NT - 11.05.1985, Side 11
Skák
: :;:k ~n
Laugardagur 11. maí 1985 11
Millisvæðamótið í Túnis:
Jusupov efstur
■ Undir lok aprílmánaðar hófst í Túnis, nánar tiltekið í
höfuðborginni Túnis, eitt þriggja millisvæðamóta þar sem ræðst
um þátttakendur í áskorendamót sem fram fer undir lok þessa
árs. Það fór víst framhjá undirrituðum að reglum mun hafa verið
breytt hvað varðar heimsmeistarakeppnina í skák því nú er aftur
stofnað til áskorendamóts en slík mót lögðust niður árið 1962 eftir
söguleg ummæli Bobby Fischer þess efnis að Sovétmenn hefðu í
frammi svik og pretti til að halda heimsmeistaratitlinum sem
lengst. 1962 var haldið áskorendamót með átta þátttakendum
sem tefldu fjórfalda umferð en nú er kerfið orðið flóknara. Fjórir
efstu menn úr hverju millisvæðamóti komast í áskorendamót þar
sem fyrir verða Vasily Smyslov, Viktor Kortsnoj og Zoltan Ribli
sem allir unnu a.m.k. eitt einvígi í síðustu kandidatahrinu og þar
að auki mun Boris Spasskí fá þátttökurétt, á sögulegum
forsendum! Hann er nefnilega sá heimsmeistari sem síðast tapaði
einvígi um titilinn og fáanlegur er til keppni, þ.e. ekki er gert ráð
fyrir að Fischer mæti til leiks á ný.
Mér er ekki kunnugt um
hvort tefld verður einföld eða
tvöföld umferð i þessu móti en
þrír efstu menn komast svo í
einvígi þar sem einnjg verður
þátttakandi sá sem tapar í
heimsmeistaraeinvíginu í
haust, Karpov eða Kasparov.
Litlar fréttir hafa borist frá
mótinu í Túnis en úrslit úr sex
fyrstu umferðunum hef ég und-
ir höndum en þau urðu á þenn-
an veg:
1. umferð
Bouaziz-Morovic
De Firmian - Nikolic 1:0
Hort-Afifi 1:0
Hmadi-Tschernin 0:1
Gawri kow - J usupow 0:1
Sosonko-Miles
Dlugy - Ermenkoff Vv.'h
Beljawski-Suba >/i-M
Portisch-Zapata '/i:'h
2. umferð
Beljawski-Bouaziz 1:0
Miles-Dlugy 'h:'/i
Jusupow-Sosonko 1:0
Tschernin - Gawrikow 'h:'h
Afifi-Hmadi 1:0
Nikolic-Hort 'h:'h
Morovic-DeFirmian 'h: 'h
Ermenkoff-Portisch 'h:'h
Suba-Zapata Vr.'h
3. umferð
Suba-Bouaziz 1:0
Beljawski - De Firmian 1:0
Hort-Morovic 'h:'h
Nikolic-Hmadi 1:0
Gawrikow-Afifi 1:0
Sosonko - Tschernin 'h:'h
Dlugy-Jusupow 'h:'h
Portisch-Miles Vr.'h
Zapata - Ermenkoff 'h:'h
4. umferð
Suba-Ermenkoff 1:0
Miles-Zapata 0:1
Jusupow-Portisch 1:0
Tschernin-Dlugy 1:0
Afifi-Sosonko 0:1
Nikolic-Gawrikow 'h:'h
Morovic-Hmadi 'A:>A
Beljawski-Hort 'h:'h
Bouaziz - De Fimian 0:1
5. umferð
De Firmian-Suba 0:1
Hort-Bouaziz 1:0
Hmadi-Beljawski 0:1
Gawrikow-Morovic h:'h
Sosonko - Nikolic 'h:'h
Dlugy-Afifi 1:0
Portisch-Tschernin 1:0
Zapata-Jusupow Vr.'h
Ermenkoff-Miles Vr.'h
6. umferð
Jusupow - Ermenkoff 1:0
Tschernin-Zapata 1:0
Morovic - Sosonko 'h:'h
Beljawski - Gawrikow 'h:h
Bouaziz-Hmadi 0:1
De Firmian-Hort 1:0
Suba-Miles 0:1
Afifi — Portisch 0:1
Nikolic-Dlugy h:'h
Staðan á mótinu eftir sex
umferðir var þá þessi: 1. Jusu-
pov (Sovétr.) 5 v. 2. Beljavskí
(Sovétr.) 4Vi. 3.-4. Tschernin
(Sovétr.) og Suba (Rúmeníu)
4 v. 5.-7. Portisch
(Ungv.landi), Hort (Tékkó-
slóvakíu) og De Firmian
(Bandaríkjunum) 3'h v. 8.-14.
Dlugy (Bandar.), Gawrikov
(Sovétr.), Miles (Englandi),
Morovic (Chile), Nikolic
(Júgóslavíu), Sosonko (Hol-
landi) og Zapata (Kólumbíu)
3 v. 15. Ermenkoff (Búlgaríu)
2 v. 16. Hmadi (Túnis) l'h v.
17. Afifi (Algería) I v. 18.
Bouaziz (Túnis) lh v.
Frammistaða Sovétmann-
anna kemur auðvitað ekki á
óvart en ljóst er að Jusupov
hefur tekið sig verulega á eftir
Reykjavíkurskákmótið í vetur
þar sem hann varð í 6.-7. sæti.
Hann virðist öruggur með sæti
í áskorendamótinu því hann á
alla léttu mennina eftir. Porti-
sch byrjaði illa en hefur náð
sér á strik og á allgóða mögu-
leika á sæti.
Jusupov byrjaði mótið með
því að vinna landa sinn Gawri-
kov og strax á eftir fylgdi
fallegur sigur yfir Hollendingn-
um Sosonko. í báðum skákun-'
um var það atlaga eftir h-lín-
unni sem tryggði Sovét-
manninum sigurinn:
1. umferð:
Hvítt: Gawrikov (Sovétr.)
Svart: Jusupov (Sovétr.)
Drottningarbragð
1. d4 Rf6
■ Arthur Jusupov að tafli á afmælismóti Skáksambands íslands
í febrúar. Eftir sex umferðir virðist hann næsta öruggur með sæti
í áskorendamótinu.
2. Rf3 d5
3. c4 e6
4. Rc3 Be7
5. Bg5 0-0
6. e3 h6
7. Bh4 b6
8. Bd3 Bb7
9. 0-0 Rbd7
10. De2 c5
11. Bg3 Re4
12. Hfdl cxd4
13. exd4 Rxg3
14. hxg3 Rf6
15. Re5 Hc8
(Fram að þessum leik hefur
skákin fylgt 1. einvígisskák
Simen Agdestein og Margeirs
Péturssonar en hér breytir
Jusupov út af taflmennsku
Margeirs sem lék 15. - a6.
Þeirri skák lauk með jafntefli
en Margeir var hætt kominn á
tímabili.)
16. Hacl dxc4
17. Bxc4 Rd5
18. Bb3 Rxc3
19. bxc3 Hc7
20. Dd3 Bf6
(Svartur hefur jafnað taflið en
ekki meira. Það eru fyrst og
fremst fálmkenndar tilraunir
hvíts til að ná sóknarfærum
sem verða þess valdandi að
svartur nær frumkvæðinu.)
21. Rg4 h5
22. Re3?
(Eftir 22. Rxf6 - er staðan í
jafnvægi.)
22. .. Hd7
23. g4?
(Og nú opnast h-línan - svört-
um í hag!)
23. .. hxg4
24. Rg4 g6
25. Hel Kg7
26. Hcdl Hh8!
27. Dg3 Hh5!
28. Df4 Be7
29. Dcl Bd6
30. Re5 Dh4
31. f3 Dg3!
(Það kann að vera að hvítur
hafi ætlað að svara þessum leik
með 32. Rxd7 en hann verður
þá snögglega mátaður: 32. -
Hhl-! 33. Kxhl Dh2 mát.)
32. He3 Hd8!
- Hljóðlátur og bráðdrepandi
leikur. Svartur hótar einfald-
lega að tvöfalda á h-línunni og
við þeirri áætlun á hvítur enga
vörn. Hann gafst því upp.
Og strax í næstu umferð
fékk Hollendingurinn Genn-
adi Sosonko útreið sem hann
vill áreiðanlega gleyma sem
fyrst. Sosonko hefur um langt
skeið verið næst sterkasti skák-
rnaður Hollendinga. Hann er
eins og Dlugy sem teflir fyrir
Bandaríkin fyrrum Sovétþegn:
2. umferð
Hvítt: Jusupov (Sovétríkin)
Svart: Sosonko (Holland)
Drottningarpeðsleikur
1. d4 Rf6 2. RE3 e6 3. e3 d5 4.
Bd3g65.b3 Bg7 6. Ba3! Rbd7
7. Rbd2 c5 8.0-0 0-0 9. c4 Da5
10. Bb2 Hd8 11. De2 cxd4 12.
Bxd4 Rc5 13. Bc2 Rce4 14.
Rxe4 dxe4 15. Re5 Bd7 16. f4
h5 17. Hadl Be8 18. Bbl Da3
19. h3 Hac8 20. Hd2 b6 21.
Hfdl De7 22. Df2 b5 23.c5b4
24. Dh4 Hc7 25. g4 hxg4 26.
hxg4 Hdc8 27. Rc4 Bc6 28.
Be5 Hd7 29. Rd6 Hcd8 30.
Hh2 Bd5 31. Kf2
llllll! III IIIIIIIIIIMIII
1 IIIIIIOIlllMilll
1111 QilBil
1111 IDi.ll 1111
11 llllllliEIfil ■
A 0
filllllll 1111 Bl 1 s
lil n 1111
- og hér lagði svartur niður
vopnin. í þetta skipti er það
fyrirhuguð þreföldun á h-lín-
unni sem gerir út um taflið.
Hugmyndin er 32. Hdhl,
Dh8t, Hxh8t og Hlh7 mát.
Og það er ekki nokkur leið að
koma í veg fyrir að þessi áætlun
nái fram að ganga.
Helgi Ólafsson skrifar um skák
Hjólbarða-
þjónusta
fyrir allar stærðir og gerðir
af bílum, fólksbíla,
vörubíla og sendiferðabíla.
Höfum mikið magn af
kaldsóluðum, heilsóluðum
og radíaldekkjum á lager.
Öll hjólbarðaþjónusta
innanhúss. Komið og
reynið viðskiptin í nýju
húsnæði okkar.
Ath. Gegn framvísun
þessarar auglýsingar
veitum við 5%
kynningarafslátt.
Kaldsólunhf.
Dugguvogi 2. Simi: 84111
Sama húsi og Ökuskólinn.
KjrlUngstad
Kjrllingstad
Mykjudreifarar
Plógar
Nýkomnir - Til afgreiðslu strax
BÚNADARDI
S? SAMBANDS
ARMULA3 REYKJAVIK SIMI 38900