NT - 10.05.1985, Side 6

NT - 10.05.1985, Side 6
Vettvangur Föstudagur 10. maí 1985 6 Halldór Kristjánsson: „Fyrir umboðsmennina“ ■ Á síðasta ári samþykkti Alþingi lög um tóbaksvarnir. Eins og nafnið bendir til er þeim ætlað að stuðla að heil- brigðari lífsháttum og munu eflaust reynast alvarleg áminnig um viðsjárverð áhrif tóbaksnautnar. Samkvæmt þessum lögum er skipuð tóbaksvarnarnefnd. Henni er ætlað talsvert hlut- verk og m.a. segir í lögunum: „Fjármálaráðuneytið skal hafa samráð við tóbaksvarna- nefnd um stefnumörkum varð- andi innflutning og verðlagn- ingu tóbaks. Leita skal álits nefndarinnar um allar reglugerðir sem snerta tóbaksvarnir og tóbakssölu." Það eru ekki liðnar nema fáar vikur frá því að þessi lög tóku gildi þegar fram er lagt á Alþingi stjórnarfrumvarp þar sem lagt er til að ríkið hætti einkasölu á tóbaki. Svo róttæk breyting á „innflutningi og verðlagningu tóbaks“ hlýtur að heyra undir það sem fjármála- ráðuneytinu er lögboðið að hafa um „samráð við tóbaks- varnanefnd". Svo var þó ekki gert. Það er slæm vanræksla. Ríkisstjórnin hundsar lögin Hér hefur það gerst að ríkis-1 stjórnin sjálf hundsar nýsett lög og lætur sem þau séu ekki til. Væntanlega gætir Alþingi sóma síns og minnir hæstvirta ríkisstjórn á jiver hefur lög- gjafarvald á íslandi. Alþingi hefur heldur ekki neitt vald til að framselja fjármálaráðherra eða ríkisstjórninni í heild. löggjafarvaldið enda þótt ein- hverjum þingmönnum kynni að þykja það til þæginda. Þeg- ar Alþingi hefur með lögum stofnað nefnd sem ríkisstjórn er skylt að hafa samráð við um ákveðin efni getur Alþingi ekki gert sér að góðu að slíkt sé einskis metið. Alþingi verður að taka sig alvarlega. Pílatusarþvottur Þessu frumvarpi fylgja at- hugasemdir, sem á pörtum eru næsta undarlegar. Þar standa m.a. þessi orð: „Loks er rétt að liafa í huga að landlæknir fullyrðir að ár- lega deyi hundruð íslendinga af völdum reykinga. í ljósi þessa má því álykta að það sé í raun siðferðislega ámælisvert af ríkinu að stunda verslun með tóbak.“ Þessi athugasemd ætti fullan rétt á sér, ef stefnt væri að því að stöðva alla tóbakssölu á landinu. Hér er ekki um það að ræða. Hér er ætlunin að koma skítverkunum á aðra. Sumir segja að fjármálaráð- herrann ætli m.a. að taka þátt í þessu sjálfur. Þessi tilvitnun í ummæli landlæknis er Pílatusarþvott- ur, og hann af lakara tagi. Ríkisvaldið getur ekki orðið sýknt af því manntjóni sem reykingar valda við það eitt að færa verslunina frá einkasölu sinni. Ef um sök er að ræða á hendur því minnkar hún ekki við það að fela öðrum fram- kvæmþina. Allt fyrir umboðsmennina í þessum athugasemdum segir líka að tóbakseinkasalan hafi „í raun aðeins annast inn- flutning og birgðahald fyrir umboðsmenn" og að ríkinu hafi verið falið „að annast fyrir hönd umboðsmanna innflutn- ing og dreifingu umræddra vara." Hér kemur fram sá undar- legi skilningur að þessi verslun sé gerð fyrir umboðsmennina. Þeirra hefur þó lítt verið getið hingað til í lögum um verslun með tóbak. Torfundin munu rök fyrir því að nauðsyn sé að reka verslun fyrir þessa umboðs- menn. Einkasala ætti að geta verslað fram hjá þeim. Hún getur sagt seljendunum að sá afsláttur sem þeir vilja gefa, hverju nafni sem nefnist, komi einkasölunni einni til góða. Mörgum finnst nærri sér gengið með skattheimtu ýmiskonar. Ríkisstjórnin hef- ur á stefnuskrá að létta skött- um af okkur. Ríkissjóður er févana til margra góðra verk- efna. Hvers vegna eru þá hinir og þessir látnir hafa umboðs- laun af því sem einkasala ríkis- ins verslar með? Hver eru efnahagsleg rök til þess? Eru einhver siðferðisleg rök sem mæla með því? Þetta á ekki fyrst og fremst að vera þjónusta við umboðs- menn og gert fyrir þá. Sparnaði er heitið Enn er sagt í þessum athuga- semdum að sparnaður muni verða af því að leggja niður tóbaksdeild Á.T.V.R., enda • þótt ekki sé „fyrirhugað fyrst um sinn að leggja niður nef- tóbaksframleiðslu hennar." Hvers vegna er það ekki fyrir- hugað? Sé það fyrir mestu að minnka umsvif ríkisins mætti spyrja hvort einkaframtakið sé ekki þess umkomið að skera sér í nefið. Hafa engirumboðs- menn hagnað af þeim niður- skurði? Og eftir á að hyggja: Hvern- ig má sú deild, sem lögð er niður, halda áfram starfi og framleiðslu? Og meira um sparnaðinn. Svo koma þessi orð: „Þá hlýtur þessi breyting að leiða til fækkunar starfsmanna á aðalskrifstofu, enda á skrif- stofukostnaður Á.T.V.R. í verulegum mæli rætur að rekja til tóbakssölunnar. Hér má nú fyrst benda á það að meðan Á.T.V. R. er ein um að dreifa neftóbaki mun við- skiptaaðilum hennar ekki fækka mjög verulega. Þessi orð bera í sér áminn- ingu um það, að fyrir þjóðarbú- skapinn getur verið sparnaður að því að ein heildsala annist alla dreifingu ákveðinna vöru- tegunda. Hitt er ekki tekið til meðferðar í þessum athuga- semdum, hvort nýju heildsal- arnir kunni nokkuð að auka umsvif og annir hjá tollþjón- ustunni. Skyldi það vera óhugsandi? Er það eftirsóknar- verður sparnaður að færa verk- efni frá einni ríkisstofnun til annarrar? Samdráttur hjá Á.T.V.R. verður ekki beinn hagnaður fyrir ríkissjóðinn og því síður fyrir þjóðarbúið. Athugasemdir við þetta stjórnarfrumvarp bera svipmót þess sem hugsað er og gert „fyrir umboðsmennina." H.Kr. ■ Er einkaframtakið ekki þess umkomið að skera sér í nefið? Hér hef ur það gerst að ríkisstjórn- in hundsar nýsett lög og lætur sem þau séu ekki til. Væntanlega gætir Alþingi sóma síns og minnir hæstvirta ríkisstjórn á hver hefur löggjafarvald á íslandi. Milljón á mínutu - þankabrot um þróunaraðstoð og vígbúnað ■ Gunnlaugur Stefánsson fréttafulltrúi Hjálparstofnunar kirkjunnar hefur sent frá sér nokkrar athyglisveröar stað- reyndir um mannlífið á þessari jörð. Þar kenrur nt.a. fram að í þróunarlöndunum svonefndu búa 75% jarðarbúa en í hlut þeirra kemur aðeins 17% af fjármagni jarðar og 15% af orku jarðar. Af þessu leiðir að forréttindafólkið á jörðinni, íbúar Bandaríkjanna og Vest- ur- og Austur-Evrópu, alls um 253 jarðarbúa fær í sinn hlut 83% af fjármagni jarðar og , nýta 85% af þeirri orku sem nýtt er. Og ójöfnuðurinn er miklu meiri en þetta því að stór hluti fólks innan þjóða í forréttindaklúbbnum lifir á mörkum fátæktar meðan aðrir hafa úr ævintýralega miklu að spila. Auðvitað sjáum við á þessu að hagsæld okkar og velferð er á þunnum ís, því að auðvitað kemur að því að hinn fátæki skari þjóða sæki sér meiri hlut af auðæfum jarðar, með friðsömum hætti eða ekki. Milljón á mínútu Nú mætti ætla að við þetta vel haldna fólk beindum öllum kröftum okkar að því að mjaka fátækum þjóðum til meiri hagsældar, þó ekki væri til annars en að vernda til fram- búðar þau lífskjör sem við búum við. En því er aldeilis ekki að heilsa og því reyndar haldið fram að forréttinda- klúbburinn græði vel á þeirri þróunaraðstoð sem höfð er frammi, og er þá átt við beinan gróða, ekki óbeinan sem auð- vitað alltaf er. En það er vígbúnaðurinn sem gleypir mesta fjármagnið. Samanlögð útgjöld til vígbúnaðar nema jafnvirði einnar milljónar doll- ara á mínútu, en það er 30 sinnum hærri upphæð en varið er til þróunaraðstoðar, sam- kvæmt upplýsingum Gunn- laugs Stefánssonar. Og hann tekur hrikaleg dæmi til að sýna hvað hægt væri að gera fyrir þessa fjármuni. Heil milljón manna deyr t.d. úr malaríu í Afríku á hverju ári, en það myndi kosta 450 milljónir doll- ara, eða því sem varið er til vígbúnaðar á 7-8 klukkutím- um, að útrýma malaríu úr heiminum. Og það eru auðvit- að Bandaríkin og Sovétríkin þar sem 11% mannskyns búa sem eru ábyrg fyrir meira en helmingi allra útgjalda til her- mála og ráða saman yfir 95% allra kjarnorkuvopna. ísland og þróunarlöndin En hvernig stendur ísland sig í þessum málum öllum, eða eigum við eitthvað að velta fyrir okkur þessum hörmung- um öllum. Fleyrum álit Hjálp- arstofnunar. „ísland hefur skuldbundið sig til á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að greiða a.m.k. 0,7% af þjóðarframleiðslu til þróunaraðstoðar. Á yfir- standandi ári er gert ráð fyrir að greiða 0,08% samkvæmt gildandi fjárlögum. Vegna gossins í Vestmanna- eyjum þáðu íslendingar í þró- unaraðstoð erlendis frá í fjár- framlögum frá líknarfélögum, félagasamtökum og ríkis- stjórnum hátt í tvo milljarða ísl. króna. Árið 1981 þegar markaður í Nígeríu hélst frjáls og opinn seldu íslendingar um 18.000 tonn af skreið til Nígeríu, að verðmæti 118 milljón dollara og Nígería var þriðja stærsta viðskiptaland íslendinga. Inn- flutningur frá Nígeríu til ís- lands sama ár var að verðmæti 26.000 dollarar. í ár ráðgerir ríkisvaldið að verja 69 milljónum kr. til þró- unaraðstoðar. Offramleiðsla matvæla í iðn- ríkjum er eitt mesta efnahags- vandamál, er þau eiga við að stríða. Á sama tíma heyja milljónir manna f þróunar- löndum dauðastríð vegna skorts af mat. Hungrið í heim- inum stafar ekki af því, að of lítið er framleitt af mat, heldur að maturinn stendur þeim ein- um til boða er peninga hafa til að borga uppsett verð fyrir hann. íslendingar eru skuldug þjóð. Skuldir þjóðarinnar er- lendis eru nú komnar nokkuð yfir 60% af þjóðartekjum. Þró- unarlönd eiga við efnahags- vandamál að stríða, sem felst í miklum skuldum erlendis. Mörg þeirra skulda þó miklu minna en íslensk þjóð. Oft er álitið, að þegar skuldir þjóðar erlendis ná 50% af þjóðartekj- um, þá sé ástandið á hættu- mörkum og efnahagslegu sjálf- stæði stefnt í voða. Það sem einkennir m.a. mörg fátækustu þróunarlönd er ein- hæfni í útflutningi þar sem útflutningstekjur byggjast á aðeins einni eða mjög fáum útflutningsafurðum. Mjög líkt er komið með íslenskri þjóð, sem byggir á einhæfum útflutn- ingi, en fiskafurðir eru 67% af öllum útflutningi lands- manna.“ Vont mál Tækniveröldin hefur flutt allan heimin inn á stofugólf til okkar. Það er vont mál að vera neyddur til vitneskju um eigin forréttindi og neyð annarra og vera um leið það sérgóð að vilja ekkert gera. Þetta er sér- staklega erfitt þar sem flestar hinar velhöldnu þjóðir eru kristnar en í siðaboðskap krist- innar trúar er lagt mikið upp úr náungakærleik eins og kunn- ugt er. Baldur Kristjánsson.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.