NT - 11.05.1985, Side 22

NT - 11.05.1985, Side 22
Laugardagur 11. maí 1985 22 KínverjartilEvrópu ■ Samkvæmt fréttum frá Kína eru nokkrir af bestu íþrótta- mönnum Kínverja að hefja keppnisför um Evrópu. Meðal þeirra eru tveir meðlimir í borð- tennislandsliði Kínverjasem ný- lega varð heimsmeistari í 12. skipti í röð eða svo. Það eru þeir Xie Saike og Chen Xinhua. Þeir munu hefja keppni í Evrópu í Boulogne í Frakklandi þann 12. maí en halda síðan á mót í Þýskalandi og Austurríki. Þrír af bestu göngumönnum þeirra Kínverja munu keppa í Vestur-Þýskalandi, Frakklandi og Rúmeníu í þessum mánuði. Þar á meðal heimsmethafinn Yan Hong. 6. flokkur í handbolta: Fram íslandsmeistari • Framarar eru nýbakaðir íslandsmeistarar í hand- knattleik 6. flokki. Urslitin fóru fram á Seltjarnarnesi í húsakynnum Gróttu. Fjögur lið léku í úrslitunum: Fram, KR, FH og Stjarnan. Framarar voru áberandi öruggasta liðið og báru sigurorð af öllum keppinautun- um, og hömpuðu bikarnum þegar upp var staðið. ■ Bryndís Ólafsdóttir sundkona úr HSK verður á meðal keppenda á Ólympíuleikum smáríkja í San Marínó. NT-mynd: Svcrrir. Beislisvagn Þessi myndarlegi vagn er til sölu. 8,5 metrar, 10 tonn á öxul. Hagstæö kjör. Upplýsingar í síma 91-11005 á kvöldin og um helgar. Dráttarvéladekk Eigum fyrirliggjandi eftirtaldar stærðir: 600x16 6ply Verð með sölusk. kr. 3.256.- 600x19 6ply kr. 3.523.- 650x16 6 ply kr. 3.455.- 750x16 6ply kr. 4.997.- 900x1610ply kr. 11.003.- 10x28 6ply kr. 12.764.- 11x28 6ply kr. 15.259.- 12x28 6ply kr. 16.348.- 13x28 6ply kr. 19.978.- Vagndekk: 10,0x15 6ply kr. 6.943.- 11,5x15 6ply kr. 8.608.- 12,5x15 6ply kr. 10.563.- 13,0x 1610 ply kr. 11.665.- Olympíuleikar smáríkja í San Marínó: Nítján fara ■ Nítján íslenskir íþróttamenn fara á Litlu Olympíuleikana, eða Ólympíuleika smáríkja, sem haldnir verða í San Marínó 23.-26. maí næstkomandi. Eru þetta sjö frjálsíþróttamenn, fjórir sundmenn, fjór- ir júdómenn, tveir lyftingamenn og tveir skotmenn. Allt eru þetta íþróttamenn sem ekki kepptu á Ólympíuleikunum í Los Angeles. Þátttakendur á leikjunum eru frá eftir- töldum þjóðum auk íslands: Andorra, Kýpur, Liechtenstein, Luxemburg, Möltu, Mónakó og San Marínó, en Ólympíunefnd San Marínó sér um fram- kvæmd leikanna. Eftirtaldir íþróttamenn hafa verið vald- ir til þátttöku: Frjálsar íþróttir: Aðalsteinn Bernharðsson Bryndís Hólm Gísli Sigurðsson Oddný Árnadóttir Pétur Guðmundsson Soffía Gestsdóttir Unnar Vilhjálmsson Sund: Bryndís Ólafsdóttir Eðvard Eðvardsson Magnús Ólafsson Ragnheiður Runólfsdóttir Júdó: Karl Erlingsson Halldór Guðbjörnsson Ómar Sigurðsson Magnús Hauksson Lyftingar: Garðar Gíslason Guðmundur Sigurðsson Skotfimi: Carl Eiríksson ívar Erlendsson Aðalfararstjóri verður Hákon Örn Halldórsson, formaður Júdósambands Ís- lands og flokksstjórar og aðstoðarmenn Sveinn Sigmundsson frá FRÍ, Hafþór B. Guðmundsson frá SSÍ, Birgir Borgþórs- son frá LSÍ og Þorsteinn Asgeirsson frá STÍ. Hollenska landsliðið í knattspyrnu: Sex breytingar eftir jafnteflið ■ Hollenski landsliðsþj álfarinn í knatt- spyrnu, Leo Beenhakker hefur gert sex breytingar á landsliðshópnum, eftir að liðið náði aðeins jafntefli gegn Austurríki í undankeppni HM um daginn. Möguleikar Hollendinga minnkuðu verulega við þetta og nú þurfa þeir að sigra Ungverja í síðasta leiknum í riðlinum til að komast áfram. Ungverjar hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með öruggum sigri í riðlin- um, hafa unnið alla leiki sína til þessa. Hollendingar geta fylgt Ungverjum upp úr riðlinum með sigri. Þá ná þeir Austurríki að stigum en hafa mun betra markahlutfall. Jafntefli eða ungverskur sigur þýðir að Austurríki fer áfram. Leikur Ungverja og Hollendinga fer fram á þriðjudaginn kemur, 14. maí. Þeirsexsem detta út úr hollenska landsliðinu eru: Rene van der. Gijp, Erwin Koeman, Sonny Silooy, Peter Houtman Ernie Brandts og Michel Valke. Tveir þeir síðasttöldu detta út vegna meiðsla. Hollenski landsliðshópurinn er nú þannig: markverðir: Hans van Breukelen og Joop Hiele Varn- armenn: Ben Wijnstekers, Michel van der Korput, Adrie van Tiggelen, Ronald Spel- bos og Peter Boeve. Miðjuleikmenn: Frank Rijkaard, Dick Schoenker, Mario Been, Willy van der Kerkhof og Ton Lokhoff. Sóknarleikmenn: Marco van Basten, Rob de Wit Simon Tahamata og Willem Kieft. Uppskeruhátíð yngri flokka ■ Framarar halda uppskeruhátíð fyrir yngri flokka sína á morgun. Afhent verða verðlaun fyrir ástundun, valinn besti leikmaðurinn í hverjum flokki, og loks verður afhentur nýr Fram peningur. Pen- inginn fá allir þeir sem urðu íslandsmeist- arar með Fram í fyrsta skipti í ár. Hátíðin verður haldin í Borgartúni 18 á morgun, og hefst klukkan 14. Litla bikarkeppnin: Skagamenn við sama heygarðshornið ■ Islandsmeistararnir í knattspyrnu eru nú í upphafí keppnistímabils við sama heygarðs- hornið og í fyrrasumar. Þeir unnu litlu bikar- keppnina með nokkrum yfírburðum og síðasta leikinn gegn Haukum um helgina með 5 mörk- um gegn engu. Akurnesingar fengu 8 stig úr fjórum leikjum í keppninni og skoruðu 12 mörk á móti þremur. Sem sagt þrjú mörk í leik að meðaltali og sigur í öllum leikjunum. Tvö önnur 1. deildurlið taka þátt í litlu bikarkeppninni, FH og Keflavík. FH-ingar urðu í öðru sæti með 5 stig og Keflvíkingar urðu þriðju með 4 stig. Breiðablik og Haukar komu þar fyrir neðan, Breiðablik með þrjú stig en Haukar ekkert. 1. deildin í knattspyrnu: Nýjung í útvarpinu: Íþróttaþáttur á sunnudegi ■ Á morgun er íþrótta- þáttur í útvarpinu, og hefst hann klukkan 22.35. Þessi þáttur er lið- ur í þeim skipulagsbreyt- ingum sem nú er verið að gera í íþróttaumfjöllun hjá útvarpinu, sem teng- ist því að ráðnir hafa verið tveir íþróttafrétta- menn í stað eins áður. Iþróttaþáttur verður framvegis á sunnudög- um, og íþróttaþættir á miðvikudögum hefja göngu sína með haustinu. Víðismenn taka lýsi ■ Knattspymufélagið Víðir í Garði, sem nú leikur í fyrsta sinn í 1. deild íslandsmótsins hef- ur gert auglýsingasamn- ing við Lýsi h/f í eitt ár. Víðir mun því leika með auglýsingu frá Lýsi á bún- ingum sínum í 1. deildinni í sumar. Aðalfundur HK ■ Handknattleiksfélag Kópavogs heldur aðal- fund sinn 1985 í Þinghól, Hamraborg 11 Kópavogi, sunnudaginn 18/5 1985 kl. 13.30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundastörf. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Leik Vals og Þróttar f lýtt ■ Leik Vals og Þróttar í 1. deildinni í knatt- spyrnu sem fram átti að fara 18. maí hefur verið flýtt um einn dag og verð- ur hann því þann 17. kl. 20:00. Ástæðan er bein útsending íslenska sjón- varpsins frá úrslitaleik ensku bikarkeppninnar sem fram fer 18. Malarleikjum fækkar ■ Tveir leikir fyrstu umferðar 1. deildarknattspyrnunnar munu verða leiknir á möl. Það eru viðureignir Víðis og FH í Garðinum og Þórs og Akraness á Akureyri. Akurnesingar og FH-ingar munu leika fyrstu heimaleiki sína á grasi og að sjálfsögðu öll Reykjavíkurliðin. Tvö þeirra eiga orðið eigin heimavelli, Valsmenn munu leika alla heimaleiki sína að Hlíðarenda nema þann fyrsta. KR-ingar munu hefja keppnis- tímabilið á KR-vellinum við Frostaskjól og þar munu þeir leika heimaleiki sína ef ástand aðalvallarins í Laugardal býður ekki uppá að leikið sé á honum. KR-ingar munu sem sagt ekki leika neinn heimaleik á Val- bjarnarvelli. Víkingar og Framarar hafa hinsvegar ekki í önnur hús að venda en Laugardalinn. Ástand vallanna í Laugardaln- um ætti því að geta verið gott í sumar. Með fleiri grasvöllum félaganna minnkar álagið mikið í Laugardal og þá ekki síst vegna tilkomu gervigrassins sem hlífir hinum völlunum á við- kvæmasta tímanum.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.