NT


NT - 31.05.1985, Síða 6

NT - 31.05.1985, Síða 6
Föstudagur 31. maí 1985 6 ■ Skarkali, vélagnýr, villikettir og skotmenn eru vargar í véum fuglalífsins í Dyrhólaey, sem er friðlýst. Hins vegar umgangast ferðamenn náttúruna móVta umhverfir °8 & Umhy88Juna endur8oldna með Þv' að fá að njóta gróöurs og fuglalífs í óspilltu umhverfi þar sem náttúran fær sjálf að Skellinöðrur hrekja æðina og fuglar skotnir á hreiðrum Skýrsla um „Friðlandið Dyrhólaey“ fyrir árið 1984 ■ Þaðurðunokkrirerfiðleik- ar með æðarvarpið á eynni þetta vorið og komu þar við sögu bæði menn og meindýr. Þann 24. apríl var æðarfugl- inn kominn í stórum hópum að eyjunni og byrjaður að fljúga yfir hana. Eitt og eitt par var farið að sitja uppi nyrst á eynni og var það mun fyrr en að undanförnu, enda mikið betri og mildari tíð en un<J|nfarin vor. Síðustu vikuna í apríl var flesta daga verið að snyrta til í kringum stýrishúskofann hjá skarðinu. Þar í flokki voru tveir unglingsdrengir sem fóru á milli á mjög háværum vél- hjólum sem æðurin ásamt öðr- um fuglum virtist hræðast mun meira en hljóð í bifreiðum. Síðan gerðist það að lokað var fyrir umferð 1. maí eins og að undanförnu. Var þá vinnu hætt við hinar svokölluðu „lendingarbætur". En Adam var ekki lengi í paradfs. Nátt- úruverndarráð veitti mönnum frá Hafnarmálastofnun undan- þágu fyrir umferð um Dyrhóla- ey, að því er sagt var 2-3 daga til að ganga frá spiltengingu og ljúka frágangi á vírum, svo víradraslið yrði tilbúið til prófunar við opnun eyjarinnar fyrir umferð þann 25. júní. Þarna var ekið um á 5-6 bílum til og frá vinnu, í og úr mat, auk ýmissa annarra aukaferða og í stað tveggja til þriggja daga gekk þetta ekki betur en það að verkið tók heila viku og ekki komst þar sæmileg kyrrð á fyrr en 9. maí. Þetta ónæði á eynni varð til þess að engin æður hreiðraði sig nú í syðsta hluta varplands- ins á austanverðri eynni. Þrátt fyrir þctta ónæði leit orðið mjög vel út með æðarvarpið því mun fleiri kollur urpu nú norðanundir eynni þar sem þær höfðu meira næði. Síðan gerðist það að útilegukettir komust á eyna og tókst ekki að sjá fyrir þeim að fullu fyrr en þeir höfðu eyðilagt a.m.k. rösklega 50 hreiður og drepið nokkrar kollur. Þrátt fyrir þennan mótgang komu fylli- lega eins margar kollur fram ungum í sumar eins og 1983 svo ekki hefur vantað nema herslumuninn £\ð 400 kollur verptu þar í vor. Mjög mikið af ungum æðarfugli hélt sig við eyna í sumar, spáir það góðu um fjölgun varpfugla næstu árin ef friður helst í friðlandinu sem nokkur óvissa er um. Af öðru fuglalífi en æðar- fuglinum cr lítið að segja. Það virtist mjög svipað og í fyrra, nema hvað svartbak og öðrum mávum hefur fækkað mikið á eynni að undanfömu, enda allt- af unnið að fækkun þeirra og gera þeir nú lítt spjöll í fuglalífi eyjarinnar. Grágæsin verpti á eynni eins og í fyrra en nú tókst betur til og kom hún fram 2 ungum. Þá slæmu sögu er að segja að nú verpti víst engin súla í Mávadrangi, enda vart von til þess, þar sem hún var skotin þar að töluverðu marki í fyrra og grunur leikur á að svo hafi einnig verið snemma í vor. Ekki hefur verið hægt að sanna verknað- inn á þann sem þetta gerði þó sterkur grunur hvíli á báti gerðum út frá Vestmannaeyj- um. Þegar bændur úr Dyrhóla- hverfi fóru til svartfuglseggja- töku í dröngunum á síðast- liðnu vori þótti þeim slæm aðkoma í Lundadrangi. Þar lágu nokkrar dauðar langvíur á eggjum. Höfðu þær sýnilega verið nýlega skotnar en ekki dottið niður. í dranganum fundu þeir einnig dauða súlu sem sömu örlög hafði hiotið. Hún var þó ekki á hreiðri. Nokkru áður sáu þeir bræður, Stefán og Þorsteinn, að bátur sem var á handfærum suður af Dyrhólaey kom upp undir dranga. Brugðu þeir skjótt við og fóru suður á Ey. Þegar þeir komu suður á brún- ina var báturinn að lóna upp við Lundadrang og á dekkinu stóð maður með byssu. Fljót- lega varð hann þeirra var og hélt þá á fullri ferð til aust-suð- austurs á djúpmið. Þetta var sami bátur og þeir höfðu áður grunaðan. Nú grær eyjan mjög ört upp og gróður var þar óvenju fjöl- skrúðugur og gróskumikill í sumar en slíkt var nú alls staðar hér um slóðir. Engin sauðkind hefur komið á eyna í 3 sumur. Telja má að umgengni ferða- fólks sé orðin mjög góð á eynni og fólk hefur hrósað því mikið hvað ánægjulegt sé að koma á eyna svona ótroðna og sjá bæði gróður og fuglalíf í svona óspilltu umhverfi þar sem nátt- úran sjálf fær að móta lífríkið. Það sést best að fólk kann að meta það að eiga slíka staði til að heimsækja, hvað lítið sá á landi þarna í haust eftir þann geysilega straum ferðafólks sem sótti Dyrhólaey heim í súmar, þrátt fyrir fáa sólar- daga. Náttúruverndarfólk þakkar þá góðu umgengni sem ferða- fólk sýndi á Dyrhólaey í sumar og óskar fólki þess að sem flestir fái notið óspilltrar nátt- úru Dyrhólaeyjar á komandi árum. Samið í desember 1984 eftir dagbókar-brotum frá athugun- ardögum á liðnu sumri. Einar H. Einarsson. i I i I i * Lagt út af hringgöngu Reynis Péturs ■ Ómari Ragnarssyni má þakka fyrir þáttinn sinn í fyrra- kvöld þar sem hann ræddi við Reyni Pétur Ingvarsson frá Sólheimum í Grímsnesi einn fjölfróðasta mann sem hann hefur rætt við og reiknings- meistara mikinn. Það vakti athygli hvað maðurinn var já- kvæður og geta flestir hverjir lært mikið af honum í því tilliti. Þá kynntumst við lítils- háttar hvað starfið á Sólheim- um er umfangsmikið og hvað það virðist gefa góða raun. Þetta rekur hugann að því að heimili hliðstæð þessu eru víða á landinu og víða vantar heim- ili og aðstöðu fyrir fatlaða og ekki hvað síst fötluð börn. Þó er löggjöf er tryggir hag fatl- aðra og fjármagn til fram- kvæmda þeim í hag með ágæt- um, enda hafa tveir síðustu félagsmálaráðherrar, þeir Svavar Gestsson og Alexander Stefánsson lagt sig mjög fram í þessum málaflokki minnugir þess að siðferðisþroska þjóðar má helst mæla af því hvernig hún býr að þeim sem vegna fötlunar geta ekki barist áfram eins og aðrir. En því miður þá hafa fjárframlög til bygginga heimila fatlaðra dregist saman s.l. tvö ár, þrátt fyrir skýlaus ákvæði laga og það síst minna en framlög til annarra málefna. Þess vegna m.a. þarf Reynir Pétur að ganga í kringum land- ið til þess að afla fjár til íþróttahúss á Sólheimum og þess vegna þyrftu miklu fleiri fatlaðir að leggja upp í hringferð. Kannski þetta endi þannig að á meðan heilbrigðir aki hringinn þá gangi fatlaðir hann. En hvað um það. Nú eru þjóðartekjur aftur á uppleið og öðru verður ekki trúað en að fjárframlög til bygginga fyr- ir fatlaða verði aftur sam- kvæmt lögum. Alexander, Svavar, Jóhanna, Helgi og Guðrún Það er enginn vafi á því að íslendingar vilja stjórnmála- stefnur sem leggja mikið upp úr því að gera hag fatlaðra sem bestan og þeir kunna að meta þá stjórnmálamenn sem styðja þann málstað í orði og á borði. Það er af tvennum ástæðum. í fyrsta lagi vegna þess að önnur hver fjölskylda á landinu hefur kynnst fötlun innan sinna vé- banda og þekkir því af eigin raun vandamálin sem um- hverfið skapar fötluðum og í öðru lagi vegna þess að margir meðal okkar eru ágætlega vel þroskaðir mannvinir og skilja annað en sinn eigin beina hag. Og það er ekki úr vegi að nefna þá stjórnmálamenn sem mest virðast bera hag þessa þjóðfélagshóps fyrir brjósti, en þeir eru auk Alexanders og Svavars, Jóhanna Sigurðar- dóttir, Helgi Seljan og Guðrún Helgadóttir. Höfnum óheftri frjáls- hyggju svarthöfðanna Við þurfum að vernda vel- ferðarsamfélagið. Við getum skilgreint það þannig: Samfé- lag þar sem allir eiga jáfn greiðan aðgang að læknisþjón- ustu, menntun og atvinnu og þar sem velferð allra er tryggð án tillits til fötlunar, sjúkdóma eða ellihrörnunar. Ög þessa velferð vilja íslendingar halda í hvað sem líður allir einstakl- ingshyggju í samfélaginu þar sem hugurinn vill staðnæmast við eigin nafla. Þetta verður til þess að íslendingar hafna hinni óheftu frjálshyggju Svarthöfð- anna því að slík hugmynda- fræði leggur ekkert upp úr þroskuðu hugarfari til þeirra sem minna mega sín. Hún ber raunar í sér ölmusuhugarfar í garð allra þeirra er ekki standa jafn fast í báða fætur. Frjálshyggja/Bundið mar- kaðsskipulag Þetta leiðir hugann að því að maðurinn kemst aldrei hjá því að lífa í samfélagi og besti mælikvarðinn á þroska hans eru gæði þess samfélags sem hann byggir. Þar má hvorki vera of mikil forsjá eða of lítil vernd þeim til handa sem erfitt eiga með að sjá um sig. En liver er besta leiðin til þess að öllum líði vel? Hreinir mark- aðshyggjumenn segja eitthvað á þá leið að í óheftu frelsi verði hinir ríku að vísu ríkari en því fylgir einnig að þeir sem búa við lökust kjörin hafi betri kjör en þeir hefðu í þjóðfélagi þar sem frelsinu væru settar höml- ur í jafnaðarskyni, M.ö.o. þar sem framtak, hugvit og ágóða- von einstaklinganna fær til fulls að njóta sín þá verða heildar- tekjur samfélagsins það miklu meiri en ella, að ekki bara þeir ríku njóta góðs af heldur þeir fátæku líka. Þeir sem aðhyllast hinsvegar meiri jöfnuð í einu samfélagi segja þetta bábilju og telja óheft frjálshyggjusamfélag leiða til þess að auður rakist að fámennri yfirstétt og ekkert verði skeytt um hag hins fá- tæka fjölda. Þeir benda á Bandaríkin sem dæmi. Þrátt fyrir mikinn auð í því landi og mikið ríkidæmi þá lifir stór hluti þjóðarinnar langt undir mannsæmandi fátæktarmörk- um og sé ólæs og óskrifandi ofaná allt annað. Það er trúlega rétt að meiri heildarauður sópast í bú hins óhefta frelsis en verulega skal dregið í efa að kjör þess verst setta verði betri en þau hefðu orðið í forsjársamfélaginu. Og þó svo væri þá skipta hin félagslegu kjör megin máli. Lífskjör eru nefnilega afstætt hugtak. Menn geta verið óhamingjusamir vegna lífs- kjara sinna ef þeir sjá að þeir geta ekki veitt sér það sama og aðrir. Þessi sömu lífskjör geta hins vegar veitt þeim lífsham- ingju ef þau eru í einhverju samræmi við það sem gerist og gengur hjá öðrum. Þessi hugs- un er frjálshyggjusamfélaginu mjög í óhag, en það samfélag viðurkennir að þegnarnir sitji við mjög misjafnt borð. Hinn gullni meðalvegur En flestir þeir sem hugleiða þessi má! eitthvað að ráði hafa

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.