NT - 27.07.1985, Síða 2

NT - 27.07.1985, Síða 2
Líf og fjör í Firðinum: Kassabílarall, reip- tog og þrautaboðhlaup - á lokahátíð vinnuskólans ■ Aðalgötum hæjarins var lokaö. Gífurlcgur niannfjöldi bcið við afmarkaða kappakst- ursbraut og mikil spcnna lá í loftinu. Brátt hcyrðist trumbusfáttur og litfögur skrúðganga liðaðist í áttina að kappaksíursbrautinni. Fólkið var málað öllum rcgn- bogans litum og háraliturinn var tæpast náttúrulcgur, licið- blátt, grasgrænt og æpandi rautt. Gleði og ánægja skcin út úr hvcrju andliti, en innanum voru alvarlcga þcnkjandi menn, þátttakendurnir í kapp- akstrinum. Það var að hefjast lokahátíð vinnuskólans í Hafnarfirði, en auk vinnuskólans tóku skóla- garöarnir, íþróttanámskeiðin og starfsvellirnir þátt í hátíð- inni. Auk kappakstursins keppti sterkasti maður heims í reiptogi við hafnfirska unglinga, en lá flatur og var dreginn völlinn á enda af sjö hafnfirskum stelpum. En jötninum var ekki öllum lokið. Hann tók aðkasta lóði og setti nýtt Hafnarfjarðar- met. Glottandi bauð hann smá- strákum að kasta lóðinu, en fæstir loftuðu því. ■ Skrúögangan var litfögur, bumbur voru barðar og kátt sungiö. Laugardagur 27. júlí 1985 2 ■Þeir unnu kassabílarallið og heita Hergill Sigurðsson og Eggert Rúnarsson. Hergill er 9 ára og sagðist vera í góðri æfingu. Hann tók þátt í keppninni í fyrra og lenti þá í öðru sæti. Hann sagðist gera ráð fyrir því að auðveldara væri að fá bílprófið eftir þennan árgangur. Eggert er 12 ára og sagði hann að þeir félagarnir hafi lokið við gerð bílsins þá uin morguninn. Ekki sagðist hann hafa æft sig neitt scrstaklcga fyrir þessa keppni og þakkaði árangurinn meðal annars góðum dekkjum bílsins. Flokkstjórar vinnuskólans óförum þeirra. tóku þátt í þrautaboðhlaupiog Góðu sumri var slitið á féll það í góðan jarðveg krakk- skemmtilegan hátt í frábæru anna sem hlógu ótæpilega að veðri. Norðurlandamótið í Gjövik: ■ „Úff, hvernig getur Jón Páll kastað þessu marga metra þegar ég rétt lofta lóðinu.“ En hvað um það, gaman var að horfa á vöðvabúntið kasta lóðinu. Ölvunarakstur: Tveir teknir í höfuðborginni ■ Tveir ökumenn voru teknir í höfuðborginni, fyrir ölvunar- akstur frá þriðjudegi til föstu- dags.Annar ökumaðurinn lenti í árekstri fyrir utan skenrmti- staóinn Broadway síðastliðið þriðjudagskvöld. Hinn öku- maðurinn var tekinn á föstu- dagsmorgun rétt fyrir klukkan 7. Bílvelta í Mývatnssveit ■ Bílvelta varð í Mývatnssveit í gærmorgun laust fyrir hádegi. Fernt var í bílnum, og var einn farþegi, ung stúlka, flutt á sjúkrahús á Húsavík, þar sem gert var að höfuömeiðslum hennar. Bíllinn er furðu lítið skemmdur miðað við veltuna. Lögreglan á Húsavík gat ekki sagt frekar til um tildrög slyssins í gærkvöldi. Allt getur gerst! - 81 árs gamall maður efstur í meistaraflokki ■ Mikil spenna ríkir á Gjövik fyrir síðustu umferðina í Norðurlandainótinu í skák en hún verður tefld í dag. Þrír menn hafa möguleika á að hrcppa titilinn. íslendingarnir Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson og Norðmaðurinn Simen Agdestcin. Mjög líklegt er að tveir þeirra eða allir þurfi að tefla innbyrðis um titilinn. Þá má geta þess að Jóhanni Hjartarsyni nægir Vi vinningur úr skák sinni við Norðmanninn Helmers í dag. Úrslitin í 10. umferðinni í gær urðu þau að Jóhann Hjartarson vann Færeyinginn Hansen, Helgi Ólafsson bann Öst Han- sen frá Danmörku, Agdestein og Helmers frá Noregi gerðu jafntefli, sama gerðu Schussler I Met laxagengd í Elliðaár Teljarinn í Elliðaánum sýnir nú, að um 17 hundruð laxar Itafa farið í gegnum hann. Veiðst hafa rúmlega sex hundruð laxar í ánni, það sem af er. Það er mál manna að teljarinn sýni ekki það I sem rétt er, og talan ætti að | vera mun hærri. Gott í Leirvogsá Um tvö hundruð laxar hafa veiðst í Leirvogsá, og þykja það góðar fréttir. Veiði hefur þó verið dræm upp á síðkastið, og er þar um að kenna þurrkum. Áin er ekki vatnsmikil fyrir og má því illa við þurrkum. Þctta gæti þó staðið til bóta ef veðurfræðingar hafa haft á réttu að standa urn rigningar urn helgina. Hjaltastaðaá í Skagafirði Frá frctlarifara NT í Fljótum, Ö.Þ.: Fjórir laxar veiddust um síðustu helgi í Hjaltadalsá og Kolku í Skagafirði og virðist sem eitthvað af laxi sé gengið á vatnasvæðið auk þess sent I einnig veiddist nokkuð af I ágætri bleikju. Gera heima- VFIIHIIOllN (Jmsjón: Eggert Skúlason menn sér vonir um að miklar seiðasleppingar síðustu ár fari nú að skila einhverjum árangri. En síðasta ár féiékst enginn lax úr ánni og árið 1983 var veiði nær engin þótt veiðimenn yrðu lítilsháttar varir við lax. Að sögn Jóns Garðarsson- ar, á Neðra-Ási í Hjaltadal voru Hjaltadalsá og Kolka ekki leigðar út í sumar eins og undanfarin ár. Hins vegar selur veiðifélagið sjálft veiði- leyfi í árnar og sér Söluskál- inn á Sleitustöðum unt það. og Máki, og Wiedenkeller og Westerinen skák Curt Hansen og Yrjolé fór í bið og hefur Hansen betri stöðu. Staðan fyrir síðustu umferð er þannig að Agdestein og Jóh- ann hafa 7 xh vinning, Helgi Ólafsson 7 vinninga og Helmers er í fjórða sæti með 6 vinninga og í 5.-7. sæti eru Curt Hansen og Yrjolá með 5 vinninga og biðskák. Helgi Ólafsson stórmeistari og fréttamaður NT í Gjövik sagði í samtali við blaðið í gær að samþykktar hefðu verið fá- ránlegar reglur um einvígi að loknu mótinu ef tveir eða fleiri yrðu efstir og jafnir. Fælust þessar reglur í því að þegar í stað skyldu tefldar hálftíma skákir þar til úrslit fást. Sagðist Helgi fyrir sitt leyti ekki taka þátt í slíkum skrípaleik en ekki vissi hann um afstöðu annarra keppenda. Það bar annars til tíðinda í meistaraflokki að Áskeli Örn Kárason varð að sætta sig við tap fyrir elsta þátttakandanum á mótinu, sænska stórmeistar- anum Erik Lundin, en eftir þau úrslit er Lundin efstur og heilum vinningi fyrir ofan næsta mann í meistaraflokki. Lundin er 81 árs gamall. Verkamannasambandið: Milljónatjón vegna starfsmannaflótta ■ Verkamannasambandið hefur ítrekað áskorun sína til VSÍ og Sjávarafurðadeildar SÍS að ganga nú þegar til samninga við Verkamannasambandid uin bætt kjör fiskvinnslufólks og lýsir sig reiðubúið til samninga hvort sem væri að nóttu eða degi. I áskoruninni segir að mill- jónatjón hljótist daglega af nú- verandi ófremdarástandi sem ríki í málefnum fiskvinnslu- fólks. Á þessu ári hafi þraut- þjálfað fiskvinnslufólk hætt störfum í fiskvinnslu vegna lé- legra launakjara og réttinda- leysis. Fjölmörgfrystihús í land- inu starfi því ekki nema með helmingsafköstum og afleiðing- ar þess séu geigvæniegar fyrir þjóðarbúið, í heild tapist hundr- uð milljóna í erlendum gjaldeyri því ekki sé hægt að vinna fisk i dýrari pakkningar vegna rnann- eklu. Orðrétt segir í áskoruninni: „Þrátt fyrir þetta neyðarástand neita VSÍ og Sjávarafurðadeild SÍS að semja um bætt kjör fiskvinnslufólks, þó það væri beinn hagur frystihúsanna og þjóðarinnar í heild. Þess í stað er haldið áfram að setja úrvals fisk í ódýrar pakkningar er gefa hluta af þeim gjaldeyri sem annars væri hægt að fá því markaðir eru nægir. Einu við- brögð þessara aðila eru að fá erlent vinnuafl sem er mun dýrara. Þetta erlenda fólk fær fríar ferðir til og frá landinu, frítt fæði og húsnæði en hefur yfirleitt enga starfsþjálfun í fisk- vinnslu." Verkamannasambandið segir að þetta ástand sé hreint tilræði við þessa undirstöðuatvinnu- grein íslendinga og segist ekki skilja þá hagfræði að fiskur skulu unninn í ódýrar umbúðir vegna manneklu þegar Ijóst megi vera að hægt sé að fá fjölda af þrautþjálfuðu fólki til starfa ef launakjörin væru bætt. Hagnaður fiskvinnslunnar yrði mikill þvíverðmismunur á erlendum mörkuðum milli dýrra og ódýrra pakkninga sé oft á tíðum meiri en allt kaup verkafólks. Banaslys við Breiðholtsskóla: Þrettán ára piltur varð undir rútubíl ■ Banaslys varð við Breið- holtsskóla laust eftir klukkan átta í gærmorgun. Þrettán ára piltur varð undir rútu, og lést hann samstundis. Unglingar úr vinnuskóla Reykjavíkur voru á leið í ferðalag, og biðu eftir rútum þeirn sem skyldu flytja hópinn. Tvær rútur komu urn átta leytið. Þegar verið var að snúa annarri þeirra við varð drengurinn undir bílnum, með fyrrgreindum afleiðingum. Flytja varð ökumann rútunnar á slysa- varðstofu. Hætt var við ferðina sök- um þessa hörmulega atburð-

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.