NT - 26.07.1985, Page 9

NT - 26.07.1985, Page 9
QD Föstudagur 26. júlí 1985 9 ÖRBYLGJUTALSTÖÐVAR FYRIR BIFREIÐAR Sendiorka 25W Rásir 16. Ðandbreidd 12MH2 Tölvustýrð Engir kristallar AFGREIÐSLA STRAX LEIGUBÍLA - VÖRUBÍLA - FYRIRTÆKI Sónar hf. Baldursgata 14, Keflavík. Sími 1775. maður markað sín spor. Af popp- tónlist að vera er þetta vel unnin og góð tónlist. Green og Scritti Politti falla í þann flokk hljómsveita sem eru hvorki átakanlega léttar eða hörmulega þungar, heldur fara milliveginn í tónsköpun sinni, eru semsagt sæmilega áheyrilegar þroskuðu fólki, en höfða jafnframt til vinsældalistanna. Pví miður höf- um vér íslendingar átt sorglega fáar hljómsveitir af þessu tagi, mér dett- ur helst í hug að nefna Oxsmá af nýlegum hljómsveitum (án þess að þeirra tónlist sé neitt skyld Scritti Politti). En hvað með það, tónlist Scritti Politti er mikið til framin á hljóð- gervla, einnig kemur fönkí bassi töluvert við sögu og svo er rödd Greens sem liggur hátt og líkist nokkuð Bo^ George, er nærri því stelpuleg. A stundum minna flókin taktskipti og hljóðfæranotkun á hljómsveitina Japan, tónlist Scritti Politti er mjög „percussive". Ég tel að þessi tónlist geti haft margskonar notagildi og platan er mjög eiguleg, þótt ekki sé nema vegna þcss að það tekur töluverðan tíma að botna vel í henni, en þolinmæðin borgar sig vel. Takturinn cr yfirleitt afslappað- ur. Ég á varla vön á því að Scritti Politti nái miklum vinsældum hér á landi. Það borgar sig samt að athuga málið, hljómsveitin á vinsældirnar skilið fremur en margar aðrar sem nú gala hæst. ÁDJ (7 af 10) Sálarsjónvarp Psychic TV - Those Who Do Not ■ Það sem Duran Duran gera ónreðvitað gera Psychic TV markvisst og meðvitað. Það er helsta niðurstað- an eftir að hafa hlustað á tvöfalt albúm Psychic TV, Tliose Who Do Not, sem tckin var upp á íslandi haustið 1983, og Grammið gefur út. Á umslaginu standa m.a. þessi orð: „Not-Doing in its true formlessness is a path that mirrors every stcp of attainment: The Reflection may be cruel or beautiful but that is only.“ Lykilorðið hér er „formlessness". Psychic TV leggja aðaláherslu á að leysa hömlur í sálarlífi manna og hér birtist þessi viðleitni í að nota sem allra mesta andlega orku, cn sem allra minnsta líkamlega orku, að sögn. „Spontaneity" er annað lykil- hugtak. Þeir sem urðu vitni að tónleikum hljómsveitarinnar í Hamrahlíð hafa væntanlega tekið cftir þessari form- leysu og spontaníteti, þau tvö orð lýsa mjög vel þvi sem þar gerðist. Tónlist- in er meira og minna hrcinn óskapnaður, sem byggist annars veg- ar á mikilli endurtekningu og hins vegar á hrærigraut ýmiss konar hljóða. Yfir öllu tónar síðan æðsti- presturinn, Genesis P. Orridge. Því er ekki að leyna að krafturinn er mikill. Út úr öllunr óskapnaðinum skín hrár lífskraftur. Líklega er nauðsynlegt að vera nokkuð kunnugur þeim hugmyndum sem hljómsveitin byggir á til að geta notið tónlistarinnar til fulls.Psycic TV byggði mikið á alls kyns sjokkáhrifum á þessum tíma, notaði kynlíf og ofbclti til að sjokkera fólk til vitundar um stöðu sína. Eins og Hilmar Örn Hilmarsson, aðalskipuleggjandi tón- leikanna og núverandi meðiimur Psychic TV sagði í viðtali nýlega geta þess kyns sjokkeífektar haft öfug áhrif, hrakið fólk frá frcmur cn að valda breytingu. Víst er að á þessari plötu hljómar Psychic TV cins og tíijómsveit sem er komin á enda ákveðinnar þróunar. Tónlistin er oröin upplcyst í slíka formleysu að hún cr nánast hávaði á köflum. En, cins og áður sagði, þá skín krafturinn í gegn. Psychic TV hefur nú breytt nokkuð um stíl og leggur áherslu á lúmskarj aðferðir til að breyta vitund fólks. Þessi plata er þá fyrst og fremst minnisvarði um ákveðið tímabil í sögu Psychic TV og skemmtilcga tónlistaruppákomu í Menntaskólanum við Hamrahlíð. ÁDJ (7,5 af 10) Ekki svo grænt Scritti Politti - Cupid & Psyche 85 ■ Scritti Politti er ensk hljómsveit, sem söngvarinn og lagasmiðurinn Green Wakefild stofnaði 1977 sem laust samsetta spunahljómsveit. Aðrir meðlimir virðast ekki vera fastir, hafa a.m.k. ekki verið þeir sömu frá upphafi, en David Gamson, Fred Maher og B.J. Nel- son virðast vera helstu aðstoðar- menn Greens á nýju plötunni, sem nefnist Cupid & Psyche 85. Þessi plata er gefin út á Virgin-merkinu. en áður var hljómsveitin hjá óháða fyrirtækinu Rough Trade. Mikil breyting varð á tónlist Greens og þar með Scritti Politti um 1980. Um 1983/4 höfðu mál þróast Vönduð glanstónlist það langt, að Green var orðinn poppstjarna og myndir teknar að birtast af honum í ýmsum popprit- um af léttara taginu, s.s. Smash Hits og No. 1. Lagið sem hann er einna þekktastur fyrir heitir Wood Beez, og það er tekið með á þessa plötu. Ég verð að játa það að ég hef töluvert gaman af þessari plötu. Þótt Green teljist í hópi með þeim Nick Kershaw og Howard Jones sem átrúnaðargoð táningsstelpna, þá hafa þau ár sem hann varði sem framsækinn og skapandi tónlistar- Bryan Ferry - Boys and Girls ■ Bryan Ferry varð fyrst þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Roxy Music, sem fram kom um 1972. Sú hljómsveit vakti mikla athygli á sínum tíma og þótti koma fram með nýja stefnu bæði í tónlist og útliti. Þeir lögðu meiri áherslu á að stíll og glæsileiki væri yfir tónlist og fatnaði en aðrar rokksveitir á þeim tíma. Bryan Ferry varð frægur í tískuheim- inum fyrir þennan áhuga á tískunni, og hefur síðan verið ímynd hins vel klædda enska séntilmanns. Þegar kom fram um 1975 var heldur farið að draga úr gengi Roxy Music, m.a. vegna þess að annar höfuðpaur hljómsveitarinnar, Eno, hafði þá yfirgefið hljómsveitina. Hljómsveitin hefur þó öðru hvoru vakið athygli fyrir vandaða tónlist, síðast með plötunni Avalon, sem út kom 1982. Nú virðist Roxy Music vera hætt og Bryan Ferry hefur alfarið snúið sér að sóíóferlinum. Þessi nýja plata hans, Boys and Girls, fer svipaðar slóðir og það sem áður hefur komið frá honum. Um- , fjöllunarefnið er ást í ýmsum myndum, en um hana er fjallað á „elegant“ hátt, það er stíll yfir plöt- unni. Það er þó ekkert ódýrt eða klisjukennt við umfjöllun Bryans Ferry, heldur má segja að það sé ekta glans yfir þessu hjá honum. Platan minnir stundum á plötu David Sylvian, Brilliant Trees, hvað varðar áferð tónlistarinnar. Þetta er róleg og hægfara tónlist með undir- öldu. Ferry semur öll lög og texta sjálfur. Tónlistin einkennist af hefð- bundnum hljóðfærum fremur en hljóðgervlum, og líður áfram í hægum takti, örlílið fönkkenndum. Fyrri hliðin er ekki eins pottþétt og sú seinni, þó eru þar tvö mjög góð lög, Sensation og Windswept. Seinni hlið- in er hins vegar mjög áheyrileg frá upphafi til enda, og byrjar á rokkað- asta lagi plötunnar, The Chosen One. Það lag minnir nokkuð á Roxy Music, en annars er fátt sem minnir á þá hljómsveit annað en röddin. Sér til aðstoðar hefur Ferry fjölda tónlistarmanna, suma þekkta, aðra óþekkta. Nefna má David Gilmour, Mark Knopfler, Nile Rodgers og David Sanborn. Þessi plata lyktar af peningum, hún er tekin upp í mörgum stúdíóum á löngum tíma og er tilvalin tónlist sem bakgrunnur fyrir líf frem- ur efnaðs fólks. Ég segi ekki að hinir. þessir óheppnu, geti ekki haft gaman af þessu, en mér finnst þó að tónlistin njóti sín best í dýrum græjum í stóru einbýlishúsi. Ef þið kaupið plötuna, prófið hana þá endilega í svoleiðis umhverfi. ÁDJ (7 af 10)

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.