NT - 25.07.1985, Side 4
Hótelrallið
á Húsavík
Þorsteinn sigrar
stórt á heimaslóðum
■ 14 áhafnir luku Hótelrallinu á
Húsavík á laugardag af 22 sem hófu
keppni á föstudag og var röðin þá
gerólík þeirri sem vænta mátti fyrir-
fram. Sumir fundu sig ekki við akstur-
inn, aðrir töfðust vegna dekkja-
sprenginga í kippum eða annarra
óhappa á illa förnum leíðunum.
Ásgeir Sigurðsson tók strax foryst-
una og náði öruggu og góðu tveggja
mínútna forskoti á næsta bíl strax
eftir 4 leiðir föstudagsins. Annan
daginn gátu þeir Bragi því slakað á og
gættu þess eins að ekki saxaðist á.
Þótt margir reyndu virtist enginn geta
náð þeim nema eitthvað kæmi upp á.
Það gerðist sannarlega, á 5. leið af
9 seinni daginn endaði rallið hjá þeim
félögum í ónýtum bíl. Bíll ók inn á
leiðina í veg fyrir þá og til þess að
komast fram úr þurftu þeir að fara út
í kantinn. Þar leyndist stór steinn í
grasinu sem kastaði bílnum á annan
stærri og þann þriðja sem henti bíln-
um upp í loftið. Hann kom niður á
framhornið, endastakkst.lenti á hinu
framhorninu, og hafnaði loks á hlið-
inni eftir tvær veltur til viðbótar.
Svona óhapp á á annað hundrað
kílómetra hraða hefði sennilega orðið
að slæmu slysi ef ekki væri traust
stálbúr, fjögurra punkta beltin sem
reyra mennina niður í þrönga stólana
og hjáimar, enda meiddist enginn.
Við þetta færðist Þorsteinn Ingason
upp í fyrsta sætið en hann botnók
Toyotunni sinni alla leið eins og
vegirnir væru sléttir en ekki grýttirog
sleipir. Þeir Sighvatur slökuðu aldrei
á eitt augnablik og áttu á endanum
næstum sex mínútna forskot á Birgi
Bragason í öðru sæti. Slíkur munur er
fáheyrður í jafn stuttu ralli og þessu
með um 200 kílómetra á sérleiðum,
og var enn sætara fyrir Þorstein að
vita af öllum 150-250 hestafla bílun-
um á eftir sér, meðan 124 hestafla
vélin hans er óbreytt. Jafnvel þótt
sprungið hefði hjá þeim oftar en einu
sinni hefði það ekki kostað þá sigur-
inn.
Þorsteinn sýndi betra vald á bílnum
en nokkru sinni áður, reynslan er
farin að skila árangri svo um munar.
Birgir Bragason og Gestur mágur
hans kláruðu nú öðru sinni í öðru sæti
á gömlu Toyotunni, ótrúlegur árang-
ur í fyrra skiptið en enn frekar nú.
Corollan er í hæsta máta heimasmíð-
uð og ekki einn dýr hlutur í henni eins
og í milljónabílunum, samt keyrir
Birgir þá af sér!
Þórhalli Kristjánssyni hefur ekki
gengið eins vel og til stóð á 200 ha
Talbot Lotusnum sínum, þar til núna
að þriðja sætið var örugglega í höfn.
Þórhallur er að byrja að finna sig í
Talbotnum og á enn eftir að stórauka
hraðann, grófu leiðirnar eiga hvorki
við hann né bílinn.
ÚRSLIT
ÁHÖFN BÍLL TÍMI
1. Þorsteinn Ingason Toyota Corolla
Sighvatur Sigurðsson GT161600 128,18
2. Birgir Bragason Toyota Corolla
GesturFriðjónsson 1600 134,06
3. Þórhallur Kristjánss. Talbot Sunbeam Lotus
Sigurður Jensson 2200 134,57
4. Ólafur Sigurjónsson Ford Escort
ÞrösturSigurjónsson 2000 135,35
5. Jón R. Ragnarsson Ford Escort Cosworth
RúnarJónsson 2000 136,37
6. Bjarmi Sigurgarðarss Talbot Sunbeam Lotus
Úlfar Eysteinsson 2200 138.05
7. Óskar Ólafsson Ford Escort RS
Árni Óli Friðriksson 2000 143,19
8. Ævar Sigdórsson Subaru
Ægir Ármannsson 1600 144,39
9. Hermann E. Herm.s. Ford Escort
Ragnar Bárðarson 2000 154,09
10. Guðmundur Jónss. Subaru Justy 4x4
Sæmundur Jónsson 1000 159,15
11. Eiríkur Friðriksson Ford Escort RS
Þráinn Sverrisson 2000 162,37
12. BrynjólfurJúlíuss. Ford Escort
Ólafur Ingi Ólafsson 2000 165,11
13. Steingrímur IngasonDatsun
Svafar Gestsson 1600 172,80
14. GuttormurSigurðss Mitsubishi Lancer
Einar Guðinundsson 1600 184,09
Fimmtudagur 25. júlí 1985 12
Bræðurnir Ólafur og Þröstur Sig-
urjónssynir aka óáberandi Escort á
mjög óáberandi hátt, þeir sem
horfðu á áttu bágt með að sjá að
hraðinn nægði þeim í fjórða sætið.
Ólíkt mörgum öðrum sem lakari
árangri náðu var bíllinn þeirra líka
óskemmdur eftir.
Jón R. Ragnarsson ók sitt fyrsta
rall á Snæfellsnesi síðast á Toyotunni
sem Ómar bróðir hans hafði ekið
áður. Það gekk ótrúlega vel, en nú
var 250 hestafla Escortinn vígður.
Jón byrjaði varlega og skynsamlega,
en sótti í sig veðrið þegar á leið, og
hefði sennilega náð verðlaunasæti ef
ekki hefði komið til fimm mínútna töf
þegar annar bíll sat fastur á Hvamms-
heiði fyrir framan þá feðga.
Dómnefnd vísaði leiðréttingar-
beiðni Jóns á bug á þeim forsendum
að leiðrétting samkvæmt reglu um
útreikning á tímatapi hefði áhrif á röð
og aðeins Jón og Rúnar auk Guð-
mundar og Sæmundar lentu í þessu.
Dómnefnd treysti sér því ekki til að
fara eftir reglu sem samin var og
samþykkt eftir að svona tilfelli hafði
komið illilega upp. Dómnefnd leyfði
sér einnig að bæta klausu aftan við til
að benda á að Jón hefði breytt rásröð
sinni fyrir ieiðina. Það kom til vegna
þess að Jón þurfti að nota hluta 15
mín. viðgerðartíma síns á ferjuleið-
inni á undan eins og öllum er heimilt
og ekkert er við að segja.
Fór dómnefndin því frekar eftir
ákvæði sem leyfir þeim að skera
endanlega úr um vafaatriði en reglu-
ákvæðinu, sem samið var fyrir þessi
tilfelli. Við skulum vona að það verði
í síðasta sinn.
Bjarmi Sigurgarðarsson átti ekki
góða daga um helgina. Dekk sprungu
(einu sinni vegna brotinnar felgu) og
grýttar forarslóðir Hvammsheiðar og
Reykjaheiðar lögðust illa í þá Úlfar,
Bjarmi náði sér ekki á strik nema
helst á Vaðlaheiðinni. Ef keppendur
eiga áfram að fást í rall verður að
sleppa rudda eins og of mikið var af í
þessu Húsavíkurralli. Þegarskemmd-
ir á bílunum eru farnar að hafa úrslita-
áhrif á úrslit er of langt gengið og ekki
allir reiðubúnir til að leggja dýra bíla
í það.
Óskar Ólafsson átti heldur ekki
sína bestu spretti nú um helgina.
Gamli Escort draugurinn gerði þeim
Árna Óla lífið leitt, alternatorvanda-
mál og hin sígilda brotna alternator-
festing. Þó nokkuð þurftu þeir að aka
án viftureimar.
Ævar Sigdórsson er sannfærður
standardbílisti og keppir alltaf í
standardflokki á Subarunum þeirra
Ægis. Enginn lagði í að keppa á móti
þeim og unnu þeir þann flokk þvf
auðveldlega í áttunda sæti þrátt fyrir
sprungin dekk. Nýliðarnir Hermann
E. Hermannsson og Ragnar Bárðar-
son höfðu fyrirtaks Escort RS 2000 en
óhöpp og vandræði töfðu þá eins og
marga aðra og lentu þeir í 9. sæti.
Á eftir þeim komu tvíburarnir
Guðmundur og Sæmundur á Kríla
litla, óbreyttum Subaru J10 með drifi
á öllum árg. ’85. Allur samanburður
við Audi Quattro er þó óþarfur því
1000 rúmssm vélin gerði lítið meira
en að fleyta honum áfram skíðandi á
níðsterkri hlífðarpönnunni. Þeir
■ Þórhallur er að ná betra valdi á Talbotinum, hraðinn að aukast, en grófu kaflarnir fara
enn illa í þá.