NT - 10.05.1985, Page 11

NT - 10.05.1985, Page 11
Föstudagur 10. maí 1985 11 Killing Joke koma á óvart Killing Joke - Night time Fálkinn/EG ■ Killing Joke er mörgum íslend- ingum vel kunn, sérstaklega vegna þess þegar aðalmaður hljómsveitar- innar, Jaz Coleman kom hingað og var nærri búinn að sprengja hljóm- sveitina Þey í loft upp árið 1982. Þeysararnir sprungu svo í loft upp ári síðar, en það var af allt öðrum orsökum. Á eftir Jaz fylgdi Geordie, og þeir lýstu því yfir að þeir væru hættir allri þátttöku í svikamyllu rokksins. Sá draumur stóð ekki lengi, og brátt var Killing Joke tekin til starfa, með óbreytta liðsskipan að öðru leyti en því að bassaleikarinn Youth hafði verið rekinn og nýr bassaleikari ráðinn. Margir telja að hljómsveitin hafi aðeins gert eina góða plötu, þá fyrstu. Aðrir telja að flestar eða allar plötur þeirra séu góðar. Ég hef ekki kynnt mér allar plötur Killing Joke, en hef á tilfinningunni að mér finnist fyrri skoðunin nær minni skoðun. Og nú er komin ný Killing Joke- plata. Sú nefnist Night-Time og hefur að geyma 8 ný Killing Joke lög. Óhætt er að segja að þessi plata kom mér töluvert á óvart. Ég hafði haldið að hljómsveitin væri algjörlega brunnin út, en á Night Time leika ferskir vindar um tónsmíðarnar. Kill- ing Joke á rætur sínar í pönki, og töluvert er um gróft og hrátt rokk á þessari plötu. En saman við það er blandað öðrum áhrifum, hlutum sem koma frá 7. áratugnum og sækadel- ísku sprengingunni sem þá varð og frá hljómsveitum eins og Teardrop Explodes. Satt að segja hljómaði ■ Með góðum vilja má gera margf á einni dagsstund. Þessar 30 borgfirsku konur notuðu einn góðviðrisdag fyrir nokkru til að bregða sér á tvær listmunasýningar, heimsókn í Kvennahúsið og síðan Óperuna og að lokum á ball í Þórskaffi. Þrjátíu borgfirsk- ar í borgarreisu ■ Þrjátíu borgfirskar konur kvöddu bændur sína og börn einn góðan laugardagsmorgun fyrir nokkur og héldu í sína árlegu menningar- og skemmtireisu til höfuðborgarinnar. Bergvík á Kjalarnesi þótti upplagð- ur áningarstaður á leiðinni - hvar konunum gafst kostur á að sjá fram- leiðslu listmuna úr gleri og freistuðust auðvitað til kaupa á nokkrum þeirra. Kjarvalsstaðir og síðan Kvennahúsið voru fyrstu viðkomustaðirnir í Reykjavík. Hrifust ferðalangarnir mjög af gestrisni borgarkvennanna er tóku á móti þeim með kaffi og með því í samkomuhúsi Kvennalistans. Eftir kvöldmat og heimsókn í Hryllingsbúðina í Operunni voru konurnar komnar með fiðring í fæt- urna og stormuðu því beint á ball í Þórskaffi, hvar bæjarleyfið endaði þó fyrr en ballið, eða kl. 2 eftir miðnætti. Þá sópaði Sæmundur þeim inn í rútu sína og brenndi beint í Borgarfjörð- inn á ný. Hér var um að ræða féiagskonur í Kvenfélaginu 19. júní í Andakíls- hreppi og Skorradal - nær fimmtugs félags sem alla tíð hefur rekið öflugt félagsstarf og m.a. efnt til árlegra ferða í leikhús og menningarstofnan- ir. Fermingar í Eyrarbakkakirkju Ingólfur Hjálmarsson, Álfsstétt 3 Fermingarbörn í Eyrarbakkakirkju sunnudaginn 12. maí kl. 13.30. Arnþór Björgvinsson, Skúmstöðum Gísli Jónsson, Túngötu 18 Guðfinna Kristjánsdóttir, Háeyrarvöllum 6 Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir, Glóru, Hraungerðishr. Guðmundur Hreinn Emilsson, Eyrargötu 7 Guðrún Jóhannsdóttir, Kirkjuhúsi Guðrún Hulda Ólafsdóttir, Hvoli Kjartan Þór Helgason, Hvammi Sigmundur Unnar Traustason, Túngötu 36 Sigurður Þór Emilsson, Eyrargötu 7 Sigurður Sigurmundsson, Háeyrarvöllum 8 Sigurjón Halldór Birgisson, Merkisteini Stefán Þór Bjarnason, Háeyrarvöllum 18 Stefán Örn Oddsson, Búðarstíg 1 Valgeir Sveinsson, Háeyrarvöllum 22 platan við fyrstu heyrn eins og þyngri útgáfa af Teardrop Explodes, og hún gerir það að mestu enn. Teardrop Explodes var hljómsveit frá Liver- pool, sem kom fram um svipað leyti og Echo & The Bunnymen og var í sama gæðaflokki, en náði ekki sömu vinsældum. Night Time er því nokkuð áhuga- verð plata og vel bærilega áheyrileg. Hljómurinn á henni er mjög góður, þetta er öflugt sánd. Lagið Love like Blood er dæmigert fyrir þá nýju stefnu sem hljómsveitin hefur tekið, en þarna eru fleiri góð lög, og góða punkta að finna út um alla plötu. Samt er ekki hægt að segja að þetta sé verulega frumlegt verk, flest af þessu hefur heyrst áður, þetta er fyrst og fremst traust og góð rokkplata. Á þessum síðustu og verstu heavy-metal tímum veitir ekki af að einhver spili sæmilega gott nýbylgjurokk. ÁDJ (7 af 10) fónleikara. Á trommur leikur Dennis McDermott. Líklega muna ýmsir eftir þessari hljómsveit úr Skonrokki, en þar fluttu þeir lagið Let It All Hang Out. Þetta lag er af LP-plötunni sem hér er til umfjöllunar, Mood Swing. Er það jafnframt eina lagið sem ekki er eftir hljómsveitarmeðlimi sjálfa. Alls eru 10 lög á plötunni. Segja má að Let It All Hang Out gefi nokkuð góða hugmynd um hvers konar tónlist er hér á ferð. Stundum er þessi tegund tónlistar kölluð traust og gott stuðrokk og stundum ófrum- legt klisjurokk. Nails er einhversstað- ar þarna mitt á milli og þó heldur nær fyrri skilgreiningunni því yfir tónli$t þeirra er töluverður ferskleiki. Hins vegar er erfitt að saka þá um að troða nýjar og frumlegar slóðir í tónlistar- sköpun. Hér er fyrst og fremst verið að gera það sem margoft hefur verið gert áður upp á nýtt. Þetta gefur tilefni til örlítilla um- ræðna um þá staðhæfingu sem oft heyrist að mest af rokk- og popptón- list samtímans sé hlutur sern búið er hefur verið stöðug framþróun í rokk- tónlist. Sú framþróun hefur átt sér stað í bylgjum, en það er afdráttar- laust hægt að segja að verulegur sköpunarkraftur hefur verið að verki í rokktónlist allan þennan tíma, og er enn. En það er misjafn sauður í mörgu fé, eins og sést vel þegar bornar eru saman hljómsveitir eins og Nails, og svo hins vegar The Smiths eða Frankie Goes To Holly- wood. Þeir sem nenna að hlusta, heyra muninn. Smiths og FGTH eru skap- andi hljómsveitir, sem gefa hugtakinu rokk nýtt innihald, en The Nails eru eins og listiðnaðarmenn sem halda sig við þrautreyndar formúlur, en kunna nógu mikið til að bæta hæfilegum ferskleika við. Þeir spila létt, skemmtilegt rokk, skreytt með lúðra- blæstri og undir nokkrum áhrifum frá rap-tónlist New York borgar. Þetta er ekki mjög áhugaverð tónlist. Lítt áhugaverð The Nails—Mood & Swing Skífan/RCA The Nails er bandarísk hljóm- sveit, skipuð þeim Marc Campbell söngvara, David Kaufman hljóm- borðsleikara George Kaufman bassa & básúnuleikara, Steve 0‘Rourke gítarleikara og Douglas Guthrie saxó- að gera áður, aðeins gamalt vín á nýjum belgjum. Slíkir sleggjudómar fara mjög í taugarnar á mér, því mér finnst þetta lýsa fádæma vanþekkingu á rokktónlist. Annað hvort hafa þeir sem slíkt segja ekki hlustað á það sem er að gerast, eða þá að þeir hafa ekki vit til að heyra í tónlistinni hvað er nýtt og ferskt. Málið er það að undanfarin 30 ár ADJ (5 af 10) Á þeim fimm árum, sem KR baggatínan hefur verið á markaði, hefur hún náð því að verða ein af allra vinsælustu búvélum á íslandi. Hún hleður á vagn eða bíl allt að 1000 böggum á klukkustund, tekur jafnt upp stutta bagga sem langa, þunga sem létta og vinnur sitt verk af öryggi hvernig sem baggarnir liggja á vellinum. KR baggatínan er hönnuð fyrir íslenskar aðstæður- það gerir gæfumuninn. Leitið nánari upplýsinga. KAUPFÉLAG RANGÆINGA Hvolsvelli. Símar: 99-8121 og 99-8225

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.