NT - 10.05.1985, Blaðsíða 5

NT - 10.05.1985, Blaðsíða 5
w Föstudagur 10. maí 1985 Útgerðarfélag Skagfirðinga: Færri sókn ardagar ■ Taprekstur Útgerðarfé- lags Skagfirðinga á Sauðár- króki nam helmingi lægri upphæð á síðasta ári en var 1983, eða aðeins 12 milljón- um króna. Ásamatímajókst heildarafli skipa félagsins um 31% og var 9.122 tonn á árinu en sóknardagar voru þó færri en á árinu á undan. Búist er við enn batnandi rekstri á þessu ári. Þetta kom fram í samtali við Bjarka Tryggvason fram- kvæmdastjóra þar nyrðra, en nýlega var aðalfundur félags- ins haldinn þar sem reikning- ar voru lagðir fram. í þeim kom meðal annars fram að skuldir félagsins nema tæp- um 180 milljónum eða rúm- um 50 milljónum meira en nemur bókfærðum eignum þess, sem skráðar eru á 124 milljónir. Bjarki benti á að aflaverð- mæti fyrstu þrjá mánuði árs- ins í ár er rúmum 40% meira en á sama tíma í fyrra og stafaði það af auknum hlut þorsks í aflanum. Atvinnulausir nú verulega færri en s.l. tvö ár: Vinnumarkaðurinn bíð ur eftir skólafólkinu Veruleg eftirspurn eftir vinnuafli viða um land ■ Skráðir atvinnuleysis- dagar í apríl voru langt í þrisvar sinnum færri en í mars, og jafnframt mun færri en í aprílmánuði bæði árið 1984 og 1983. Samkvæmt upplýsingum Vinnumála- skrifstofu félagsmálaráðu- neytisins vantar nú fólk til starfa víða um land, en von- ast er til að úr því rætist með því um 10 þúsund manna liði sem búist er við að bætist á vinnumarkaðinn næstu vik- urnar þegar skólum lýkur. Atvinnuástand virðist einnig hafa breyst mjög til batnaðar á þeim stöðum sem átt hafa við hvað mest at- vinnuleysi að stríða að undanförnu. Frá marsmán- uði hefur atvinnulausum á Akranesi t.d. fækkað úr 169 í 71, á Akureyri úr 236 í 102, á Húsavík úr 100 í 42 og í Keflavík úr 155 í 44 atvinnu- lausa í apríl. Skráð atvinnuleysi í apríl jafngilti því að um 850 manns hafi ekkert haft fyrir stafni allan mánuðinn (um 0,7% af mannafla) en þeir voru um 2.150 í næsta mán- uði á undan. Um 3,8 millj. króna halli hjá Kaupfélagi Skagfirðinga: „Vaxtastef nan langt út Zii fyrir alla skynsemi Vextir afurðalána hækkað einir vaxta þrátt fyrir bókun ríkisstjórnarinnar um hið gagnstæða Kviknaði í sprautuvagni ■ Slökkvilið Reykjavíkur var kallað út í gærdag til þess að slökkva eld sem kviknað hafði í vagni sem Reykjavík- urborg á. Vagnin er notaður til þess að mála akreinalínur á götur borgarinnar. Eidurinn kviknaði þegar starfsmenn voru að hita pott á vagninum, þar sem massinn sem sprautað er á göturnar er bræddur. Ekki tókst betur til en svo að eldur varð laus. Allar líkur benda til þess að eldsupptök hafi veirð í gas- slöngu, sem fór í sundur. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. ■ Mikilogmegnóánægjameð vaxtastefnuna, sem menn töldu komna langt út fyrir alla skyn- semi, kom fram í umræðum manna á aðalfundi Kaupfélags Skagfirðinga. Samþykktar voru ályktanir til ríkisstjórnar og Al- þingis um þau mál, þar sem skorað er á stjórnvöld að taka vaxtamálin til gagngerrar endurskoðunar. Var m.a. bent á að þrátt fyrir bókun ríkis- stjórnarinnar um að vextir af- urðalána skyldu standa óbreytt- ir frá í des. s.l., hefðu þeir einir vaxta hækkað nú nýverið, á sama tíma og ofurlítillar til- hneigingar hefði þó gætt til lækkunar almennra vaxta. Að sögn Ólafs Friðrikssonar, kaupfélagsstjóra hafði þróun vaxtamálanna á s.l. ári veruleg áhrif á rekstur félagsins, þó einkum síðustu fjóra mánuðina, er hafi m.a. leitt til þess að um 3,8 milljón króna halli væri á rekstri félagsins. Heildarvelta kaupfélagsins varð 838 millj. króna á árinu, en um 950 millj. króna þegar Fiskiðjan væri talin með. Fastráðnum starfsmönn- um fækkaði nokkuð á árinu og voru alls 263 í árslok, þar af 54 í hlutastarfi. Heildarlauna- greiðslur á árinu 1984 námu 107 millj. króna að viðbættum 12 millj. til greiðslu samnings- og lögboðinna gjalda af launum. Heildarfjárfestingar Kaupfé- lags Skagfirðinga námu tæpum 14 millj. króna árið 1984, en auk þess fjárfesti Fiskiðja Sauð- árkróks, dótturfyrirtæki KS, fyrir 38 millj. króna og hefur nú tekið í notkun hið nýja fiskiðju- ver sitt. Frumvarp til laga um fram- leiðslu og verðskráningu bú- vöru, sem nú liggur fyrir Al- þingi, var ítarlega rætt á aðal- fundinum og þá einkum það er snýr að afurðasölufélögunum. Stjórnarformaður, Gunnar Oddsson, kvað brýna nauðsyn bera til að gerðar verði veruleg- ar lagfæringar á frumvarpinu, svo ekki komi til enn frekara hruns hinna dreifðu byggða og enn frekari fólksflótti af lands- byggðinni. Eina mótspyrnan kom frá þvottakonunni ■ „Ég man mjög glöggt eftir 10. maí 1940. Ég var þá farinn að læra prent hjá pabba í Steindórs- prenti. Ég var ansi erfiður á morgnana, en þennan morgun átti ég ekki í neinum vandræð- um með að vakna því pabbi vakti mig með þeim fréttum að það lægju 7 herskip úti á legu og hann sagði; „Það er búið að hemema landið.“ Þá var klukkan sjö og klukkan hálf átta var ég kominn upp í strætó á leið niður í bæ, en við bjuggum við Laug- arásveg, sem var fyrir utan bæinn á þeim tíma. Þegar ég kom í miðbæinn var þar um að litast eins og um miðjan dag, krökkt af fólki.“ Þannig segist Guðjóni Einars- syni skrifstofustjóra hjá okkur á NT frá hinum örlagaríka degi fyrir 45 árum. Hann var þá 16 ára gamall prentnemi og hafði eins og flestir sem komnir voru til vits fylgst með fréttum af stríðinu. En nú var það komið tii íslands. „Ég heyrði læti frá Landsíma- húsinu við Austurvöll og fór þangað. Þar voru hermenn að sprengja upp dyrnar. Þegar því var lokið þustu þeir inn og ég hef það fyrir satt, að eina mót- spyrnan sem þeir fengu hafi verið frá þvottakonu, sem var við vinnu sína inni í húsinu og spurði gustmikil hver fjandinn gengi á. Menn voru ekkert á þeim buxunum að fara að vinna þarna um morguninn, heldur gengu um og fylgdust með. Ég man að ég var staddur í Kirkjustrætinu og sá að hermenn voru komnir að bústað þýska ræðismannsins, þar sem þýska sendiráðið er núna. Ég fór inn í Aðalstræti og beið þar og fljótlega komu her- menn í skrúðgöngu með ræðis- manninn fanginn á milli sín og á eftir komu hermenn veifandi stórri mynd af Adolf Hitler eins og sigurtákni. Seinna um daginn þegar ég var kominn upp í prentsmiðju í vinnu, þá kom þangað offisér og litaðist um og kallaði síðan pabbi á eintal, en hann var verkstjóri. Erindið var að vita hvers vegna við værum með þýskar vélar í prentsmiðjunni. Pabbi sagði að það væri af því að þær væru betri en þær bresku Hann útskýrði það síðan að þýsku vélarnar mældu leturhæð- ina í sentimetrum, en þær bresku í tommum. Offisérinn gerði sig ánægðan með það. Þessir Bretarsem komu hing- að höfðu verið drifnir í herinn í skyndingu og höfðu enga þjálf- un sem hermenn. Það var allt annað þegar Kanadamennirnir komu, ég tala nú ekki um Bandaríkjamennina. Nei, við unglingarnir fundum ekki til hræðslu, okkur fannst frekar að þetta væri spennandi, fullorðna fólkið var hins vegar áhyggjufyllra, gerði sér betur grein fyrir alvörunni." ■ Guðjón Einarsson við hurð pósthússins, sem hermennirnir sprengdu upp fyrir 45 árum. N'i-mynd: svemr Jæja Þorsteinn minn, við sendum víst ekki út í dag ■ Þorsteinn Ö. Stephensen leikari var starfandi þulur við útvarpið á stríðsárunum og maiK glöggt 10. maí 1940. „1 þá daga var ekki byrjað að senda út fyrr en um hádegi, það var ekkert morgunútvarp. Ég hafði vaknað um morgun- inn við flugvélagný mikinn og þegar ég fór til vinnunnar vissi ég hvað hafði gerst. Útvarpið var þá í Landsímahúsinu og þegar ég kom niður á Austurvöll mætti ég Jónasi Þorbergssyni sem þá var útvarpsstjóri og hann sagði við mig: „Jæja Þor- steinn minn, við sendum víst e.kkert út í dag.“ Og þar með skildi ég að það var búið að hernema útvarpið. Her- mennirnir höfðu brotið upp dyrnar á Landsímahúsinu og tekið það, bæði útvarpið og annað og rofið allt samband okkar við umheiminn. Útsendingar hófust reyndar um kvöldið með ávarpi Her- manns Jónassonar forsætisráð- herra. En það voru ströng fyrir- mæli um að minnast ekki á ýmsa hluti, til dæmis mátti ekki senda út veðurfregnir né veðurlýsing- ar. Það mátti heldur aldrei minnast á hernámsliðið, þótt eitthvað gerðist sem fréttnæmt taldist mátti ekki minnast á það í útvarpinu. Veðurfregnir voru sendar út með símskeytum og festar þar sem fólk gat lesið þær. Þetta var náttúrlega ekki í fíjótu bragði mjög skemmtileg- ur atburður, en flestum þótti gott að það voru þó Bretar, en ekki Þjóðverjar sem komu. Það var almenningsálitið og það slævði sáraukann yfir að ísland var orðið hernumið land.“

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.