NT - 26.07.1985, Qupperneq 7
Föstudagur 26. júlí 1985 7
■ Allir sem einn hvika þeir ekki frá áætlanabúskap né öðru.
en u.þ.b. 45% slíks varnings sé
úthlutað á meðal forréttinda-
stéttarinnar. Og þar sem sölu-
verð nýlegrar bifreiðar cr
meira en tvöfalt meira en frá
verksmiðjunum þá þjónar
þetta tvöfalda kerfi flokks-
gæðingum „no'menklatura"
kerfisins einkar vel.
Ólíktþví semgerist hjáþeim
sern hafa fengið störf sín eftir
„nomenklatura" kerfinu, þá
byggja háttsettir foringjar í
hernum og KGB ekki afkornu
sína á svartamarkaðsbraski í
sama mæli, því þessir aðilar fá
sína starfslegu fyllingu í formi
10% hærra hlutfalls þjóðar-
framleiðslu til starfsemi sinnar
en þekkist nokkurs staðar. Sá
sérfræðingunum yfirsást. Pví
er það svo að um miðbik
fimm-ára áætlananna kemur
skipun um að hægja á fjárfest-
ingunum. Austur-Evrópa
reyndi að komast hjá því að
minnka fjárfestingar í áætlun-
um fyrir árin 1976-80 með því
að taka mikil erlend lán. Þessi
aukning á peningamagni í hag-
kerfurn með fulla atvinnu varð
einungis til að gera ástandið
enn alvarlegra.
Frá því um miðjan sjöunda
áratuginn og fram til 1984
lengdist biðtími Austur-Pjóð-
verja eftir að fá bifreið úr 6-7
árum í 11-12 ár. Á sama tíma
jókst biðtími Pólverja eftir
ódýru fjölskylduhúsnæði úr 8-
12 ár í 16-20 ár, sem í raun
merkti að þau börn, sem gerðu
Pólverjanum fært að komast á
biðlistann voru farin að heim-
an.
Nomenklaturakerfið
stendur í vegi fyrir
framförum
Hví flýtir þetta menntaða
fólk í Sovétríkjunum og Aust-
ur-Evrópu sér ekki að taka
upp frjálsari markaðskerfi til
þess að forðast þetta óstand?
Meginskýringin liggur í hinu
svonefnda „nomenklatura"
kerfi. Petta kerfi felst í því að
öllum nreiri háttar stöðum, s.s.
stöðum verksmiðjustjóra, er
úthlutað af flokknum. Fyrir-
komulag þetta hefur skapað
kerfi þar sem í raun 2% íbú-
anna úthlutar sjálfum sér öll-
um betri stöðum í ríkiskerfinu
með tilheyrandi mútum.
Pólskt dagblað hefur til
dæmis greint frá því að einung-
is helmingur varanlegs neyslu-
varnings, s.s. heimilistæki og
bílar, fari á almennan markað
í borginni Krakow í Póllandi,
■ Ofgnótt af stáli en hvert kfló nýtt fjórum sinnum verr en í
Bretlandi.
dagur gæti komið að ráða-
mönnum hers og KGB ásamt
meðlimum valdahóps Gorbac-
hevs yrði ljóst að andstaða
flokksgæðinga gegn frjálsum
nrörkuðum minnki þjóðar-
framleiðsluna um a.m.ít. tvo
þriðju.
Hins vegar er ekki mikils að
vænta af efnahagslegum um-
bótum í anda þeirra aðgerða
er hinn látni leiðtogi. Yuri
Andropov, greip til og fólust
einkum í að fangelsa nokkra
svartamarkaðsbraskara og
samt halda áætlunargerðar-
ruglinu áfram.
Einnig er varlegt að binda of
miklar vonir við endurbætur í
þeim dúr sem Ungverjaland
og Kína hafa framkvænrt og
felast í takmörkuðu markaðs-
frelsi. Ungverjaland hefurgert
það gott miðað við önnur
kommúnistaríki, en á vestræn-
an mælikvarða er frammistað-
an ekki merkileg. Samvinna
Kínverja og vestrænna fyrir-
tækja mun vart skila því sem
til var ætlast því þau stóru
verkefni, sem samvinnan hefur
tekist um eru ólíkleg til að gefa
Kína nægilegar gjaldeyristekj-
ur til að standa skil á hinum
erlendu lánum, þannig að
sama staðan gæti komið upp
og í Póllandi 1982, þegar vest-
rænir bankar hættu að lána
Pólverjum.
Forréttindakerfið
gengur fyrir
Sovétríkin eru hins vegar í
allt öðrum gæðaflokki. Pau
hafa mun betur menntað
vinnuafl en Vestur-Þýskaland
hafði þegar hagkerfi þess var
nær lagt í rúst af svartamark-
aðsstarfsemi árið 1947. Ef
Gorbachev tæki sig til og af-
næmi nær alla stjórnun á efna-
hagslífinu, eins og Ludwig
Erhard, þáverandi fjármála-
ráðherra Vestur-Þýskalands
gerði 1949, þá gæti átt sér stað
í Sovétríkjunum viðlíka efna-
hagslegt kraftaverk og varð í
Vestur-Þýskalandi eftir 1948.
Slíkt stökk í átt til aukins
frelsis mundi mjög líklega hafa
í för með sér svipaða stökk-
breytingu til hins betra í sam-
skiptum Austurs og Vesturs.
Ef Gorbachev yrði þetta Ijóst.
þá gæti það orðið merkasti
viðburður samtímans. Hitt er
líka ljóst að flokksgæðinga-
kerfið, „nomenklatura", mun
gera allt til þess að tryggja að
Gorbachev grípi ekki til slíkra
aðgerða, því það yrðu endalok
þess forréttindakerfis.
Málsvari frjálslyndís,
samvinnu og télagshyggju
Útgefandi: Nútiminn h.f.
Ritstj.: Helgi Pétursson.
Framkvstj.: Guðmundur Karlsson
Markaðsstj.: Haukur Haraldsson
Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason
Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson
Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson
Skrifstofur: Siðumúli 15, Reykjavik.
Simi: 686300. Auglýsingasími: 18300
Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild
686538.
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Btaðaprent h.f.
Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Askrift 360 kr.
Aukinn sparn-
aður landsmanna
■ Skuldasöfnun landsmanna erlendis er tví-
mælalaust eitt mesta vandamál, sem hér er við
að glíma í efnahagslífi.
Erlendar skuldir nema nú meira en sextíu af
hundraði þjóðarframleiðslu, hvernig sem menn
hafa reynt að finna nýjar leiðir til þess að reikna
þær út, og framhjá því verður ekki litið.
Frétt NT í gær af auknum sparnaði lands-
manna er því tilefni til bjartsýni. Heildarinnlán
í banka og sparisjóði hafa aukist á fyrri helmingi
ársins um rúm tuttugu og átta prósent og svo
virðist, sem landsmenn leggi nú um einn milljarð
króna inn á bankareikninga á mánuði.
Ekki þarf að fjölyrða um jákvæð áhrif þessarar
þróunar ef framhald verður á. Innlendur lána-
markaður hefur lengi verið afar pasturslítill og
því hefur fjármagn til framkvæmda verið sótt á
erlenda markaði þar sem hagnaður af þeirri
lánastarfsemi hefur runnið í vasa erlendra spari-
fjáreigenda. Og þetta hefur verið að vonum.
Menn hafa oft brennt sig á verðbólgubálinu hér
á landi og víst er, að enn rýkur úr þeim bálkesti,
þótt gerð hafi verið tilraun til þess að slökkva í
honum.
Eað er því ljóst, að fólk mun fylgjast grannt
með því hvort verðbólga muni fara af stað hér
að nýju í fyrri farveg með suður-amerískum stfl.
En margt bendir til þess, að fólk haldi
skynsamlegar á peningamálum en fyrr og mætti
margur efnahagsráðgjafinn læra á því. Það læra
börnin sem fyrir þeim er haft og hið opinbera og
mörg fyrirtæki í einkaeign hér á landi hafa farið
offari í fjárfestingum og bruðli.
Innlendir og erlendir
peningamenn
Þróunin gæti orðið sú að
innlendir og erlendir peninga-
menn tækju heilu árnar upp á
sína arma, og deildu síðan út
leyfum til vina og vanda-
manna, eða myndu sjálfir fara
út í sölu á veiðileyfum. Hver
svo sem þróunin verður, er
ljóst að verð veiðileyfa lækkar
ekki á næstu árum. Kraftaverk
þarf tii.
Þjóðnýtum árnar
Lang eðlilegast væri að svo
yrði búið um hnútana að sala á
veiðileyfum væri háð vissum
skilyrðum, og einhverskonar
eftirlit yrði liaft með verði á
veiðileyfum, og einnig yrði það
tryggt að sem flestir kæmust
að. En eins og markaðurinn
hefur þróast síðastliðin tuttugu
ár er viðbúið að enn meiri
peningar verði í spilinu, og
spillingin á eftir að aukast.
Eina raunhæfa ráðið er að
þjóðnýta hverja einustu
sprænu sem lax hefur nokkurn
tíma sést í. Verðákvarðanirog
sala veiðileyfa þyrfti að vera í
höndum ríkisvaldsins og væri
þá hægt að fylgjast með hverjir
eyddu hverju í kaup á veiði-
leyfum.
Eggert Skúlason
Iburður landsmanna í íbúðarhúsnæði, fatnaði
og bifreiðum er á heimsmetastigi og krafan um
fyrsta flokks þjónustu og aðbúnað er alltaf á
lofti. Ríkisstjórnin hefur reynt að draga úr
útgjöldum, en ekki verður séð, að það hafi tekist
svo nokkru nemi. í mörgum tilfellum er það um
innbyggða tregðu að ræða, en einnig er þar við
að fást almenning, sem ekki slakar á kröfum í
heilbrigðismálum og opinberri þjónustu á hverju
sviði, jafnvel eins og einhver borgi reikninginn
fyrir það annar en almenningur sjálfur.
En í frétt NT í gær er haft eftir Sigurði
Þórðarsyni, skrifstofustjóra í fjármálaráðuneyt-
inu, að fólk sé farið að sjá kostina við það að
leggja fjármuni fyrir í stað þess að kaupa fyrir
þá hús - enda skilst manni að það sé mikil lægð
í þeim málum um þessar mundir - segir Sigurður
í NT í gær. Þarna er skrifstofustjóri fjármála-
ráðuneytisins að lýsa hugarfarsbreytingu hjá
almenningi, samfara ýmsum breytingum í efna-
hagsmálum, sem fólk virðist treysta. Verðbréfa-
markaður er að styrkjast, en þyngst mun það
vega, ef almenningur sjálfur gerir sér grein fyrir
því, að hann hefur eytt um efni fram og ekki
rekið af höndum sér stjórnmála- og embættis-
menn, sem hafa eytt um efni fram á þeirra
kostnað.