NT - 11.05.1985, Side 7
UL'
Arnað heill
Áttræður:
Guðmundur P. Valgeirsson
Pað er ekki vani minn að
skrifa afmælisgreinar. Undan-
tekningu geri ég nú vegna
þess, að ég tel að saga Guð-
mundar P. Valgeirssonar eigi
erindi til þjóðarinnar. Sú saga
verður að vísu ekki sögð nema
að mjög litlu leyti í þessari
stuttu grein, en nokkur megin-
atriði vil ég freista að draga
fram um leið og ég sendi
Guðmundi og fjölskyldu hans
hugheilar árnaðaróskir.
Um ætt Guðmundar læt ég
nægja að nefna, að hann er
Strandamaður í húð og hár.
Að honum standa fjölmennar
ættir á Ströndum og víða um
land.
Pað er fyrst og fremst ævi
Guðmundar, störf hans og
hugsjón, sem eiga erindi til
okkar. Guðmundur hefur alla
ævi búið í Árneshreppi á
Ströndum. Hann hefur aldrei
sóst eftir metorðum, en verið
einskonar ókrýndur konungur
þeirrar byggðar. Menn hafa
metið hans visku og viljað
hlýða á hans ráð.
Óvíða er byggð afskekktari.
búin smærri og veturinn harð-
ari en í þessari útvarðarbyggð
í norðri. Ég efast þó um, að
fólk sé annars staðar ánægðara
með lífið. Þarna hefur lífsbar-
áttan nánast öll byggst á
samhjálp, samvinnu og félags-
hyggju, a.m.k. síðan síldar-
ævintýrinu lauk.
Fyrir nokkrum árum réðust
bændur í það að endurbyggja
fjárhús og hlöður. Pað var gert
fyrir áeggjan Guðmundar.
Fróðlegt var að fylgjast með
því, hvernig að þessu var
staðið.
Tveir eða þrír úrvalssmiðir,
ættaðir í sveitinni, voru ráðnir
til starfsins. Peir, ásamt fjöl-
mennum hópi bænda úr
hreppnum, gengu síðan á röð-
ina og reistu húsin. Vinna var
greidd með vinnu og mínút-
urnar ekki taldar.
{ hönd fóru erfiðir tímar
með vaxandi dýrtíð, erfiðu ár-
ferði og grásleppan næstum
hvarf. Eg óttaðist, að lánin
yrðu þessum ágætu bændum,
eins og svo mörgum öðrum,
ofviða.
Svo hefur þó ekki farið.
Þessir menn hafa staðið í skil-
um svo að til fyrirmyndar er.
Petta er aðeins eitt dæmi af
mörgum, sem nefna mætti.
þarna sníða menn sér stakk
eftir vexti og skera niður
óþarfa þegar að þrengir. Um
slík vinnubrögð hefur Guð-
mundur P. Valgeirsson ætíð
haft forystu. Honum er ljóst,
að sameinaðir eru þeir sterkir
en sundraðir veikir.
Nú kynnu sumir frjáls-
hyggjumennirnir að álykta, að
þarna hljóti að ríkja hið mesta
ófrelsi. Áldrei hef ég orðið var
við það. Raunar er ég sann-
færður um, að þessir nienn eru
sem einstaklingar langtum
frjálsari í raun en hinir, sem
brjótast um í lífskjarakapp-
hlaupi og skuldafjötrum frjáls-
hyggjunar.
Það eru menn eins og Guð-
mundur P. Valgeirsson, sem
hafa gert ísland að því sem það
er, menn sem ekki heimtuðu
daglaun að kvöldi. Við stönd-
um í mikilli þakkarskuld við
þessa menn. Á okkur hvílir
þung ábyrgð, að varðveita og
bæta enn það sem þeir hafa
byggt upp.
Guðmundur býr ásamt konu
sinni, Jensínu Óladóttur. hjá
syni þeirra, Hjalta, að Bæ í
Arneshreppi. Guðmundi,
Jensínu og afkomendum
þeirra sendi ég hugheilar árn-
aðaróskir. Ég þakka ánægjuleg
og lærdómsrík kynni. Pað er
von mín, að Strandamenn
megi enn lengi njóta Guð-
mundar og ætíð byggja á þeirri
hugsjón, sem einkennt hefur
hans störf. Þá mun þeirn vel
farnast.
Steingrímur Hermannsson.
■ Frá æfíngu Kammermúsikklúbbsins í Bústaðakirkju.
NT-mynd: Sverrir
er tekin frá hinum alvitra
Almustafa og þarfnast í sjálfu
sér ekki skýringa. En hún á
erindi við okkur nú á tímum
þegar dollarmerkin skína úr
augum hárra sem lágra og hart
og langt er sótt í von um
skjótfenginngróða. Ogeflaga-
ákvæði hindra athafnamenn-
ina þá er þeim breytt af viljug-
um þingmönnum. Ef laga-
ákvæði hindra sígarettuheild-
sala í því að græða fé á kasettu-
sjónvarpsstöð, þá er gasprað
um frjálst útvarp og listrænar
auglýsingar og borin fram
frumvörp til að tryggja frelsið
og þegar ýmis helstu stórfyrir-
tæki þessa lands og í hópi
þeirra brennivínsheildsalar og
slíkir dáindismenn hafa komið
auga á hvað hægt er að græða
á bjórnum og hafa náð sér í
bjórumboð eins og það heitir
þá rjúka hinir síviljugu þing-
menn til og samþykkja bjór-
frumvarp að sjálfsögðu undir
yfirskyni frelsis. Og hálf þjóðin
er þegar komin á bjórfyllerí.
Tilbúin undir frelsisánauð
bjórsins og andlega ánauð
þeirrar andlausu moðsuðu sem
alþjóðleg og innlend af-
þreyingariðja mun ausa yfir
landslýð. Þá verður freísið
fjötur. Baldur Kristjansson.
■ Verða frjálsir íslendingar öpum líkir á frjálsri fjölmiðlaöld.
Laugardagur 11. maí 1985 7
Málsvari frjalslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Utgefandi: Nútiminn h.f.
Ritstj: Magnus Ólafsson (ábm)
Markaösslj.: Haukur Haraldsson
Auglysingastj.: Steingrímur Gíslason
Innblaðsstj: Oddur Ólafsson
Tæknistj.: Gunnar Trausti Gudbjörnsson
Skrifstofur: Siöumúli 15, Reykjavik.
Simi: 686300. Auglýsingasími: 18300
Kvöldsimar: Áskrilt og dreifmg 686300, ritstjórn
686392 og 687695, iþróttir 686495, tæknideiid
686538.
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaiaprent h.t.
Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð i lausasölu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Askrift 330 kr.
Opinberar stofnanir vel
varðar fyrir föUuðum
■ Að undirlagi félagsmálaráðuneytisins hefur emb-
ætti húsameistara ríkisins í samvinnu við ferilnefnd
tekið saman s'kýrslu um húsakost ríkisins með tillliti
til fatlaðra.
í stuttu máli eru niðurstöður þær að stór hluti
húsakosts ríkisins uppfyllir illa þarfir fatlaðra. Hlutu
þær húseignir sem úttekt var gerð á, Þjóðleikhúsið,
Stjórnarráðið, Alþingishúsið, Tryggingastofnun og
Landsbókasafn hrakalega einkunn. Að meðaltali
aðeins 3 af 10 mögulegum. Þær eru því fallnar á
prófinu.
Sjálft stjórnarráðið kemur verst út úr könnuninni
og er greinilega ekki ætlast til þess að fatlaðir eigi
þangað erindi. Sem betur fer eru þó æðstu ráðamenn
þjóðarinnar vel á sig komnir líkamlega, hvað sem
segja má um þá sem við þá eiga erindi. Ekki fær
Alþingishúsið nriklu betri einkunn. Um það hús segu
m.a.:
„Aðkoma að útihurð er ekki auðveld. Það eru
tröppur upp að aðalinngangi. Rými vantar fyrir
framan hurð. Útidyrahurðir eru stórar og
þungar... Lyfta er engin... Snyrtingar fyrir fatlaða
engar. Húsið er friðlýst í flokki A, þannig að allar
breytingar þurfa að fara fyrir húsfriðunarnefnd."
Um Arnarhvol segir m.a.:
„Bifreiðastæði eru nálægt en engin fyrir fatlaða...
Aðkoma er ekki auðveld að inngöngum, sem eru
tveir að framan og tveir bakinngangar sem eru
ófærir fötluðum... Hurðir eru þungar með
þröskuldum... Lyfta er cngin... Engin snyrting er
fyrir fatlaða.,,
Um leikhús þjóðarinnar segir:
„Ekki er hægt að komast leiðar sinnar í hjólastól.
Fatlaðir leikhúsgestir komast ekki hjálparlaust inn
í húsið. Engar úrbætur hafa verið gerðar með tilliti
til þarfa þeirra. Einstaklingar á hjólastólum og
blindir hafa komið á leiksýningar. Verður þá að
láta vita í tíma svo veita megi aðstoð.“
Pá kemur fram í skýrslunni að Landsbókasafnið er
eins og Þjóðleikhúsið, Stjórnarráðið og Arnarhvoll
vel varið fyrir fötluðum.
Það vantar ekki að við höfum falleg lög í þessum
efnum en fylgjum þeim lítt. Lög og reglugerðir frá
1979 og 1981 gera ráð fyrir að öll hús séu sniðin með
þarfir hreyfihamlaðra í huga, ekki síst opinberar
byggingar.
Mikið vantar á að þessum lögum sé fylgt eftir og
ekki síður að gömlum byggingum sé breytt. Hlýtur
að vera lágmarkskrafa að byggingar, sem hýsa helstu
stofnanir lýðveldisins, séu opnar öllu fólki, ekki bara
fullhraustum. Friðunarsjónarmið mega ekki breyta
þar neinu um. Hús verður einfaldlega að laga að
breyttum aðstæðum sé ætlunin að nýta þau.
Hvað myndi annars gert ef æðstu ráðamenn
þjóðarinnar þyrftu að ferðast um í hjólastól. Myndu
augu manna opnast þá?