NT - 11.05.1985, Síða 23
Íþróttir
helgarinnar:
Golf:
■ Eitt glæsilegasta
verðlaunamót landsins
verður um helgina. Opna
Hagkaupsmótið verður
á Hólmsvelli í Leiru.
Keppnin hefst í dag kl.9
árdegis, og heldur áfram
á morgun. Leiknar verða
36 holur, og heildarverð-
mæti vinninga er kr.
113.500.-
GSÍ-keppnin verður á
golfvellinum í Vest-
mannaeyjum í dag og
hefst kl 13.
Knattspyrna:
■ íslandsmótið hefst á
mánudagskvöld. Þá
keppa KR og Þróttur.
Leikurinn er á Laugar-
dalsvelli og hefst klukkan
20. Mótið skellur síðan á
fyrir alvöru daginn eftir,
á þriðjudagskvöld. Þá
verða 3 leikir. Þór og IA
mætast á Sanavellinum á
Akureyrii Víðir og FH í
Garðinum og Víkingur
og Valur á Laugardals-
velli. Allir leikirnir hefj-
ast klukkan 20.
■ Kampakátir Framarar að afloknum sigri gegn ÍA í Meistarakeppni KSÍ í gærkvöldi.
NT-mynd: Sverrir.
Fram meistari meistaranna
■ Fram varð í gærkvöldi meistari
meistaranna, eins og það heitir á knatt-
spyrnumáli þegar liðið sigraði IA í
Meistarakeppni Knattspyrnusam-
bands íslands með 3 mörkum gegn 2.
Það verður að segjast eins og er að
leikur liðanna á Kópavogsvelli í gær-
kvöldi lofa góðu fyrir knattspyrnuver-
tíðina, spenna, hraði og oft skínandi
góð knattspyrna. Og ekki má gleyma
bullandi fjöri í lokin þegar Omar Torfa-
son skoraði sigurmarkið.
Framarar hófu leikinn af myljandi
krafti, en síðan náðu Framarar undir-
tökunum eins og Ingvi Guðmundsson í
glímunni í gamla daga. Þá var ekki að
sökum að spyrja. Sigurður Lárusson
skoraði fyrsta mark leiksins í fyrri
hálfleik, 1-0, og Skagamennirnir réðu
lögum og lofum á leikvellinum.
Kátu karlarnir af Skaganum héldu
uppteknum hætti í byrjun seinni hálf-
leiks, en síðan fóru Framararnir að
sína vígtennurnar. Á 77. mínútu kom
bitið sem dugði, Kristinn Jónsson jafn-
aði eftir glimrandi sóknarlotu. Við-
stöðulaus sneiðing í hornið fjær. Svona
eiga sýslumenn að vera. Staðan 1-1 og
því þurfti að framlengja.
Áfram hélt ballið og þau voru nett
sporin sem Hörður Jóhannesson tók
eftir að hann hafði skorað fyrir ÍA í
fyrri hálfleik framlengingarinnar, 2-1
fyrir ÍA.
Guðmundur Torfason, Framari,
skoraði ekki síður glæsilegt mark eftir
aukaspyrnu Sverris Einarssonar.
hlussuskalli í hornið fjær og staðan enn
jöfn, 2-2. Á lokamínútu framlengingar-
innar fóru hlutirnir að gerast. Eftir
japl, jaml og fuður í vítateig Skaga-
manna tókst Ómari Torfasyni að skora
og hann hófst á loft á eftir og hið sama
gerðu allir hinir Framararnir inni á
vellinum og utan hans. 3-2 fyrir Fram.
Glæsilegur árangur Fram uppá síð-
kastið, fyrst sigurá Reykjavíkurmótinu
og síðan sigur í Meistarakeppninni. Ef
að liðið heldur áfram á þessari braut
má búast við að það mali inn stigin í
sumar.
Þá að Skagamenn hafi tapað þessum
leik er hann einungis staðfesting á því
að þeir muni halda fast um þá bikara
sem þeir geyma.
Semsagt: Bullandi góður leikur
tveggja Ijúfra knattspyrnuliða, sem
bæði verða í toppslagnum í sumar.
Laugardagur 11. maí 1985 23
HM í knattspyrnu:
Kanada í
undanúrslit
■ Kanada tryggdi sér sigur í 2.
Miö-, Nordup*Ameríku og Karabía-
hafsriðli undankeppni HM í gær
meö 2-0 sigri á Haiti.
Kanada er þar með komið í
undanúrslit í keppninni í þessum
heimshluta og leikur um Mexíkó-
sætið gegn Hondúras, sem vann 1.
riðli, og sigurvegurunum í 3. riðli.
Úrslit eru ekki enn ráðin í 3. riðli
en þar keppa Bandaríkin, Costa
Rica og Trinidad.
TRAKTORAR BÚVÉLAR
Söluskrá notaðir Traktorar
Ford 4600 .... árg 79
Ford 6600 .... árg 77
Ford 3600 .... árg 78
Ford 3000 .... árg 70
Ford 3000 .... árg 74
M.F. 595 .... árg ’84
M.F. 165 .... árg 72
M.F. 135 .... árg ’65
M.F. 240 .... árg ’83
M.F. 690 .... árg ’84
M.F. 675 .... árg ’83
I.H. 585 XL . árg ’84
Zetor 5011 ... árg ’81
Zetor 4718 ... árg 74
Zetor 7011 ... árg ’83
Zetor 7045 ... árg ’82
Zetor 5211 ... árg ’85
Fent 303 ... árg ’84
P
ÞDRf
sími ansaa-ÁRMúLAn
íslandsmótið í knattspyrnu:
Tveir nýir dómarar
■ Tveir nýir dómarar bætast nú í hóp
þeirra er dæma munu í 1. deild knatt-
spyrnunnar í sumar. Þeir eru Eyjólfur
Ólafsson og Sveinn Sveinsson. Ánnars '
lítur dómarahópurinn þannig út:
Baldur Scheving, Fram
Eyjólfur Ólafsson, Víkingi
Eysteinn Guðmundsson, Þrótti
Friðgeir Hallgrímsson, KR
Friðjón Eðvarðsson, ÍA
Gísli Guðmundsson, Val
Guðmundur Haraldsson, KR
Kjartan Ólafsson, KR
Kjartan Tómasson, Þór
Magnús Theódórsson, Víkingi
Óli P. Olsen, Þrótti
Ragnar Örn Pétursson, Val
Sveinn Sveinsson, Fram
Þorvarður Björnsson, Þrótti
Þóroddur Hjaltalín, Þór
Jennings hættir
■ Pat Jennings kvaddi ensku 1. deildar-
knattspyrnuna í fyrrakvöld. Þá var háður
ágóðaleikur fyrir hann milli Arsenal og
Tottenham. Jennings lék eins og kunnugt
er lengst af í markinu hjá Tottenham en
hann hóf feril sinn fyrir tuttugu árum hjá
Watford sem þá lék í þriðju deild.
Don Howe, framkvæmdastjóri Arsen-
al, tilkynnti Jennings það fyrir skömmu
að hann fengi samning sinn við félagið
ekki endurnýjaðan. Þá ákvað Jennings að
hætta á toppnum frekar en að flytja sig til
lakara liðs.
Jennings er fertugur að aldri og hefur
leikið 110 landsleiki fyrir Norður-Irland.
Svo gæti farið að hann stæði í marki
landsliðsins enn um stund, ef hann heldur
sér í formi fram á haustið. Jennings á
möguleika á því að leika afrek Dino Zoff,
ítalska landsliðsmarkvarðarins í mörg ár,
eftir. Zoff lék með Ítalíu í heimsmeistara-
keppninni á Spáni 1982, þá fertugur að
aldri.
Stórsigur Dana
■ Danir undirbúa sig núna af krafti
fyrir HM leik sinn gegn Sovétmönn-
um sem fram fer þann 5. júní.
í fyrrakvöld léku þeir vináttu-
landsleik af þessu tilefni gegn Aust-
ur-Þjóverjum á Idrætsparken í
Kaupmannahöfn og náðu góðum
leik og sigurðu 4-1.
Allan Simonsen var bestur í
danska liðinu, þessi smái en knái
knattspyrnusnillingur lagði upp
fyrsta markið sem Michael Laudrup
skoraði á 7. mínútu. Laudrup var
aftur á ferðinni í upphafi seinni
hálfleiks, 2-0 fyrir Dani. Jesper
Olsen, Manchester United, lagði
það upp. Þriðja og fjórða mark Dana
skoruðu þeir Klaus Berggren og
John Lauridsen.
HQW
hfifur það allt
Olympia rafeindaritvélin hefur allt sem hægt er aö ætlast til af
fullkominni ritvél. Hún er hraðvirk, nákvæm, lauflétt og meö
þaulhugsaðri hagræðingartækni.
Hún er í takt við nýjan tíma.
Olympia er tvær í einni:
Olympia electronic compact 2 rafeindaritvélina er hægt að
tengja sem prentara við hvaða tölvu sem er.
Olympia er ótrúlega ódýr
Olympia electronic compact 2 kr. 28.900,- með tölvutengi
Olympia report electronic kr. 22.900.-
E
KJARAN
ÁRMÚLA22, SÍMI83022,108 REYKJAVÍK