NT


NT - 26.07.1985, Side 4

NT - 26.07.1985, Side 4
■ Víglundur Möller er meölimur Stangaveiðifé- lagsins númer 57. Það þýðir að hann er með elstu félögum félagsins. Víg- lundur var við veiðar í Elliðaánum í gærmorgun, en heppnin var ekki með honum. IST-mynd: Kóberl Föstudagur 26. júlí 1985 4 Mikilllaxí Meðalfellsvatni Tuttugu laxar hafa veiðst í Meðalfellsvatni, þar af einn sem vó sextán pund. Allir laxar sem ganga í vatnið eru merktir. Alls hafa þrjú hundruð laxar verið merktir og sleppt í vatnið. Gísli bóndi á Meðalfelli sagði í samtali við Veiðihornið í gær að síðastliðinn sunnudag hefði hann merkt nfu punda lax og sleppt honum í vatnið. Klukkan tvö veiddist síðan fiskurinn, um kílómetra frá afrennsli Bugðu. Þá sagði Gísli að urriðaveiði í vatninu hefði verið betri en gengur og gerist. „Fiskurinn er bæði feitari og stærri, og vilja menn þakka það hlýindum og óhemju æti í vatninu," sagði Gísli. Umsjjón: Eggert Skúlason SVFR: Meðlimurnúmer57 veiðir í Elliðaánum Sól og vestanátt afleitt veiðiveður ■ Meðlimur SVFR númer 57 var við veiðar í Elliðaánum í gærmorgun. Hann gekk í félag- ið árið 1946, og hefur síðan farið í ána við öll tækifæri. Það er Víglundur Möller ritstjóri tímaritsins Veiðiinaðurinn sem hér er á ferðinni. Víglundur, sem var að veiðum ásamt Jör- undi Guðmundssyni, sagði að morguninn hcfði ekki vcriö þeini félögum hagstæður. „Þeg- ar við byrjuðum, þá var logn. Síðan fór að gola af vestri. Sú átt er alltaf alleit hér við ána,“ sagði Víglundur. Eftirtekjan varð heldur rýr hjá þeim félögum. Klukkan hálfeitt hafði ekki kvikindi kom- ið úr ánni. „Það er nóg af fiski. Hann tekur bara ekki,“ eins og Víglundur orðaði það. „Það hefur margt breyst hér við ána, frá því ég fyrst hóf veiðar. Nú er búið að fjölga stöngunum í fimm,“ sagði hann. Samdóma álit þeirra fé- laga var að fintm stangir væri of mikið fyrir ána. Áður fyrr voru þrjár stangir í ánni. Ástæður fyrir þessari aukningu eru fyrst og fremst að ásókn í ána hefur aukist gífurlega síðustu ár, enda mun verð á leyfum teljast skap- legt miðað við það sem gerist í öðrum ám. Víglundur lýsti mikilli óá- nægju með þróunina á verði á veiðileyfum í landinu. „Verðið er komið upp úr öllu valdi, og menn hreinlega ráða ekki leng- ur við þessar upphæðir. Meira að segja útlendingarnir eru farn- ir að hiksta.“ Laus veiðileyfi Sala á síðsumarsleyfum í laxveiði er nú í óða önn að verða lokið SVFR hafði sam- band við Veiðihornið í gær, vegna fyrirspurnar um óseld veiðileyfi. Gljúfurá - Borgarfirði 3 stangir í ánni. Dagar á víð og dreif í ágúst. Verð á bilinu 2800-6200 kr. Miðá - Dölum 3 stangir í ánni. Laus veiðileyfi í ágúst. Verð á bilinu 2900-4900 kr. Langá - Borgarfirði Neðsta svæðið. Laus veiðileyfi frá miðjum ágúst og fram til miðs septembers. Verð 1900- 5300 kr. Brynjudalsá - Hvalfirði 2 stangir í ánni. Stöng og stöng á stangli laus eftir miðj- an ágúst. Verð 3900 kr. Leirvogsá - Uppselt Grímsá 2-3 stangir lausar í ágúst Svartá Eitt holl laust um miðjan ágúst. Verð 6400 krónur á stöngina. Blanda Reitingur af stöngum í ágúst. Þá er verðið 2500 kr. í september er nóg af lausum stöngum á 800 kr. Stóra Laxá Á svæði 3 og 4 eru lausareitthverjarstangir. Verð á þriðja svæði er 5000 kr. stöngin. Á fjórða svæði er verðið 3-5000 kr. á tíma- bilinu ágúst-september Hvítá - Snæfoksstaðir Nóg af veiðileyfum. Stöngin kost- ar 2400 krónur. Sogið Allt upppantað, nema nokkrar stangir í landi Ásgarðs. Verð 4400 kr. Norðurá Reitingur af stöng- um í ágúst. Verðið 3800 kr. eftir 17. ágúst. Áfengisvarnarnefnd á móti vínleyfum: „Viðskiptin minnka ef við missum vínveitingaleyf ið ■' „Ég er alveg fullviss um, að viðskiptin minnka, ef við miss- um vínveitingaleyfið. En ég er bjartsýnn á, að við höldum því, þar sem ekkert hefur komið upp á hjá okkur. Við framfylgj- um öllum lögum um veitinga- rekstur." Þetta sagði Egill Kristjánsson veitingamaður í Við sjávarsíð- una, þegar hann var spurður um andstöðu áfengisvarnarnefndar Reykjavíkur við endurnýjun vínveitingaleyfis staðarins og tveggja annarra, Sælkerans og Hellisins. Umsóknirnar um endurnýjun leyfisins eru nú í höndum dóms- málaráðuneytisins og verður fjallað um þæránæstunni. Ólaf- ur Walter Stefánsson skrifstofu- stjóri þar sagði í samtali við NT, að nýjar reglur um útgáfu vín- veitingaleyfa, þar sem fullt tillit á að taka til álits áfengisvarnar- nefnda, giltu ekki fyrir staði, sem sækja um endurnýjun, “ segír Eglff Knstjánsson í Við sjávar- síðuna heldur einungis um ný leyfi. Áfengisvarnarnefnd Reykja- víkur hefur þegar gerfið grænt ljós á endurnýjun leyfis Oðins- véa á þeirri forsendu, að þar sé rekið gistihús. — Danskir sjóliðar af Hvífabirninum: Veltu bifreið inn í húsagarð - leituðu griða á þaki Norræna hússins ■ Sjö ölvaðir sjóliðar af danska hcrskipinu Ilvíta- birninum vor handteknir að- faranótt flmmtudags, eftir að hafa velt bíl á undan sér inn í garð við Þjórsárgötu í Reykjavík. Bíllinn mun vera talsvert skemmdur eftir aðför sjólið- anna. Þegar afskipti lögreglu voru yfirvofandi flúðu tveir sjóliðanna, þangað sem þeir töldu sér öruggastan griðastað. Norræna húsið varð fyrir valinu. Til að tryggja sig enn frekar frá afskiptum lögreglu klifruðu þeir upp á húsið. Þar náði lögregla til þeirra og voru þeir færðir í fangageymslur lögreglunnar í Hverfisgötu, þar sem þeir máttu dúsa fram undir kvöld í gærdag. Danskir sjóliðar hafa áður gerst ágengir við eigur ís- lendinga, í ölæði, í landvist- arleyfi. Skemmst er að minn- ast sjóliðans sem eyðilagði bát Einars Hákonarsonar listmálara í fyrra. ■ Hvítabjöminn við bryggju og nokkrir skipverjar ganga frá borði. Þessir munu vera saklausir af bðaleikjum því þegar myndin var tekin sátu hinir seku í steininum. NT-mynd: Róbert Reykjavík: Skátarnir með íþróttahátíð ■ Skátafélagið Árbúar heldur Reykjavíkurmót Barnanna næstkomandi sunnudag í Hljómskálagarðinum í Reykja- vík og þá fá krakkar sjö til tólf ára að reyna með sér í tíu keppnisgreinum: sippi, húlla, snú-snú, kassabðaralli, skjóta og skalla bolta í mark, sprett- hlaupi, labba á grindverki og halda bolta á lofti auk körfu- hittni. Þá verða rokktónleikar í garðinum og ýmis skemmti- atriði sýnd. Mótið hefst klukkan tvö en skráning í keppni byrjar hálftíma áður. Keppt verður í tveimur flokk- um í öllum greinum, en allar greinarnar eru einstaklings- keppni nema kassabílarallið og skallabolti þar sem tveir keppa saman. 20-40 krakkar geta tekið þátt í hverjum flokki; yngri flokki 7-9 ára og eldri flokki 10-12 ára. Mótsgestir geta tekið þátt í fimmtar- og tugþrautum, farið í róðrartúra, tekið þátt í krafta- keppni, útieldun, frisbí og svo mætti lengi telja. Auk alls þessa verða svo haldnir rokktónleikar í Hljóm- skálagarðinum á sama tíma og keppnin er. Hljómsveitirnar The Voice, Twilight toy’s, No Time, Fítus, Quadro og Aliter Theatrum munu spila og Sverrir Stormsker lætur í sér heyra. Aðgangseyrir er enginn í Hljómskálagarðinn þennan dag.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.