NT


NT - 07.08.1985, Side 3

NT - 07.08.1985, Side 3
Miðvikudagur 7. ágúst 1985 Einn slasaðist nokkuð og tveir til viðbótar minna á aðfaranótt mánudags þegar Sunbeam bíll fór út af Þingvallaveginum við Tjaldanes. Aðdragandinn var sá að hestur á veginum neyddi bðinn til að víkja með þeim afleiðingum að bflstjórinn missti stjórn á bflnum, sem endastakkst ofan í skurð og valt, með þeim afleiðingum að bíllinn gjöreyðilagðist. Að sögn lögreglunnar er ökumaðurinn grunaöur um að hafa verið undir áhrifum áfengis. NT-mynd: Svemr Ók á hross og stakk af ■ Ekið var á hross við annan afturfót. Aflífa varð bæinn Grófa Gerði , rétt við Grímsárvirkjun, í grennd við Egilsstaði. Sökudólgur- inn hvarf af slysstað og skyldi hrossið eftir með mölbrotinn hrossið á staðnum. Lýst er eftir vitnunt að atburðinum, sern átti sér stað aðfaranótt mánudags. Ráðstefna um beitarrannsóknir á norðurslóðum: „Betra að spyrja en gera dýr mistök“ - segir Ólafur Guðmundsson hjá RALA Ferðalangur í sóttkví ■ Lítill hundur af blendings- kyni hefur verið í sóttkví hjá lögreglunni á Kirkjubæjar- klaustri síðan föstudag 2. ágúst síðastliðinn, vegna ólöglegrar komu til landsins. Lögreglan fyrir austan fékk upphringingu á föstudag um að frönsk hjón hefðu komið með hundinn inn til landsins í ferj- unni Norrænu. Því fór lögregl- an, eftir að hafa ráðfært sig við dýralækni, inn í Eldgjá þar sem hjónin voru að viðra hundinn og tók hann í sínar vörslur. Ekki telur lögreglan aö lijón- in frönsku hafi viljandi smyglað hundinum til landsins heldur sé því um að kenna að engar upplýsingar sé að finna í bækl- ingum erlcndis um að óleyfilegt sé að koma með lífdýr til íslands. Fyrir brot sitt borguðu hundeigendurnir margar þús- undir króna. ■ „Hugmyndin að þessari ráð- stefnu vaknaði fyrir tæpum 10 árum þegar ég og Andrés Arn- alds hjá Landgræðslunni unnum saman að stórum beitartilraun- um sem voru hluti af þjóðargjöf- inni uppúr 1974,“ sagði Ólafur Guðmundsson hjá Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins þegar NT innti hann eftir ráðstefnu um beitarrannsóknir á norður- Iðnaðarbankinn: Skuldabréf ■ Iðnaðarbankinn hefur nú öðru sinni gefið út flokk verðtryggðra skuldabréfa til sölu á verðbréfa- markaði. í frétt frá bankanum segir að talið hafi verið tímabært að auka fjölbreytni og sveigjan- leika í þessari þjónustu og því sé þessi nýi flokkur boðinn út. Skuldabréf þessi eru látin í skipt- um fyrir verðtryggð skuldabréf sem fyrirtæki eða einstaklingar gefa út. Þeir sem fá Iðnaðarbanka- bréfin afhent annast síðan sjálfir sölu þeirra. en verðbréfasalar og Iðnaðarbankinn taka að sér slíka þjónustu. 1 hinum nýja skuldabréfaflokki er hvert bréf að verðgildi 50 þús. krónur, samtals að upphæð 25 millj. króna að nafnverði. Skuldabréfin eru til 5 ára með einum gjalddaga á ári. Bréfin bera 2% vexti p.a. og eru verðtryggð miðað við lánskjaravísitölu. Raunvextir bréfanna munu liins vegar ráðast af framboði og eftir- spurn á fjármagnsmarkaðinum. Iðnaðarbankinn gaf áður út skuldabréfaflokk í marsmánuði sl. Þau bréf eru sögð hafa selst jafn óðum og þau hafa verið sett á markaðinn. Banaslys ■ Maður beið bana þegar hann féll af hestbaki við bæinn Ytri-Skörðugil í Skagafirði. Nafn' mannsins var Sigmar Benediktsson til heimilis að Víðigrund 14, Sauðárkróki. Sigmar heitinn lætur eftir sig konu og tvö börn. slóðum, sem nú stendur yfir á Hvanneyri. Hugmyndin er sú að beiti- landið verði betra og það ætti að auka afurðir af fé og það hlýtur að koma bændum til góða og væntanlega neytendum líka, þegar fram líða stundir. En um beinan hagnað af ráðstefnunni er ekkert hægt að segja að svo stöddu, því það tekur langan tíma að breyta beitarlandinu, sagði Ólafur Guðmundsson. Fundinn sitja beitarsér- fræðingar frá hinum Norður- löndunum, Skotlandi, Eng- landi, írlandi og norðlæguni rfkjum Bandaríkjanna, auk fulltrúa frá Sovétríkjunum og Grænlandi. „Gróðurskilyrði eru nokkuð breytileg í þessum löndum en þau eiga það sameiginlegt að vera á norðlægum slóðum og þar er kuldinn óvinurinn. A þessari ráðstefnu er afar mikil þekking saman komin og við getum vissulega nýtt okkur hana. Það er nefnilega mikið betra að spyrja útlendingana og skiptast á upplýsingum heldur en standa í kostnaðarsömum tilraunum og gera dýr mistök,“ sagði Ólafur. Á ráðstefnunni verða flutt 32 erindi, þar af flytja íslendingar 5. Ráðstefnan fer fram á ensku og verða öll erindin sem þar eru flutt, gefin út í sérstakri bók, síðar á árinu. Mjög takmörkuðum fjölda fræðimanna er boðið á ráðstefn- una og er fyrst og fremst litið á hana sem sameiginiegan vinnu- fund þessara sérfræðinga. ( ur sagðist gera ráð fyrir þv farið verði fram á framl þessarar ráðstefnu í frarr inni. Kostnaður vegna komu lendu fræðimannanna er mestu greiddur með styrk sem vísindasjóður NATO veitti til ráðstefnuhaldsins. ■ Dr. Ólafur Guðmundsson hjá Rannsóknarstofnun landbúnað- arins, hann og Andrés Arnalds hjá Landgræðslunni áttu upphaflegu hugmyndina að ráðstefnunni um beitarrannsóknirnar. NT-mynd-G.E. bréf in innanlands - segir Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða „Við hefðum talið eðlilegra að einhverjum aðilum innan- lands, og þá einna helst starfs- mönnum Flugleiða, hefði verið gefinn kostur á að kaupa hluta- bréfin," sagði Sigurður Helga- son forstjóri Flugleiða þegar NT spurði hann í gær hvernig honum litist á að fjármálaráð- herra tæki tilboði Birkis Bald- vinssonar, sem búsettur er í Luxemborg, í eignarhlut ríkis- ins í Flugleiðium. „Við sáum ekki að það væri arðsemi í að kaupa bréfin á nfföldu verði og starfsmenn fé- lagsins töldu sig ekki ráða við það.“ Að sögn Sigurðar var ákveð- inn áhugi hjá starfsmannafélag- inu að kaupa bréfin og stjórn Flugleiða hafði samþykkt að aðstoða félagið við kaupin. Starfsmannafélagið hafði sam- band við Albert Guðmundsson á sínum tíma og vildi hefja viðræður um kaup á bréfunum, en síðan auglýsti hann þau til sölu og eingöngu á níföldu nafn- verði. „Okkur fannst það of hátt miðað við þá arðsemi sem við sjáum í fyrirtækinu." En hversvegna hefur Birkir áhuga á að kaupa bréfin á þessu háa verði, fyrst þið teljið að ekki sé arðsemisgrundvöllur fyrir kaupunum? „Nú hann hlýtur að hafa þessa tröllatrú á Flugleiðum og stjórn- endum fyrirtækisins að það gefi þetta mikinn arð,“ sagði Sigurð- ur Heigason, forstjóri Flug- leiða. Albert Guðmundsson sagðist í gærkvöldi vera búinn að lesa yfir tilboðið og fljótt á litið sæi hann cnga óyfirstíganlega agnúa á því. Birkir cr tilbúinn að kaupá bréfin á 63 milljónir króna, scm cr sama verð og sett var á þau. Hinsvegar vildi Al- bert ekki upplýsa hvcrnig af- borgunarskilmála Birkir byði upp á. 26 ára gamall maður í gæsluvarðhald: Réðist á stúlku og reif af henni fötin - stúlkan kærði nauðgun ■ Tuttugu og sex ára gamall maður hefur verið úrskurðað- ur í gæsluvarðhald, eftir að tvítug stúlka hefur kært hann fyrir nauðgun aðfaranótt sunnudags. Maðurinn réðist að stúlk- unni á Suðurlandsbraut. og dró hana inn í húsasund. Við það hlaut hún áverka, rispur og fleiður, sem blæddi úr. Arásarmaðurinn reiffötin utan af stúlkunni, og bar hún við yfirheyrslur að maðurinn hefði komið fram vilja sínum. Mað- urinn neitar því, og hefur hann verið úrskurðaður í gæSluvarð- hald fram til 21. ágúst,4meðan málið er rannsakað. Lögreglan náði manninum stuttu eftir árás- ina með aðstoð vegfarenda. Árásarmaðurinn er búsettur úti á landi, og hefur ekki fyrr komið við sögu lögreglu. Ragnar Vignir aðstoðaryfir- lögregluþjónn hjá RLR sagði í samtali við NT í gær að um hrottalega árás væri að ræða, þar sem veist væri að vegfar- enda, og hefði maðurinn ekki þekkt stúlkuna áður. Hlutabréf Flugleiða: Eðlilegra að selja

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.