NT - 11.05.1985, Síða 8
Laugardagur 11. maí 1985
8
Myndlistaþing:
Hagur myndlistar stendur
höllum fæti
Alyktanir og
ábendingar þingsins
■ Myndlistaþing 1985 tclur
hag myndlistar standa höllum
fæti rniðað við aðrar listgreinar.
Prátt fyrir einstæðan áhuga
almennings á myndlistum, eru
listasöfn enn í fjársvelti og geta
því ekki framfylgt lögum sínum.
Hráefni og tæki til myndlista
hafa verið tolluð árum santan,
meðan aðrar listgreinar fá
niðurfellingu gjalda.
Höfundaréttur er enn ekki
virtur sem skyldi, og ekki tekið
tillit til myndlista í gerðardómi
vegna Ijósritunar kennsluefnis í
skólunt.
Þörfum fyrir vinnustofur hef-
ur lítið sent ekki veriö sinnt.
Myndlistaþing telur þó hrýn-
ast mála, að stofnaður verði
Launasjöður myndlistamanna
til að jafna hag þeirra, svo fleiri
geti nýtt menntun sína og kunn-
áttu að fullu.
Nú vinnur þingskipuð nefnd
að heildarendurskoöun sjóða
vegna lista. Bindur þingið vonir
við starf hennar og vænist leið-
réttinga fyrir myndlistamenn.
Sjóðir og laun
Vegna kröfu um stofnun
Launasjóðs myndlistamanna
vísar þingið til hliðstæðra sjóða
í öðrum listgreinum og beitir
sömu rökum og voru fyrir stofn-
un þeirra. Bendir þingið á ýmsar
leiöir til fjárötlunar í slíkan
sjóð, m.a. söluskatt af cndur-
sölu listaverka á uppboðum og
söluskatt af efni til listiðju. Öðr-
um tillögum til tekjuöflunar í
sjóðinn, svo sent ákveðnum
hundraðshluta afsölu listaverka
á sýningum og greiðslum fyrir
höfundarrétt verka í opinberri
eigu, vísar þingið til nánari
umfjöllunar SÍM.
Myndlistaþing lýsir ánægju
sinni vegna stofnunar menning-
arsjóða sveitarstjórna og fyrir-
tækja. Jafnframt hvetur þingið
þau bæjár- ögsveitarfélög, sem
bolmagn hafa til, að taka upp
þann hátt Reykjavíkurborgar
að veita árleg starfslaun lista-
manns.
Þingiö lýsir ánægju sinni yfir
starfslaunum Reykjavíkurborg-
ar til myndlistamanns, en mælist
til að þeim verði fjölgað og um
þau farið að lögum varðandi
launatcngd gjöld.
Þingið telur aö íslandi beri nú
þegar að gerast fullgildur aðili
að Flórens-sáttmálanum og
tollfrjálsan flutning listaverka
milli landa, en tollhömlur liafa
skapaö mikinn vanda í sýning-
um íslenskra listamanna erlend-
Höfundaréttur
Myndlistaþing ítrekar álykt-
un frá þinginu 1981, að of hægt
miði til þess að myndlistamenn
fái notið réttar síns samkvæmt
höfundalögum.
Enn búa myndlistamenn við
það óréttlæti, einir listamanna,
að ekkert fast umsamið endur-
gjald er fyrir birtingu hugverka
þeirra á opinberum vegum. Við
slíkt verður ekki unað öllu
lengur.
Myndlistaþing beinir þeim til-
mælum til stjórnar Sambands
íslenskra myndlistamanna, að
könnuð verði réttarstaða mynd-
listamanna varðandi greiðslur
fyrir Ijósritun á hugverkum
þeirra ískólunt, í kjölfargerðar-
dóms þess, er féll hinn 4. maí
1984 um greiöslur ríkisins til
höfunda vegna ljósritunar.
Söfn og gallerí
Myndlistaþing knýr á um það
að við stjórnun og rekstur lista-
safna skuli sérfræðileg mennt-
un á sviöi myndlistar gerð að
skilyrði. Forstöðumenn séu
ráðnir tímabundinni ráðningu
og til stjórnunar og stefnu-
mótunar, en ekki sem fram-
kvæmdastjórar stjórnar, heldur
hafi sér til fulltingis ráðgjafa-
nefnd.
Rekstur sölu- og sýningasáfa
myndlista má heita nýr hérlend-
is en þeir hafa þegar sannað
hlutverk sitt í menningalífi og
listamiðlun. Þess er vænst að
viðkomandi yfirvöld vciti nauð-
synlega fyrirgreiðslu svo þau
megi gegna hlutverki sínu.
Myndlistaþing 1985 fagnar
stofnun Listasafns Sigurjóns
ölafssonar, og skorar jafnframt
á stjórnvöld ríkis og borgar að
styðja þetta merka framtak ein-
art og afdráttarlaust, svo hús
Sigurjóns Ólafssonar fái að
standa óhögguð á sínum stað á
Laugarnesi, með því safni lista-
verka er hann skildi þar eftir
sig. Því aðeins væri það þjóðinni
til sæmdar, að hér væri vel stutt
að, svo sem sæmir minningu
þessa mikla listamanns og
brautryðjanda.
Listskreytingar
Myndlistaþing 1985 fagnar
stofnun Listskreytingasjóðs
ríkisins, en af gefnu tilefni skor-
ar þingið jafnframt á stjórnvöld
að þau virði lög um að l% af
byggingakostnaði ríkisins fari
til sjóðsins, og gæti þess að fé til
sjóðsins verði ekki skert.
Jafnframt er skorað á sveitarfé-
lög að taka fullan þátt í fjár-
mögnun sjóðsins, enda eiga þau
hagsmuna að gæta og eiga full-
trúa í stjórn Listskreytinga-
sjóðs.
Jafnframt er athygli borgar-
og bæjaryfirvalda vakin á því að
á síðustu árum hefur mjög dreg-
ið úr kaupum höggmynda fyrir
opinbera staði.
Húsnæðismál
Myndlistaþing niælist til þess
að skipuð verði nefnd til að
kanna hvaða kostir séu á hús-
næði fyrir vinnustofur lista-
manna í eldri hverfum borgar-
nar. í nefndinni eigi sæti fulltrú-
ar frá Sambandi íslenskra
myndlistamanna, Arkitektafé-
lagi íslands, Menntamálaráðu-
neyti og Reykjavíkurborg.
Því er beint til skipulagsyfir-
valda að þau geri ráð fyrir
lóðum á nýbyggingasvæðum,
þar sem reist verði íbúðarhús
með vinnustofum fyrir lista-
menn.
Myndlistaþing krest þess af
viðkomandi aðilum að heiðurs-
bústaði Jóhannesar Kjarvals á
Seltjarnarnesi verði skilað aftur
og húsið nýtt svo að sem bestum
notum komi fyrir myndlist.
Aðeins þannig verði upp-
haflegri ætlun hússins fullnægt.
Jafnframt gerir þingið þá kröfu
að greitt verði fyrir afnot hússins
aftur í tímann og gæti féð verið
framlag til Launasjóðs mynd-
listainanna.
Myndhöggvarafélagið í
Reykjavík hefur lengi stefnt að
því að innrétta gestavinnustofu
í húsnæði sínu að Korpúlfsstöð-
um. Sakir fjárskorts hefur ekki
verið unnt að ganga svo frá
húsnæðinu að sæmandi sé að
bjóða það gestum. Því ályktar
myndlistaþing að borgaryfir-
völd ættu að veita styrk til þessa
verkefnis.
Stjórn myndlistaþings vill
koma því á framfæri, að bygging
gestavinnustofu fyrir erlendan
listamann á vegum Norrænu
myndlistamiðstöðvarinnar er
vel á veg komin í Hafnarborg í
Hafnarfirði og talsverðu fé hef-
ur verið varið til hennar frá
Norræna menningarsjóðnum.
Island hefur verið nokkuð seint á
sér að fullnægja þessari kvöð
sem riú er létt af ríkissjóði.
Hlýtur því að teljast eðlilegt að
nokkuð komi frá opinberum
aðilum á móti. í því efni skal
bent á, að nú munu allra síðustu
forvöð á að kaupa vinnustofu í
Cités Internationale des Art’s í
París.
Þrír strengjakvartettar
■ Hinn 5. maí flutti Sinnhoff-
cr-strengjakvartettinn frá
Múnchen þrjá kvartetta í Bú-
staðakirkju á vegum Kamm-
ermúsíkkjubbsins, eftir Arri-
aga, Dvorák og Becthoven.
Sinnhoffer-kvartettinn liefur
komið hingað nokkrum sinnum
á undanförnum árum, og jafnan
veriö hinn mesti aufúsugestur:
félagar hans eru allir í Öperu-
hljómsveit Múnchenar (en þar
eru fluttar 28 mismunandi ópcr-
ur í mánuði hverjum), og Sinn-
Itoffer sjálfur konsertmeistari
þar. Kvartett þessi er mjög vel
samhæfður, en jafnframt lifandi
og átakamikill - hann fellur
ekki í þá gryfju, sem suma
þýska tónlistarmenn hendir, að
bera svo mikla virðingu fyrir
hinum klassísku hæðum að þora
varla að taka á listrænum afurð-
um þeirra. Höfuðtilgangur
komunnar í þetta sinn var að
sjálfsögðu sá að flytja Kunst der
Fuge eftir Bach, ásamt Ragnari
Björnssyni, en jafnframt létu
forráðamenn Kammermúsík-
klúbbsins tækifærið ekki úr
greipum ganga að heyra nokkra
kvartetta í leiðinni.
Þetta voru afburða ánægju-
legir tónleikar. Juan Crisóst-
omo de Arriaga (1806-1826)
varð (segir í ritgerð i tónleika-
skrá) helstu tónlistarmönnum
samtíðar sinnar í Frakklandi
harmdauði, þegar hann féll frá
19 ára gamall, eftir að hafa
samið þrjá strengjakvartetta,
óperu, sinfóníu, tvo forleiki,
kirkjutónlist, aríur, ljóð og pí-
anóverk. En til Parísar hafði
þessi efnilegi og bráðþroska
Spánverji sótt til að læra tónlist
hjá merkum kennurum þess
tíma. Síðan féllu verk hans í
gleymsku í 150 ár, en hafa nú
fengið hljómgrunn á ný. Þetta
var mjög þokkafullur kvartett,
raunar fannst mér hann ntiklu
skemmtilegri en F-dúr kvartett
Dvoráks sem kom næst á eftir.
En ekki eins mikilfenglegur og
op. 59,1 eftir Beethoven, sem
var síðastur og mestur á efnis-
skránni.
Þótt líta beri á strengjakvar-
tett sem eina heild verður því
ekki neitað, að heildin er sam-
sett úr hlutum sínum. Og í
Sinnhofferkvartettnum sker
knéfiðlarinn Peter Wöpke sig
jafnan úr fyrir skemmtilegan og
djarflegan leik. Jafnframt er 1.
fiðla, Ingo Sinnhoffer mjög
snjall, og báðir skyggja þeir
nokkuð á Volpini 2. fiðlu og
Metzger lágfiðlara - en þannig
eru þessi verk líklega skrifuð.
Þessar heimsóknir Sinnhoffer-
kvartettsins eru meðal hins
ánægjulegasta sem hér skeður á
tónlistarsviðinu, og nteð tón-
leikahaldi af þessu tagi sinnir
Kammermúsíkklúbburinn ntjög
mikilvægu hlutverki sem er ó-
missandi hluti af tónlistar-há-
menningu.
Sig. St.
Sinnhoffer-kvartettinn
JOL/I
T-60 Áburðardreifarinn
er tæknilega
mjög fullkominn
kr. 19.980.7
★
★
★
★
★
★
Rúminnihald 650 kg. (13 pokar)
Hleðsluhæð aðeins 90 sm.
Er stækkanlegur í 2000 kg. (40 poka)
Hefur fullkominn mulningsbúnað sem
mylur köggla
Einn söluhæsti áburðardreyfarinn síðustu
þrjú árin.
Til afgreiðslu strax
Góð greiðslukjör
SKÚTAHRAUNI 15 - SiMI 91-54933
220 HAFNARFJÖRÐUR
Opið bréf til menntamálaráðherra
frá kvikmyndagerðarmönnum vegna inntöku nýrra nema í Leiklistarskóla íslands
Háttvirtur menntamálaráðherra
Ragnhildur Helgadóttir
■ Sameiginlegur fundur stjórna
Santbands kvikmyndaframleiðenda og
Félags kvikmyndagerðarmanna bend-
ir á, að í bréfi menntamálaráðherra
frá 16. apríl sem stílað er á Helgu
Hjörvar skólastjóra Leiklistarskóla
íslands, komi fram eindregin tilmæli
til skólans um að haft verði samráð við
kvikmyndagerðarmenn við inntöku
nýrra nemenda í skólann nú. Orðrétt
segir í bréfi menntamálaráðherra:
„..beinir ráðuneytiö þeim tilmælum
til inntökunefndar Leiklistarskóla ís-
lands að hafa samráð við fulltrúa
Sambands kvikmyndaframleiðenda
við inntöku nýrra nemenda við skól-
ann nú sbr. ákvæði 3. mgr. 8. gr.
reglugerðar nr. 190/1978/.“
Við þessum eindregnu tilmælum
var ekki orðið og áttu félög kvik-
myndagerðarmanna engan þátt í inn-
töku nýrra nemenda í skólann. Jafn-
framt er bent á að kvikmyndagerðar-
ntenn eiga engan fulltrúa í stjórn
skólans, né á öðrum vettvangi hans,
og hafa því engin bein áhrif á nám
leiklistarnema. I Ijósi þessa er það enn
alvarlegra að tilmæli ráðherra hafa
verið hunsuð.
Þá er rétt að benda sérstaklega á að
skólinn hefur aldrei leitað til sjálf-
stæðra kvikmyndafélaga vegna
menntunar nemenda, og borið fyrir
sig áhugaleysi sjónvarpsins, þegar
kvikmyndagerðarmenn hafa kvartað
undan, að kennslu í kvikmyndaleik
væri ábótavant og vantaði jafnvel
alveg við skólann. Staðreyndin er hins
vegar sú, að íslenska kvikntyndin
hefur fæðst hjá sjálfstæðum kvik-
myndagerðarmönnum og fyrirtækjum
þeirra, en ekki hjá sjónvarpinu. Þessi
fyrirsláttur skólans sýnir því enn ljósar
áhugaleysi hans á að rétta hlut kvik-
myndaleiks við skólann.
Nú hafa tilmæli menntamálaráð-
herra verið höfð að engu og félög
kvikmyndagerðarmanna verið snið-
gengin enn einu sinni. Við teljum að
hér sé um slíkt alvöruntál að ræða, að
félög okkar áskilja sér allan rétt til að
viðurkenna ekki próf frá skólanum í
framtíðinni.
Við skorunt á yður háttvirtur
menntamálaráðherra að gera þegar í
stað ráðstafanir til að breyta lögum og
reglugerðum skólans.
Reykjavík, 6. ntaí 1985
Félag kvikmyndagerðarmanna,
Samband kvikmyndaframleiöenda