NT - 11.08.1985, Blaðsíða 18
NT Sunnudagur 11. ágúst 1985 22
Játning hryðjuverkamanns í þjónustu ríkisins
■ Það eru fáir óhultir í lögregluríki Pinochets.
Hvað ertu gamall?
Ég er 28 ára.
Þú hefur þá aöeins verið 19 ára
þegar þú varst fenginn til þess að
vinna fyrir DINA (fyrrverandi nafn
umboðs leyniþjónustunnar í Chile).
Nei, ég vann aldrci á vegum DIN A.
Ég tilheyrði SIFA, leyniþjónustu
flughersins. Á þessum tíma vorum
við ekki hlynntir gerðum DINA;
okkur fannst þeir ekki nógu góðir.
Yfirmenn mínir héldu þessu fram.
Jafnvel þótt við værum færri. var starf
okkar árangursríkara. Svo dæmi sé
tekið, þá var það okkar hópur sem
handtók höfuðpaura MIR (hreyfingu
vinstri byltingarsinna).
Hvert fóruð þið með fólkiö sem þið
handtókuö?
Hér áður fyrr fórum við með það
til Academia dc Gucrra. En við
höfðum ekkert með fangana að gera.
Við höfðum enga hugmynd um það
hvort þeir voru látnir lausir eða
dregnir fyrir dóm. En ég veit þó að
miklar pyntingar áttu sér staö. í fyrsta
skiptið sent ég var vitni að slíku var
fórnarlambið ung stúlka. Mér of-
bauð. Hún var frá MIR.
Lýstu henni!
Hún var mjög ung, úr millistétt;
hún var Ijóshærð.
Af hverju ofbauð þér?
Ég hafði aldrei áður séð neitt í
líkingu við þetta. Ég var cinn af
vörðunum, en... Þeir fóru með hana
inn á baðherbergi og þeir börðu úr
henni líftóruna. Eg horfði á þá.
Hvernig átti dauði Contreras Mal-
ujes sér stað?
(Maluje, sem var háttsettur em-
bættismaður í stjórn kommúnista í
■ Andres Antonia Yalenzuela
Morales er fyrsti svikari leyniþjónustu
Chile sem opinberlega segir frá starf-
semi þjónustunnar undir stjórn Pinoc-
het. Fréttaviðtalið við Valenzuela átti
sér stað i ágúst á síðastliðnu ári á
vegum „Cauce4í, sem er eitt aðal-
útgáfublað andstöðunnar í Chile. En
6. nóvember, áður en viðtalið var sett
á prent, lagði Pinochet hershöfðingi
bann á útgáfu „Cauce“ svo og á annað
prentað mál. Fréttaviðtalið hefur síð-
an birst í „Diario de Caracas“, dag-
blaði Yenezuela og í „Mensaje“, viku-
riti sem gefið er út í Chile af kaþólsku
kirkjunni. Kirkjan sótti eftir því að
æðsti dómstóll í Chile léti rannsaka
ákærur Valenzueals. í janúar var
þessari beiðni hafnað, 11 á móti 1. Nú
sem stendur býr Valenzuela í Frakk-
landi undir fölsku nafni, en á sama
tíma er hann á lista hjá leyniþjónust-
unni yfir þá mest eftirsóttustu.
Cliile, var rænt árið 1975).
Maður nokkur sem við höfðum
tekið til fanga, leiddi okkur til hans.
Ég rnan ekki í hvaða stöðu þessi
maður var. Við kölluðum hann
..Jose“. Hann var mikilvægur meðal
Juventud Comunista (ungir kommún-
istar).
Hvað varð um Maluje?
Ég man vel eftir þessari för vegna
þess að ég to'k þátt í henni. Við
handtókum hann ásamt ættingja hans
eða vini í San Bernardo. Við höfðum
„Jose" með okkur í ferðinni, en hann
var enn fangi okkar. Um þetta leyti
vorum við svo að segja búnir að
handtaka flest alla meðlimi Juventud
Comunista, að Maluje undanskild-
um.
Þcgar við yfirheyrðum „Jose“ sagði
hann okkur að Contreras Maluje væri
í húsi einu í San Bernardo. Síðan
sagði hann: „Ef þið látið mig lausan,
skal ég komast að því hvar hann er og
þið getið síðan tekið hann fastan."
Það var mjög erfitt að handsama
Maluje. Hann var kraftmikill náungi.
Við bundum fyrir augun á honum og