NT - 10.05.1985, Síða 24

NT - 10.05.1985, Síða 24
Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leið ir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Síðumúla 15, Reykjavik, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 óg 687695 • iþróttir 686495 Landganga dátanna dró að sér athygli barnanna. Ef til vill þekkir einhver sjálfan sig á þessari mynd frá hernáminu fyrir 45 árum. Landgönguliðið bjóst strax til vamar. Ekkert varð aftur sem var ■ 10. maí 1940. Ógleyman- legur dagur öllum sem lifðu hann, og margir hafa sagt sem svo, að ekkcrt hafi orðið það sama og var áður á íslandi, eftir þennan dag. Þetta er hin almenna skoðun og vafalaust geta tlestir sagnfræðingar skrifað undir það, að ef nokkur einn dagur á öldinni hafi tákn- að vatnaskil í íslenskri sögu, þá sé það þessi. Og í dag eru liðin 45 ár síðan. Það hefði auðvitað aldrei farið hjá því að styrjaldir í Evrópu hefðu áhrif á íslandi. Það höfðu þær þrátt fyrir land- fræðilega einangrun og fjar- lægð frá öllum vígstöðvum. En 10. maí 1940 varð öllum ljóst, sem ekki höfðu gert sér grein fyrir því áður, að héðan í frá myndi ísland aldrei standa eitt og sér, öruggt meðan stórátök geisuðu á meginlandinu. Það var klukkan 3 aðfara- nótt 10. maí, sem Reykvíking- ar vöknuðu við mikinn flug- vélagný. Stór bresk herflugvél sveimaði yfir og varpaði niður fregnmiðum sem boðuðu hvað í vændum var. Um sjöleytið gengu fyrstu hermennirnir á land, eftir að tundurspillir hafði lagt upp að hafnarhús- inu. Skömmusíðarvoru Sindri og Gyllir teknir traustataki til að flytja lið frá herskipum sem lágu fyrir utan. Síðan tók her- inn landsímahúsið, þar sem Póstur og sími, ríkisútvarpið og veðurstofan höfðu aðsetur og síðan var farið að bústað þýska ræðismannsins, Gerl- achs og hann handtekinn og fluttur til skips, sem fangi. Talið var að hann hefði brennt mikið af mikilvægum skjölum er honum var ljóst hvað í vændum var því undir morg- un varð vart við svo mikinn reyk í ræðismannsbústaðnum, að í fyrstu var talið að um eldsvoða væri að ræða. Reykjavík var sem lömuð. Fólk reikaði um miðbæinn og fylgdist með og hirti ekki um að mæta til vinnu sinnar. Her- mennirnir vissu greinilega hvað til þeirra friðar heyrði og gengu rösklega til verka. Tóku Hótel Borg og gerðu þar sinn fyrsta samastað. Fjarskipta- stöðvar voru teknar og allt samband íslands við umheim- inn rofið. Það var ekki fyrr en síðdegis, sem síminn var opn- aður út á land. Hádegisútvarp féll niður. Síðdegis var breska sendi- herranum á íslandi afhent mót- mæli íslensku ríkisstjórnarinn- ar. Þar mótmælti „ríkisstjórnin kröftuglega ofbeldi því“, sem breski herinn hefði framið. Um kvöldið flutti íslenski forsætisráðherrann, Hermann Jónasson ávarp til þjóðarinnar í ríkisútvarpið. Þar sagði hann frá mótmælum íslensku ríkis- sjórnarinnar og yfirlýsingu breska sendiherrans þess efnis að markmiðið með hernáminu hafi aðeins verið það að hindra Þjóðverja í að breiða styrjöld- ina út til íslands. Skoraði for- sætisráðherra á þjóðina að skoða bresku hermennina sem gesti, og sýna þeim kurteisi í samræmi við það. Má raunar fullyrða að þrátt fyrir óvissu hafi nokkurs feginleika gætt hjá fólki undir niðri, ef spurn- ingin var um breskt hernám eða hernáir. þýsku nasistanna, var breska hernámið velkom- ið. Þann tíma sem hernámið stóð yfir urðu ýmsir atburðir sem tengdust sambúð þjóðar og hers, sem ekki verða raktir hér. En sjálfan hernámsdaginn varð engrar mótstöðu vart. Raunar segir gamansaga frá Reykvíkingi einum sem var óvenju lengi að í félagsskap Bakkusar aðfaranótt 10. maf. í morgunsárið varð honum reik- að fram á bryggju og mætti þar óvígum breskum her. Þótt hugsunin væri nokkuð orðin óskýr er hér var komið sögú, skildi hann óðar hvað var að gerast og fann til skyldu sinnar til að verja landið. Hann gekk því einn og óvopnaður fram gegn hinum óvíga her og hróp- aði: „Over my dead body!“ Sannarlega þjóðleg íslensk viðbrögð. ■ En sumir voru tregir til.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.