NT


NT - 07.08.1985, Síða 24

NT - 07.08.1985, Síða 24
LÚRIR ÞÚ Á FRÉTT? HRINGDU M I SIMA GO-65-62 Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónurfyrirhverja ábendingu sem leið ir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 Þyngjum viðurlögi - segja viðmælendur NT ■ Pað er því miður staðreynd að allt of margir ökumenn hika ekki við að ræsa ökutæki sitt og aka af stað eftir að hafa fengið sér einn eða tvo snafsa. Þetta hefur verið vandamál lengi og er ekki enn séð fyrir endann á þessu böli. Eins og fram kemur annars- staðar í blaðinu voru tugir ökumanna teknir við meinta ölvun við akstur um liðna versl- unarmannahelgi, sem betur fer áður en þcir unnu öðrum og sjálfum sér verulegt tjón. En hvað er gert við þá öku- menn sem teknir eru drukknir undir stýri? Jú, þeir fá peninga- sektir og missa bílprófið í cin- hvern tíma, minnst einn mánuð, mest þrjú ár. Að þeim tíma liðnum fæst ökulcyfið án tclj- andi vandræða. Viðurlögin við ölvunar- akstrinum cru mun þyngri í sumum nágrannalandanna. Það þekkist til dærnis að drukknir ökumenn liafni í fangelsi og dúsi þar í allt að þrjár vikur. Þeir glata auk þess ökuskírtein- inu íeinhverntímaogergert að greiða fjársektir. Nafnalista í blöðin NT-hefur hafið sérstaka her- ferð gegn ölvunarakstri og urðu nokkrir vegfarendur í miðbæ Reykjavíkur til að segja álit sitt á ölvunarakstri og þeim viður- lögum sem beitt er gegn honum. „Það er einfaldlega fáránlegt að nokkur maður skuli aka bíl undir áhrifum áfengis", segir Jórunn Harðardóttir, ung blómasala. „Mér finnst það nú einum of hörð refsing að setja fólk í fangelsi vegna ölvunar- aksturs. Ég lield að lang mestur árangur náist í barátiunni við drukkna ökumenn, ef lögreglan herðir eftirlit sitt, því það„ er staðreynd að lang flcstir þeirra sem keyra eftir að hafa smakkað áfengi sleppa, og taka þá sjens- inn aftur. Ég þekki nokkra sem misst hafa bílprófið vegna ölvunar- aksturs og þeir hafa allir fengið prófið aftur án teljandi vand- ræða. Það má lengja þann tíma sem fólk er próflaust eftir að það er tekið, en ég held að peningasektir hafi miklu minna að secia en ökuleyfissviftingin. „Heilbrigð skynsemi ætti að nægja til að menn aki ekki undir áhrifum áfengis. Námskeiðfyrir ökumcnn breyta litlu þar um. Ég held að lang áhrifaríkast væri ef dagblöðin birtu nöfn þeirra sem tcknir eru fullir við stýrið, þá skammast þeir sín kannski." Hærri peningasektir Hún Marit Davíðsdóttir var að njóta veðurblíðunnar en tók tufluninni með stóískri ró og sagði að herða ætti allar refsi- aðgerðir gegn ölvunarakstri. „Mér finnst það alger óþarfi að setja fólk í fangelsi fyrir það eitt að aka undir áhrifum áfeng- is, en herða þarf allar refsiað- gcrðir til þess að fólki detti ekki í hug að aka undir áhrifum. Mér finnst að lámarks ökuleyfissvift- ing ætti að vera eitt ár og peningasektirnar mættu að skaðlausu vera miklu hærri. Það ættu allir ökumenn að vita um refsinguna við ölvunarakstrin- um og óttast hana. Mér finnst allt í lagi að veita mönnum ökuleyfið að nýju eftir að þeir hafa tekið út sína refs- ingu, en þá eiga þeir líka að fara í gegnum sérstakt nám- skeið þar sem þeim er áþreifan- lega bent á hættuna sem fylgir ölvunarakstrinum og þá ætti þetta háttarlag síður að endur- taka sig. Ég held að hinar svokölluðu bjórkrár hafi aukið ölvunar- aksturinn til mun, en ég geri ráð fyrir því að það sé einungis bóla sem hjaðnar þegar menn átta sig á því að þeir eru í raun að drekka áfengi á þessum stöðum en ekki „meinlaust" bjórlíki." Ökumenn þurfa að fá sjokk Katrín Ósk Þorgeirsdóttir og Jón Helgason sögðust hafa ákveðnar skoðanir á ölvunar- akstri og þau voru sammála um að stórherða þyrfti viðurlögin við ölvunarakstrinum. „Það þarf fyrst og fremst að auka þekkingu ungmenna á hugsanlegum afleiðingum ölv- unaraksturs", sagði Jón, „og vel kemur til greina að fórnarlömb ölvunaraksturs skýri frá reynslu sinni því hún er oft óhugnanleg og ætti að vera ungum öku- mönnum víti til varnaðar." „Skaði ölvunarakstursins er nefnilega mikill" bætir Katrín við. „Oft verða stórslys og þá eru það margir sem þjást, ekki einungis þeir sem slasast, heldur einnig aðstandendur þeirra og ökumaðurinn sem slysinu veld- ur þjáist oft það sem eftir er æfinnar." Katrín og Jón töldu pöbbana auka ölvunaraksturinn þar sem menn héldu gjarnan að einn bjór ætti ekki að saka. Þeim fannst að ökumaður við fyrsta ölvunarbrot ætti að missa öku- leyfið í eitt ár og æfilangt við ítrekað brot, „og þá meinum við æfilangt." Þeim fannst það vel koma til greina að innleiða einhverskon- ar refsivist við ölvunarakstri hérlendis, því éins og Jón sagði „það er nefnilega alls ekki vit- laust að menn fái dálítið sjokk þegar þeir eru teknir og refsi- vistin ætti að kenna fólki í eitt skipti fyrir öll að áfengi og akstur eiga ekki samleið." ■ Jórunn Harðardóttir: „Heilbrigð skynsemi ætti að nægja til þess að fólk aki ekki undir áhrifum áfengis.“ ■ Marit Davíðsdóttir: „Óþarfi að setja fólk í fangelsi þó það aki ■ Katrín og Jón: „Refsivist kemur til greina.“ undir áhrifum.“ NT-inyndir Róbert.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.