NT - 11.08.1985, Blaðsíða 3
Því lætur fólk einfaldlega ekki vita
af sér.“
I fjölmiðlum að undanförnu hefur
verið bent á að hibakushar séu litnir
hornauga í Japan. Siíkt hefur komið
okkur Vesturlandabúum nokkuð á
óvart og því biðjum við Toshio að
útskýra þetta nánar.
„Þetta er vitanlega flókið mál
eins og oftast er þegar um mismun-
un er að ræða. En á árunum eftir
stríð, þegar Japan var hernumið af
Bandaríkjamönnum voru höft í
gangi hvað varðar upplýsingar um
afleiðingar sprengjunnar. Eins og
vill verða þegar upplýsingastreymi
er takmarkað og ekki liggja fyrir
opinberlega neinar hlutlægar athug-
anir, skapaðist almannarómur og
getgátur um fórnarlömb sprengj-
anna. Þetta var þá í þeim dúr að
ekki væri treystandi að hafa þetta
fólk í vinnu eða láta það tengjast inn
í fjölskyldur annarra, því heilsan og
líkamsástand væri allt úr lagi. Til
dæmis var sagt að við hibakushar
gætum ekki átt börn eða að börn
okkar yrðu vansköpuð. Þetta leiddi
til þess að við urðum annars flokks
borgarar, drógum okkur í hlé og
þögðum. Þessi þögn hefur varað þar
til alveg nýlega og það er kominn
tími til að við látum heyra í okkur.“
Við þetta vill Niki bæta, að það sé
talsvert útbreitt meðal þessa hóps,
að því finnnist eins og það hafi
syndgað eða á því hvíli einhver
skömrn. Þetta er sálfræðilegt atriði
sem stafar af því að fyrst eftir að
sprengjurnar sprungu yfir borgun-
um og neyðin var sem mest, var fólk
alls staðar að biðja um hjálp. Þeir
sem eitthvað gátu, höfðu hreinlega
ekki tök á því að sinna öllum
beiðnum, en eftir situr samviskan
um að kannski hefði það átt að gera
betur. Svona hlutir halda aftur af
fólki og fælir það frá því að koma
fram í dagsljósið.
Það vekur líka athygli, að svo
virðist sem félagsleg staða hibakush-
anna hafi latt þá til að taka þátt í
friðarbaráttu og þeim aðgerðum
sem í gangi eru til að minnast
sprenginganna. Við spurðum þá fé-
lagana hvort þau friðarviðhorf sem
þeir túlka væru jafnframt viðhorf
alls þorra japansks almennings og
hvernig hernaðarsamstarf Japana
og Bandaríkjamanna í dag mæltist
fyrir. Það var Toshio sem varð fyrir
svörum. „Því miður er virk andstaða
gegn kjarnavopnum ekki nægjan-
lega útbreidd í Japan. Ástandið þar
er ekki ósvipað því sem gengur og
gerist á Vesturlöndum hvað þetta
varðar, því stór hluti fólksins er
ekki meðvitaður um þá ógn sem
sífellt vofir yfir okkur. Ég er til
dæmis búinn að nefna hibakushana
í þessu sambandi. Það cr líka ástæð-
an fyrir því að ég ferðast um til að
kynna þennan málstað - ekki bara
erlendis - heldur ferðast ég líka
mikið um í heimalandi mínu í sömu
erindagjörðum."
Og hver eru svo skilaboðin sem
þeir Toshio og Niki vilja flytja
okkur íslendingum? Eftir fjörugar
samræður á japönsku virðast þeir
félagar koma sér saman um að
Toshio skuli eiga lokaorðin í þessu
samtali og við samþykkjum það.
„Meðalaldurinn hjá hibakushum
er orðinn 60 ár en hingað til hafa
þeir haft hljótt um sig. Ég tel hins
vegar að okkur beri skylda til að láta
vita af því sem skeði vegna þess að
reynsla okkar er einstök. Það getur
ekki verið til sá maður sem myndi
vilja nota eins hræðilegt vopn eins
og kjarnorkusprengjan er, ef hann
þekkti afleiðingarnar. Með þessu
getum við því lagt okkar skerf til
friðar í heiminum. Afvopnunar-
hreyfingin í öllum sínum birtingar-
myndum hlýtur að vera eitt það
þarfasta og velkomnasta fyrirbæri
sem mannleg samfélög nútímans
þekkja. í hnotskurn held ég að
þetta sé það sem við höfum að segja
Islendingum.“ B.G.
Umsjónarmenn Helgar-
blaðs:
Atli Magnússon,
Birgir Guðmundsson
og
Jón Ársæll Þórðarson
Þau hafa verid kölluð
Rómeó og Júlía og saga
þeirra er ástarsaga. Þau
voru líka háð eiturlyfjum.
Hann sprautaði sig með
heróíni en hún notaði örv-
andi lyf.
Sjábls. 17,18 og 19.
NT Sunnudagur 11. ágúst 1985 3
í blaðinu í dag er rætt við Tarot-spilin. Um þessar
ungan mann sem fyrir mundir eru staddir hér á
fimm árum hafði vín um landitveirfræðimennsem
hönd áður en hann ók lagt hafa stund á rann-
bifreið. í dag er hann lam- sóknir á táknmáli hinna
aður og bundinn við hjóla- fomu spila. Sjá bls. 6 og 7.
stól. Um lifsreynslu þessa
má lesa á bls. 4 og 5.
)andi, fjölbreytt tíska.
nið, nýir heillandi litir.
Alltsemég helstgœti óskað
mer fra Freemans.