NT - 31.05.1985, Page 22

NT - 31.05.1985, Page 22
Verða enskir bannaðir í þrjú ár? ■ Formaður belgíska knattspyrnusambands- ins, Louis Wouters, sagði í gær að hann byggist við að UEFA (Knattspyrnu- samband Evrópu) myndi setja allt að þriggja ára bann á ensk félög í Evr- ópukeppnum. Hann tók einnig fram að hann teldi líklegt að Liverpool fengi fímm ára bann frá Evrópukeppnum. Bönn þessi koma til vegna sí- endurtekinna óláta breskra fótbolta „aðdá- enda“ sem fylltu mælinn í Brussel í fyrradag í leik Liverpool og Juventus. Talið er að UEFA muni setja á stofn sér- staka nefnd til að rann- saka málið frá öllum hliðum. Leikir í kvöld ■ Tveir leikir verða í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu í kvöld. ÍA og Þróttur eigast við á Akranesi og Valur og FH spila að Hlíðarenda. Báð- ir ieikirnir hefjast kl. 20.00. Þá léika Selfyssingar við Grindvíkinga í Grindavík í 3. deild. ■ Stefán Konráðsson, langefstur í meistarafíokki karla á punktamóti Borðtennissambandsins, Punktamót Borðtennissambandsins: Föstudagur 31. maí 1985 22 Klaus Fichtel: Fertugum er jú allt fært ■ KlausFichteljátaraðhann, fertugur maðurinn, hafi ekki lengur þrek í 90 mínútna langan knattspyrnuleik í hinni hörðu keppni 1. deildarinnar í Vestur- Þýskalandi. En félagið hans er ekki á sama máli. Fyrir nokkru lék hann sem „sweeper" með Schalke gegn Mannheim og var það 521. leikur hans í deildinni, nýtt met. Schalke vann leikinn 4-0. Það er að sönnu að mark- menn leika stundum fram að fertugu eða jafnvel lengur, en slíkt er afar sjaldgæft með úti- spilara. Fichtel kom til Schalke frá Bremen sem aðstoðarþjálfari en áður en varði var hann kominn í byrjunarliðið 'vegna meiðsla í liðinu. Hann lék 23 landsleiki fyrir þjóð sína á velmektarárum sínum í kringum 1970 og á þeim árum lék hann einmitt með Schalke. Fichtel væri örugglega kominn vel yfir 600 deildarleiki ef hann hefði ekki þurft að leika í 2. deild vegna mútuhneykslis fyrir 15 árum. Fichtel leikur í liði með Olaf Thon, 19 ára gömlum landsliðs- manni svo það er 21 ár á milli þeirra. Slíkt er örugglega sjaldgæft. Reyndar var Thon ekki fæddur þegar Fichtel lék sinn fyrsta 1. deildarleik. „Ég vil helst koma inná sem vara- rnaður," sagði Fichtel. „Ég hef ekki lengur púst í heilan leik. En ég er ánægður með metið, sértaklega vegna þess að ég hef sannað að ég get enn staðið í eldlínunni." • Heimsmetið í maraþonhlaupi: Er fullgilt Stefán langefstur - í meistaraflokki karla - Ragnhildur missti alla punkta sína í kvennaflokki - mótin ólögleg ■ Punktakeppni Borðtcnnis- sambandsins fyrir keppnis- tímabilið 1984-85 er lokið. Fyrirkomulag punktamóta er þannig að haldin eru nokkur mót yfir tímabilið og fær sigur- vegarinn flesta punkta, sá er lendir í öðru sæti næstflesta o.s.frv. Sigurvegari í meistaraflokki karla varö Stefán Snær Kon- ráðsson úr Stjörnunni. Hann lék mjög vel í allan vetur og sigraði í flestum mótum vetrar- ins og sýndi rnikið öryggi. Haf- dís Asgeirsdóttir úr K.R. varð sigurvegari í meistaraflokki kvenna en þar voru haldin færri mót cn hjá körlunum. Ragn- hildur Sigurðardóttir UMSB sigraði þó í flestum punktamót- um kvenna en tvö punktamót í kvennaflokki voru dæmd ólög- leg og missti hún því punkta í meistitrafíokki Lokastaöan karla. 1. Stefán Snær Konráöss. Stjörnunni 78 2. Tómas Sölvason KR 45 3. Tómas Guðjónsson KR 36 4. Davíð Pálsson Erninum 19 5. Kristinn Már Emilsson KR 15 Gunnar Finnbjörnsson Ö. Hjálmtýr Hafstcinsson KR og Jónas Kristjánsson úr Erninum féllu niður í fyrsta flokk. Lokastaöan í meistaratlokki kvenna 1. Hafdís Ásgeirsdóttir KR 9 2. Elísabet Ólafsdóttir KR 4 3. Arna Sif Kærnested Vík 2 Upp úr I. flokki karla koma þeir Trausti Kristjánsson og Bjarni Bjarnason frá Víkingi og Gunnar Birkisson úr Erninum. Þeir leika því í meistaraflokki að ári. Upp úr 2. flokki fluttust Gunnar Valsson Stjörnunni. Jón Karlsson KR og Hermann Bárðarson Vík. ■ Hollendingar neita því al- farið nú að heimsmet Carlos Lopez í maraþonhlaupi sé ógilt vegna þess að leiðin sem hlaupin var hafi verið of stutt. Lopez hljóp á 2:07,11 klst. í Rotterdam-maraþonhlaupinu sem haldið var í síðasta mánuði og bætti heimsmet Steve Jones um 54 sekúndur. Met Lopez var ekki staðfest vegna þess að grunur lék á að vegalengdin sem hlaupin var hafi verið of stutt. Bart Kappenburg, ritari kon- unglega hollenska íþróttasam- bandsins, neitaði því að hann hafi beðið Alþjóðasamband Kvennablak: Heimsmeistararnir mörðu þær kúbönsku - á sterku móti í Peking iþróttakennaraskóli íslands: Dragbítur á íþróttalífið - vegna þröngsýni skólastjórans ■ Kínverska kvennalandsliðið í blaki fékk harða mótstöðu á fjögurra liða móti sem haldið var í Peking á þriðjudag, mið- vikudag og í gær. Kínversku stúlkurnar eru Olympíumeistar- ar, heimsbikarmeistarar og heimsmeistarar í íþróttinni svo þær eru ekki árennilegar. Úrslitaleikurinn á móti þessu, sem kallað er „Seagull Cup“ upp á ensku, var milli kínverska liðsins og þess kúbanska. Kína vann leikinn 3-2 eftir mikla orrahríð. Úrslit í hrinunum voru sem hér segir: 15-3, 14-16, 15-12, 7-15 og 15-7. Kúba varð í öðru sæti, vann tvo leiki en tapaði einum, Sovétríkin lentu í þriðja sæti, töpuðu tveimur leikjum en unnu einn og japanska liðið tapaði öllum Ieikjum sínum. „Við unnum leikinn vegna þess að kúbanska liðið gerði slæm mistök í úrslitahrinunni” sagði kínverski þjálfarinn Deng Ruozeng eftir leikinn. Hann sagði einnig að Kúba og Sovét- ríkin yrðu erfiðustu andstæðing- ar Kínverja á heimsbikarmótinu sem haldið verður í Japan í desember. Sovéski þjálfarinn Vladintir Patkin sagði að sitt lið hefði ekki sýnt raunverulega getu. „Ungu stúlkurnar í liðinu voru of taugaóstyrkar. Þær eiga eftir að læra margt“ sagði Patkin. ■ Það er árlegur viðburður að íþróttakennaraskóli íslands fái umfjöllun á síðum dagblað- anna. Yfirleitt er slíkt talinn kostur. En það er ekki svo varðandi ÍKÍ. í langflestum tilvikum eru fréttir um skólann neikvæðar og honum ekki til framdráttar, nema síður sé. Og hvað er það sem veldur? Jú, viti ntenn. Það er stjórn skólans, þ.e.a.s. skólastjórinn., Fádæma þröngsýni, óliðlegheit og fornaldarhugsunarháttur eru einkennin. Nýjasta dæmið er ekki eldra en vikugamalt. Jón Kr. Gíslason, landsliðs- maður í körfubolta og einn af burðarásum liðsins fékk ekki frí í skólanum til að leika með landsliðinu, sem stendur nú í ströngum undirbúningi fyrir Evrópukeppni, sem fram fer hér á landi næsta vor. Jón hefur lagt á sig mikið erfiði til að geta æft með liðinu, ferðast ■ Jón Kr. fékk ekki frí. frá Laugarvatni dag eftir dag til Reykjavíkur eöa Njarðvík- ur og aftur austur að kveldi til að mæta í skólann daginn eftir. Svo fær hann og körfuknatt- leiksíþróttin það framan í sig að hann fái ekki frí í skólanum. Hversu langt er hægt að ganga? Nemendur Iþróttakennara- skólans eru í prófum um þessar ■ Kínverska kvcnnalandsliðið í blaki er ekki árennilegt. Þær stúlkur eru heimsmeistarar, heimsbikarmeistarar og Olympíumeist- arar í íþróttinni. Þessi mynd sýnir bandaríska liðið í gólfínu eftir þrumuskell þeirra kínvcrsku á OL í Los Angeles. áhugaíþróttamanna að mæla brautina á ný, og bætti því við að hollenska sambandið myndi ekki aðstoða neinn sem óskaði eftir því að vegalengdin yrði mæld að nýju. Leiðin sem hlaupin var, var rnæld þrisvar sinnum áður en hlaupið hófst og afrit af skýrslu mælingamanna hefur verið send alþjóða áhugamannasamband- inu og alþjóðasambandi rnara- þonskipuleggjenda. Það benda því allar líkur til þess að met Carlos Lopez verði staðfest. mundir en það er engin afsök- un fyrir því að veita Jóni ekki leyfið. Eðlileg framkoma af hálfu skólastjórans hefði verið að koma til Jóns að fyrra bragði og bjóða honum að taka prófín á öðrum tíma. Það er leiðinlegt að þessi skóli, sem ætti að öllu réttu að vera íþróttalífinu í landinu til framdráttar og styðja við bakið á íþróttamönnum, skuli í stað- inn vera dragbítur. Við höfum dærni úr Há- skólanum, landsliðsmenn okk- ar í handknattleik fresta próf- um vegna keppnisferða, enda ekkert nema sjálfsagt, ef þeir vilja leggja það á sig að taka prófin seinna. Það er ekki eina skylda íþróttakennaraskólans að út- skrifa kennara og skólinn á ekki að slíta sig úr tengslum við íþróttalífið í landinu. Það er og sorgleg staðreynd að góðir og vel menntaðir kennar- ar tolla ekki við skólann nema í hæsta lagi eitt til tvö ár og því eru sífelldar breytingar á kenn- araliðinu. Allt er þetta vegna stífni og þröngsýni skólastjór- ans. Gylfi Þorkelsson.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.