NT


NT - 07.08.1985, Side 4

NT - 07.08.1985, Side 4
Miðvikudagur 7. ágúst 1985 4 Beðið eftir vinveitinga- leyfum ■ Það hefur verið sagt um Hafnar- fjörð, að bæjarlífið líði fyrir nálægð- ina við Reykjavík. Enda er það svo að rölti maður um í miðbænum eftir að bankar og búðir loka, þá er harla lítið um að vera. Enn eru sýndar kvikmyndir í Árnabíó, sem kallast nú Hafnarfjarðarbíó, en Bæjarbíó hefur verið tekið undir starfsemi Leikfé- lagsins. Nokkrar sjoppur eru opnar og vídeóleigurnar eru á sínum stað. Vilji bæjarbúar hinsvegar skreppa á pöbb eða út að borða og fá sér rauðvínsglas ineð steikinni, verða þeir að bregða sér bæjarleið, til Kópavogs eða Reykjavíkur. I Hafnarfirði má vissulega finna kjúklingastað, hamborgarastað og veitingahús upp á gamla mátan, með sósudrekktum lambasneiðum. Allir þessir staðir eru í nýja verslunarhverf- inu töluvert frá gamla miðbænum. Sem eðlijegt er þá eru margir Hafnfirðingar ekkert yfir sig ánægðir með þessa þróun og vilja reyna að snúa henni við. Þeir vilja reyna að efla mannlífið í gamla miðbænum. Ein leið til þess er að koma til móts við óskir fólksins og starfrækja veit- ingahús með vínveitingum. En slíkt gengur ekki harmkvælalaust fyrir sig. Þrjú ný veitingahús Upp úr áramótum ákváðu þrír aðilar, hver í sínu horni, að opna veitingahús í Firðinum. Það fyrsta hefur þegar opnað, en það er veit- ingahusið Riddarinn, sem Sjöfn Gunnarsdóttir starfrækir. Eað er í nýbyggingu, sem reis á sama stað og Hafnarkaffi var, en Sjöfn rak það einnig. Það er verið að endurbyggja og innrétta fyrir veitingahúsarekstur tvö gömul hús í miðbænum. Annað þeirra er Hansensbúð, sem var upp- haflega reist árið 1880 af P.C. Knudtzon, sem var með selstöðu- verslun íhúsinu. Hitt húsið erStrand- gata 55, en það hús mun vera næst elsta hús bæjarins, byggt árið 1841 af Matthíasi Mathiesen. Arkitekt að öllum þrem húsunum er Páll V. Bjarnason. Páll sýndi blaðamanni NT húsin í síðustu viku. Var fyrst staldrað við á Strandgötu 55, en eins og fyrr sagði er það næst elsta hús Fjarðarins. Sagði Páll að húsiö hefði verið mjög illa farið enda hefur það staðið autt í áraraðir. Petta er gamalt timburhús, en upp úr 1940 var það forskalað og kom í ljós þegar forsköplunin var brotin utan af húsinu að viður var grautfúinn og algjörlega ónothæfur. Þakviðurinn reyndist hinsvegar í ágætu ásigkomulagi. Á Strandgötu 55 var fyrsti vísir að Stýrimannaskóla á íslandi. Seinna var þar fyrsti læknisbústaðurinn og apótekið í Hafnarfirði, en Þórður Edilonsson, læknir, bjó þar. Seinna var svo verslun í húsinu og pakkhús í hluta af því. Nú á þetta gamla hús að fá enn eitt hlutverk. Akurgerðislóðin Við endurbyggingu hefur verið stuðst við gamlar ljósmyndir, auk þess, sem nokkuð má sjá byggingar- lagið þegar klæðningin hcfur verið rifin utan af húsunum, en stefnt er að því að láta húsin halda sem uppruna- legustu útliti. Frá Strandgötunni var haldið yfir á Akurgerðislóðina. En þar standa Hansensbúð og Riddarinn gegnt hvoru öðru. Á milli þeirra, örlítið innar í lóðinni er svo Sívertsenhúsið, sem mun vera elsta hús bæjarins, byggt 1803-1805. Þar er nú byggða- safnsvörður Hafnarfjarðar með að- stöðu. Við hliðina á því er Bryde- pakkhúsið sem var byggt á árunum 1866-1868. Er nú verið að leggja ■ Fr.v. Ólafur Auðunsson, trésmiður, annar af eigendum Hansensbúðar, Páll V. Bjarnason, arkitekt og Auður Sveinsdóttir, landslagsarkitekt. ■ Akurgerðislóðin árið 1883. Þetta mun vera elsta varðveitta myndin af Hansensbúð, tekin af Sigfúsi Eymundssyni þrem árum eftir að húsið var byggt. Pakkhúsin lengst til vinstri eru horfín en þar stendur nú Riddarinn. Yfir pakkhúsið gnæfir Bryde-pakkhús og viö hliðina á því er Sívertsenshúsið. Við tröppuna á Hansensbúð stendur m.a. P.C. Knudtzen, sem reisti húsið. Eitt af börnunum á myndinni mun vera Knud Simzen, seinna borgarstjóri Reykjavíkur. ■ Akurgerðislóðin eins og hún lítur út nú. í pakkhúsinu verður opnað Sjóminjasafn íslands og í Sívertsenshúsinu hefur byggðasafnsvörður aðstöðu. Hansensbúð lengst til hægri. síðustu hönd á endurbyggingu þess og er vonast til að henni íjúki í ár. Páll V. Bjarnason er einnig arkitekt af endurbyggingu pakkhússins en það á að hýsa Sjóminjasafn íslands. Það má því segja að Páll eigi mestan veg og vanda af þessari „torfu“ Hafnfirðinga á gömlu Akurgerðislóðinni. Auður Sveinsdóttir, landslagsarkitekt, hefur séð um lóðina. Andstætt Strandgötu 55, þá reyndist viðurinn í Hansensbúð nánast ófúinn þegar járnið var rifið utan af húsinu. Allir burðarviðir hússins voru heilir og klæðningin mjög heilleg. Hinsveg- ar kom upp eldur í húsinu árið 1942 og eru bitar inn í húsinu sviðnir og enn svartir af sóti. í Hansensbúð hittum við Ólaf Auð- unsson, trésmið frá Selfossi. Hann og kollegi hans Hreiðar Hermannsson, einnig búsettur á Selfossi, keyptu Hansensbúð í vor og hyggjast leigja húsið út til veitingareksturs er endur- smíðinni lýkur í september. Ólafur var spurður að því, hvernig á því stæði að trésmiðir frá Selfossi keyptu gamalt hús í Hafnarfirði, sem þeir ætluðu síðan að leigja út. Ólafur sagði að þeir félagar hefðu frétt af þessu húsi og þegar þeir höfðu skoðað það nánar dauðlangaði þá að gera það upp svo húsið yrði bæjar- prýði. Vínveitingaleyfin Til þess að hægt sé að reka fyrsta flokks veitingahús eins og ætlunin er í öllum húsunum, verða húsin að geta boðið upp á vínveitingar með matnum. Hafa allir aðilar fengið vilyrði frá bæjarstjórn um að hún muni mæla með vínveitingaleyíum til húsanna. Þar með er þó björninn ekki unninn, því samkvæmt nýjum reglum, sem dómsmálaráðherra hef- ursett, þá mun skoðun áfengisvarnar- nefndar í viðkomandi bæjarfélagi ráða, stangist hún á við skoðun bæjar- stjórnar. Hingað til hefur það aldrei gerst að áfengisvarnarnefnd Hafnar- fjarðar hafi mælt með því að veitinga- hús fái vínveitingaleyfi. Nýlega gerðist það að veitingahúsið Tess sótti um vínveitingaleyfi til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Mælti bæjarstjórn með því að húsið fengi leyfið. Dómsmálaráðuneytið leitaði álits áfengisvarnarnefndar, sem var nei- kvætt og var því húsinu synjað um leyfið. Bæjarstjórnin samþykkti þá harðorð mótmæli til dómsmálaráð- herra og gagnrýndi þessa meðferð. Mótmælin hafa enn ekki verið tekin fyrir í ráðuneytinu. Riddarinn hefur þegar sótt um vínveitingaleyfi og Iiggur umsóknin nú fyrir hjá áfengisvarnarnefnd til umsagnar. Sjöfn Gunnarsdóttir sagði, að framtíð staðarins réðist algjörlega af því hvort hún fengi leyfið eða ekki. Hún sagði að aðsókn- in væri þokkaleg í hádeginu og kaff- inu, en ætli fólk að gera sér dagamun og fara út að borða á kvöldin. þá vill það geta fengið sér vín með matnum. Ólafur Auðunsson, eigandi Hans- ensbúðar, sagðist ekki hafa trú á öðru en að þessir staðir fengju vínveitinga- leyfi, þeir uppfylltu allar kröfur sem gerðar væru, t.d. hvað varðaði stað- setningu, en engin íbúðarhús eru í nágrenni staðanna. Sagðist hann ekki geta séð hvernig dómsmálaráðherra gæti staðið á því að neita þeim um vínveitingaleyfið. Handverk forfeðranna varðveitt Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvernig þess mál þróast, hvort Hafnfirðingum verði treyst til að hafa veitingahús sem bjóða upp á vínveitingar eða ekki. Og fáist vín- veitingaleyfi á staðina, hvort þróun- inni verði þá snúið við og Reykvíking- ar fari að sækja viðbitið bæjarleið eins og Ólafur lét í veðri vaka. Á meðan Hafnfirðingar bíða úr- skurðarins geta þeir þó huggað sig við það, að þessi gömlu hús sem voru þyrnir í augum margra, vegna síns hrörlega ástands, eru nú að breytast í bæjarprýði og minna vegfarendur á sögu bæjarins. Við báðum Pál V. Bjarnason, arki- tekt, að segja okkur að lokum gildi þess að varðveita gömul hús. „Það er okkar siðferðislega skylda við forfeðurna, að varðveita hand- verk þeirra. Það er einnig skylda við okkur sjálf því með þessu varðveitum við hluta af sögu okkar. Þar að auki er nauðsynlegt fyrir okkur að skilja byggingaraðferðir fortíðarinnar og læra af þeim, því þær eru hluti af þróun byggingarlistarinnar, sem ekki má hverfa. Það sem einkennir þessa byggingarlist er hinn smágerði mæli- kvarði og fjölbreytileiki byggðarinn- ar. Með góðu viðhaldi á þessum gömlu hverfum og með réttu efnis- og litavali, lífgum við upp á svipmót bæjarins og varðveitum sögu okkar um leið.“ Texti og myndir Sáf

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.