NT - 10.05.1985, Side 10

NT - 10.05.1985, Side 10
 fTY? Föstudagur 10. maí 1985 10 LlU IX/lin Haraldur Einarsson bóndi og oddviti Urriðafossi Fæddur: 21. janúar 1920 Dáinn: 28. apríl 1985. Dauöinn er óumflýjanlegur öllu sem lífsanda dregur. Það vitum við munnanna börn. Þrátt fyrir þá vissu vekur hann okkur angur og harma, þegar hann hrífur frá okkur góðvini og nákomna venslamenn, að því er virðist oft frá dagsverkinu ekki nærri fullunnu. Minningar frá liðnurn samverustundum hópast að. Þær knýja á hugann og krefjast andsvara. Löngun vaknar hjá okkur að festa ein- hverjar þeirra á blað sem tilraun þess að fá að geyma þær betur og varðveita. Ekki reynist þó alltaf auðvelt að orða þessar hugsanir, síst nákvæmlega eins og hugur manns vill. Minning- arnar streyma ört að og staldra sjaldan lengi hver og ein ef samveran við hinn látna hefur verið löng og rík af atburðum. Upp í hugann kemur líka sjálfs- gagnrýnin. Var ég þessum manni sá liðsmaður, er hann átti kröfu til? Var ég ekki einn hinna mörgu, er tíðast litu í eigin barm aðeins og létu um of grasið spretta í þeirri götu, sem til góðs vinar lá? Svo er allt í einu tækifærið til að bæta þar um gengið nianni endanlega úr greipum. Þessu líkar voru þær hugsan- ir, er um huga minn fóru, þegar ég frétti um alvarleg veikindi og andlát vinar míns og samtarfs- manns um áratugaskeið, Har- aldar Einarssonar, oddvita á Urriðarfossi. Haraldur Einarsson var fædd- ur 21. janúar 1920, yngstur sex barna hjónanna Rannveigar Gísladóttur og Einars Gíslason- ar oddvita, er lengu bjuggu á Urriðafossi með rausn og mynd- arbrag. Á bernskuárum naut hann að niiklu leyti leiðsagnar Einars föður síns við nám, en hann hafði verið nemandi við Flensborgarskólann í Hafnar- firði og stundað barnakennslu áöur á árunt. Síðar lá leið Har- aldar í Laugarvatnsskólann en hann var þá tekinn til starfa fáum árum fyrr. Varð sú skóla- ganga honum notadrjúg, sem öðrum fleirum, er þar stunduðu nám undir handleiðslu Bjarna Bjarnasonar skólastjóra og ann- arra kunnra kennara, er með honum störfuðu þar. Fijótlega eftir stofnun Umf. Vöku hér í sveitinni kom Haraldur þar til þátttöku og var í stjórn félagsins mörg ár sem gjaldkeri. Hann var einnig frá upphafi traustur liðsmaður söngkórs Villinga- holtskirkju og starfaði þar af áhuga til hins síðasta, enda ágætur söngmaður eins og þeir frændur margir. Haraldur kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Kristgerði Unni Þórarinsdóttur frá Kols- holti hér í sveit, árið 1949 og tóku þau við búsforráðum á Urriðafossi það ár; fyrstu árin í samvinnu við Einar, bróður Haraldar. Einar, faðir þeirra bræðr- anna, lést árið 1949, en Rann- veig móðir þeirra dvaldi hjá ungu hjónunum, Unni og Har- aldi, til æviloka 1967. Haraldur var kosinn í sveitar- stjórn Villingaholtshrepps vorið 1950 og sat í sveitarstjórninni óslitið þaðan í frá til dauðadags. Oddvitastörfum gegndi hann þar óslitið frá 1962. Þá var Haraldur sýslunefndarmaður frá 1978 og deildarstjóri Kaupfé- lags Árnesinga og í fulltrúaráði Mjólkurbús Flóamanna fyrir sveit sína um margra ára skeið. Fleiri voru þau störf, er Haraldi voru falin fyrir sveit sína og hérað, þó hér verði látið staðar numið. Þessi einfalda upprifjun segir ein út af fyrir sig ekki mikið - og þó. Hún er örugg vísbending um að sveitungarnir töldu málum sínum best borgið í umsjá hans. Oddvitastarf í fámennu sveit- arfélagi er þó oft tímafrekt og erilsamt. Það verða flestir að inna af höndum í hjáverkum, og ekki verður hjá því komist að viðbótarstörf ýmisleg komi einnig á aðra fjölskyldumeð- limi. Enginn getur heldur unnið þessi störf svo öllum líki alltaf. Sú er þó trú mín, að það muni vera einróma álit sveitunganna að Haraldur Einarsson hafi stýrt þeim málurn frábærlega vel, svo það verði erfitt aö gjöra betur síðar. Ef litið er á þær fram- kvæmdir, sem unniö hefur verið að þessi ár, sést að furðumiklu hefur þokað áfram, þrátt fyrir fámenni og takmarkað gjaldþol sveitarsjóðs. Mér er persónu- lega kunnugt, hversu samvisku- semi Haraldar var mikil við störf þau, er honuni var trúað til og veit að lögbundin greiðsla þar fyrir var oft engan veginn í samræmi við fyrirhöfnina. Sam- komulag innan hreppsnefndar öll árin, sem kunnugleiki minn nær til, var nteð ágætum, enda oddviti einstakt lipurmenni, er kannaði vilja samstarfsmanna sinna í hverju máli. Var fram- farasinnaður og ódeigur til at- hafna að hverju því verki er til hagsbóta horfði. Sóknarhugur ásamt vökulli aðgæslu í fjár- málastjórn sveitarfélagsins ein- kenndu hans langa og giftu- drjúga starf sem oddviti Vill- ingaholtshrepps. Ég geymi margar dýrmætar minningar frá samverustundum við þau Urriðafosshjón. Þau voru bæði gestrisin í þess orðs bestu merkingu og fjölskyldan samhent í öllum málum. Bú- skapurinn varcinnigmeðmynd- arbrag, eins og best gerist, þrátt fyrir margar óhjákvæmilegar tafir vegna félagsmálastarfa húsbóndans. Þessar samverustundir allar vil ég þakka, þegar leiðir okkar Haraldar skilur. Einnig vil ég leyfa mér að bera fram þakkir til hans frá öðrum samstarfs- mönnum, fjölskyldu minni og sveitungum öllu. Eiginkonu Haraldar, börnun- um þeirra fjórum, aldraðri tengdamóður, tengdasonum, barnabörnunt og frændliði sendi ég innilegar samúðarkveðjur og bið Guð að styrkja þau og styðja á lífsleiðinni. Sigurður Guömundsson Súluholti. t Það er bjartur júnídagur 1951. Við erum á leið austur Flóaveginn. Haraldur á Urriða- fossi er á heimleiö á nýjum bíl. Með honum er sjö ára gamall ókunnugur stráklingur, sem er að fara í fyrsta sinn í sveit fullur eftirvæntingar. Halli, en svo var hann nefnd- ur af kunnugum var nærgætinn við strákinn sem og ætíð síðan. Hann spurði þægilega og frá honum stafaði hlýleiki. Við urð- um vinir á þessum fyrsta degi kynna okkar. Á honum fékk ég strax traust. Á Fossi átti ég eftir að dvelja næstu níu sumur frá því um sauðburð og fram yfir réttir á haustin, einnig í flestum fríum að vetrinum, hvenær sem stund gafst. Fyrir hálfum mánuði ók ég enn austur Flóaveginn. En nú voru aðstæður aðrar. Nú var ég kominn að Fossi til að kveðja Harald. Þetta reyndist hans síð- asti dagur heima. Hann lést á sjúkrahúsinu á Selfossi 28. apríl s.l. Þegar ég kom að Urriðafossi fyrst, var Haraldur nýtekinn við jörðinni af foreldrum sínum ásamt Einari bróður sínum, en hann dvaldi þar öll sumur og sá einkum um laxveiðina. Faðir þeirra, sem einnig hét Einar, hafði dáið 1949. Milli bræðr- anna var mjög náið samband. Aldrei heyrði ég þá mæla styggðaryrði hvor til annars. Þar ríkti gagnkvæm virðing og skilningur. Ennfremur bjó þarna móðir þeirra Rannveig, merk kona. Hún var hæglát, virðuleg og lagði alltaf gott til mála. Hún hafði einstakt lag á börnum. Þau nutu hennar og hún þeirra. Hún hafði traust og notalegt skjól hjá Haraldi og Unni til dauðadags 1967. Þarna kynntist ég líka Unni, konu Haraldar. Þau voru nýlega gift og barnlaus, þegar kaup- staðarbarnið kom þarna til dvalar. Unnur var þarna úr sveitinni. Hún kom frá austurbænum í Kolsholti og flutti upp á ásana. Það var alltaf mikil hamingja með þessum góðu hjónum, þeim fylgdi glaðværð og í stóru og smáu voru þau einstaklega samhent og nákomin hvort öðru. Það sáum við best þegar sjúkdómarnir sóttu að. Unnur varð mér líka strax kær og hlúði að mér á alla lund. Síðar eignuðust þau fjögur börn, tvær stúlkur Guðbjörgu og Rannveigu og tvo pilta, Ein- ar Helga og Þóri, mesta efnis- fólk. Stúlkurnar eru giftar og búsettar á Selfossi en strákarnir eru búsettir heima, annar ný- byrjaður að kenna á Hellu, hinn við háskólanám. Þessi sumarkynni leiddu til þess, að ég hef nánast litið á mig sem einn úr fjölskyldunni. Mér hefur oft verið hugsað til þess, að í rauninni hef ég aldrei farið fráFossi. Þetta var minn staður. Margs er að minnast frá þess- um samverudögum, heyskapur- inn, laxveiðin, umsvifamiklar framkvæmdir, ferðalög, bú- skapurinn, þjóðmálaumræða, ekki síst hreppsmálin en þar var Haraldur í forystu um langt skeið; í hreppsnefnd frá 1950, þar af oddviti frá 1962 til dauða- dags, sýslunefndarmaður og ýmsurn öðrum ábyrgðarstörfum gegndi hann fyrir sveit sína og hérað. Öll störf hans einkennd- ust af trúmennsku. Hann var bóngóður og viljugur til verka. Þessi ár voru óhörnuðum unglingi mikil mótunarár. Heið- arleiki og vinnusemi voru leið- arljós í daglegulífi fólksins á bænum. Vinnulag Haraldar var þannig, að ég hafði það á tilfinn- ingunni, að við deildum ábyrgð- inni. Svo nákominn varð ég honum, að á haustin, þegar ég kom heim úr sveitinni, sagði mamma oft kímin: „Þú hefur meir að segja náð göngulaginu hans Haraldar.'1 Áin (Þjórsá) setti mjög mikið svipmót á daglegt líf okkar. Talað var um að rölta niður að á og kanna hvort eitthvað hefði slæðst í netin. Góðlátleg kímni og lítillæti einkenndi samræður bræðranna oft. Þessu fylgdi jafnframt viss spenna, mikil veiði eða steindauð áin. En alltaf héldu menn ró sinni. Gestakomur fylgdu einnig veið- inni. Menn komu og keyptiflax til hátíðabrigða. Annað einkenndi lífið á Fossi á þessum árum. Bæjarlækurinn var virkjaður 1927 svo rafmagn hafði heimilið til ljósa og eldun- ar langt á undan sveitungum sínum. Menn komu um langan veg, oftast ríðandi, og með rafgeyma til hleðslu. Þá var að sjálfsögðu boðið í bæinn og mál líðandi stundar rædd yfir kaffi- bollanum. Þær voru notalegar kvöldstundirnar í eldhúsinu, alltaf þessar gæðaflatkökur á borðum, kleinur og gómsætu jólakökurnar. Með hjónunum var mikið jafnræði. Snyrtimennska og reglusemi einkenndu öll þeirra störf, jafnt utan dyra sem innan. Öllu var haldið til haga, hvergi bruðlað en um leið bráðmynd- arlega búið, svo aðdáun vakti. Framkvæmdir hafa verið með ólíkindum miklar, ekki síst þeg- ar haft er í huga heilsuleysi beggja hjónanna nú hin síðari árin. Þá hafa börnin og tengda- synirnir hlaupið myndarlega undir bagga. Jörðin hefur verið hýst að nýju, glæsilegar bygg- ingar og land brotið til ræktunar í stórum stíl. Og nú eru þáttaskil. Margir sakna vinar. Ég vil þakka öll gömlu árin mín á Fossi, hjálp og vináttu alla tíð síðan. Það var ætíð tilhlökkunarefni fyrir fjöl- skyldu mína að koma að Fossi, móttökur hlýjar og veitingar með höfðingsbrag. En áfram tifar tímahjólið. Ungir og efnilegir piltar standa nú við hliðina á móður sinni á kostajörðinni með sína drauma og framtíðarvonir ásamt dætr- unum og fjölskyldum þeirra. Við hjónin vottum þér, Unn- ur mín, og fjölskyldu þinni, ættingjum öðrum, vinum og sveitungum dýpstu samúð og biðjum guð að vernda ykkur og styrkja. Kristján Guðmundsson. La Crosse vírusinn ■ AIÐS hefur sýnt mönnum glögglega hversu varnarlausir við erum enn gagnvart sjúk- dómum, en AIDS er einungis einn af mörgum sjúkdómum sem við erum varnarlaus gagnvart. Aðalmunurinn er að AIDS breiðist hratt út sökum eðlis síns en aðrir ekki. La Grosse I Bandaríkjum Norður-Am- eríku má finna skordýrið Aedes triseriatus, en það er ættingi moskítoflugnanna. 1 skordýrinu má oft finna vírus sem dregur nafn sitt af borginni La Crosse í Winconsin. Þessi vírus ásamt þrem öðrum vírusum; Caleforn- ia encephalitis (heilabólga), snowshoe hare og Jamestown Canyon, eru ein af þeim hættum sem finnast jafnvel í smáíbúða- hverfi Peoria og annarra borga. Síðan 1963 hefur þessi hópur verið staðfestur sem or- sakavaldur meir en 1500 heila- bólgutilfella en þá eru ótalin öll þau tilfelli þar sem sökudólg- arnir fundust ekki. La Crosse virusinn ræðst aðallega á börn yngri en 15 ára. Saga vírussins hefst 1960 þegar send eru inn til rannsóknar sýndi úr heila og mænu fjögurra ára gamallar stúlku sem látist hafði úr því sem almennt var kallað „sumar-heilabólga’1. A sýnunum voru gerðar hinar (þá) vanalegu viruskannanir óg reyndust neikvæðar. Sýnin lágu svo í frysti í nokkur ár. 1964 rekst Wayne H. Tomp- son á þessi sýni og upplýsingarn- ar með þeim og ákvað að líta nánar á þau. Ástæðan var sú að hann vann að verkefni um loft- bornar sýkingar. Til að staðfesta tilvist vírusins þá sprautaði Tompson heila- vökva úr sýnunum í nýfæddar mýs og síðan vökva úr þeim músarheilum músa sem létust í enn aðrar ntýs. 1960 höfðu sömu kannanir verið gerðar en þar sem að þá höfðu verið notaðar fullvaxnar mýs þá var útkoman neikvæð. En niðurstöður Tompson voru tilvist mjög skæðs víruss. Þrátt fyrir allar tækniframfar- ir og þá vitncskju sem menn hafa öðlast um vlrusinn, þá eru menn næstum ráðþrota gagn- vart honum. Ástæðan er ein- töld, flugan bítur spendýr sem ber vírusinn og aðrar flugur sem bíta sama dýr smitast einnig, ástæðan fyrir biti flugnanna er að þær vantar prótein fyrir egg sín, eggin eru því smituð en í þeim lifir flugan gegnum vetur- inn, næsta sumar kemur því fram ný kynslóð smitaðra flugna... en lifnaðarhættir flugnanna eru breyttir... í stað þess að þurfa skóg og vötn þá láta þær sér nægja gömul btl- dekk með vatni í eða annað slíkt umhverfi. Dreifigeta sjúk- dóms þess er því óhugnanlega mikil og einungis auknar rann- sóknir á slíkum staðbundum sjúkdómum geta orðið til þess að ekki brjótist seinna út annar hættulegur sjúkdómur sem ekki þarf á líkamlegri snertingu að halda til þess að smita. T h f 4 l Á -’EfflSSBi' fKv x/vlvf' diMk ‘ IæT " ■ dn’iífi 6 ■ Hringferð La Crosse vírussins. flugnanna bera einnig vírusinn. Hann berst á milli moskítóflugna og nagdýra og lirfur og egg

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.