörubíll brann í malargryfju ■ Volvo vörubitreið brann í malargryfju við bæinn Miðengi í Gríms- neshreppi rétt eftir kaffi í gærdag. Að sögn lögreglu á Selfossi er bíllinn gjör- ónýtur, og allt brann í honum sem brunnið gat. Það var klukkan 17:24 sem beiðni um aðstoð slökkviliðs barst frá bæn- um Miðengi, þar sem vörubifreið stóð í ljósum logum. Eigandinn var ekki í bílnum, en kom að þar sem bíllinn var orðinn alelda. Eigandinn gerði tilraun til þess að ná handslökkvitækinu, en komst ekki að því sökum eldhafs. Eigandi bílsins hafði nýverið gengið frá sölu á bílnum. Bíllinn er 5-6 ára gamall og metinn á 1,5 milljónir. Nær 22,2 milljónir lítra af mjólk til KEA í fyrra: Um 16% lækkun flutnings kostnaðar frá árinu 1983 ■ Framleiðsluverðmæti mjólkurinnar sem Mjólkursam- lag KEA tók á móti á árinu 1984 var um 521 milljón króna (sölu- verðmæti frá samlaginu). Af því fá bændur um 65-66% í sinn hlut. Aðeins um 34-35% verðs- ins fer í kostnað við vinnslu, framleiðslu, sölu og dreifingu mjólkurvaranna. U.þ.b. 70% af innveginni mjólk fór til fram- leiðslu vinnsluvara, en af- gangurinn til framleiðslu á ferskvörum, þ.e. nýmjólk, rjóma, jógúrt og þess háttar, að því er fram kom á aðalfundi Mjólkursamlags KEA senr haldin var fyrir skömmu. Á árinu 1984 tók samlagið á móti tæplega 22,2 milljónum lítra af mjólk, sem var 0,88% (um 193 þús. lítra) aukning frá árinu áður. Grundvallarverð Mjólkursamlags KEA van 15,48 kr. á hvern lítra, eða 5 aurum hærra en landsgrundvallarverð. Akstur eftir mjólk 1984 var samtals 290.617 kílómetrar, eða 76,25 lítrar á hvern ekinn kíló- metra. Hefur sú tala hækkað um 10 lítra á s.l. tveim árum og flutningskostnaður þar með lækkað á milli ára, sem hlutfall afverði, úr4,23% niðuri'3,55% og varð 0,55 kr. á lítra í fyrra. Þá batnaði flokkun mjólkur- innar enn á milli ára og fóru 99,01 % af mjólkinni í fyrsta flokk. Af framleiðsluvörum Mjólk- ursamlags KEA á s.l. ári má nefna 1.100 tonn af ostum og 450 tonn af smjöri og smjörva. Samlagið er hið eina á landinu sem framleiðir smjörva og kota- sælu og er sala á þessum afurð- um sögð hafa aukist stöðugt á síðasta ári. Ný bók frá lceland Review: Ljóðaþýðingar eftir Marshall Brement ■ Iceland Review hefur gefið út þýðingar Marshall Brements, sendiherra Bandaríkjanna á ís- landi, á ljóðum þriggja íslenskra skálda yfir á ensku. Skáldin eru Steinn Steinarr, Jón úr Vör og Matthías Johannessen. Brem- ent skrifar sjálfur aðfaraorð að bókinni, þar sem hann ræðir m.a. um kynni sín af íslenskri ljóðlist. í frétt frá Iceland Review segir að Brement hafi lengi verið unnandi bókmennta, hafi sjálfur stundað ritstörf á yngri árum og síðar kynnt sér bók- menntir þeirra landa þar sem hann hefur starfað sem fulltrúi lands síns. Hann er mikill tungumálamaður, talar m.a. rússnesku og kínversku reip- rennandi og hefur stundað ís- lenskunám í þrjú ár. Bók Brements, sem ber heitið Three Modern Icelandic Poets er 126 bls. að stærð. Hún er prentuð í Hollandi en sett í prentsmiðjunni Odda. Fanney Valgarðsdóttir sá um útlit. ■ Marshall Brement. Ljósm: Páll Stefánsson ■ Til að mæta stóraukinni eftirspurn eftir tilbúnum og hál- ftilbúnum matvælum, að sögn forystumanna Sláturfélags Suður- lands, hefur að undanförnu ver- ið unnið að tilraunum til fram- leiðslu á slíkum réttum í fram- leiðslueldhúsi fyrirtækisins, sem nú eru að koma á markaðinn. Athyglisverðustu nýjungina segja þeir hjá SS vera hina svokölluðu „Rúllurétti", en það eru fimm útgáfur af tilbúnunr matarréttum, sem hafa 3ja vikna geymsluþol í kæli án þess þó að nokkrum rotvárnarefnum sé bætt í matinn. Af „Rúlluréttunum“ eru tveir úr nautakjöti og tveir úr lamba- kjöti, en sá fimmti er „Denni“ - venjulegur íslenskur hrís- grjónagrautur. Talsmenn SS sögðu að fullyrða megi að dýr- ara sé fyrir húsmæður að laga þessa rétti sjálfar heldur en að kaupa þá tilbúna frá SS. Samkvæmt upplýsingum sölumanna SS vikta rúllurnar frá 660 til 650 grömm og kosta 276 til 325 kr. rúllan, eða um 440 „Denna“ kostar rúmar 96 krónur, þannig að kílóverðið færi nálægt 150 krónum. Verðið virðist nokkuð hátt fyrir grjóna- grautinn a.m.k. og „Denni“ því tæpast vera neinn „alþýðugraut- ur“. Akureyri: Bílstuldur ■ Bíl var stolið á Akureyri í fyrrinótt frá Kristjánsbakaríi. Eitthvað hefur þjófnum litist illa á bílinn, því lögreglan fann bílinn skömmu síðar nokkrum húslengdum frá þeim stað þar sern þonum var stolið.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.