NT - 11.05.1985, Blaðsíða 24

NT - 11.05.1985, Blaðsíða 24
Nýja Shellstöðin við Vesturlandsveg er engin venjuleg bensínstöð. Nýja Shellstöðin er þjónustumiðstöð sem á engan sinn líka. Allar eldsneytisdælur eru undir þaki. Pað er jafnt til þæginda fyrir viðskiptavini og starfsfólk og opnar möguleika til þess að veita bensín- og olíukaupendum ýmsa þjónustu, sem hvergi fæst annars staðar. 2 í veitingasölunni eru fullkomnustu grilleldunar- tæki á Islandi. Þannig er tafarlaust hægt að afgreiða nýsteiktar kræsingar, svo sem hamborgara og kjúklinga, í gegnum lúgu beint í bflinn. Alvöru akið - takið. Fullkomin þvotta- og þurrkaðstaða, með háþrýstidælu, ryksugu og fleiru, er fyrir fjölda bifreiða í senn. Auk þess eru fjölmörg bflastæði þar sem hægt er að taka lífinu með ró, njóta veitinga, gera ferðaáætlun, líta í blað eða bara leggja sig. Sjoppan er tvímælalaust ein sú besta í bænum. Starfsfólk Bæjarnestanna er nefnilega búið að læra fyrir löngu, að til þess að standa sig í samkeppninni þarf bæði gott vöruúrval og lipra þjónustu. Smávöruverslunin er með ótrúlegt vöruúrval - þar sem jafnter hugsaðum þarfirbíls, bílstjóra og farþega. Öryggisbúnaður, grill- og ferðavörur, verkfæri, varahlutir, hreinlætisvörur og ýmislegt sem kemur þér á óvart. Það má reikna með ýmsu óvenjulegu við Vesturlandsveginn um helgina. Þeir sem eru í strangri megrun, þola ekki blóm eða vilja alls ekki láta krakkana taka við gjöfum frá ókunnugum ættu endilega að hugsa sig um tvisvar áður en þeir koma við! Skeljungur h.f. Einkaumboð fyrir Shell-vörur á íslandi. Ekki eru allar bensínstöðvar eins - sjáðu bara.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.