NT - 25.07.1985, Blaðsíða 2

NT - 25.07.1985, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 25. júlí 1985 10 ■ Varadekkinu er vel fyrirkomið aftan á stórri 5. hurðinni sem opnast til hliðar. ■ Stóri Pajeroinn hentar fólki með flutningsþarfir um torleiði, eins og með bát að veiðivatni. renna ekki útaf háu sætinu. Stýrið verður líka hald' við að tolla á sætinu, því beltið er ekki hægt að spenna alniennilega á sig. í það er saumað stoppari svo ekki er hægt að strekkja það yfir mjaðmirnar, þar lafir það laust. Mig grunar að ástæð- an sé sú að vegna þess að beltisásinn er ekki festur við sætið heldur gólfið eigi stopparinn að koma í veg fyrir að beltið haldi manni niðri þegar fjaðr- andi sætið skýtur manni upp. Samt ekki bara pirrandi atriði fyrir þá sem nota beltið til að halda líkamanum á sínum stað heldur öryggisbrestur því slakt belti gerir hálft gagn. Rúllubelti eru annars við öll sjö sæti langa „Stássjóns" Pajerosins, en þau tvö öftustu eru frekar neyðarsæti en fullgild fyrir fullorðna. Pau eru venjulega felld upp að hliðinni í stórri farangursgeymslunni með þau niðri er sama og ekkert pláss eftir til að bora í farangri 7 manna. Öll sætin er hægt að stilla á marga vegu. Mögulegt á að vera að sofa í Pajero, aftursætið (miðsætið) fellir bakið og rennur fram við að toga í takka svo aðgangur er þokkalegur fyrir lipra afturí- „skott“. Betra er að komast að öft- ustu sætunum í gegn um risastórar afturdyrnar sem er lokað með einum hliðarhengdum hlera sem ber líka varadekkið utaná sér. Þar má segja að þaö eigi heima, a.m.k. er betri staður vandfundinn, þótt dekkið gægist dálítið upp á afturrúðuna. Henni heldur hreinni þurrka og piss, enda fljót að óhreinkast í þannig veðri. Útsýni er virkilega gott allan hringinn, jafnvel þótt klappsætin aft- ast séu uppi. Rúður eru mjög stórar og enginn þykkur gluggapóstur. Þetta og hin afar háa sætisstaða gerir bæjar- umferð að barnaleik, hjálpað af vel heppnuðu stýri með vökvaðstoð. Pað er þægilega gírað (3 og 1/2 hringir borð í borð) og hæfilega þungt/létt. Með því er hægt með smá fyrirhöfn að aka sæmilega hratt hlykkjótta vegi og það á mjög vel heima í innanbæjar- snatti. Þrátt fyrir stærðina og langt bil milli hjóla, sem þýðir stóran beygju- radíus, er bara gaman að renna gegn um bæjartraffík. „Okkar“ bíll var dýrasta gerð af Pajero, það er lengri gerð, 7 manna, plussklæddur og teppalagður, með rafdrifnar rúður og afturhleralæsingu, kassettuútvarp, splittað drif og margt, margt fleira. Stóran hluta verðstökks- ins upp í milljón krónur á vélin 2,3 lítra fjögurra strokka díselvél með forþjöppu. Hún er svo sannarlega peninganna virði, 84 skráð hestöflin rifu 1645 kílóa þungan bílinn áfram með því líkum léttleika að ég gat ekki annað en gapað. Til samanburðar hafði ég léttari jeppa með 2,4 lítra bensínvél, yfir 100 hestöfl, og Pajero- inn var kraftmeiri! Vélin ber færni Mitsubishi í fagi; sínu, forþjöpputækninni glæsilegt vitni, þjöppuna má heyra blístra í hægagangi ef hlustað er grannt, en er annars nær algerlega þögul. Strax fyrir 1500 snúninga markið er hún farin að blása hressilega og heldur áfram yfir 4000 snúninga, þá fer vinnsl- an að dala og díselvélin að grenja svo síðustu forvöð eru að skipta um gír við 4500. Sérstaklega eftir ræsingu kaldrar vélar er hávaði og titringur og hann er alltaf greinilegur. Það er ekki rétt að halda fram að munurinn á bensín- vélsésama. ogengirm, þessi jafrivægis- ■ í farangursdeildinni aftast eru klappstólar fyrir tvo. Ekki er freistandi að sitja á þeim lengi. Mitsubishi Pajero Turbodísel langur: Að vera... eða vera jeppi ■ Fyrirekkisvomörgumárumvoru afskaplega skýr skil milli jcppa og fólksbíla, og úrvalið í jeppaflokknum lítið. Villis, Bronco, Land Rover, seinna Wagoneer og Range Rover. Land Cruiscrinn frá Toyota náði aldrei almennilega þessum fyrrtöldu í sölu en hann var eini fulltrúi annarra' en Breta eða hinna allsráðandi Amer- íkana. Eftir 1980 hefur þetta gcrbreyst. amerískir jeppar eru kyrrir í Ameríku utan örfárra sem hingað koma á útsölu, Landrover hefur heldur ekki sést lengi uian eitt stykki nú í ár. Japanir þekja markaðinn frá fjöru til fjalla. Sá sem hér er um fjallað varð þannig til að Mitsubishi bætti framdrifi > litla skúffubílinn sinn með því bara að festa drif öðru megin við vélina og frá því öxla út í framhjólin. Millikassi með háu og lágu eins og í jeppa dreifði drifinu milli fram- og aftur- hjóla. I staö þess að kasta klafafjöðrun- inni framan fyrir hásingu eins og Toyota gerði við breytingu síns skúffubíls, HiLux, í skúffujeppa, var hún látin halda sér og aðeins færðir til demparar og gormar svo pláss væri fyrir driföxlana. Undir bílinn að framan var síðan sett panna mikil til að verja skemmd- um í torfærum. „Fussurn svei,“ sögðu jeppakall- arnir þegar þeir sáu þessi ósköp, „þetta er ekki jeppi, iss“ Nokkuð höfðu þeir til síns máls, og hafa enn. Nú er fáanleg ofan á skúffubílsgrindina (sem byggt varyfir hér) fallega gerð yfirbygging í tveim lengdum og bíllinn/jeppinn kallaður Pajero. Framfjöðrunin skilur Pajero frá öðrum, til góðs og ills. Til ills vegna þess að hæð frá jörðu er takmörkuð og ekki hægt að auka svo nokkru nemur. í hossingi er Pajero hættara við að rekast niður að framan en jeppum með heilan öxul sem heldur alltaf jafnri hæð frá jörðu. En þá eru það kostirnir. Þótt skaparar Range Rover hafi beygt verulega það lögmál að bíll með heilum öxli framan hljóti að hafa lélega aksturseiginleika er sjálfstæð fjöðrun öruggasta leið- in, og sú sem gefur mýkstar hreyfing- ar, besta stjórn á hjólunum því með þeim eru þá ekki 50 til 100 kíló drifbúnaðar eða meir að skoppa upp og niður eftir misfellum vegarins. Pajeroinn tók ekki mjög stóran hluta íslenska jeppakaupenda til sín. Flestir þeir sem eiga jeppa nota hann sem jeppa svo sem einu sinni móti kannski 10 sinnum sem innanbæjar- snattík. Þar fyrir utan eru aðalnotin sem ferðabíll á malbikuðum vegum eða ómalbikuðum, og cnn ekkert við framdrifið að gera. Fróðlegt væri að tengja mæli við framdrif þeirra þús- und jeppa og fjórhjóladrifsbíla sem skráðir eru á höfuðborgarsvæðinu til að athuga hver raunveruleg notkun er. Því hefur Pajero kosti umfram jeppakeppinauta sína 90% notkunar- tímans eða svo. Engir furða að hann ( og Isuzu Trooper sem er nákvæm- lega eins upp byggður) sé svona vinsæll á kostnað hefðbundinna jeppa, því um Pajeroinn get ég nú trúað því orði sem farið hefur af honum sem aksturbíl á vegum, miðað við jeppa. Á vegleysum er Pajero líka afskap- lega þægilegur, fjöðrunin hallast ein- dregið að einangra farþega frá hrjúfu yfirborði jarðar. Af japönskum jeppa að vera er fjöðrunin því vel heppnuð, fjöðrunarstillingin hefur verið Ákkil- esarhæll Japana þótt það sé liðin tíð. Satt að segja gerist þaö aldrei sem ég bjóst við fyrirfram að fjöðrunin slægi saman, þótt mjúk sé. Mjúk nótabene miðað við jeppa, kona sem var farþegi í aftursætinu hélt því fram að þetta væri fósturdrápstæki og hast eins og traktor, en slíkt er fjarri góðum sanni. Auðvitað hafa afturí- setar ekki fjaðrandi stóla eins og ökumaðurinn, sem getur stillt fjöðr- unarbúnaðinn undir sæti sínu eftir líkamsþyngd og óskum um hossing. Sætin sjálf líta vcl út en eru ekki eins góð í reynd. halda lítið við í beygjum svo að ég var alltaf að reka hnéð í takkana fyrir rafmagnsrúðurnar á hurðinni og opna glugga út um allan bíl, við að reyna að skorða mig af og

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.