NT - 05.07.1985, Page 2

NT - 05.07.1985, Page 2
 Föstudagur 5. júlí 1985 Hingað og ekki lengra: Skynsamlegast að auka skatta ■ „Nei, stefnan hefur nú ennþá verið sú að lækka tekju- skaltinn, svo það hefur ekki verið rætt um aukna skatt- heimtu," svaraði Steingrímur Hermannsson, forsætisráð- herra, spurningu NT um hug- myndir í ríkisstjórninni um sérstakan neyðarskatt sem varið yrði til að grynnka eitt- hvað á hinni gífurlegu skulda- súpu ríkissjóðs, sem sagt var frá í gær. „En það er áreiðanlega mjög mikilvægt að fara alvar- lega að skoða bæði skuldir ríkissjóðs og þjóðarbúsins, lengra fram í tímann. Þess vegna var í febrúar samþykkt að gera 3ja ára fjárlagaáætlun sem nú er unnið að. Söntuleið- is er ég að láta vinna að slíkri úttekt á þjóðarbúinu í heild. sérstaklega með tilliti til hinn- ar þungu greiðslubyrðar af er- lendum skuldum sem hækkað hefur úr u.þ.b. 20 í 24 af hundraði gjaldeyristekna - bæði vegna hækkandi skulda og hækkandi vaxta. Ég held að það sé alveg ljóst að menn verða nú að fara að staldra við og segja: Hingað og ekki lengra - og fara að vinda ofan af þessu,“ sagði Steingrímur. Hann kvað það rétt að um 3.500 milljónir af eldri lánum ríkissjóðs á innlendum ntark- aði falli í gjalddaga á þessu ári. Undir þeim greiðslum verði að standa með nýjum lántök- um, að hluta á innlendum markaði og að hluta erlendis. Til þess er nú verið að selja ríkistryggð skuldabréf, sem eru með hærri vöxtum en gömlu bréfin voru. - En lántökur til að greiða vexti hljóta að hækka heildar- skuldirnar. Er endaíaust hægt að borga af þeim með nýjum lánum? - Vitanlega þýöir það aukn- ar skuldir og vitanlega er ekki endalaust hægt að borga af lánum með nýjum lánum. Það er þessvegna sem við verðum að fara að geta lagt eitthvað til hliðar - til að borga skuldirnar niður. En það tekur langan tíma - verður ekki gert á 1,2-3 árum. Ef menn ætla að halda uppi kaupmætti og reyna að auka hann smám saman, þá verða þeir peningar ekki um leið notaðir til að greiða skuldir. - Að leggja til hliðar upp í skuldirnar - verður það gert öðruvísi en að hækka skatta? I raun og veru væri það - til að Qrynnkaá skuldum ríkissjóðs, segirStein- grímur Her- mannsson skynsamlegast að auka skatt- ana - en þá minnkar auðvitað kaupmátturinn. Þrátt fyrir það væri það í raun rétta leiðin - það þarf að fara að afla fjár til að borga niður skuldir, sagði Steingrímur. Verkfallinu á Dýrafirði lokið: Nýju eftirlits- kerfi komið á fyrir mánaðamót ■ Vikulöngu verkfalli ell- efu starfsmanna hraðfrysti- húss Kaupfélags Dýrfirð- inga vegna refsibónuss er nú lokið, með samkomulagi vinnuveitandans, verkalýðsfé- lagsins Brynju, Alþýðusam- bands Vestfjarða og Vinnu- málasambands samvinnufé- laganna. Samkomulagið felur það í sér, að hraðfrystihúsið leiti að öðru kerfi til gæðastýring- ar, og skal þvÉ lokið fyrir mánaðamót. Takist ekki samkomulag um nýtt kerfi fyrir þann tíma, verður þá komið upp sambærilegu eftirlitskerfi og er í öðrum frystihúsum á Vestfjörðum. Kísilmálmverksmiðjan: Elkem ber saman Grund artanga og Reyðarfjörd ■ Ekki liggur enn fyrir hvort norska fyrirtækið Elkem verður þátttakandi í byggingu kísil- málmverksmiðju á íslandi, í samvinnu við íslensk stjörnvöld. Á viðræðufundi samningamanna Elkem og samninganefndar um stóriðju í gær, var skipst á skoðunum um stofnkostnað og rekstraráætlun fyrir slíka verksmiðju á Grund- artanga annars vegar og Reyð- arfirði hins vegar. Elkem mun nú íhuga þessar áætlanir og gefa mat sitt á næsta fundi aðilanna, sem verður haldinn í lok ágúst. Geir A. Gunnlaugsson fram- kvæmdastjóri Kísilmálmvinnsl- unnar hf. sagði í samtali við NT, að það væri ekkert vafamái, að Elkem vildi frekar byggja slíka verksmiðju á Grundartanga, þar sem þá væri hægt að nýta aðstöðu, sem þar er fyrir hendi. Stofnkostnaður verksmiðjunn- ar myndi lækka eitthvað við það. Hcfur jafnvel verið talað um heildarsparnað upp á 650 milljónir króna, en Geir vildi ekki staðfesta þá tölu. Samhliða kísilmálmverk- smiðju á íslandi, er Elkem að velta fyrir sér rekstri slíkrar verksmiðju í Svíþjóð og í Bras- ilíu, þar sem boðið er upp á mjög hagstætt raforkuverö. í Svíþjóð yröi raunverð rafork- unnar um 6-8 mill og í Brasilíu undir 10 millum Áíslandi hefur verið talað um 18 mill, en Norð- mennirnir hafa sagt, að enginn myndi byggja verksmiðju með slíku raforkuverði. Geir A. Gunnlaugsson sagði, að ekki hefðu verið nefndar neinar formlcgar tölur í sam- bandi við raforkuverðið. Hann benti þó á, að eins og málum væri nú háttað með fyrirhugaða stóriðju í landinu, væri ljóst, að kísilmálmverksmiðja á íslandi myndi fyrst og fremst auka nýt- ingu Blönduvirkjunar, og gæti sú staðreynd orðið ráðandi þátt- ur í orkuverðinu. Samkvæmt heimildum NT gæti það þýtt, að Elkem þyrfti ekki að greiða mjög hátt verð fyrir orkuna, að minnsta kosti tímabundið, án þess að Lands- virkjun tapaði á viðskiptunum. Fyrstu umferðarljósin á Selfossi hafa verið sett upp við Austurveg við Reynivelli. Þarna er um að ræða handstýrð gangbrautarljós. NT-mynd: Sverrir ErRUVAK einkafyrirtæki? ■ Nokkrar umræður hafa spunnist um stöðu útibús Ríkisútvarpsins á Akureyri að undanförnu og stöðu þess í menningarlífi og bæjarlífi þar.Akureyringar halda mik- ið karnival á næstunni og vildu fá aðstöðu og tæki hjá bæjarstöðinni til þess að út- varpa Hundadagaútvarpi. Jónas Jónasson forstöðu- maður RÚVAKs mun hafa tekið illa í þær hugmyndir og urðu heimamenn að snúa sér beint til útvarpsstjóra. Hann gat heldur ekki talið Jónasi hughvarf, inn í húsnæði RÚVAKs færu heimamenn ekki með sitt Hundadagaút- varp. Það varð úr að Hunda- dagamenn fengu sendi hjú Pósti og síma og setja sjálfir á laggirnar sína útvarpsstöð sem hefur sendingar í dag. Nú velta mcnn á Akureyri því fyrir sér, fyrir hvern RÚVAKsé.... Að hafa ekkert til alls ■ Þeim erlendu stórfyrir- tækjum, sem íslensk stjórn- völd eru að reyna að lokka tií að taka þátt í taprekstri kís- ilmálmverksmiðju gengur mjög erfiðlega að skilja áhuga íslendinga á að hola verksmiðjunni niðurá Reyð- arfirði, þar sem það virðist vera hagkvæmara að reka hana á næstum öllum öðrum stöðum á landinu. Og íslendingum gengur jafnilla að skilja hversvegna útlendingarnir eru með þetta múður, því allt mælir með því að verksmiðjan verði sett upp á Reyðarfirði. Garðar Sigurðsson alþingismaður hefur sett helstu rökin fyrir þessari staðsetningu fram á mjög einfaldan og skýran hátt. Á Reyðarfirði er engin höfn, þar er enga sérþekk- ingu að finna, þar er enginn mannskapur og þar er ekkert rafmagn. Og þegar við bætist að iðnaðarráðherra er úr Austurlandskjördæmi þá hljóti allir að sjá að enginn annar staður kemur til greina... Islensk iðnfyrirtæki: Borga hæsta raforku- verð á Norðurlöndum FÍI ætlar að reyna að fá það lækkað ■ íslensk iðnfyrirtæki borga hæsta raforkuverð á Norður- löndum og getur það verið allt að þrefalt hærra en í nálægum löndum. Raforkukostnaður smærri og meðalstórra iðnfyrir- tækja er að meðaltali 1-2% af veltu, en getur farið upp í 4% í einstökum greinum. Upplýsingar þessar koma fram í nýjasta tölublaði frétta- bréfs Félags íslenskra iðnrek- enda. Þar segir, að orsakir hins háa raforkuverðs á íslandi séu margar, svo sem virkjunar- hraði, erlendar lántökur, dreifi- kerfi, taxtauppbyggingog skatt- lagning. Nefnd á vegum iðnað- arráðuneytisins er nú að skoða verðmyndun raforku hér á landi og munu endanlegar niðurstöð- ur liggja fyrir í ágúst eða sept- ember. Félag íslenskra iðnrekenda er að vinna að könnun á raf- orkukostnaði iðnfyrirtækja og' verða niðurstöður hennar birtar í greinargerð. Niðurstöðurnar verða síðan notaðar í viðræðum við orkuseljendur og hið opin- bera um breytingu á orkuverði.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.