NT - 26.07.1985, Side 2
Föstudagur 26. júlí 1985 2
Úrslit uppskriftasamkeppni Osta- og smjörsölunnar:
Rúmar f immhundruð
uppskriftir bárust
■ Yfir fímmhundruð upp-
skriftir bárust í uppskriftasam-
keppni Osta- og smjörsölunnar
sem fram fór í vor en úrslit
liggja nú fyrir úr henni.
Fyrstu verðlaun fengu Þór-
laug Guðbjörnsdóttir og Ólafur
Jónsson frá Seltjarnarnesi. Þau
bjuggu til fískrétt sem beitir
Sælkerabollur og fyrir það fá
þau aðalverðlaunin, ferð til
Kaupmannahafnar og að sjálf-
sögðu kóngamáltíð þar.
Önnur verðlaun fékk Ólafur
Guðmundsson frá ísafirði fyrir
ábætisrétt, en alls var um þrjár
tegundir rétta að ræða, auk
tveggja fyrrnefndra voru einnig
bakaðir réttir, aðallega brauð
og kökur. En réttur Ólafs heitir
Suðrænir ávextir með rifnum
gráðaosti og sérríbættri rjóma-
ostasósu.
Ingibjörg Jónsdóttir frá Vest-
mannaeyjum hlaut þriðju verð-
laun fyrir fiskréttinn Fróma.
Aukaverðlaun fengu síðan Sig-
rún Magnúsdóttir og Jóns Jó-
hannesson frá Isafirði fyrir
Ostavöfflur sínar og einnig Bogi
Þór Siguroddsson frá Reykjavík
fyrir Endapunkta, sem eru
makkaronutoppar.
í dómnefnd samkeppninnar
sátu Hilmar B. Jónsson, Gest-
gjafamaður, Jóhanna Sveins-
dóttir, matkráka og Dómhildur
Sigfúsdóttir, uppskrifta- og
matreiðslusérfræðingur Osta-
og smjörsölunnar.
Ætlunin mun var að nota
eitthvað af þeim hugmyndum
sem komu fram í samkeppninni
í uppskriftabæklinga sem Osta-
og smjörsalan gefur út.
■ Ólafur Guðmundsson, sem fékk önnur verðlaun í samkeppni
Osta- og smjörsölunnar, heldur hér á rétti sínum Suðrænir ávextir
með rifnum gráðaosti og sérríbættri rjómaostasósu.
Könnun Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis:
Skilmálareruekki
nægilega kynntir
Wild Thing í Broadway
■ Hin þekkta hljómsveit The
Troggs leikur í Broadway í
kvöld og annað kvöld.
Hljómsveitin er ein sérstak-
asta hljómsveit bítlatímans.
Þekktustu lög The Troggs eru
Wild Thing, Anyway You Want
Me og Love Is All Around.
Hljómsveitina skipa söngvar-
inn Reg Presley, gítarleikarinn
Ronald Bullis, bassaleikarinn
Charles Britton og trommarinn
Anthony Murray.
■ Ýmsir hafa eflaust velt því fyrir sér hvort verið sé að setja
möl í stað malbiks á sumar götur borgarinnar. Á þetta við
um Sogaveg, Stckkjahvcrfíð og víðar en að sögn Sigurðar
Skarphéðinssonar verkfræðings hjá gatnamálastjóra, þá á
þessi möl eftir að fcstast ofan í límefni sem sprautað var áður
á malhikið. Mölin hefur verið völtuð ofan í, en umferð bíla
þarf til að hún festist endanlcga. í borginni er verið að leggja
svona lög á tæpa tvo kílómctra en Sigurður sagði að þetta
kostaði einungis þriðjung eða helming á við malbikun. Á
myndinni sjást Gunnar Birgisson og Guðmundur Gunnars-
son, hjá Gunnari og Guðmundi, sem hafa umsjón með
framkvæmdunum. MT-mynd: Róbert
■ Tæplega helmingur þeirra
sem skrifa undir kaupsamninga
og skuldabréf kynna sér ekki
skilmála þeirra. Áfleiðing þessa
verður sú að hagsmunir seljenda
eru tryggðir í bak og fyrir en
réttur kaupandans er lítill.
Þetta kom fram í könnun
Neytcndafélags Reykjavíkur og
nágrennis á afborgunarkaupum
og greiðslukortanotkun. Til-
gangur könnunarinnar var sá að
afla upplýsinga um umfang og
eðli slíkra viðskipta.
í Ijós kom í könnuninni að
þróun viðskiptahátta er sú að
afborgunarviðskipti eru algeng-
ari en staðgreiðsla, sem talið er
að feli í sér einhver afsláttar-
kjör.
I könnuninni kom skýrt fram
að þeir, sem nýta sér afborganir
í viðskiptum, notfæra sér einnig
greiðslukort. Ef til vill sýnir það
að versnandi efnahagur heimila
dregur ekki úr kaupum á dýrum
heimilisvörum, heldur lifi þeir,
sem könnunin náði til, um efni
fram og velti skuldunum á und-
an sér.
Langflestir þeirra sem velja
afborgunarviðskipti gera það
vegna þess að annars hefði verið
ómögulegt að gera kaupin. Þeir
sem hins vegar völdu stað-
greiðsluviðskipti gerðu það
vegna þess að það væri ódýrara,
vegna þess að þeir vilja ekki
skulda en tæpt 21% staðgreiddi
því peningarnir voru handbærir.
Doktors-
vörn
■ Séra Bjarni Sigurðs-
I son varði doktorsritgerð
við lagadeild Kölnarhá-
skóla í Vestur-Þýskalandi
hinn 3. júlí sl. Ritgerð
Bjarna fjallar um íslensk-
an kirkjurétt. Hefur
Bjarni unnið að henni
undanfarin ár samfara
kennslu sinni við guð-
fræðideild Háskóla
íslands.
SéraBjarni Sigurðsson
er fæddur að Hnausi í Flóa
árið 1920, sonur hjónanna
Vilhelmínu Eiríksdóttur
og Sigurðar Þorgilssonar
bónda, lengst af í Straumi
sunnan Hafnarfjarðar.
Bjarni lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum á
Akureyri 1942, lagaprófi
frá H.I 1949 og embættis-
pófi í guðfræði árið 1954.
Strax að loknu guðfræði-
prófi vígðist hann sem
prestur að Mosfelli í Mos-
fellssveit og sat þar í 22 ár.
Árið 1976 var hann
skipaður lektor við guð-
fræðideild H.í og er núna
dósent við sömu deild.
Séra Bjarni hefur alla
tíð tekið drjúgan þátt í
félagsmálum. Hann
kvæntist árið 1950 Aðal-
björgu Guðmundsdóttur
frá Kirkjubóli í Norðfirði.
Þau eignuðust fimm börn.
Bílvelta á Þrengslavegi
■ Bílvelta varð á Þrengslavegi rétt eftir hádegi í gær. Toyota fólksbifreið fór út áf veginum rétt við
Sandfell. Okumaður meiddist talsvert og var fluttur á slysadeild Borgarspítalans.
■ Tvenn hjón eru nú á leið til
starfa í Afríku á vegum Sam-
bands íslensku kristniboðsfé-
laganna, eftir frí hér heima.
Það eru þau Ingibjörg Ing-
varsdóttir og Jónas Þórisson
sem koma til með að starfa í
Awasa næstu tvö árin, og þau
sr. Kjartan Jónsson og Valdís
Magnúsdóttir sem verða í Diana
í Kenya næstu fímm árin.
Þá starfa í Afríku fern hjón á
vegum S.Í.K. við trúboð, skóla-
starf og hjúkrunarstörf. Auk
þeirra Valdísar og Kjartans
Tvenn hjón til
Kenya og Eþíópíu
starfs í Kenya Hrönn Sigurðar-
dóttir og Ragnar Gunnarsson
og í Eþíópíu starfa hjónin Guð-
laugur Gunnarsson og Valgerð-
ur Gísladóttir.
Trúboðarnir í Eþíópíu flytja
í haust í stöðina í Konsó, en hafa
starfað sl. ár stöð er nefnist
Sollmó. 1 Konsó hafa verið
íslendingar sl. 30 ár að meira
eða minna leyti. Þar er skóla-
starf í tengslum við stöðina og
einnig sjúkraskýli.
Valdís og Kjartan munu
starfa í Diana, við strönd Ind-
landshafsins, en þar búa aðal-
lega múhameðstrúarmenn.
Ragnar og Hrönn, sem einnig
eru í Eþíópíu, eru í kristniboðs-
stöð í Chepareria, þar sem Pók-
ot-menn búa, en þeir stunda
aðallega akuryrkju.
Starfsemi S.Í.K. kostar árlega
um 5 milljónir króna og er fénu
aflað með frjálsum framlögum.
Trúboðarnir sem nú eru á
förum verða kvaddir á sérstakri
samkomu nk. sunnudag kl.
20:30 í húsi KFUM og-K við
Amtmannsstíg.