NT - 27.07.1985, Page 8

NT - 27.07.1985, Page 8
Messur í Reykjavík ■ Guðsþjónustur í Reykja- víkurprófastsdæmi sunnu- daginn 28. júlí 1985. Askirkja. í sumarfríi sóknarprestsins þjónar sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson söfnuðinum. Safn- aðarfólki er bent á messu í Laugarneskirkju. Sóknar- prestur. Bústaðakirkja. Messa kl. 10.00. Ath. sumartímann. Organleikari Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Ólafur Skúlason. Dómkirkjan Messa í kapellu Háskólans kl. 11.00. Dómkórinn syngur. Organleikari Birgir As Guðmundsson. Sr. Hjalti Guðmundsson. Landakotsspítali Messa kl. 10.00. Organ- leikari Birgir Ás Guðmunds- son. Sr. Hjalti Guðntunds- son. Elliheimilið Grund Guðsþjónusta kl. 10.00. Sr. Árelíus Níelsson. Hallgrímskirkja Messa kl. 11.00. Prestur Sr. Bernhaður Guðmunds- son. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudag 30.07., fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 10.30. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Mið- vikudag 31.07., heyrnleys- ingjakirkjan, messa kl. 20.00. Sr. Miyako Þórðar- son. Landspítalinn Guðsþjónusta kl. 10.00. Prestur Sr. Bernharður Guðmundsson. Sr. Karl Sig- urbjörnsson. Háteigskirkja. Messa kl. 11.00. Sr. Tómas Sveinsson. Borgarspítalinn Guðsþjónusta kl. 10.00. Sr. Tómas Sveinsson. Kópavogskirkja Guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 11.00. árdegis. Sr. Árni Pálsson. Langholtskirkja Guðsþjónusta kl. 11.00. Einsöngur Árni Sighvatsson. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Prestur Sr. Si- gurður Haukur Guðjónsson. Minnum á ferð Bæjarleiða með eldra fólk Langholts- safnaðar frá safnaðarheimil- inu þriðjudaginn 30. júlí kl. 13.00. Sóknarnefndin. Laugarneskirkja Messa kl. 11.00. Sólveig Björling syngur einsöng. Þriðjudag 30. júlí, bæna- guðsþjónusta kl. 18.00. Sóknarprestur. Neskirkja Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Fyrirbænamessa miðvikudag 31. júlí kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Seljasókn Guðsþjónusta í Öldusels- skóla kl. 11.00. Altaris- ganga. Síðasta guðsþjónusta fyrir sumarleyfi starfsfólks. Fyrirbænasamvera í Tinda- seli 3, þriðjudag 30. júlí kl. 20.30. Sóknarprestur. Ferðir á vegum Ferða- málasamtaka Suðurnesja sunnudaginn 28. júlí KL 10.00 Höskuldarvellir - Selsvellir - Grænavatnseggjar - Djúpavatn (gönguferð) Ekið er upp á Höskuldar- velli. Þaðan ergengið um Sels- velli þar sem áður fyrr voru selstöður Grindvíkinga. Geng- ið upp á Grænavatnseggjar í Sog og þaðan að Djúpavatni og Lækjarvöllum. Þar verður hópurinn sóttur. Þægileg ganga um grösugar vinjar milli hrauns og hlíða. Áætluð heimkoma til Reykja- víkur laust eftir kl. 17.00. Kl. 13.00 Bláfjallaleið - Kleif- arvatn/Krísuvík - Djúpavatns- leið - Hrútagjá Ekið úr Reykjavík eins og leið liggur upp á Sandskeið þar sem farið verður inn á akleið- ina í Bláfjöll og ekið í Krísu- vík. Komið verður m.a. við á hverasvæðunum og kirkjan - hið sérkennilega guðshús verð- ur skoðuð. Þaðan verður farið um fáfarnari slóðir, svo kallaða Djúpavatnsleið með viðkomu í gróðurvinjunum Vigdísar- völlum og Lækjarvöllum við Djúpavatn. Komið verður við í Hrútagjá, mikilli sprungu er hefur að geyma fjölskrúðugan og gróskumikinn botngróður. Þaðan verður haldið til Reykjavíkur, en þangað verð- ur komið laust eftir kl. 17.00. Leiðsögn er í báðum ferðum. Lagt er upp fra' Um- ferðarmiðstöðinni (BSÍ). Verð kr. 400 fyrir fullorðna, 200 kr. fyrir 12-15 ára. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðn- um. inu, Klapparstíg 27. S. 21090 Stefánsblóm, Njálsgötu 65. S 10771. Bókabúð Olivers Steins Strandg. 31, Hafnarf. S. 50045. Vakin er athygli á þeirri þjón- ustu að tekið er á móti minning- argjöfum í síma skrifstofunnar 15941 og minningarkortin síðan innheimt hjá sendanda með gíróseðli. Þá eru einnig til sölu á skrif- stofu félagsins minningarkort Barnaheimilissjóðs Skálatúns- heimilisins og Minningarsjóðs Guðnýjar Ellu Sigurðardóttur. Hana-nú í Kópavogi Félagar í frístundahópnum Hana-nú í Kópavogi takið eftir. Gönguklúbbur hópsins tekur til starfa laugardaginn 27. júlí. Við mætum að Digranes vegi 12 kl. 10.00 fyrir hádegi og göngum um bæinn og næsta nágrenni í klukkutíma. Allir Kópavogsbúar, ungirsem aldnir eru velkomnir með í labbið. Frístundahópurinn Hana-nú Happdrætti Þroskahjálpar Dregið hefur verið í alman akshappdrætti Landssamtak anna Þroskahjálpar fyrir maí Upp kom númerið 4226. Vinn ingsnúmer á árinu eru: 2340 5795, 2249 og 9267. Skortur á hjúkrun Á fundi stjórnar Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri 19 júlí 1985 var samþykkt eftirfar andi ályktun: „Stjórn F;S.A. lýsir áhyggj um sínum vegna þess skorts sem orðinn er á hjúkrun við sjúkrahús landsins. Lokun Hjúkrunarskóla íslands mun Skrifstofu félagsins, Háteigs- enn auka þennan skort. Því vegi 6. S. 15941. Bókabúð skorar stjórn F.S.A. á yfirvöld Braga, Lækjargötu 2. S. 15597. heilbrigðis- og menntamála að Bókaversf. Snæbjarnar, Hafn- aflétta öllum áformum um lok arstræti 4. S. 14281. Kirkjuhús- un Hjúkrunarskóla íslands. Minningarkort Styrktarfélags vangefinna fást á eftirtöldum stöðum: _____________Mim SigurðurGreipsson F. 22. ágúst 1897 - D. 19. júlí 1985 Þann 19. þessa mánaðar lést á sjúkrahúsinu á Selfossi móð- urbróðir minn Sigurður Greips- son, fyrrum skólastjóri og bóndi í Haukadal. Hann var fæddur í Haukadal 22. ágúst 1897 sonur 'hjónanna Katrínar Guðmunds- dóttur og Greips Sigurðssonar bónda í Haukadal. Hér verður ættin ekki langt rakin, en Sig- urður afi hans var Pálsson bóndi og hreppsstjóri í Haukadal. Kona Sigurðar Pálssonar var Þórunn Guðmundsdóttir, Ei- ríkssonar hins ríka í Haukadal og síðar í Miðdal í Mosfells- sveit. Kona Guðmundar var Guðbjörg Jónsdóttir Magnús- sonar frá Ósabakka á Skeiðum. Móðurafi Sigurðar var Guð- mundur bóndi á Stóra-Fljóti Jónsson Sveinbjörnssonar í Tungufelli. Kona hans var Jó- hanna Jónsdóttir bónda á Kóps- vatni Einarssonar. Sigurður var yngstur 9 syst- kina en af þeim komust 7 til fuliorðinsára Greipur faðir þeirra lést vorið 1910 þegar Sigurður var á þrettánda ári.Faðir ntinn Kristján Lofts- son frá Gröf í Hrunamanna- hreppi réðst árið 1912 til bús- forráða með ekkjunni og giftist síðan Guðbjörgu systur Sigurð- ar. Þau bjuggu síðan í Haukadal til 1929 er þau fluttu að Felli sömu sveit. Á æskuárum Sigurðar var ungmannafélagshreyfingin að skjóta rótum hér á landi. Þá var margt efnisfólk að vaxa upp í Tungunum, sem lagði hönd á plóginn. íslandi allt og heilbrigð sál í hraustum líkama voru eink- unnaroðin. Að sjálfsögðu hreifst Sigurður af hugsjónum ungmannafélaganna, enda átti liann eftir að koma við sögu. Það kom brátt fram að Sig- urður var atgerfismaður til sálar og líkama. Hugur hans stóð til mennta, stundaði nám í Gagn- fræðaskólanum í Flensborg, lauk búfræðinámi frá Hólum árið 1917. Þá stundaði hann nám í lýðskólanum í Voss í Noregi árið 1920 og loks í íþróttaskóla Níelsar Bukks í Óllerup í Danmörku veturinn 1926 til 1927. Hann stundaði ýmsa vinnu jafnframt náminu. Var m.a. farkennari í Tungunum og ráðs- rnaður hjá sr. Eiríki á Torfa- stöðum. Á þessum árum festi hann kaup á jörðinni Bryggju sem var hjáleiga í Haukadal- storfunni, og kom þar upp sauð- fjárbúskap. Með ungmannafélagshreyf- ingunni vaknaði íþróttaáhugi og voru glíma og sund þar í önd- vegi. Átján ára glímdi Sigurður á Héraðsmóti Skarphéðins og fékk fegurðarverðlaun. Islands- glímuna vann hann svo 1922 og hélt íslandsbeltinu í sex ár. Það þótti mikill frami á þeim tíma. Sigurður kom oft heint að Haukadaléþessum árum. Hann var auðfúsugestur, kunni frá mörgu að segja og komst vel að orði. Við systkinin kölluðum hann Sigga frænda. Einhvertím- ann um hávetur kom hann inn úr hríðarsortanum og hafði gengið langan veg á skíðum með spjót fyrir skíðastaf. Við krakkarnir, vorunt ekki í vafa unt að hann hefði sómt sér vel meðal fornkappanna. Þá var hann ekki fyrir að liggja á liði sínu ef svo bar við. Eitt sumarið var faðir minn liðfár að hefja sláttinn. Þá kom Sigurður óvænt, morguninn eftir voru þeir báðir komnir í teiginn og skáraði vel undan þeim. Þeir slógu túnið á viku, en það voru mikil afköst. Þá vil ég geta eins atviks frá löngu liðnum árum. Það var unt vetur í snjó og frost að kind lenti í svelti í klappar- hólnta í Tungufljóti. Jökulvatn- ið beljaði fram beggja veggna hólntans í strengjum og fossa- föllum. Þangað var hvorki vætt né reitt. Sigurður steypti sér í vatnsflauminn og synti út í hólmann, kindin bjargaðist og honum varð ekki meint af volk- inu. Ég hygg að enginn annaren hann hafi stigið á þennan hólma, hvorki fyrr né síðar. Mér finnst að þessi glíma hans við jöklulfljótið minni á að hon- um var fært það sem fáir muni eftir leika. Sigurður ferðaðist um landið á vegum ungmennafélaganna til fræðslu um íþrótta og bindind- ismál. Hann var formaður Héraðsambandsins Skarphéð- ins í 44 ár. Þar lagði hann fram mikla og fórnfúsa vinnu, sem bar vott um óbilandi trú hans á hugsjónum ungmennafélag- anna. Þá var hann um skeið í stjórn Ungmennafélags íslands og í hreppsnefnd Biskuptungna. Vorið 1927 ákvað Sigurður að stofna íþróttaskóla að Haukadal. Hóf hann byggingu íþróttahúss á hverasvæðinu við Geysi skammt frá gamla bænum. Sú framkvæmd var meira hafin af stálvilja og hug- sjón en á efnahagslegum grunni. .Þrátt fyrir marga erfiðleika sem þurfti að yfirstíga og með þrot- lausri vinnu tókst að koma upp skólahúsi og sundlaug og hefja skólastarfið þá um haustið. Skólann rak Sigurður síðan til ársins 1969. Iþróttaskólinn í Haukadal var vel metinn og aðsókn að skólanum var góð. Um sjálft skólastarfið verð ég ekki langorður, því ég hygg að aðrir nemendur hans geri því máli skil, því ég veit að margur hlaut þar gott veganesti. Sigurð- ur rak greiðasölu í skólahús- næðinu yfir sumarmánuðina. Það er fagurt í Haukadal. All- mikið skógarbelti sveigist þar um hlíðarnar og margir berg- vatnslækir falla þar niður á lág- lendið. Mikil heiðarlönd tóku svo við langleiðina innundir Langjökul. Þar var mikill upp- blástur svo að í norðanveðrum stóð moldarmökkurinn suður yfir sveitina. Það var á verksviði Sandgræðslunnar og Skógrækt- ar ríkisins að hefta jarðeyðing- una. Því var það að ráði að Sigurður seldi meginhluta jarð- arinnar framangreindum aðil- um. Landið var friðað, upp- blásturinn að mestu heftur og verulegt átak gert í skógrækt á svæðinu, þar sem barrtrén þríf- ast vel og verða með tímanum að nytjaskógi. Kona Sigurðar var Sigrún Bjarnadóttir frá Bóli í Biskups- tungum. Þeim varð sex barna auðið og eru fjórir synir á lífi. Sigrún var mikil starfskona og stóð fyrir heimilishaldinu af miklum myndarskap. Fráfall hennar varð Sigurði mikið áfall og því fremur að heilsa hans var farinn að bila. Glíman við sjúk- dóm og ellikerlingu varð honum erfið. Svo örgeðja og skapríkur sem hann var gekk honum illa að sætta sig við að geta ekki fylgt hugðarefnum sínum eftir þegar þrekið var þrotið. Sigurð- ur var ritfær í besta lagi svo sem kunnugt er. Hinu bar minna á að hann var vel skáldmæltur ef hann vildi það við hafa. Ég ætla að enda þessi minn- ingarorð með þrem vísum, sem ég náði að skrifa niður þegar hann heimsótti okkur til Vest- mannaeyja fyrir unt það bil tíu árum. Vinur minn í dag er dáinn dauðinn sækir alla heim, heggur stórt og hvessir Ijáinn, hann erekki aðguða á skjáinn, flýgur hljótt um fold og geim. Allir hljóta að greiða gjaldið, glögg eru plögg í skilum þcim. Harður dauðinn hefur valdið, hvað mun svo á hakvið tjaldið Hvert er þá að halda heim. Laugardagur 27. júlí 1985 8 Vonin lifir veik er trúin, víst er lífsins geislaskin. glymur varla Gjallarbrúin, gleymdum fyrir hófadyn. Erfiðum er ellilúinn, annan kysi ég betri vin. Svo votta ég sonum Sigurðar og vandamönnum fyllstu samúð og kveð frænda minn með þakk- látum huga. Sigurgeir Kristjánsson. Það eru full 60 ár síðan Sig- urður Greipsson var á ferð um Vestfirði og ég sá hann fyrst. Þá var hann glímukonungur ís- lands og sambandsstjóri U.M.F.Í. I þessari Vestfjarða- för hélt hann sums staðar glímu- námskeið en kom auk þess til þeirra ungmennafélaga sem á leið hans voru. Það var ekki hversdagsvið- burður þá að þess væri kostur að sjá mann af öðru landshorni og heyra hann flytja mál sitt. Þá var pað atburður að sjá þjóð- kunnan mann. Sigurður Greipsson flutti yfir okkur erindi um örfok á landi og þjóð. Lítt man ég að rekja efni þess en það vakti til um- hugsunar og hafði sín áhrif leng- ur en meðan það var flutt. Þrátt fyrir gróðureyðingu vestra er örfok þar engan veginn sam- bærilegt við það sem víða blasir við augum á eldgosasvæðum landsins. Og svo var það fólkið. - uppblásturinn, rótleysið og auðnin í hugum þess. Um það bil 15 árum síðar kom ég í Haukadal og var gestur í skóla Sigurðar Greips- sonar. Hann rak um alllangt skeið íþróttaskóla á föðurleifð sinni. Eg held að skólinn hafi starfað þrjá mánuði á vetri. Ekki er ég fróður um námsskrá þar. Hitt veit ég þó að takmark skólans var að græða manndóm líkama og sálar. Skólinn var hugsaður sem þáttur í viðnámi gegn örfoki á landi og þjóð. Sigurður kenndi íþróttir sjálfur en hafði með sér kennara í bóklegum fræðum. Þetta var grundvöllur kynna minna við Sigurð Greipsson en auk þess vorum við saman á nokkrum sambandsþingum ungmennafélaga. Er mér þá minnisstæðast sambandsþingið og landsmótið í Haukadal 1940. Það landsmót var á ýmsan hátt nýmæli. Áhugi ogfögnuðurSig- urðar Greipssonar vegna þess framtaks eru mér ógleymanleg- ir. Þetta eru fáein kveðjuorð. skyldug viðjtrkenning þess að það er gæfa að hafa þekkt mann eins og Sigurð Greipssón, hug- sjónamann, sem helgaði líf sitt áhugamálum sínum. Hinir nýju skógarteigar í Haukadal eru samboðnir minningu hans, - staðfesting þáttaskila í baráttu við örfokið. H.Kr. AfmæliS" og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. Hjörtur Jóhannsson Laugaskarði, Hveragerði Fæddur 12. nóvember 1925 Dáinn 21. júlí 1985 Ég get ekki látið vera að beina til þín nokkrum orðum vinur, þó að þú eigir ekki hægt með að svara eða leiðbeina um það sem betur mætti fara. Okkur, sem munum þig síkvik- an og kátan, er ekki auðvelt að skilja að nú sést þú ekki lengur meðal okkar. Nýliði í kennaraliðinu í Hveragerði fyrir 11 árum hlaut að taka eftir þér þessum táp- mikla heimamanni. Einkum var það ósérhlífnin og atorkan, sem hlutu að vekja athygli gestsins. Hitt vakti ekki síður furðu hversu langan starfsdag þú áttir þá þegar við kennslu og leið- togastörf enda mættir þú ungur til starfa og varst auk þess einn þeirra manna, sem engan tíma hafa til að eldast. Hressileg framkoma þín og hreinskiptar athugasemdir voru einnig stöðugt krydd í tilveruna á kennarastofunni. í skjólsælli hvilft ofan Varmár, þar sem hinn aldni kappi Lárus Rist horfir af stuðla- bergsdrangi sínum yfir sund- laugina í Laugaskarði, var þitt konungsríki. Ekki konungsríki hins makráða drottnara, sem skipar þegnum sínum til vinnu, heldur ríki þess höfðingja, sem taldi sig ætíð helsta þjón gesta sinna og starfsmanna. Þar varst þú ávallt í fararbroddi og gættir staðarins jafnt á nóttu sem degi með hugarfari þess manns, sem setur hagsmuni sinnar stofnunar ofar eigin hag. Þrátt fyrir langan vinnudag hafðir þú einnig tíma til að sinna fjölbreyttum félags- og tómstundastörfum, og gestur- inn á heimili þínu mætti þeirri hlýju gestrisni sem ætíð hefur fylgt þér og fjölskyldu þinni. Þegar ég nú set saman þessar fátæklegu línur finnst mér nán- ast sem ég heyri glaðlegan hlát- ur þinn að baki mér með vin- samlegri ábendingu um að nú sé nóg komið. Sjálfsagt er að hlíta því en ég bið þess og veit að minningin um þrótt þinn og jákvætt lífsviðhorf verður ást- vinum þínum styrkur á stund sorgarinnar. Þegar tómleikinn yfir því að vita þig ekki lengur á meðal okkar sækir að finn ég jafnframt til þakklætis fyrir þá gæfu að hafa átt þig að sam- ferðamanni um nokkra stund. Með kveðju og þökk. Björn Pálsson

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.