NT - 26.07.1985, Side 1
Tilraunir vegna stækkunar Búrfells:
Rennandi vatn lát
ið grafa skurðinn
Landsvirkjun ætlar að spara 100 miilj. kr.
■ Landsvirkjun vinnur nú að
tilraunum, sem miða að því að
spara liðlega 100 milljónir króna
af kostnaði við gerð framræslu-
skurðar fyrir væntanlega stækk-
un Búrfellsvirkjunar, ef af henni
verður. Tilraunin er fólgin í því,
að vatni úr Bjarnarlóni er veitt
yfir skurðsvæðið, og það látið
grafa skurðinn að nokkru leyti.
Við skurðgröftinn er áætlað
að fjarlægja 2,4 milljónir rúm-
metra af jarðvegi. Þar af er
talið, að hægt sé að nota vatns-
rennslið til að fjarlægja
helming. Kostnaðurinn við
gröftinn með hefðbundinni
vélavinnu mun vera um 120
milljónir króna fyrir helming
skurðarins, en kostnaðurinn við
að láta vatnið sjá um hinn
helminginn er aðeins um 18
milljónir króna.
Halldór Jónatansson forstjóri
Landsvirkjunar sagði í samtali
við NT, að tilraunir þessar
hefðu byrjað fyrir 1-2 árum, og
hefði vatnið verið látið renna af
og til að sumarlagi.
„Þetta virðist ætla að verða
góður möguleiki til að spara
kostnað við endanlega
skurðgerð, þegar þar að kæmi.
Það er fyrirliggjandi, að það er
hægt að grafa með þessu móti á
mun ódýrari hátt, ef menn hafa
tímann fyrir sér,“ sagði Halldór
Jónatansson.
■ „Stryn Musikklag“ lék á Austurvelli í gær. Þetta er lúðrasveit frá Stryn í Sognfylki í
Noregi, sem er hér á landi á vegum lúðrasveitar Verkalýðsins, en þetta mun vera fyrsta ferð
þeirra félaga til hljómleikahalds utan Noregs, og aðspurðir kváðust þeir ekki annað hafa
komið til greina, en „sögueyjan". Þeir leika aftur við Miklagarð kl. 4 í dag. NT-mynd: Árni Bjarna
NEWS SUMMARYINENGLISH SEEP.20
RockHudson
er með Aids
Paris-Reuter
■ Kvikmyndaleikarinn og
kvennagullið Rock Hudson er
með Aids, ónæmisbæklunina
sem engin lækning er við.
Blaðafulltrúi Hudson til-
kynnti blaðamönnum þetta á
fundi í París í gær, en hann er
til meðferðar á Pasteur-stofnun-
inni þar í borg, en sú stofnun er
sérhæfð til leitar að lækningu á
Aids.
Læknar Pasteur stofnunar-
innar sögðu blaðamönnum, að
þeir vissu ekki til að Aids-sjúkl-
ingur hefði nokkru sinni hlotið
lækningu.
Rock Hudson var giftur á
árunum 1955-1958, en hefur,
samkvæmt fréttaskeytum, ekki
verið kenndur við kvenmann
síðan.
Er Gosinn
dauður?
Verða Hi-C og Svali
einráð á markaðnum
■ „Gosinn er steindauð-
ur,“ sagði Guðmundur
Norðdahl í Kjötmiðstöðinni,
þegar NT innti hann eftir
breytingum á sölu svala-
drykkja eftir að Sól hf. birti
niðurstöður Iðntæknistofn-
unar á rannsókn svala-
drykkja.
Guðmundur sagði að salan
á Gosa hefði dregist hægt og
rólega saman, en honum virt-
ist sem rannsóknin hefði gert
útslagið, því varan hreyfðist
varla í versluninni.
í máli hans kom fram að
Svalinn hefði alltaf selst
ágætlega og staða Hi-C væri
ágæt á markaðnum. Sagði
hann litlar sem engar breyt-
ingar hafa orðið á sölu þess-
ara drykkja eftir rannsókn-
ina.
„Gosinn er á undanhaldi."
sagði Jóhann Jóhannsson hjá
Hagkaupum. Hann taldi að
M.S. hafi aldrei náð þeirri
markaðhlutdeild sem þeir
hafi ætlað sér í byrjun.
Jónas telur að Gosinn sé
kominn út úr baráttunni um
markaðinn og að nú sé það
Hi-C sem ætlaði að ráðast á
Svalann. Jónas sagði að ekki
hafi orðið miklar breytingar
á sölu Svala og Hi-C eftir að
niðurstöður rannsóknarinn-
ar voru birtar.
Árni Björn Skaftason í
Miklagarði sagði að eina
breytingin væri sú að fólk
keypti frekar allar tegundirn-
ar þrjár til þess að smakka og
gera upp við sig hver væri
best.
Árni Björn sagðist ekki
hafa orðið var við að salan á
Gosa og Svala hefði dregist
saman eftir að Hi-C kom á
markaðinn. Hann taldi að
um viðbót á markaðinn væri
að ræða.
Talsmenn Mjólkursam-
sölunnar, en þar er Gosinn
framleiddur, vildu ekki láta
hafa neitt eftir sér um þetta
mál.
Aukið framboð á peningum:
Meðaljóninn sparar
og borgar skuldirnar
■ Hinn íslenski meðaljón
er farinn að spara og ekki
aðeins það heldur einnig að
greiða niður skuldir sínar
og hættur að lifa um efni
fram.
Fréttir NT tvo síðustu
daga af auknum innistæð-
um í bönkum og biðröðum
hjá verðbréfasölum hafa
vakið mikla athygli og NT
leitaði álits hagfræðinga á
þessari þróun í peningamál-
um.
Ofangreindar skýringar eru
meðal þeirra sem hagfræðing-
arnir nefndu, en nokkrir þeirra
er leitað var til vildu ekki tjá sig
um þetta ástand peningamark-
aðarins að svo stöddu.
„Ég tel fátt annað en vextina
geta skýrt aukinn sparnað á
þessum tíma,“ sagði Jón Sig-
urðsson, forstjóri Þjóðhags-
stofnunar.
Már Guðmundsson, hagfræð-
ingur hjá Seðlabankanum, var-
aði við bjartsýni og sagði: „Þetta
getur líka þýtt það að þegar fólk
er búið að rétta sig svolítið af
fjárhagslega, geti allt snúist við
með haustinu...“
Þá sagði Már að skýringarinn- peningum dælt í gegnum banka-
ar gæti verið að leita í slæmri kerfið, og bætti þannig lausa-
stöðu ríkissjóðs að þaðan væri fjárstöðu þess.
Sjá nánar bls. 3
Loðnuverðið ákveðið: f - segir—
Ánægður miðað 2KL,
.« « , « Kristján
við aðstæður Ij^on
■ Lágmarksverð á loðnu til
bræðslu er 1.175 krónur fyrir
hvert tonn, tímabilið 1. ágúst til
30. september. Þar er átt við
skiptaverð til sjómanna, heild
arverð til útgerðarinnar er
1.798 kr.
Þetta verð var ákveðið á fundi
yfirnefndar Verðlagsráðs í gær-
kvöldi. Það er miðað við 16%
fituinnihald og 15% fitufrítt
þurrefni. Verðið breytist um 74
krónur til hækkunar eða lækk-
unar fyrir hvert prósentustig
sem fituinnihaldið breytist frá
viðmiðuninni og um 79 krónur
fyrir hvert prósentustig sem
þurrefnismagnið breytist.
Loðnan sem veidd er á þessu
tímabili er feit og sé gert ráð
fyrir 20% fitu og 15% þurrefni
kæmu 1.618 krónur í skiptahlut
og útgerðin fengi í allt 2.250
krónur fyrir hvert tonn.
Verðið var ákveðið af odda-
manni nefndarinnar og fulltrú-
um seljenda, gegn atkvæðum
kaupenda. í yfirnefndinni áttu
sæti Jón Sigurðsson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar, sem var
oddamaður nefndarinnar, Helgi
Laxdal og Kristján Ragnarsson
sátu í nefndinni fyrir hönd selj-
enda, og Jón Reynir Magnússon
og Guðmundur.Kr. Jónsson fyr-
ir hönd kaupenda.
„Miðað við aðstæður erum
við ánægðir,“ sagði Kristján
Ragnarsson í samtali við NT.
Hann sagði þetta verð sambæri-
legt við byrjunarverðið í fyrra,
en benti á að frá þeim tíma
hefði kostnaður við veiðar og
vinnslu stóraukist.
„Okkar óskaverð var lægra
en þetta, en við verðum ekki
með neinn úlfaþyt vegna
þessa,“ sagði Jón Reynir Magn-
ússon, annar fulltrúi kaupenda
í yfirnefndinni.
Jón sagði að ekki væri mögu-
legt að hafa frjálst verð á loðn-
unni, þar sem sjóðakerfið kæmi
í veg fyrir að þeir gætu greitt
vöruna yfir borðið, eins og tíðk-
aðist í öðrum viðskiptum.