NT - 11.08.1985, Blaðsíða 15

NT - 11.08.1985, Blaðsíða 15
að heimsækja strákinn á hælið þar sem honum hafði verið komið fyrir. Hann leit vel út en það voru erfið skref bæði að koma og fara. Ég hélt áfram að hata þjóðfélagið sem hafði tekið hann frá mér en það hvarflaði aldrei að mér að sökin væri mín. Þetta var öllum öðrum að kenna og þá fyrst og fremst hinu viðbjóðslega kapítaliska hagkerfi og fulltrúum þess. Mér fannst stundum að ég væri síðasti frjálsi víkingurinn og ég þyrfti að kosta öllu til að varðveita það frelsi. Það fólk sem hefur atvinnu sína af því að selja heróín svífst einskis. Ef ekki er greitt fyrir sendingu á um- sömdum tíma er gripið til hótana og þeim fylgt eftir með því að menn eru drepnir. Einn daginn var ég beðinn af einum dópsaianum að sjá um inn- heimtu á fé sem ekki hafði verið borgað á réttum tíma. Þetta var Pakistani og einn hlekkurinn í dreif- ingarkeðju sem ég naut góðs af. Við heimsóttum hann þrír vopnaðir skammbyssu. Eftir að hafa barið lengi á dyrnar hjá honum í skítugum stigagangi var opnað. Um leið skellti einn okkar byssuni uppundir hök- una á honum og við buðum okkur inn. Auðvitað borgaði maðurinn á stund- inni. Það var reyndar ekki í peningum heldur hreinu kókaíni. Hluti efnisins kom í minn hlut. Fariö að hitna undir Skömmu áður en þetta skeði hafði ég verið farinn að velta því fyrir mér að fara heim til íslands. Ég vissi að ef svona héldi áfram ætti ég ekki langt eftir ólifað. Það var farið að hitna undir fótunum á mér. Ég ákvað því að reyna að hætta að sprauta mig og í stað þess að selja kókaínið notaði ég það til að „trappa" mig niður af heróíninu. Þetta var eins og að slá í þreyttan klár en það gekk. Með þessu móti gat ég linað vítiskvalir eftirkast- anna og smám saman losnaði ég við einkenni djönkarans en var um leið á valdi annars efnis. Þetta voru voða- legir dagar en þeir liðu hjá eins og allt annað. Kókaínið gerði það að verk- um að ég var mjög duglegur, sífellt að. íbúðin var tekin í gegn og ég gekk frá mínum málum. Smám saman tókst mér að vinna traust stofnunar- innar sem hafði drenginn og ég heim- sótti hann oftar en ég hafði áður gert. Sárin eftir nálastungurnar gréru á handleggjunum á mér og ég var ekki eins kvíðinn og ég hafði verið. Ég var á uppleið. Éftir mikinn málarekstur fékk ég loks strákinn til mín aftur og þá á þeirri forsendu að ég ætlaði með hann til íslands. Ég var kominn með far- miðana í hendurnar og við vorum á leiðinni heim.“ Ein allsherjar veisla Ástarsaga Rómeó og Júlíu er ekki enn byrjuð. Hann er á heimleið með ungan son sinn og sárin eftir sprautu- nálina eru byrjuð að gróa. Hún er komin á vertíð til eyja. „Eftir að ég var orðin atvinnulaus hellti ég mér af alefli út í hið Ijúfa líf í Reykjavík. Sumarið 1977 varð ein allsherjar veisla og maður lifði hátt. Um haustið fór ég til Vestmannaeyja og þar hitti ég fyrrverandi eiginmann minn sem einnig kunni að meta hið ljúfa líf. Stelpan mín var eins og áður hjá mömmu og ég fór í heimsóknir svona af og til. Vorið eftir fór ég ásamt sambýlismanni mínum til Kaupmannahafnar og við settumst að hjá systur minni og mági sem þá voru flutt út. Þetta tímabil einkenndist aðallega af geysilegri dópneyslu hjá okkur öllum. Þarna sprautaði ég mig í fyrsta skipti með kókaíni. Ég ákvað að gera það ekki aftur. Ég þekkti sjálfa mig það vel. Fólk starði á mig Þessir mánuðir í Kaupmannahöfn voru töluvert erfiðir þó svo að mein- ingin hefði verið að skemmta sér. Ég var smám saman orðin hrædd við allt og alla og sífellt að setja ofan í mig alls kyns eitur. Einu sinni man ég eftir því að ég áttaði mig ekki fyrr en ég var búin að taka einar 5 eða 6 LSD töflur, sem ætti að nægja til að gera hvern mann vitlausan. Éinhvern veg- inn komst ég þó heim til mín og fór í bað og skellti í mig róandi töflum til að ná mér niður. Einhvern veginn komst ég yfir þetta en sjálfsagt hef ég verið hætt komin í þetta skiptið. Þegar við fórum heim til íslands um vorið var ég orðin svo hrædd og kvíðin að ég fór með veggjum. Ég þorði ekki að líta framan í nokkurn mann og það að fara í strætó var meiri háttar mál. Mér fannst allir stara á mig og ég gat engan veginn verið. Innst inni vissi ég að þetta væri dópinu að kenna en alltaf var ég samt að réttlæta það og tönnlast á því að það væri ekki hættulegt. Þegar heim kom tókst mér þó að fá vinnu og hélt lienni í þetta skiptið. Ég fór aftur að stunda skólann sem ég hafði veirð í og reyndi að halda neyslunni í lágmarki. Ég hef alla tíð verið dugleg við allt sem ég hef tekið mér fyrir hendur og á hörkunni einni saman tókst mér að komast á réttan kjöl enn á ný. En þá var það auðvitað þannig að innan skamms var ég farin að vinna eins og vitlaus manneskja og komin í ein þrjú mismunandi störf á sama tímanum. Þessi nýbreytni kom líka niður á sambúðinni og ég fann að við vorum að vaxa frá hvort öðru. Við vorunt þó alltaf ágætis vinir og erum það reyndar enn þann dag í dag. í lok 1983 skildum við svo og þá var ég búin að fá vinnu á skemmtistað hér í borginni. Þar hitti ég svo alla göntlu vinina úr ruglinu aftur og ég tók upp þráðinn á ný hvað dópið snertir.“ Það var á þessum skemmtistað sem þau Rómeó og Júlía hittust. Á meðan á frásögn þeirra hefur staðið hafa skuggarnir lengst. Sagan er þó engan veginn búin, í rauninni rétt aðeins að byrja. Hvítt ský yfir Þegar þau hittust í Reykjavík voru þau bæði illa farin á eiturlyfjaneyslu. Saman áttu þau eftir að ganga enn lengra í þeim efnum. Með lögregluna á hælunum og samfélagið allt að óvini fóru þau að búa og unnu fyrir dag- skammtinum með dópsölu. Þau seldu meðal annars dóp sem kom frá virðu- legum borgurum í samfélagi okkar. Mönnum sem engum dettur í hug að séu viðriðnir fíkniefnasölu. Til að fjármagna viðskiptin tóku þau að sér að konia í verð ýmsu góssi sem hafðist uppúr innbrotum. Góður ásetningur Rómeós að byrja nýtt líf þegar hann kæmi með son sinn til Islands rann út í sandinn svo að segja við komuna til landsins. „Ég tók með mér dálítið af hassi og spítti til að hjálpa mér yfir versta hjallann þegar heim kæmi. Varningn- um kom ég fyrir í smokkunt sem ég tróð uppí endaþarminn á mér. Ég hefði reynda ekki þurft að hafa svo mikið fyrir þessu því við komuna til Keflavíkur var ekkert leitað á mér. í undirheimum Reykjavíkur hafði margt breyst þann tíma sem ég var úti. Það var svo mikið af örvandi lyfjum á markaðnum að menn töluðu um hvítt ský yfir Reykjavík. Góðborgarar viðriðnir söluna Þegar menn eru einu sinni farnir að sprauta sig hætta þeir því ekki svo auðveldlega. Þó svo að það hafi ekki verið ætlunin lenti ég beint í því að fara að selja dóp þegar ég kom heim og um leið að dæla í sjálfan mig eitri. Foreldrar mínir tóku við stráknum og ég þeyttist um borgina endanna á milli í sölumennskunni. Bransinn hafði harðnað mikið og farinn að snúast meira um peninga. Ég veit um virðuleg fyrirtæki í Reykjavík sem hefur verið komið á fót fyrir hagnað af dópsölu. Það eru líka miklu fleiri viðriðnir söluna en almenningur held- ur og oft er þetta fólk sem talið er til hinna góðu borgara. Ég varð líka strax var við það að ofbeldi hafði aukist í kringum lyfja- verslunina. Eftir að við Júlía hittumst var til dæmis brotist inn til okkar að nóttu til og ráðist að okkur í rúminu. Ég vaknaði við það að tveir menn stóðu yfir mér og létu höggin dynja á andlitinu á mér. Þegar þeir fóru var íbúöin í rústum og blóðið lagaði úr mér. Það varófögursjón. Þeirþóttust hafa verið að hefna fyrir pretti sem ég átti að liafa beitt í viðskiptum. 1 annað skipti var mér hótað því að ég yrði látinn hverfa ef ég borgaði ekki skuld sem mikið vafamál var að ég ætti að greiða. Mestur gróöinn af Fyrir utan hasssöluna var mest að gera í sölu á örvandi lyfjum. Ég keypti gramntið af amphctamíni á tvö þúsund krónur og blandaði það síðan með þrúgusykri og seldi það scm þrjú grömm. Þetta cru miklir peningar þegar veltan er mikil og því auðvelt að halda sjálfum sér uppi á fríu dópi og hafa um leið mikið af peningum milli handanna. Mestur gróðinn er þó af innflutningnum en að honum standa oft menn sent ekki eru neytendur sjálfir. Lyfið er annaðhvort tekið í nefið eða því blandað út í vatn og upplausninni síðan sprautað í æð. Dópistarnir sjálfir verða að skaffa mikla peninga til að halda sér uppi og megninu af þeim peningum er aflað með ránum og þjófnaði. Stolin vídeó- tæki ganga til dæmis kaupum og sölum fyrir 10 til 15 þúsund krónur. Stolnir silfurmunir eru líka algengur gjaldmiðill. Neyslan jókst smám saman hjá okkur báðum án þess að ég tæki eftir því hvað mig snerti. Ég sá það á henni.“ Óttinn jókst stig af stigi Júlía bendir á að hún hafi söntu sögu að segja. Mér fannst mér ekkert hraka en ég tók eftir því að hann leit verr og verr út. Við upplifðum líka alla fylgikvilla neyslunnar. Óttinn jókst stig af stigi. Paranoia er kannski betra orð. Ég var hrædd við eitthvað sem ég vissi ekki hvað var. Við leiddumst hönd í hönd út í fen sem engin leið er að skríða upp úr. Maður reynir að krafsa í bakkann en hálmstráin eru ekki mörg. Við vorum á hraðri leið til helvítis." Fyrir nokkrum árum voru stofnuð samtök hér á landi sem nefnast Nar- cotics/Anonymous. Þessum samtök- um þakka þau Rómeó og Júlía lífgjöf- ina. Þau höfðu kynnst starfseminni lítillega í gegnum vini og kunningja sem voru á sama báti og þau og villtust með þessu fólki inn á NA fund. Þar hafði'kviknað hjá þeim sú hugmynd að fara í meðferð. „Það var erfitt að viðurkenna það fyrir sjálfum sér að vera sigraður. síðasti frjálsi víkingurinn var ef til vill ekki eins frjáls og hann hafði viljað halda. Þegar við loks ákváðum að leita aðstoðar komumst við að því að við fengjum ekki að fara saman í meðferð. Þar verður hver að standa á eigin fótum.“ Nú er að verða rúmt hálft ár síðan þau stigu fyrstu skrefin í átt til lífsins aftur. Þau fara sér hægt því það verður að læra að skríða áður en farið er að ganga. Rómeó og Júlía eru í fyrsta skipti í langan tíma að lifa lífinu lifandi. J.Á.Þ.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.