NT


NT - 26.07.1985, Síða 5

NT - 26.07.1985, Síða 5
 Föstudagur 26. júlí 1985 Verðbréfamarkaður: Ekki umfangsmikill til að byrja með „Það er orðið tímabært og nauðsynlegt að betra skipulag komist á verðbréfamarkaðinn þannig að hann geti þróast örar en hann hefur gert hingað til og öðlast sem víðtækast traust fjármagnseigenda," sagði Jó- hannes Nordal bankastjóri Seðlabankans m.a. á fundi vegna stofnunar Verðbréfa- þings íslands. Hann kvað nú talið að skilyrði væru fyrir hendi til þess að verðbréfaviðskipti geti farið ört vaxandi á næstu árum og brátt orðið mikilvægur þáttur í fjármögnun atvinnu- rekstrar í landinu. Jafnframt því að vera vett- vangur verðbréfaviðskipta er Verðbréfaþinginu ætlað að sjá um að nauðsynlegt eftirlit með verðbréfamarkaðnum sé til staðar í samvinnu við bankaeft- irlit Seðlabankans til þess að tryggja að settar reglur verði haldnar. Ein helsta breytingin með tilkomu Viðskiptaþingsins verð- ur sú að skráð bréf verða á sama verði hjá öllum verðbréfa- sölum. Ekki er þó reiknað með að markaður Verðbréfaþings verði umfangsmikill til að byrja með, þar sem bréf þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði til að teljast skráningarhæf, m.a. að nafnverð heildarútboðs sé ákveðin upphæð - rætt um 50 milij. króna lágmark - þau séu í stöðluðu formi og í nægilega mörgum einingum. Eins og nú er munu það aðeins vera spari- skírteini ríkissjóðs, SÍS-bréfin og Iðnaðarbankabréfin sem teljast skráningarhæf. Síðar er búist við að einhvers- konar samband komist á á milli þeirra aðila sem þátt taka í Verðbréfaþingi um að bjóða öll sín bréf á sameiginlegum mark- aði - B-markaði. ■ Hljómsveitin Með nöktum. Frá vinstri Ágúst Karlsson, Halldór Lárusson og Magnús Guðmundsson. Útitónleikará Lækjartorgi ■ Hljómplötu útgáfufyrir- tækið Mjöt stendur fyrir úti- tónleikum á Lækjartorgi í dag klukkan 16.30. Landsvirkjun: Stjórnin sam- þykkti Kröflu- kaupin í gær ■ Stjórn Landsvirkjunar samþykkti á fundi sínum í gær að kaupa Kröfluvirkjun, sam- kvæmt samningsdrögum, sem allir eigendur Landsvirkjunar hafa samþykkt. Kaupsamningurinn verður undirritaður í dag, og að feng- inni staðfestingu Alþingis, tek- ur hann gildi 1. janúar 1986. Þá mun Landsvirkjun yfirtaka allar eignir og rekstur Kröflu- virkjunar. Fram koma hljómsveitirnar Fásinna og Með nöktum. Munu þær kynna efni af nýút- komnum hljómplötum sínum. Það er Mjöt sem gefur út báðar þessar plötur. Bæði kaupendur og seljendur bréfa geti þá fengið upplýsingar um verðbréfamarkaðinn allan á einum og sama stað í stað þess að hver verðbréfasala sé ein um að selja sín bréf, ellegar að sömu bréfin séu á mismunandi verði frá einni verðbréfasölu til annarrar. Seðlabankinn hefur tilnefnt tvo menn í fyrstu stjórn Verð- bréfaþingsins og jafnframt boð- ið Landsbankanum, Fjárfest- ingarfélaginu hf. og Kaupþingi hf. að tilnefna hver einn mann. Stjórnin á að undirbúa hið eigin- lega starf þingsins. Stefnt er að því að regluleg skráning verð- bréfa hefjist nú í haust. Aðild annarra verðbréfamiðl- ara að þinginu verður að hljóta samþykki stjórnarinnar, sem m.a. mun setja skilyrði um næga menntun og reynslu, verð- tryggða bankaábyrgð og undir- ritun drengskaparyfirlýsingar. Stjórnin getur veitt einstökum þingaðilum áminningu eða svipt þá aðild. Uppskeru- hátíð Vinnuskóla Reykjavíkur ■ í dag er lokahátíö Vinnuskóla Reykjavíkur. í viðurkenningarskyni fyrir vel unnin störf býður borgin unglingunum, um það bil 600 manns, í heljarmikið ferðalag. Farið verður í Fjórsár- dalinn, þar sem unglingarn- ir verða við ýmsa leiki fram eftir degi. Farið verður í sund, Búrfellsvirkjun verð- ur skoðuð, svo og söguald- arbærinn. Áður en lagt verður af stað heim verður efnt til allsherjar'grillveislu. Áætluð heimkoma er um klukkan 5 í dag. Með sól í hjarta: Skátarog fjölskyld ur við Úlfljótsvatn ■ „Með sól í hjarta" er yfirskrift skáta- og fjöl- skyldumótsins sem haldið verður við IJlfljótsvatn nú um helgina. Tjaldstæði opna í dag, en setning mótsins verður á morgun klukkan 14. Dagskrá mótsins er snið- in fyrir fjölskyldur jafnt sem skáta. Boðið verður upp á hressileg skátaverkefni svo sem „hike“-ferðir og nætur- leiki, jafnframt varðelda, bátsferðir, fjölskylduleiki og stuttar gönguferðir. Úlfljótsvatn er í Grafn- ingshreppi, og er öll aðstaða mjög ákjósanleg. Við Borg- arvík og Fossá eru tjaldstæði án nútíma þæginda, en nátt- úrufegurð þess meiri. Á túni við DSÚ er einnig hægt að tjalda, og eru þar fyrir hendi öll nútímaþægindi. Fólk get- ur þarna valið milli villi- mennskunnar og siðmenn- ingarinnar. Mótsgjald ber ekki að greiða í peningum, en þar sem staðurinn er í uppvexti, telja forráðamenn að æskilegt sé að mótsgestir aðstoði við uppbyggingu ein- hverja stund. Frá BSÍ eru ferðir klukkan 20 í dag og aukaferð verður á laugardag klukkan 13. Lögreglan: Fundu byssu, skiluðu byssu og tóku byssu - ætlaað halda henni núna ■ Byssa sú sem notuð var til þess að skjóta með gat á glugga starfsmannabústaðs bandaríska sendiráðsins um síðustu helgi, var í vörslu lögreglu hluta þess tíma sem leit stóð yfir að skotmannin- um. Kópavogslögreglan sem er til húsa við Auðbrekku 6 í Kópavogi hafði lagt hald á byssuna nóttina sem skotið var á gluggann. Rannsóknar- lögreglan sem er næsti ná- granni Kópavogslögreglunn- ar, þeir eru í Auðbrekku 10, hafði ekki hugmynd um að byssan var í vörslu nágranna þeirra, og urðu því að fara aðrar leiðir í leit sinni að skotmanninum. Málsatvik eru þau að lög- reglan í Kópavogi hafði af- skipti af manni sem var undir áhrifum áfengis, þar sem hann var í kyrrstæðum bíl, sömu nótt og skotárásin var framkvæmd. Maðurinn var með haglabyssu og riffil í bílnum, og lagði Kópavogs- lögreglan hald á byssurnar. Maðurinn endurheimti síðan byssurnar úr vörslu lögregl- unnar. Á meðan leitaði Rannsóknarlögreglan log- andi ljósi að manninum. Þór- ir Oddsson aðstoðarrann- sóknarlögreglustjóri var inntur eftir því hvort hér væri um að ræða skort á samstarfi milli deilda lögregl- unnar. „Ég veit ekki hvenær þeim barst fyrst vitneskja um þetta mál. Við fengum síð- astir allra að vita um þessi afskipti þeirra. Hinsvegar vorum við á slóðinni eftir öðrum leiðum. Þó vitneskjan bærist seint um þetta, er ekki hægt að neita því að það flýtti fyrir lausn málsins,“ sagði Þórir. Maðurinn játaði verknað- inn, og var síðan sleppt laus- um. Málið verður fljótlega sent til ríkissaksóknara til ákvörðunar. r Vinnuskóli Hafnarfjarðar: Jón Páll kepp- ir í reiptogi ■ Árleg lokahátíð vinnuskóla Hafnarfjarðar verður í dag og hefst með skrúðgöngu frá Lækj- arskóla niður að Thorsplani. Þar verður haldið kassabíla- rally og mun kraftajötuninn Jón Páll Sigmarsson ræsa keppend- ur. Að lokinni verðlaunaaf- hendingu keppir Jón Páll í reip- togi við lið vinnuskólans. Einnig verður keppt í hjólbörurally og pokahlaupi. Kynnir á hátíðinni er Rósa Þórisdóttir leikari.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.