NT - 11.05.1985, Blaðsíða 21
Laugardagur 11. maí 1985 21
„Nótt blýantanna“ í Argentínu:
Skólapiltar pyntaðir
Buenos Aires-Reuter
■ Fyrrverandi menntaskóla-
nemi skýrði frá því við réttar-
höldin yfir níu fyrrveranai
leiðtogum hersins í Argentínu
að hann hafi verið pyntaður um
þriggja ára skeið eftir að hettu-
klæddir menn rændu honum í
þeirri aðgerð öryggissveitanna
sem kölluð var „nótt blýant-
anna.“
Pablo Diaz sagði að honum
hafi verið rænt ásamt 15 skólafé-
lögum sínum árið 1977, er arg-
entínski herinn háði sitt
„skítuga stríð“ gegn vinstrisinn-
um og stjórnarandstæðingum
vegna þess að þeir höfðu farið
fram á afsláttarfargjöld í strætis-
vögnum fyrir stúdenta.
Diaz er einn þriggja sem vitað
er að lifðu af aðgerð öryggis-
sveitanna, en hún hlaut nafn sitt
af því að henni var beint gegn
námsmönnum í La Plata um 60
km fyrir sunnan Buenos Aires.
Hann sagði að hettuklæddu
mennirnir sem rændu honum
frá heimili sínu árið 1977 hafi
sagst vera yfirmenn í hernum.
Hann eyddi yfir þremur árum í
haldi í fimm mismunandi fanga-
búðum og var hvað eftir annað
pyntaður.
Diaz, sem var 18 ára þegar
honum var rænt, var pyntaður
með rafmagni, leiddur fyrir af-
tökusveit, nögl var plokkuð af
tá hans og hann skilinn eftir
nakinn í böndum með bundið
fyrir augun.
Hinir niu fyrrverandi leiðtog-
ar, þ.á.m. þrír fyrrverandi for-
setar, eru nú sóttir til saka fyrir
rán, pyntingar og morð á þús-
undum Argentínumanna á
meðan herinn var við völd frá
1976 til 1983.
Réttarhöldin, sem hafa nú
staðið á þriðju viku, voru hafin
að skipun Raul Alfonsins for-
seta þremur dögum eftir að
hann tók við embætti í desem-
ber 1983.
Olga Koifman de Acha, móð-
ir eins námsmannanna sem enn
er saknað, sagði að hópur hettu-
klæddra manna hafi brotist inn
á heimili hennar nótt eina í
september 1977 og haft á brott
með sér 16 ára gamlan son
hennar.
Unglingurinn, Claudio, var
numinn á brott eftir að faðir
hans sagði mönnunum að hann
væri nemandi í menntaskólan-
um í La Plata.
„Nú já, þá verðum við að
taka hann af öryggis ástæðum
hersins,“ sögðu mannræningj-
arnir þá, að sögn de Acha.
Konan, sem býr nú í Svíþjóð,
sagðist aldrei hafa komist að
raun um hvers vegna syni henn-
ar var rænt og heldur ekki hvert
■ Menn hurfu unnvörpum og sporlaust í tíð einræðisstjórnar hersins í Argentínu og voru pyntaðir og
myrtir, þ.á.m. börn og unglingar. Myndin hér að ofan er frá mótmælaaðgerðum sem argentínskar
ömmur stóðu fyrir. Þær kröfðust upplýsinga um afdrif barnabarna sinna.
farið var með hann. Acha í fleiri en einum fangabúð- ársins 1977 og síðan er ekkert
Diaz segist hafa séð Claudio um. Þeir voru skildir að i lok vitað um afdrif Claudios Acha.
Svíþjóð:
Verkbann sett til að
tæma verkfallssjóðina
Frá Guðrúnu Garðarsdóllur, fréttarilara NT komulagSÚtt í VÍnnudeÍlu Opin-
' SviÞjúð berra starfsmanna og ríkisins í
■ Ekkert hefur þokast í sam- Svíþjóð þótt vika sé nú liðin frá
Kjarnorkutilraunir Frakka:
Frakkarógnaöryggi
Kyrrahafsþjóðanna
Wellington-Reuter.
■ Frakkar sprengdu nýlega
risavaxna kjarnorkusprengju á
tilraunasvæði sínu á Suður-
Kyrrahafi, að sögn jarðskjálfta-
fræðinga ný-sjálensku ríkis-
stjórnarinnar.
Sprengingin, sem talin er hafa
numið 150 kílótonnum, var að
öllum líkindum sú mesta síðan
Frakkar hófu neðanjarðar-
sprengingar sínar í frönsku Pól-
ynesíu fyrir 10 árum.
Sprengingin var svo öflug að
hún kom fram á jarðskjálfta-
mælum á Nýja-Sjálandi, í um
7.000 kílómetra fjarlægð.
Stærsta kjarnorkusprenging
Frakka fram að þessu nam 140
kt og var sprengd í júlí 1979.
Samkvæmt alþjóðlegu sam-
komulagi mega kjarnorku-
sprengingar ekki nema yfir 150
kt sem mun - vera jafngildi
150.000 tonna af TNT.
Þessi ógnvænlega kjarnorku-
sprengjutilraun Frakka fylgdi í
kjölfar 10 kt sprengingar þeirra
1. maí síðastliðinn og var sú 69.
frá því þeir hófu neðanjarðartil-
raunir sínar á Mururoa, í júní
1975.
David Lange, forsætisráð-
herra Nýja-Sjálands, fordæmdi
þessa síðustu sprengingu
Frakka og sagði hana jafnframt
hörmulega.
„ Allar þjóðir sem byggja Suð-
■ David Lange, forsætisráð-
herra Nýja-Sjálands, hefur
fordæmt ógnvænlegar kjarn-
orkutilraunir Frakka á Kyrra-
hafi og jafnframt lýst þær
hörmulegar.
ur-Kyrrahafið eru eindregið
andvígar tilraunum með kjarn-
orku á þessu svæði og hafa lýst
því yfir við ýmis tækifæri,“ sagði
Lange í yfirlýsingu sem hann
gaf vegna Sprengingarinnar.
Lange sagði ennfremur að
því yrði ekki unað að Frakkar
skuli í gáleysi sínu neita því að
taka tillit til mótmæla þessara
þjóða. Hann sagði einnig um-
fang þessarar síðustu tilraunar
mikið áhyggjuefni.
Fundust á lífi eftir sex-
tán daga hrakninga
Tokyo-Reuter
■ Þrír japanskirsjómenn,sem
höfðu verið taldir af, fundust á
lífi við strendur Sovétríkjanna,
16 dögum eftir að 124 tonna
skipi þeirra hvolfdi þann 23.
apríl síðastliðinn.
Mennirnir voru í gúmmíbát
og hafði þá hrakið um 100
kílómetra leið frá staðnum þar
sem skip þeirra sökk. Lík
tveggja annarra sjómanna voru
með þeim í bátnum en alls voru
16 manns með skipinu þegar
það sökk.
Engir aðrir björguðust úr
sjóslysinu og höfðu allir skip-
verjar verið taldir af eftir að lík
fjögurra manna fundust ásamt
braki úr skipinu.
því að 20.000 opinberir starfs-
menn lögðu niður vinnu. Seint í
gærkvöldi benti flest til þess að
verkbann myndi skella á um
miðnætti þar sem allar sáttatil-
raunir sáttasemjara höfðu farið
út um þúfur.
Olov Palme forsætisráðherra
hefur samt sjálfur gagnrýnt
notkun verkbanns þar sem hann
segir það aðeins auka vald þess
valdameiri í vinnudeilum, þ.e.
atvinnurekenda sem hafa að-
gang að fjölda baráttuaðferða.
Verkbannið kemur fyrst og
fremst til með að bitna á 55.000
kennurum. En að auki mun það
ná til fjölda annarra ríkis-
starfsmanna þar sem samtals
verða 80.000 starfsmenn settir í
verkbann auk þeirra 20.000 sem
eru í verkfalli.
Verkbannið mun ekki koma
niður á atvinnurekstri nema í
litlum mæli þar sem því er fyrst
og fremst ætlað að tæma verk-
fallssjóðina og þvinga forystu-
menn verkfallsmanna til að slá
af kröfum sínum. Samninga-
menn ríkisins virðast telja það
litlu máli skipta þótt verkbann á
55.000 kennara muni leiða til
tímabundins skólaleysis fyrir
300.000 skólabörn.
Ekki er vitað með vissu
hversu lengi félag ríkisstarfs-
manna, sem eru í verkfalli,
getur fjármagnað vinnudeiluna.
Með því að tæma verkfallssjóð-
ina og taka lán þar að auki ættu
verkfallsmenn að geta staðið
kostnað af a.m.k. nokkurra
vikna verkfalli og verkbanni.
En ólíklegt er talið að þeir vilji
tæma sjóðina alveg.
Verkfallsmenn hafa verið
ásakaðir af mörgum um að
skemma fyrir baráttu stjórn-
valda gegn verðbólgunni með
aðgerðum sínum. Ríkið neitar
með öllu að fallast á kröfu
þeirra um 3,1% launahækkun
sem myndi þýða að heildar-
launahækkanir þeirra yrðu
samanlagt meiri en þau fimm
prósent sem stjórnin setti sem
hámark á seinasta ári.
Verkfallið er gífurlegt áfall
fyrir stjórn sósíalista og raskar
öllum þeirra efnahagsáætlun-
um. Margir telja að með því að
hindra ríkisstjórnina í að ná
efnahagsmarkmiðum sínum
stuðli verkfallsmenn að ósigri
sósíaldemokrata í komandi
kosningum sem verða eftir að-
eins fjóra mánuði.
■ Vestur-þýskir lögreglu-
þjónar munu standa vörð við
fund fjögur hundruð gamalla
nasista sem ætla að hittast og
rifja upp gamlar minningar
nú um helgina.
Nasistarnir voru félagar í
SS-sveitum nasista. Þeir hafa
verið ásakaðir um stríðsglæpi
og ofbeldi gagnvart þýskum
almenningi á stríðsárunum.
Að minnsta kosti einn þeirra
sem mætir á þennan endur-
fund var upphaflega dæmdur
til dauða fyrir stríðsglæpi.
Honum var gefið að sök
ásamt 73 öðrum stormsveit-
armönnum að hafa myrt 71
bandarískan stríðsfanga í
árslok 1944. Dauðadómnum
var síðar breytt í fangelsis-
dóm og að lokum var honum
sleppt úr haldi ásamt fleiri
nasistum.
Nasistarnir munu hittast í
Krone-hóteli í þýska smá-
bænum Nesselwang bæjarbú-
um til mikillar skapraunar.
Verkalýðsfélög í bænum
hafa boðað til mótmælaað-
gerða þar í dag að höfðu
samráði við bæjarstjórnina.
Nasistarnir gömlu segjast
mjög ánægðir yfir því að
Reagan Bandaríkjaforseti
skyldi nú fyrir nokkrum dög-
um heimsækja kirkjugarð
þar sem 49 SS-hermenn lágu
grafnir auk annarra her-
manna. Þeir segja að með
þessu hafi Reagan sýnt að
SS-hermenn nasista hafi ekki
verið frábrugðnir öðrum
hermönnum.
Gamlir nasistar
fá lögregluvernd
Nesselwang-Reuler
Þrengsli hrjá fanga
sem og fangaverðina
París-Reuter.
■ Uppþot brutust út í frönsk-
um fangelsum í gær, sjötta dag-
inn í röð og stóð óeirðalögregl-
an vörð um þau fangelsi þar sem
þrír fangar hafa látið lífið síðan
mótmælin gegn þrengslunum
hófust.
Fangarnir klifruðu upp á þök,
brenndu tuskum og höfðu há-
reysti í frammi í Douai og Rouen
í norðri og í Nice í Suður-
Frakklandi, að sögn fangelsis-
yfirvalda.
Óeirðalögreglan braust inn í
fangelsið í Rouen til þess að
berja niður óeirðirnar og sér-
stakar sveitir lögreglunnar
stóðu vörð fyrir utan sex önnur
fangelsi.
í fyrradag lést einn af 70
föngum sem mótmæltu aðstæð-
um er hann féll ofan af þaki
Fresnes fangelsins fyrir sunnan
París og braut á sér höfuðkúp-
una. Annar fangi hengdi sig í
klefa sínum í Le Havre á norður-
ströndinni.
Dauðsföllin eru þá orðin þrjú
síðan óeirðirnar blossuðu upp
fyrir sex dögum er fangar í
Fleury-Merogis fangelsinu í
París náðu einni álmunni á sitt
vald og létu greipar sópa um
lyfjaskápinn.
Tuttugu og tveir fangar voru
þá lagðir inn á spítala vegna of
stórra lyfjaskammta og annarra
meiðsla. Degi síðar lést fangi í
Bois D'Arcy fangelsinu fyrir
utan París er hann skar sig á
púls.
Frönsk fangelsi, sem flest eru
frá 19. öldinni, eru þau þéttsetn-
ustu í Evrópu og búa yfir 45.000
fangar í byggingum sem ætlaðar
eru 32.500.
Reiði fanganna yfir aðstæð-
um sínum hefur aukist af völd-
um þeirrar staðreyndar að nær
helmingur allra fanganna bíður
réttarhalda. Á síðasta ári voru
tveir-þriðju þeirra 58 fanga, sem
þá frömdu sjálfsmorð, gæslu-
varðhalds fangar , en tala
þeirra sem frömdu sjálfsmorð
það ár sló öll fyrri met.
Dómsmálaráðherra Frakk-
lands viðurkennir að aðstæður
fanganna séu oft fyrir neðan
allar hellur og segir að þetta sé
niðurlægjandi ástand fyrir
Frakkland.
Talskona dómsmálaráðu-
neytisins sagði að nú væri verið
að vinna að því að finna lausnir
á þrengslavandamálinu en fjár-
skortur gerði erfitt fyrir um
úrbætur.
Aðstæðurnar í fangelsunum
hafa einnig kallað á harkaleg
viðbrögð stéttarfélags fanga-
varða því þær hafa jafn slæm
áhrif á fangaverði sem verða að
vinna við versu aðstæður sem
hugsast getur.
Sprengjuher-
ferðir í Delhi
Nýja Delhi-Reuter
■ Að minnsta kosti 26 manns
létu lífið og sjötíu særðust í
sprengjuherferð ungra öfga-
sinnaðra sikha í Nýju-Delhi í
gær.
Sprengjurnar sprungu í
strætisvögnum og ein sprakk í
hraðlest. Stjórnvöld segjast
telja að markmið öfgasinnanna
sé að reyna að koma í veg fyrir
tilraunir stjórnvalda til að koma
á friði í Punjab þar sem meiri-
hluti 12 milljóna þeirra sikha,
sem búa á Indlandi, á heima.
Forsætisráðhérra Indverja,
Rajiv Gandhi og forsetinn Zail
Singh hafa frestað öllum ferða-
lögum sínum innanlands sem
utan vegna þessa sprengjufar-
aldurs.
Harriman fær
sovéska orðu
Moskva-Reuter
■ Fyrrverandi sendiherra
Bandaríkjanna í Moskvu,
Averell Harriman, hefur verið
sæmdur virðulegri sovéskri
stríðsorðu fyrir að hafa stuðlað
að samstarfi þjóðanna tveggja á
árum seinni heimsstyrjaldarinn-
ar.
Harriman, sem nú er 93 ára
gamall, var sæmdur „Orðu
Föðurlandsstríðsins“ í tilefni
þess að 40 ár eru nú liðin frá
stríðslokum í Evrópu, að sögn
Tass fréttastofunnar.
Harriman var sendiherra í
Moskvu frá október 1943 til
febrúar 1946 og heimsótti
Moskvu reglulega eftir það.
Hann var fulltrúi margra
Bandaríkjaforseta í samskipt-
um við Sovétmenn og þótti
lunkinn samningamaður.
Talsmaður bandaríska sendi-
ráðsins sagði að orðuveitingin
væri viðurkenning á hlutverki
Harrimans sem fulltrúa Frank-
lin D. Roosevelts fyrrum forseta
í umfangsmiklum einkaviðræð-
um við sovéska leiðtoga undir
forystu Stalíns.
I síðustu viku var Sandro
Pertini, forseta Italíu, veitt sama
orðan fyrir framlag hans til
„baráttunnar gegn fasisman-
um.“