NT - 25.08.1985, Blaðsíða 9

NT - 25.08.1985, Blaðsíða 9
NT Sunnudagur 25. ágúst 9 nur gamall temur Tjendakennslu 26.-30. ágúst og sagöi Sigríður að fólk væri þar almennt ánægt og að andrúmsloft væri gott. Sigríður sagði að í Austur- ríki væri t.d. verið að prófa heilsdags- skóla þar sem börnin væru allan daginn. Þar fengju þau mat og síðan leiðsögn við heimanám þannig að skóladagurinn væri alveg óslitinn og í Englandi er verið að ,gera tilraunir með aukið forcidrasamstarf við lestrarnám barnanna. Elín G. Ólafsdóttir hefur einnig kynnt sér það nýjasta í byrjenda- kennslunni og hún og Sigríður verða með kynningar um þau mál. Elín sagðist hafa kynnt sér skóla á N-ltalíu og í Svíþjóð. Sagði hún að skólinn á Ítalíu hefði frekar verið forskóli og þar væru ýmsir listamenn fengnir til að vinna með börnunum til að ná betur fram listrænum og skapandi hæfileikum þeirra. Mikil áhersla væri á að efla alla skynjun og með því væri hægt að þroska einstaklingana á breiðari hátt. í framhaldi af því má benda á kvikmyndina Börn hafa 100 mál en frá þeim eru tekin 99 en hún verður sýnd á námskeiðinu. Elín sagði að skólinn sem hún hefði heim- sótt í Svíþjóð, sem er einn samstarfs- skólanna, væri bæði dagvistun og skóli. Þar væru um 220 börn með dagvistinni og skiptist hann í 6 deildir eða námshópa. 7, 8 og 9 ára væru saman og svo 10, 11 og 12 ára. Hún sagði að skólinn væri mjög heimilis- legur og deildum skipt eftir litum og húsgögnin í stíl. Þar er lögð áhersla á heimilislegt andrúmsloft og vellíðan. •Stefnan væri að hver einstaklingur fengi að læra með sínum hraða og tekið væri tillit til þroska hvers og eins. Á na'mskeiðinu munu ýmsir valin- kunnir skólamenn leggja orð í belg í pallborðsumræðum um skólamál og óskaskólann sér í lagi. Vænta má að þar komi ýmislegt forvitnilegt fram, ekki síst þegar haft er í huga að margir straumar eru í gangi. Það næsta sem er allrar athygli vert er erindi þeirra Þóru Kristinsdóttur lektors og Guðrúnar Einarsdóttur sálfræðings um rannsóknir á máltöku barna og lestrarnámi þeirra. Þær munu fjalla um ýmsar rannsóknir sem gerðar hafa verið um þctta flókna atferli og síðan verða fyrir- spurnir og umræður um efnið. Eins og þeir vita sem starfa í skólum geta samkiptin í skólastofunni oft verið margbreytileg og tekið á sig ýmsar myndir. Dr. Þuríður J. Kris- tjánsdóttir ætlar að fræða okkur um þessi samskipti og einnig um sjálfs- mynd barna, en það er mjög mikil- vægt að börn fái jákvæða sjálfsmynd strax á fyrstu árunum. Þær Regína Höskuldsdóttir og Valgerður Sn. Jónsdóttir hafa í pokahorninu nokkr- ar hugmyndir og aðferðir sem talið er að hafi jákvæð áhrif á sjálfsmynd barnanna og á samskiptin í skólastof- unni. í beinu framhaldi af þessum erindum er erindi Önnu Kristjáns- dóttur lektors um frjóa hugsun í stærðfræði og tölvunotkun strax á fyrstu skólaárunum. Anna telur þetta svotil óplægðan akur og að ýmsir möguleikar séu fyrir hendi. Elín G. Ólafsdóttirermargreyndur kennari og hefur m.a. mikið kennt byrjendum. Hún ætlar að segja frá hugmyndum sínum og reynslu af skapandi skólastarfi almennt. Hún telur að börn og reyndar allar mann- eskjur búi yfir ýmsum hæfileikum sem ekki eru nýttir og liggi þar með jafnvel undir skemmdum ef svo má að orði komast. Hún segir einnig að á síðustu árum sé farið að veita mörgum hæfileikum meiri athygli en áður og megi þakka það örum tækni- framförum. Elín telur að greindar- hugtakið komi til með að víkka með því og inn í það hugtak komi t.d. skapandi gáfur, listfengi ýmiskonar og listin að lifa lífinu sem manneskja. Hér hefur verið drepið á örlítið brot af því sem boðið er upp á á þessu námskeiöi. Þar er fjöldamargt annað á boðstólum og er fólk eindregið hvatt til að koma í Námsgagnastofnun og fylgjast með því starfi sem þar fer fram. Skóla- og uppeldismál eru mál allra en eru því miður oft í höndum of fárra. Sjáumst í Kennslumiðstöð- ■ Jón Guðmundsson deildarstjóri hjá Kennslumiðstöðinni sýnir hér ýmis stærðfræðinámsgögn. nefna námskeið um byrjendakennslu dagana 26.-30. ágúst undir heitinu Hvað ungur nemur gamall temur. Að sögn Jóns er aðaltilgangur þess náms- keiðs að vekja athygli á byrjenda- kennslu og að kynna hvað þar er að gerast. Hann taldi einnig að markmið þessa námskeiðs væri að viðhalda umræðu um fyrstu skólaárin og beina henni inn á nýjar brautir. Jón sagði alla velkomna á námskeiðið og sér- staklega þá sem hafa byrjenda- kennslu með höndum. Þetta námskeið er mjög fjölbreytt og fróðlegt og er þar efst á blaði erindi Sigríðar Jónsdóttur um strauma og stefnur í byrjenda- kennslu. Á hún þar ekki eingögnu við 6 ára bekk heldur fyrstu 3-4 árin í skólagöngu barnanna, en þau lítur hún sem eina námslega og samfellda upplifun. Sigríður segist ætla að fjalla um hvar við stöndum í byrjenda- kennslunni og hvað við getum hugs- anlega gert til að koma til móts við breytt þjóðfélag. Hún segir að ýmsir straumar séu í gangi og að víða í Evrópu væru starfandi svokallaðir samstarfsskólar á vegúm Evrópu- ráðsins. Nefndi hún sérstakan skóla í Hollandi sem væri þannig byggður að forskóla og barnaskóla væri steypt saman, þó ekki með lengri skóla- skyldu, heldur til þess að börnin upplifðu alla skólagöngu sína sem samfellda, en ekki sundurslitna. Hún taldi skólann fyrst og fremst athygl- isverðan fyrir þá sök að öll kennsla miðast við að koma til móts við þroska og þarfir nemendanna m.a. með því að börnunum er blandað saman í aldurshópa. Mikil áhersla er lögð á hvetjandi viðfangsefni og að námsumhverfi sé fjölbreytilegt og lifandi. Þar er einnig mikið um for- eldrasamstarf og samvinnu milli kennara og aldurshópa. Þessi skóli hefur starfað síðan 1981 í þessu formi ■ Kennarar á námskeiði um námsgagnagerð. Nl-myndir Róbert

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.