NT


NT - 26.07.1985, Síða 21

NT - 26.07.1985, Síða 21
cs Föstudagur 26. júlí 1985 21 Útlönd Tutu biskup: „Reagan góður maður en stefna hans slæm“ Passar stefna Reagans í Nicaragua við S-Afríku? New York-Reuter ■ Suður-afríski biskupinn Desmond Tutu, sem fékk frið- arverðlaun Nóbels í fyrra, sagði í viðtali við bandaríska sjón- varpsstöð í gær að hann teldi Reagan góðan mann en stefnu hans slæma í málefnum Suður-Afríku, þar sem baráttu- menn fyrir mannréttindum eru níu handteknir hundruðum saman í skjóli neyðariaga. Bandarísk stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau muni ekki fylgja fordæmi Frakka sem hafa bannað allar nýjar fjárfestingar í Suður-Afríku vegna mannrétt- indabrota hvítu minnihluta- stjórnarinnar að undanförnu og kynþáttastefnu hennar. Banda- ríkjamenn halda því fram að Sri Lanka: Lestarrán á óeirðaafmæli Colombo-Reuter ■ Skæruiiðar Tamila á Sri Lanka héldu í gær upp á tveggja ára afmæli kynþáttaóeirða á Sri Lanka með því að ræna lestar- stjóra og lestarverði í borginni Jaffna sem er norðarlega á Sri Lanka. Hópur tíu skæruliða réðst inn í járnbrautarstöðina, tóku lykla úr eimvagni járnbrautarlestar- innar og höfðu lestarstjóra hennar og vörð á brott með sér í bíl. Þeir sögðu að lestinni mætti ekki aka næstu tvo daga vegna allsherjarverkfalls Ta- mila í tilefni þess að nú eru tvö ár liðin frá því að skæruliðar hófu baráttuna fyrir sjálfstæði Tamila og í minningu leiðtoga Tamila sem voru drepnir í fang- elsi í óeirðum í júlí árið 1983 Óeirðirnar hófust með þ ví að tamilskir skæruliðar réðust á herflokk úr launsátri. Um fjög- ur hundruð manns létu lífið í átökunum þá og 100.000 manns misstu heimili sín. Stjórnvöld á Sri Lanka hafa að undanförnu reynt að komast að samkomulagi við skæruliða og þann 12. ágúst næstkomandi hefst nýr sáttafundur leiðtoga skæruliða og fulltrúa stjórnar- innar. slíkar aðgerðir bitni fyrst og fremst á svörtum íbúum landsins og stuðli ekki að því að stjórn Suður-Afríku breyti stefnu sinni. En Tutu biskup segir þetta alrangt hjá Bandaríkjastjórn. Hann segist ekki vita um nein samtök blökkumanna í Suður- Afríku sem væru á móti efna- hagslegum refsiaðgerðum gegn ríkinu. Tutu benti á að Bandaríkja- menn fylgdu ákveðinni stefnu í málefnum Nicaragua. „Hvers vegna notið þið ekki þessa stefnu í Suður-Afríku?“ spurði hann. Stjórn Reagans beitti efnahagslegum refsiaðgerðum gegn Póllandi og gegn Nicara- gua og þá væri ekki deilt um það hvort aðgerðirnar væru upp- byggilegar eða ekki. Hann spurði: „Hvað hefði Reagan gert ef fjöldanum í þessu landi væri snúið við? Ef svartir væru í minnihluta og hvítir væru drepnir. Myndu þeir þá taka þátt í samningaum- leitunum eða væri þá rætt um möguleika á innrás?" Tutu sagði að blökkumenn vildu Suður-Afríku þar sem þeir gætu gengið hönd í hönd með hvítum bræðrum sínum og systrum. Lögreglan í Suður-Afríku hefður nú handtekið um átta hundruð mannssíðan neyðarlög gengu í gildi um seinustu helgi og enn er ekkert lát á fréttum um nýjar handtökur. í gær höfðu að minnsta kosti sextán blökku- menn látist í átökum frá því að neyðarlögin voru sett. Gandhi: Iðnríkjum sama um þróunarríkin Nýja Delhi-Rcuter ■ Rajiv Gandhi forsætis- ráðherra Indverja ásakaði í gær rík iðnríki um að þeim stæði á sama um þróunarríki í þriðja heiminum. Gandhi sagði á fundi ráð- herra frá þrjátíu þróunarríkj- um í Nýju Delhi að í stað þess að sýna aukinn skilning á vandamálum þróunarríkj- anna hefðu iðnríkin tekið upp ósveigjanlegri stefnu gagnvart þeim að undan- förnu og takmörkuðu inn- ■ Tutu biskup við jarð- arför fórnarlamha kyn- þáttastríðsins í Suður-Afr- íku. flutning frá þeim Gandhi sagði að verndar- stefna iðnríkjanna ógnaði viðskiptakerfi heimsins. Hann benti einnig á að fjár- streymi frá iðnríkjum til þró- unarríkja hefði minnkað að undanförnu. Hann sagði að ríkin þrjátíu, sem tækju þátt í þessum tveggja daga fundi þróunarríkja í Delhi, yrðu að efla baráttuna fyrir heims- viðskiptakerfi sem styddi öra viðskiptaþróun ríkja í þriðja heiminum. Heimsfund ur íhalds- flokka Washington-Reuter ■ Meira en þrátíu scndinefnd- ir frá íhaldsflokkum víðsvegar úr heiminum hittust á fundi Alþjóðasamtaka lýðræðissinna í Washington í gær. íhaldsmennirnir ræða rneðal annars leiðir til að berjast gegn hryðjuverkunt, eiturlyfjavand- anum og atvinnuleysi ung- menna. Margir þeirra íhalds- leiðtoga, sem sækja fundinn þekkja þessi vandamál vel enda mun Margrét Thatcher forsætis- ráðherra Breta vera meðal ráð- stefnugesta. Alþjóðasamtök lýðræðis- sinna voru stofnuð árið 1983 með það að markmiði að efla frjálst markaðskerfi og fjöl- flokka lýðræði í heiminum. Perú: sprengjur í Lima Lima-Reuter ■ Sex bílasprengjur sprungu fyrir framan skrif- stofur innanríkisráðuneyt- is Perú í Lima í gær aðeins fjórum dögum áður en sósíaldemókratinn Alan Garcia tekur formlega við embætti forseta. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma að bíla- sprengjur springa í Lima. Gífurlegar öryggisráðstaf- anir eru nú í borginni vegna forsetaskiptanna og hafa að minnsta kosti 50.000 lögreglumenn og hermenn verið fengnir til löggæslu. Ekki er vitað til þess að neirtn hafi slasast alvarlega í sprengingunum sem mölvuðu rúður í húsum á stóru svæði og þeyttu bíl- um allt að sextíu metrum. c 1 Uajtclq 1 pláhmoi 1 Austurrísk eitur vín í Frakklandi ■ Austurríska vínid er ekki bara hægt að drekka, það má líka nota á bílinn. Sértu í vafa um gæði vínsins prófaðu þá að láta það frjósa, ef það frýs ekki skaltu ekki drekka það. Marseilles-Vín-W'iesbaden-Reuler ■ Lögreglan í Marseilles gerði í gær upptækar 90 þúsund flösk- ur af austurrísku léttvíni eftir að athuganir höfðu leitt í Ijós að vínið innihélt efni sem notað er í frostlög. Á milli 0,05 og 1,8 grömm af efninu fundust í flöskunum, en frönsk lög banna notkun þess í vín. Lífshættulegt er talið að neyta um 30 gr. af efninu, en neysla allt að 30 milligramma er talin skaðlaus. Austurríska heilbrigðisráðu- neytið gaf á miðvikudagskvöld út lista með nöfnum 136 létt- víntegunda frá 46 fyrirtækjum, sem frostlögurinn hefur fundist í. Talið er að frostlögurinn hafi verið settur í vínin til að auka áfengismagn þeirra og gera þau sætari á bragðið. Mótmæla mengun í ám: Gefa járnf rúnni lax Osló-Reuter ■ Odd Einar Doerum, for- maður Frjálslynda flokksins í Noregi, og David Steel, formað- ur frjálslyndra í Bretlandi hyggj- ast færa Margréti Thatcher, forsætisráðherra Breta, að gjöf annan tveggja laxa sem veiðst hafa í sumar í á einni í Vestur- Noregi. Fyrrum var áin svört af laxi, en fískgengd hefur mjög minnkað vegna mengunar frá Bretlandi. Norðmenn hafa kvartað yfir því við Breta að súrt regn frá þeim sé að drepa allt líf í landinu, en það mun einkum vera brennisteinstvíildi, sem spillt hefur laxveiðiánni í Vest- ur-Noregi. Bretar hafa ekki fengist til að undirrita sam- komulag nokkurra þjóða, um að minnka brennisteinstvíildis- úrgang um tæpan þriðjung fyrir 1995. Þá handtók lögreglan í Aust- urríki mann sem grunaður er um að hafa blandað efninu í léttvín. Þetta er fimmti maður- inn sem lögreglan þar hefur handtekið í tengslum við vín- svindlið. I Þýskalandi var á miðviku- dag gefin út handtökuskipan á víninnflytjanda, sem grunaður er um að hafa smyglað 400 þúsund lítrum af austurrísku léttvíni með því að nota fölsuð tollskjöl. Lögreglan í Þýskalandi íhug- ar nú að taka aftur til meðferðar tvö dularfull dauðsföll í landinu árið 1981. Ekki ertalið ólíklegt að mennirnir tveir sem þá létust hafi dáið vegna eitrunar. Milljónir lítra af austurrísku víni hafa nú verið gerðir upp- tækir í Þýskalandi, en auk þess hefur frostlögur fundist í vínum í Englandi, Sviss, Belgíu, Hol- landi, Póllandi, Grikklandi og Norður-Ameríku,

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.