NT - 10.05.1985, Síða 20

NT - 10.05.1985, Síða 20
Föstudagur 10. maí 1985 28 Bandaríkjamenn áhyggjufullir: Rauðliðar á Möltu? ■ Ríkisstjórn Möltu vill gera Miðjarðarhafið að kjarnorku- vopnalausu svæði og hefur lagt fram tillögu þar að lútandi á afvopnunarráðstefnunni í Stokkhólmi. Austantjaldslönd- in styðja tillöguna en aukin hernaðarumsvif austurblokkar- innar á Möltu hafa vakið tor- tryggni vesturveldanna í garð dvergríkisins. Sumir vestrænir stjórnmála- skýrendur eru farnir að tala um þessa fyrrverandi bresku ný- lendu sem „ógn við öryggið á Miðjarðarhafinu" þar sem hún halli sér nú í auknum mæli að fjárhagslegri aðstoð Sovét- manna og Gaddafis leiðtoga Líbýu. Rúrnum tveimur áratugum eftir að Möltubúar öðluðust sjálfstæði frá Bretum virðast þeir nú vera vel á veg komnir með að slíta forn vináttubönd við Vestur-Evrópu. í staðinn styrkjast tengslin við austan- tjaldslöndin og arabalöndin. Þessi stefnubreyting er talin stafa fyrst og fremst af efnahags- legum ástæðum. Möltubúar leita nú í aðra átt að þeim útflutningstekjum og samstarfs- samningum sem lönd í Vestur- Evrópu neituðu þeim um á fyrsta áratug sjálfstæðisins. Þrátt fyrir 150 ára nýlendu- stjórn Breta á Möltu verða spor þeirra nú æ ógreinilegri og síðan Bretar yfirgáfu eyjuna, 31. mars 1979, hafa tengslin stöðugt orðið þýðingarminni. Nú er svo komið að vestur- evrópskir ferðamenn skipta efnahagsástandið á Möltu ekki einu sinni neinu meiriháttar máli. Ofmetinngjaldeyrireyjar- skeggja hefur hrakið vestur-evr- ópska ferðamenn til Mallorku, Krítar og annarra ódýrari Miðj- arðarhafseyja. Þá hafa Möltubúar slitið vin- áttusambandinu við Ítalíu vegna svikinna loforða um fjár- hagsaðstoð en í staðinn tekið upp vináttusamband við Líbýu- menn. Daður Möltubúa við araba og Austur-Evrópumenn hefur valdið því að mikilvægustu sam- skipti þeirra við Evrópu fara nú fram í Evrópuráðinu og á ráð- stefnunni í Stokkhólmi en þar fara vinsældir þeirra stöðugt þverrandi. Flestum ráðstefnufulltrúum í Stokkhólmi er enn í fersku minni er Möltubúar töfðu lokaá- Févana fréttamiðill: UPI riðar til falls Kommúnistar tæla villigæsir lyktun öryggisráðstefnunnar í Madrid 1983 um átta vikur en þá kröfðust þeir þess að þátt- tökuríkin 35 samþykktu sér- staka ályktun um öryggismál Miðjarðarhafsins. Og nú óttast ráðstefnufulltrú- arnir í Stokkhólmi að þetta dvergríki muni draga ráðsfefn- una á langinn með tillögum um að gera Miðjarðarhafið að kjarnorkuvopnalausu svæði. ■ Þeir sem hemsækja höfuðborg Möltu, Valetta, verða ekki varir við mikil ummerki Breta. Og Möltubúar hafa ekki aðeins losað sig við sína fornu nýlenduherra heldur einnig við herstöðvar NATO. Bandaríkjamenn líta tillög- una allt annað en björtum augum og óttast að Rússar standi á bak við hana. Og í bandarískum og frönskum tímaritsgreinum er gjarnan látinn í Ijósi uggur um það að Malta geti hugsanlega orðið að „Kúbu Miðjarðarhafs- ins“ hvaðan Sovétmenn geti rutt sér braut inní varnarkerfi NATO-landanna. Samskipti Möltubúa við aust- urblokkina hafa einkum aukist í 13 ára valdatíð Dom Mintoffs forsætisráðherra sem lét af em- bætti í júlí síðast liðnum en er enn leiðtogi Verkamanna- flokksins og talinn stjórna í gegnum nýja forsætisráðherr- ann, Carmelo Bonnici. ■ Tengsl Möltu við sósíalísku ríkin etldust mjög í 13 ára valdatíð Dom Mintoffs, leiðtoga Verkamannaflokksins og fyrrvcrandi forsxtisráðherra. Hann hefur nú látið af embætti cn er þó enn talinn stjórna landinu í gcgnum nýja forsætisráðherrann. Bandaríkin: Óheimilt að reka fólk vegna off itu Albany, New York-Kcutcr ■ Bandarísk kona í þyngra lagi vann í gær mál sem hún sótti fyrir hæstarétti New York fylkis gegn Xerox fyrir- tækinu sem framleiðir skrif- stofutæki. Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að fyrir- tækið hefði ekki nokkurn rétt til þess að neita henni um vinnu vegna offitu. Catherine McDermott, sem cr 1,60 metrar á hæð og vegur 112 kíló kærði Xerox þegar læknar fyrirtækisins sögðu henni, árið 1974, að hún yrði að létta sig um 41 kg til þess að fá starf kerfisfræð- ings sem henni var boðið. Læknarnir sögðu að McDermott væri haldin „geysilegri offitu" sem myndi draga úr starfshæfni hennar og hafa skaðleg áhrif á lækn- is- og líftrygginga fyrirkomu- lag fyrirtækisins. Hæstiréttur New York- fylkis skipaði Xerox að ráða McDermott, sem er 67 ára, en hún skýrði frá því í gær að hún hefði ekki lengur áhuga á að vinna fyrir þetta fyrir- tæki og byggist við því að semja um skaðabætur. Hún krafðist 100.000 dollara. ■ Starfsmenn alþjóðafrétta- stofunnar UPI, sem hefur höf- uðstöðvar í Bandaríkjunum, eru farnir að svipast um eftir nýrri vinnu þar sem flest bendir nú til þess að fréttastofan verði gjaldþrota á næstunni. UPI skuldar nú um 20 millj- ónir dollara og hefur að undan- förnu átt í erfiðleikum með að greiða um tvö þúsund starfs- mönnum sínum laun. Yfirmenn fyrirtækisins báðu nýlega um lögvernd gagnvart lánadrottn- um í samræmi við bandarísk lög sem gefa fyrirtækjum á barmi gjaldþrots tíma til að endur- skipuleggja rekstur sinn. UPI var stofnað fyrir 78 árum. Það starfar bæði sem fréttaþjónusta- og myndaþjón- usta. Fyrirtækið var áður hluti af Scripps-Howard-samsteyp- unni sem bókfærði tapið af rekstri þess á móti hagnaði af öðrum rekstri til að losna við skattagreiðslur. En árið 1982 keyptu tveir auðmenn, Douglas F. Ruhe og William E. Geissler UPI með það fyrir augum að breyta fréttastofunni í gróða- vænlegt fyrirtæki. Þrátt fyrir 25% launalækkun starfsmanna og uppsagnir hluta þeirra hefur ekki tekist að koma rekstri UPI á gróðavænlegan grundvöll. Helstu lánadrottnar fyrirtækisins hafa samþykkt að gefa því gálgafrest á meðan það gerir lokatilraun til að koma rekstri sínum í hagkvæmt form. Takist það ekki fljótlega verður UPI lýst gjaldþrota og eignir þess gerðar upp. Pan American hættir Kyrrahafsflugi sínu New-York-Reuter. ■ Bandaríska flugfélagið Pan American, sem hefur hingað til sent flugvélar sínar um allan heim, hefur nú dregið heldur betur úr umsvifum sínum með því að hætta nær 50 ára flugi yfir Milljarðagjöf til fiskiðnaðar ÍEBE Brussel-Reuter. ■ Stjórn Efnahagsbandalags Evrópu hefur ákveðið að gefa fiskiðnaðarfyrirtækjum í ríkjum bandalagsins sem svarar rúm- lega einum milljarði íslenskra króna til að endurnýja tækja- búnað sinn og bæta skipaflot- ann. Heildarfiskveiðifloti Efna- hagsbandalagsins er sá öflugasti í heimi. Fjárstuðningur EBE við fiskiðnaðarfyrirtækin og fiskiflotann verður notaður til að fjármagna 442 verkefni sem munu auka afkastagetu iðnað- arins. Fjárveitingin til fiskiðnaðar- ins er tekin af heildarframlagi EBE til landbúnaðarmála. Kyrrahafið, en það var einmitt sú starfsemi félagsins sem vafði þetta „ameríska flagg-flugfé- lag“ rómantískri blæju. Mönnum í „flug-bransan- um“, sem minnast enn forsíðu- frétta um glæsilega flugkappa sem flugu frægri stórri sjóflugvél yfir Kyrrahafið og lentu á Man- ila-flóanum árið 1930, brá held- ur við þegar félagið tilkynnti að það hefði í hyggju að selja Kyrrahafsdeild félagsins. Framkvæmdastjóri félagsins, Edward Acker, sagði frétta- mönnum að Kyrrahafsflugið yrði væntanlega selt stærsta flugfélagi Bandaríkjanna, Unit- ed Airlines í Chicago, fyrir 750 milljónir dollara. Sérfræðingar um fjárfesting- ar, sem fylgjast grannt með stöðu hlutabréfa í flugfélögum, segja að ákvörðunin um söluna hafi verið tekin þegar Ijóst var orðið að félagið tapaði 207 millj- ón dollurum á síðasta ári og þarfnaðist nú mikils reiðufjár. Þá hafi samkeppnin á Kyrra- hafsleiðinni verið orðin félaginu um megn. „Þegar hagsmunir hluthaf- anna eru í veði verður maður að fórna tilfinningaseminni og endurminningunum," sagði Acker ennfremur þegar hann tilkynnti söluna. Moskva-Rcuter ■ Sovéskum fuglafræðing- um hefur tekist að tæla hóp grárra villigæsa til Leningrad í fyrsta skiptið í tuttugu ár að sögn Tass-fréttastofunnar. Fuglafræðingarnir notuðu segulbandsupptökur af ástar- söng kvengæsa til að tæla fuglana til að stoppa á vernd- uðu svæði á stöðuvatninu Ladoga. Fuglarnir voru á leið- inni frá vetrarsvæðum sínum í Suður-Evrópu og Afríku til varpsvæða norðarlega í Sov- étríkjunum þegar ljúfur ást- arsöngur fuglafræðinganna fékk þá til að stöðva flug sitt við Leningrad. Fuglafræðingar segjast hafa greint meira en þrjú hundruð tegundir af fuglum í nágrenni Leningrad. írakar brenna 43 þorp kúrda l.ondon-Rcutcr ■ Félagar í Lýðræðisflokki Kúrdistan, sem berjast fyrir sjálfstæði kúrda í írak, segja að stjórnvöld í írak hafi látið brenna 43 þorp kúrda í Norð- austur-írak vegna þess að þorpsbúar hefðu samúð með skæruliðum. Lýðræðisflokkur Kúrdistan er bannaður í írak og hafa félagar í flokknum haldið uppi skæruhernaði gegn stjórnvöld- um þar í landi. Talsmenn flokksins segja að hermenn stjórnarinnar hafi skotið á þorpsbúa úr þyrlum og þeir hafi einnig gert stórskotaárásir á þorpin. Um fimmtíu þorpsbúar hafi látist í þessum árásum og hundrað særst. Auk þeirra 43 þorpa, sem kúrdarnir segja að hafi verið brennd. segja þeir að íbúum í tuttugu þorpum til viðbótar hafi verið skipað að yfirgefa heimili sín fyrir 15. maí næstkomandi. Kúrdarnir eru síðan fluttir í sérstök íbúðarhverfi sem stjórn- völd hafa látið byggja fyrir þá. Talsmenn Lýðræðisflokksins fullyrða að 6.480 kúrdar hafi þannig verið fluttir nauðugir frá heimilum sínum og að þeir séu jafnframt ásakaðir um stuðning við skæruliða. Barnasjúkdómar heilsusamlegir Dallas-Reuter. ■ Bandaríski læknirinn Milt- on Alter heldur því fram að þeir sem fái mislinga, inflúensu, gulu og aðra sjúkdóma í barnæsku fái í gegnunr baráttu líkamans gegn þessum sjúkdómum vörn gegn taugahersli, sclerosis, sem legst á taugakerfið og veldur trénun taugavefja. Dr. Milton Alter er prófessor í taugalækningum við Temple- háskólann í Bandaríkjunum. Hann segir að alþjóðlegar rann- sóknir sýni að þeir, sem fengið hafi barnasjúkdóma í frum- bernsku, séu ekki í eins mikilli hættu á því að fá taugahersli á fullorðinsárum. Taugafrumur læri að hafa samband hver við aðra þegar líkaminn eigi í bar- áttu við þessa sjúkdóma. Dr. Alter byggir þessar niður- stöður sínar á rannsóknum á tíðni barnasjúkdóma í þrjátíu löndum sem hann bar saman við tíðni taugaherslis í þessum sömu löndum. Hann skýrði frá niðurstöðum rannsóknanna á fundi bandarískra taugasér- fræðinga í Dallas nú fyrir nokkr- um dögum.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.