NT

Ulloq

NT - 10.05.1985, Qupperneq 22

NT - 10.05.1985, Qupperneq 22
Föstudagur 10. maí 1985 30 Marteinn Geirsson þjálfari Víðis: „Látum spádóma um fall lönd og leið“ „Versta sem fyrir gat komið,“ sagði Ingi Björn þjálfari FH sem mætir Víði á útivelli í fyrsta leik ■ Nýliðarnir í l. deildinni í knattspyrnu, FH og Víðir, mæt- ast í sínum fyrsta leik á heima- velli Víðis. Leikið verður á mal- arvellinum í Garðinum á þriöju- daginn kemur. ■ lan Ross þjálfari Vals. Valsliðið lék oft mjög vel undir hans stjórn í fyrra og nú spá flestir þjálfarar og fyrirliðar 1. deildar liðanna að íslandsmeistaratitillinn verði geymdur að Hlíðarenda næsta ár. Ross hefur fengið sterka leikmenn til viðbótar og hefur því úr miklu að nioða í sumar. NT-mynd: ge. þrátt fyrir að gengið í æfingja- að k0ma upp. Deildin verður betrienfyrr,“sagðiþessigamal- leikjum hafi verið upp og niður j0fn f SUmar og knattspyrnan reyndi markmannshrellir. látum við spádóma um fall lönd og leið. Víðir hefur sex nýja leikmenn og nú er samkeppni um stöður í liðinu sem var ekki í fyrra. Pað er jákvætt. Mér finnst gott að við skyldum lenda á móti FH í fyrsta leik, við þekkjum þá vel, lékum meðal annars tvo leiki gegn þeim í fyrra í 2. deild,“ sagði Marteinn Geirsson þjálfari Víðis. Marte- inn þjálfaði liðið einnig í fyrra og lék þá með en hann hefur lagt skóna á hilluna. „Við erum mjög spenntir að takast á við þetta verkefni, sem verðurmjögerfitt. Reynsluleysi getur haft mikið að segja fyrir okkar lið í sumar og einnig hafa nokkrir lykilmenn átt við meiðsli að stríða. Það getur skipt miklu máli í fyrstu leikjun- um. Við höfum æft mjög vel og Valsmenn bestir? - það telja forráðamenn 1. deildar liðanna ■ Forráðamenn 1. deildar fé- laganna, þjálfarar og fyrirliðar spáðu um röð liðanna á íslands- mótinu í sumar. Valsmenn fengu flest atkvæði í fyrsta sæti, þrettán af tuttugu, og sex sem greiddu atkvæði spáðu því að Valsmenn yrðu íslandsmeistar- ar. Akranes og Fram komu í næstu sætum en þessi þrjú lið Hóflega bjartsýnir - segir Hörður Hilmarsson ■ „Við erum hóflega bjartsýnir á árangur í sumar," sagði Hörður Hilmarsson fyrrum leikmaður hjá Val og núverandi framkvæmda- stjóri félagsins. „Valur hefur ekki misst neinn leikmann frá í fyrra en hinsvegar bætast í hópinn gamlir Valsarar, þeir Sævar Jónsson, Magni Pétursson og Kristinn Björnsson. Einnig ungur og stórefnilegur leikmað- ur frá Austra, Kristján Svavarsson. Pá verður sami þjálfarinn og í fyrra, Ian Ross. Við ætlum okkur að byrja vel og sigra Víking í fyrsta leik. Þannig mun- um við fara í gegnum allt mótið, einn leik í cinu og telja svo saman stigin í haust. Þá kemur í ljós hvar við stöndum" sagði Hilmar að lokurn. Björn Árnasun þjálfari Víkinga sagði að hans menn kæmu vel undir- búnir til leiks. „Við erum þó ekki kátir yfir árangri í Reykjavíkurmótinu. Við höfum misst marga menn en fengið nýja í staðinn. Víkingur mun stilla upp nýju liði í sumar svo það er ekki gott að spá fyrir því en ég er viss um, að mótið verður skemmtilegt og jafnt,“ sagði Björn. voru í nokkrum sérflokki á Fram......................213 toppinum. KR........................148 Víðismönnum var spáð falli Þór.......................145 og einnig Víkingum. Þróttur ..................125 ÍBK .....................108 Spam leit svona ut: <j(jg. pj_j 92 Valur .................. 244 Víkingur.................. 80 Akranes ................ 223 Víðir..................... 52 Ingi Björn Albertsson þjálfari FH var ekki eins ánægður með að þessi lið skyldu lenda saman. „Verri fyrsta leik gat ég ekki hugsað mér. Við töpuðum báð- um leikjunum gegn Víði í fyrra. Markmiðið á þriðjudaginn verður að tapa ekki og óskhyggja að vinna,“ sagði Ingi Björn. „Númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur verður að hanga uppi, allt annað verður bónus. Við höfum misst einn góðan leik- mann frá í fyrra, Pálma Jónsson og hans skarð verður vandfyllt. Þó eru margir efnilegir strákar Marteinn Geirsson hjá Víði og Ingi Björn hjá FH. Nýliðarnir í deild mætast í fyrsta leik. NT-myndir Róberí. Ásgeir Elíasson þjálfari Fram: „Stefnum á toppinn eins og venjulega“ Hörður Helgason þjálfari íslandsmeistaranna: „Höfuðmarkmiðið að skemmta áhorfendum" ■ „Höfuðmarkmið okkar verður að spila góða knatt- spyrnu og skemmta áhorfend- um en ekki að lenda í einhverju ákveðnu sæti í deildinnisagði Hörður Helgason þjálfari ís- lands- og bikarmeistara Akra- ness á blaðamannafundi 1. deildar félaganna í gær. „Við höfum misst þrjá fasta- menn frá í fyrra og Sigurð Jónsson að auki. Sigþór Ómars- son er meiddur og verður ekki með í fyrsta leik en við eigum sterkan kjarna og marga unga og efnilega leikmenn þar á meðal. Ég tel framtíðina bjarta og trúi því að sumarið verði skemmtilegt," ennfremur. sagði Hörður ■ Fram og ÍBK lenda saman í fyrstu umferðinni. Bæði þessi lið eru með þjálfara sem áður hafa verið hjá félögunum. Framarar hafa fengið Ásgeir Elíasson aftur en hann þjálfaði Þrótt síðastliðið sumar. Kefl- víkingar hafa ráðið Hólmbert Friðjónsson sem var með KR- ingana síðasta keppnistímabil en er Keflvíkingur að upplagi. Ásgeir Elíasson var bjartsýnn: „Þetta leggst vel í mig. Tíðin hefur verið góð og vellirnir ættu að verða betri en oft áður. Einnig hefur gervi- grasið haft mikið að segja. Ég Fyrsti leikur íslandsmótsins: Á KR-svæðinu - KR fær Þrótt í heimsokn ■ Fyrsti leikur 1. deildarinnar í knattspyrnu verður á niánu- daginn kemur og eigast þá við KR og Þróttur á heimavelli KR-inga við Kaplaskjólsveg. Þessi lið státa bæði af nýjum þjálfurum, KR-ingar hafa feng- ið til liðs við sig Gordon Lee, margreyndan Englending, en þjálfari Þróttar er Jóhannes Eð- valdsson sem hefur enga reynslu sem þjálfari en hinsvegar mikla reynslu af þjálfurum sem leikmaður víða um heim. Jóhannes Eðvaldsson sagði á blaðamannafundi sem 1. deild- arliðin héldu í gær að hans lið myndi leikasóknarknattspyrnu, það væri eina leiðin til einhvers árangurs. „Það er erfitt fyrir mig að koma svona nýr inn í íslenska fótboltann. Bæði hef ég enga reynslu sem þjálfari og svo þekkti ég ekki neitt til strákanna í liðinu. Reynsla mín sem, leikmaður við ólíkar aðstæþur á hinsvegar vonandi eftir að koma mér til góða við þjálfarastörfin. En ég geri mér grein fyrir því að þetta verðurerfitt sumar,“ sagði Jóhannes. Gunnar Guðmundsson hjá KR sagði að ekki þýddi að afskrifa neitt lið. Bæði Víðir og FH, nýliðarnir í deildinni, ættu eftir að koma á óvart. „Gengi okkar í Reykjavíkurmótinu var vissulega ekki gott og við gerum okkur engar grillur um meistaratitil. Við munum hins vegar stefna að sigri í hverjum leik og það verður bara að sjá til hvernig það gengur. „Fram kom hjá Gunnari að KR-ingar myndu leika á aðalvellinum í Laugardal ef aðstæður byðu upp á það en annars á KR-svæðinu. Aðrir leikir í fyrstu umferð verða þessir: Víkingur-Valur 14. mai kl. 20:00 Víðir-FH 14. maí kl. 20:00 Þór-ÍA 14. maí kl. 20:00 Fram-ÍBK 16. mai kl. 20:00 held að flest liðin komi betur undirbúin til leiks nú en áður. Framliðið hefur fengið nýja leikmenn og einnig „nýja gamla“ sem vafalaust eiga eftir að styrkja liðið. Ég hef aldrei þekkt annan hugsunarhátt hjá Fram en að stefna á toppinn og það verður engin breyting á því nú,“ sagði Ásgeir sem er öllum hnútum kunnugur hjá Fram. í þeim herbúðum lék hann mestan hlutann af sínum ferli og hann hefur áður þjálfað liðið. Aðspurður sagðist Ásgeir æfa með og hann myndi leika ef þannig stæði á. HÓLMBERT FRIÐJÓNS- SON ÞJÁLFARIÍBK var stutt orður og sparaði stóru orðin: „Mitt markmið er aðeins eitt og það er að halda liðinu í 1. deild. Við töpuðum níu leikmönnum frá í fyrra og stór hópur leik- manna er úr 3. flokki. Við munum hyggja að framtíðinni, yngja liðið upp og reyna að halda okkur í deildinni," sagði Hólmbert. ■ Gordon Lee, hinn nýi þjálfari KR-inga. Hann ætti að geta náð því besta út úr KR-liðinu. Lee og Ian Ross hjá Val eru einu erlendu þjálfararnir í 1. deildinni. M-mvnd: Sverrir Þórsarar hafametnað -segir Jóhannes Atlason ■ „Mér dettur ekki í hug að byggja skýjaborg- ir, við höfum misst tvo leikmenn frá í fyrra og við fáum enga í staöinn annarsstaðar frá. Það verða ungir Þórsarar sem munu fylla þau skörð. Það háir Þór eins og öðr- um liðum á Norðurlandi að æfingaaðstaða er erf- iðari en fyrir sunnan. En það eru metnaðarfullir leikmenn í liðinu og ég lít björtum augum á keppn- istímabilið," sagði Jó- hannes Atlason fyrrum þjálfari Fram, KA og landsliðsins.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.