NT - 11.08.1985, Blaðsíða 5
jafnan til góöa þegar kreppir að hjá
því, ekki hvað síst í tilfelli eins og
þínu. Sóttir þú styrk í þess háttar
sannfæringu?
„Nei, það get ég varla sagt. Þó hef.
ég trú á að lífi manns sé stjórnað
einhvers staðar frá, að það séu fyrir
hendi örlög af einhverju tagi. Að því
leyti má kannski segja að um trú sé
að ræða, en það er ekki, að ég sé neitt
sérstaklega að spekúlera í svoleiðis
hlutum. Jú, ætli það sé ekki tilfellið
og að þetta hafi hjálpað manni eitt-
hvað við að sætta sig við orðinn hlut.
Mér dettur nú helst í hug að slíkt sé
einkum gagnlegt hvað varðar sam-
skipti við annað fólk, þá sérstaklega
starfsfólkið á stofnununum. Starfs-
fólkið er það fólk sem liggur einna
beinast við að maður skeyti skapi
sínu á. Ég held að ég hafi ekki verið
óþarflega erfiður, því þegar maður
sýnir sjálfur þolinmæði, skilning og
tillitssemi fær maður það alltaf til
baka og ég eignaðist þarna mikið af
vinum meðal starfsfólks. Raunar leið-
ir það nokkuð af sjálfu sér að ef
maður er hæfilega mildur og ekki
með uppsteyt þá líkar fólki betur við
mann, sem er nú alltaf til bóta í
mannlegum samskiptum, ekki satt?“
Ekki viljum við bera á móti því að
slíkar týpur séu skemmtilegri en þær
sem allt hafa á hornum sér. En hvað
með hann sjálfan, mildaðist hann við
þessa lífsreynslu eða hefur hann ef til
vill alltaf verið svona?
Annað sjónarhorn
„Ég er náttúrlega ekki besti maður-
inn til þess að tala um persónuleika-
breytingar hjá sjálfum mér og ég held
að um það verði aðrir að dæma. Hinu
er ekki hægt að neita að ég hugsa
núna um hluti sem ég hugsaði ekki
um áður. Sjóndeildarhringurinn hef-
ur breyst mikið. Pannig til dæmis
velti ég oft fyrir mér afdrifum alls þess
fjölda sem maður heyrir um að lendi
í slysum en veit síðan lítið meir um.
Petta fólk gæti verið týnt einhvers
staðar inni á stofnunum og maður
hefur ekki hugmynd um í hvernig
ástandi það er. Eftir að hafa kynnst
því hver eftirleikurinn getur orðið -
það þarf kannski ekki nema að brjóta
illa á sér löppina til að lenda í talsvert
miklum eftirköstum - breytast við-
horfin talsvert. Ég er ekki frá því að
fólk sem þekkir þetta ferli hljóti að fá
dálítið annað og jafnvel mannlegra
sjónarhorn. Fólk sem vinnur á svona
stöðum, er trúlega búið að sjá marga
hluti erfiða og horfa upp á mörg
leiðindin og er því nærgætnara en
gengur og gerist.“
En hvað með fólk almennt, sýna
menn yfirleitt hver öðrum nærgætni
og skilning?
„Eflaust er aldrei nóg um það og ég
held jafnvel að það sé nokkur munur
á borginni annars vegar og svo sveit-
inni hins vegar. Hér í borginni er svo
mikill asi á öllum og læti, það þarf að
kaupa þetta og það þarf að gera hitt
og varla tími til að lifa. En trúlega er
þetta farið að færast upp í sveitirnar
líka, er það ekki gangurinn? Hvað
varðar fatlaða sérstaklega þá finnst
mér oft undarleg viðhorf manna og
einfaldir hlutir eins og að leggja í
bílastæði sérstaklega ætlað fötluðum
geta verið vandkvæðum bundið. Fólk
virðist oft ekkert mark taka á slíkum
merkingum, og ég hef oftar en einu
sinni flautað á menn í þessum stæðum
án þess að þeir hreyfi sig. Þetta er
auðvitað bara lítið dæmi, en það segir
samt ákveðna sögu. En það er nú
kannski líka rétt að taka fram, að
þetta á alls ekki við um alla og saman
við er margt mjög gott fólk.
í gegnum árin hef ég kynnst slíku
fólki og það hefur verið mér mikils
virði.“
Ómetanleg stoð
Þegar þú lentir í slysinu varstu
einhleypur, laus og liðugur.
Ég reikna með að þú hafir kynnst
Auði sambýliskonu þinni eftir það.
„Jú það er rétt, við kynntumst fyrst
á Grensásdeildinni en hún var þá að
vinna þar um tíma, en annars er hún
kennari. Svo eftir að ég útskrifaðist
þá fór þetta svona að aukast eins og
gengur." Ingi Steinn þegir örskamma
NT Sunnudagur 11. ágúst 1985 5
stund en segir svo. „Það er ómetan-
legt fyrir mig að eiga hana að. Það
væri til dæmis óhugsandi að ég gæti
búið á stað sem þessum, án þess að
hennar nyti við.“
Nú er það svo þegar fólk er að
draga sig saman að þá spyrja menn sig
oft hvort þeir séu að gera rétta
hlutinn. Hvað með þig?
„Jú auðvitað gerði maður það og
það voru uppi ýmsar efasemdir í
þessu sambandi. Maður hugsaði mik-
ið um það hvort maður gæti verið
henni eitthvað og hvort þetta væri í
rauninni áhugi hennar á mér eða
hvort þetta væri einhver vorkunnsenti
eða eitthvað svoleiðis og hvort hún
myndi þá ekki verða leið og þreytt á
þessu. Semsagt það voru margar
efasemdir í sambandi við þetta og
það sjálfsagt á báða bóga. En þetta
blessaðist nú allt saman og við erum
búin að vera saman í ein þrjú ár.“
Stöðugt eiga sér stað stór-
stígar framfarir í læknavísindunum
og því ekki loku fyrir það skotið að
einhverntíma í framtíðinni verði
fundin ráð sem hjálpað gætu í löm-
unartilfellum. Við berum þessarfrek-
ar draumórakenndu vangaveltur und-
ir Inga Stein.
„Jú eflaust er það hugsanlegt að
einhverntíma í framtíðinni verði
fundin upp lækning við meinum eins
ogmínu. Ég hefhins vegarekki mikla
trú á að það verði á minni lífstíð. Ég
veit heldur ekki hvernig maður myndi
bregðast við ef slíkt kæmi allt í einu
á daginn, það yrði eflaust eins mikil
breyting og slysið var á sínum tíma.
Maður hefur smám saman skorðast í
ákveðið lífsmynstur og ég veit til
dæmis ekki hvernig samband mitt og
sambýliskonu minnar myndi breytast
ef slíkt kæmi til. Allar hugmyndir
manns um framtíðina og lífið taka
orðið mið af því ástandi sem maður
er í.“
Húsnæði og
atvinna
Hefurðu ákveðnar hugmyndir um
framtíðina, einhver áform?
„Ja ekkert annað eða meira en
svona gengur og gerist. Maður er
alltaf að vona að það rætist úr hús-
næðismálunum hjá manni og helst
vildi ég geta komið mér upp litlu húsi
einhversstaðar, en það er nú ekkert
hlaupið að því að fá svoleiðis hús, það
er ekki einu sinni hægt að fá litla lóð
hvað þá meira. Nú og svo er það
spurningin um vinnu. Eg er gjörsam-
lega ófaglærður þannig að það liggur
svo sem ekkert starf beint við. Öll sú
reynsla sem ég hafði aflað mér í vinnu
áður kemur mér ekki að nokkru
gagni núna, ég hafði alltaf gaman af
vélum. Ég sé mig einhvernveginn
ekki sitjandi á skrifstofu allan daginn,
útivistin hefur alltaf átt betur við mig.
Ég fór á tölvunámskeið hjá Rauða
krossinum, en mér sýnist að tölvan og
ég eigum bara ekki samleið. Þannig
að í rauninni eru framtíðaráformin í
nokkuð lausu lofti hvað þetta varðar,
en það sem ég átti við áðan var að ég
sé ekki fram á neina breytingu á
fötlun minni og þannig hlýt ég alltaf
að taka mið af því.“
Hvað með fjölskyldu, er slíkt
möguleiki?
„Ja það veit í rauninni enginn hvað
er hægt í því sambandi og töluvert
skiptar skoðanir um það, enda hafa
þessir hlutir gengið misjafnlega hjá
fötluðum. En auðvitað er það draum-
ur hjá manni eins og sjálfsagt hjá
flestum.“
Við sitjum þegjandi örlitla stund
en snúum okkur síðan að öðru. Ingi
Steinn er nýkominn af alþjóðlegu
íþróttamóti fyrir fatlaða. Við innum
hann nánar eftir því.
„Jú við fórum þarna fjórir íslend-
ingar og stóðum okkur bara vel. Þetta
er árlegt mót, nema þegar Ólympíu-
leikar eru, og er haldið í Brctlandi,
skammt fyrir utan London. Víst er
það talsvert mikilvægt að komast í
snertingu við fólk frá öðrum löndum
og maður hefur af því bæði gagn og
gaman. Við vorum fjórtán saman á
herbergi þannig að þetta var næstum
eins og í hernum og maður kynntist
mörgu fólki. Sjálfur keppti ég í kúlu
og keilukasti, en keppendum er raðað
í flokka eftir því hversu mikið fatlaðir
þeir eru.“
Náðir þú góðum árangri?
„Já, ég held ég megi segja það, ég
fékk silfur í kúluvarpi. Annars náðu
Islendingarnir fjórum silfurverðlaun-
um og tveimur bronsverðlaunum svo
það verður að teljast nokkuð góður
árangur.“
Eru íþróttirnar þá aðal hobbíið hjá
þér?
„Já ætli það megi ekki segja það
þessa stundina. Annars byrjaði ég
ekki á þessu fyrr en nú í vor eða
sumar. Mér finnst líka mjög gaman
að ferðast og hef farið nokkrum
sinnum til útlanda. En það er dýrt og
því ekki hægt að gera eins mikið af
því og maður vildi.“
Flestir ættu að geta tekið undir
þessi orð Inga Steins.
Á aldrei eftir
að keyra ölvaður44
Við höfum staðið lengi við en
spyrjum í lokin hvort hann geti ekki
dregið saman í stuttu máli viðhorf
sín til ölvunaraksturs og þá reynslu
sem hið örlagaríka slys hefur haft í
för með sér.
„Ja, ölvunarakstur ætti aldrei að
eiga sér stað, punktur. Svo einfalt er
það. Ég er alveg viss um að ég á aldrei
eftir að keyra drukkinn og sjálfsagt
myndi ég gera allt sem í mínu valdi
stæði til þess að koma í veg fyrir að
einhver annar gerði það. Nú orðið er
ég mikið meðvitaðri um öryggisatriði
hverskonar, bílbelti og annað slíkt og
vil hafa þá hluti í lagi. Fréttir af
óhöppum koma líka miklu meira við
mann og það er ekki laust við að það
sé í manni hálfgerður beigur þegar
stórhelgar nálgast, eins og til dæmis
verslunarmannahelgin. Refsingin
getur verið svo óskaplega þung þegar
menn gæta ekki að sér, og þá á ég
ekki bara við möguleikana á líkam-
legri örkuml, heldur hafa menn ein-
ungis rétt til ákveðinna bóta ef þeir til
dæmis eru ölvaðir við aksturinn.
Þannig er staðan til dæmis hjá mér og
refsingin því grimmari. Ég held ekki
að fötlunin eða örkumlin verði þung-
bærari sálarlega þó menn hafi verið
ölvaðir og geti því sjálfum sér um
kennt. Hún verður heldur ekki létt-
bærari. En almennt held ég að menn
þakki bara fyrir ef þeir hafa verið
einir og þurfi ekki að hafa á samvisk-
unni að hafa valdið einhverjum öðr-
um dauða eða örkumlum.“
Þögn. Við íhugum aðeins það sem
lngi Steinn var að segja og okkur
finnst eins og það endurspegli hljóðlát
og á margan hátt óeigingjörn viðhorf
mannsins sem við höfum verið að tala
við.
Þegar við stöndum upp og kveðjum
segir hann: „Belssaður gerðu nú ekki
úr þessu einhverja væmnisrullu, mað-
ur hefur ekki yfir svo miklu að kvarta
meðan heilinn er í lagi. Þá fyrst
verður tilveran verulega óhugnanleg,
þegar hann fer.“
B.G.
.M.T.
Fyrsta sending af nýju I.M.T. drattarvelunum
er komin og uppseld.
Yerð: I.M.T. 65 ha. án framdrifs . kr. 329.000.-
I.M.T. 65 ha. m/fjórhjóladr. . kr. 385.000.-
I.M.T. 78 ha. m/fjórhjóladr. . kr. 439.000.-
(Gengi 2. ágúst 1985)
Næsta sending væntanleg innan fárra daga.
Við bjóðum viðskiptavinum, sem panta vélar úr
næstu sendingu, óbreytt verð miðað við gengi 2/8
’85, ef staðfest pöntun berst fyrir 20. ágúst n.k.
ÓDÝRUSTU VÉLARNAR
í ÞESSUM STÆRÐARFLOKKI
Hafið samband og tryggið ykkur góða vél á frábæru verði.
Vélaborg Bútækni hf. Sími 686655/686680