NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 05.07.1985, Qupperneq 11

NT - 05.07.1985, Qupperneq 11
Föstudagur 5. júlí 1985 11 ■ Elsa Guðbjörg, Graham og Bergþóra flytja lagið „Lífsbókin“. lands. Mikill fjöldi bongó- tromma og hvers kyns ásláttar- hljóðfæra verður á staðnum, - og menn eru hvattir til að koma með sín eigin hljóðfæri, svo sem flestir geti tekið þátt í sköpun stærstu bongósveitar allra tíma. Upplyfting í Breiðabliki á Snæfellsnesi ■ Ungmennafélagið í Mikla- holtshreppi á Snæfellsnesi gengst fyrir dansleik, sern hald- inn verður í félagsheimilinu Breiðabliki á laugardagskvöld. Sætaferðir verða frá Borgar- nesi, Stykkishólmi, Grundar- firði, Ólafsvík og Hellissandi. Hljómsveitin Upplyfting leik- ur fyrir dansinum. Flutt lag á táknmáli í Skonrokki í kvöld í sjónvarpinu ■ Pað hefur nokkuð verið gert að því að flytja íslenska tónlist í Skonrokki, en það þykir ástæða til þess að geta þess, að í kvöld, föstudags- kvöldið 5. júlí, verður flutt lag á táknmáli. Umrætt lag heitir „Lífsbók- in" og er af nýrri plötu þeirra Bergþóru Árnadóttur og Gra- hams Smith, „Það vorar". Ljóðið er eftir Laufeyju Ja- kobsdóttur, sem er þekkt fyrir baráttu sína varðandi táknmál sem kennslugrein í grunn- skólunum, og e.t.v. er hún ekki síst þekkt fyrir störf sín í þágu unglinga sem hvergi eiga höfði sínu að halla, en hún hefur gengið undir nafninu „amma í Grjótaþorpi" meðal þeirra. Lagið er eftir Bergþóru. Það er 11 ára gömul heyrnar- laus stúlka, sem heitir Elsa Guðbjörg, sem flytur lagið með þeim Bergþóru og Gra- ham í Skonrokki í kvöld. Piaf enn í Gamla bíói ■ Gestaleikur Leikfélags Akureyrar í Gamla bíói, Edith Piaf eftir Pam Gems, heldur áfram. Leikurinn hefur þá ver- ið sýndur rúmlega fimmtíu sinnum, fjörutíu og ein sýning var nyrðra, en sýningar í Gamla bíói eru orðnar tíu. Sýningar verða í kvöld, föstudagskvöld, og einnig laugardags- og sunnudags- kvöld og hefjast kl. 20.30. Edda Þórarinsdóttir leikur tit- ilhlutverkið, leikstjóri er Sig- urður Pálsson, leikmynd er eftir Guðnýju Richards, en Viðar Garðarsson annast lýs- ingu, Roar Kvam stjórnar hljómsveit, Þórarinn Eldjárn þýddi tal og söngtexta. Sb Bongó-hátíð í Húnaveri ■ Helgina 20.-21. júlí verður haldin stórsamkoma í Húna- veri, svokölluð Bongó-hátíð. Fjöldi innlendra og erlendra dans- og tónlistarmanna mun koma fram á hátíðinni, sem verður haldin bæði innan dyra og utan. Fyrst skal fræga telja Stuðmenn, sem hefja með þessu tónleikaferð um lands- byggðina, þá Blámenn frá Senegal, en af þeim dregur hátíðin sitt nafn. Þeir kynna hér trumbuslátt síns heima- ■ Leikið aí' innlifun á trommu Útivistarferðir Helgarferðir 1. Eldjá - Álftavatnskrókur - Gjátindur - Ný ferð. Gist í góðu húsi sunnan við Eldgjá. Stærsta gossprunga jarðar (Eldgjá) skoðuð rækilega. Gengið verður í Álftavatns- krók, að Ófærufossi, á Gjátind o.fl. skemmtilega staði. Farið verður í Laugaref fært verður. Fararstjóri er Kristján M. Baldursson. 2. Þórsmörk - Frábær gisti- aðstaða í Útivistarskálanum Básum. Gönguferðir við allra hæfi. 3. Skaftafell - Öræfajökull. Hægt að velja um göngur í þjóðgarðinum eða á Öræfajök- ul (Hvannadalshnjúk 2119). Tjaldað í Skaftafelli. Þriðja og síðasta Öræfajökulsferðin í ár Upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni Lækjargötu 6a. Símar: 14606 og 23732. Sunnudagur7. júlí kl. 13.00: Draugahlíöar - Brennisteins- fjöll. Ekið verður nýja Blá- fjallaveginn að Selvogsleið- inni. Ganga að Draugahlíöum og í Brennisteinsnámurnar ef tími vinnst til. Miðvikudagur 10. júlí kl. 20.00: Stompahellar (Blá- fjallahellar) Létt ganga og hellaskoðun. Brottför frá BSL bensínsölu. Símsvari: 14606. Helgarferðir 12.-14. júlí: 1. Þórsmörk 2. Veiðivötn - Hreysið 3. Lakagígar Upplýsingar og farmiðar á skrifstoiunni Lækjargötu 6a, símar: 14606 og 23732. Sumarleyfisferðir 1. Hornstrandir - Hornvík - 10 daga ferð 11 .-20. júlí. Tjald- að í Hornvík. Gott tækifæri til að kynnast þessari paradís á norðurhjara. Fariö verður í gönguferðir, m.a. á Hornbjarg, í Látravík og Hlöðuvík. 2. Hesteyri - Aðalvík - Hornvík - 10 daga ferð 11 .-20. júlí. Góð bakpokaferð. Farar- stjóri er Gísli Hjartarson. Fá sæti laus. 3.1 Fjörðum-Flateyjardalur - 3 dagar: 13.-20. júlí. Göngu- ferð um eyðibyggðir milli Eyjafjarðar og Skjálfanda. Einnig siglt í Flatey og Nausta- vík. Fararstjóri verðurGuðjón Bjarnason. 4. Sumardvöl í Þórsmörk - Góð gisting í Útivistarskálan- urn Básum. Skriístofan að Lækjargötu 6a veitir allar upp- lýsingar. Símar: 14606 og 23732. ■ Guðlaug María Bjarnadóttir sem Marlene Dietrich í leikritinu um Edith Piaf. ORÐSENDING TIL KAUPMANNA stanton Upplýsingar til dreifingaraðila Heílbrígðis og Tryggingamdldrdðuneytíð hefur gert okkur að ínnkalla segulbandsspólu, sem ínniheldur auk léttrar tónlístar upplýsingar um STANTON sígarettur. Ef þið hafíð þessa segulbandsspólu undir höndum biðjum við ykkur vinsamlegast að senda okkur hana strax í pósti, víð greíðum burðargjaldið. Skílafrestur er veíttur tíl 5. júlí 1985. miim&i . , ■ ■ o4f mertdfea" Pósthólf 10200 130 Reykjavík Svona lítur hún út

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.