NT - 25.08.1985, Blaðsíða 19

NT - 25.08.1985, Blaðsíða 19
NT Sunnudagur 25. ágúst 1 9 M Caspar Weinberger, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur að undanförnu verið nokkuð í sviðsljósinu eins og eðlilegt er um mann í hans stöðu. Nafn hans hefur þó einkum borið á góma í sambandi við tvo málaflokka, stjörnustríðsáætlun Reagans annars 1 vegar og svo ósvífna misnotkun ýmissa viðskiptaaðila á skriffínnsku- bákni hersins, sem meðal annars birtist í því að selja honum klósettsetur, skrúfjárn og tteira smádót fyrir mörg hundruð dollara stykkið. Þó að ráðherrann sé að vonum umdeildur, ber þeim sem til þekkja saman um að hann sé mjög alþýðlegur maður. Til marks um það hafa menn getið þess, að hann láti sig aldrei vanta í vinnustaðasamkvæmi, jafnvel ekki hin ómerkilegri, og sé viljugur til að gera hlé á störfum sínum ef einhverjirgestkomandi smákallar vilja láta mynda sig með honum. Weinberger á ættir sínar að rekja til gyðinga í Bæheimi og lilutí föðurfólks hans tilheyrir enn hinu virðulega gyðingasamfélagi í San Francisco. Móðir hans ól hann hins vegar upp í anda biskupakir- kjunnar. Weinberger útskrifaðist frá Harvard háskóla, en þar hafði hann gegnt ýmsum virðulegum embættum á meðan náminu stóð. Weinberger gegndi herþjónustu í Kyrrahafinu undir stjórn Mac- Arturs hershöfðingja, en hóf lögfræðistörf þegar hann kom aftur til Bandaríkjanna. Það er víðar en á íslandi sem menn „fæðast inn í stjórnmálattokkau, því segja má um Weinberger að repúblikanismi hafí verið fjölskylduarfur hans. Sem slíkur fór hann að skipta sér af stjórnmálabaráttunni í Kaliforníuríki og varð ttjótlega þingmaður á ríkisþinginu. Á þessum árum komst hann íkynni við Ronald Reagan sem þá var ríkisstjóri í Kaliforníu. Um tíma vann Weinberger fyrir Richard Nixon þegar hann var forseti og gegndi þá ýmsum ábyrgðarstöðum í Washington. Þegar Reagan varð forseti gerðu menn þvískóna að Weinberger myndi verða innanríkisráðherra. Svo varð þó ekki en margir telja að það geti enn orðið. Weinberger er lítill maður vexti, brosmildur, dökkhærður og snaggaralegur, þó hann sé orðinn 67 ára gamall. Hann rífur sig upp klukkan hálf sex á morgnana og byrjar daginn með léttu trimmi um millahverfíð Kalorama þar sem hann býr. Annars er hver dagur öðrum líkur hjá honum, fundir, ráðstefnur og svo auðvitað mikilvægar og erfiðar ákvarðanatökur. Á kvöldum sésthann gjarnan í menningarlegum félagsskap, í leikhúsum, óperum og í heldri- mannaboðum. Eiginkona Caspars Weinherger, Jane, er útsjónarsöm og jarð- bundin kona, sem hefur mikinn áhuga á leikritum Shakespeare og útgáfu þeirra. Nýlega kom varnarmálaráðherrann fram á einni góðgerðarsamkomunni, sem kona hans stóð fyrir, og las úr verkum Shakespeare. Það sagðist Caspar Weinberger hafa gert til þess að halda hjónabandinu í lagi. Weinberger fjölskyldan er mjög samrýmd og þau hjónakorn eiga tvö börn, pilt og stúlku, og þrjú barnabörn. I eftirfarandi viðtali sem blaðakonan Ina Ginsbug tók á skrifstofu Weinberger fyrir skömmu, er hann spurður jafnt um persónulega hagi, stjörnustríð og hví herinn borgi 100 dali fyrir eitt skrúfjárn. Er það ekki rétt skilið hjá mér að þú hafir fæðst í San Francisco? Jú það er rétt, ég er einn þessara sjaldgæfu manna sem fæddist þar. Það er eins með þann stað og hér í Washington D.C., að allir virðast vera aðfluttir. Foreldrar mínir voru hins vegar fædd í Colorado fylki. Þar nam faðir minn lögfræði en fannst síðan vera farið að þrengjast um sig, svo hann flutti til San Francisco og setti á fót Iögfræðiskrifstofu. Móðir mín kenndi aftur á fiðlu bæði í Colorado og Nebraska, en hún hafði lært á fiðlu í Þýskalandi. Flennar fólk kom frá Vermont og Nýja Englandi, en föðurfólk mitt kom hins vegar frá Bæheimi í Mið-Evrópu. Hvort talaði föðurfólk þitt þýsku eða tékknesku? Ég bara veit það ekki. Ég þekkti aldrei afa minn neitt að ráði. Það var aldrei töluð önnur tunga en enska heima hjá mér þó svo að móðir mín, sem hafði lært í Leipzig, kynni þýsku. ' Reyndar er til þessi dæmigerða innflytjendasaga af afa mínum þegar hann kom til Ameríku með annað hvort 25 dali eða 25 sent í vasanum. Hann setti síðan á fót sitt eigið fyrirtæki í Idaho sem er lítill bær norður af Denver. Þar var faðir minn alinn upp. Hvers konar fyrirtæki var þetta? Ja, það var bara venjuleg matvöru- verslun. Ein af þessum allsherjarbúð- um. Kynntistu lítið foreldrum föður þíns? Afi minn dó þegar ég var þriggja eða fjögurra ára og þá var amma mín löngu dáin. Móðurafa minn þekkti ég aftur á móti vel. Hann var námuverk- fræðingur í Colorado og var með einstaklega sérkennilegt skegg sem mér er minnisstætt. En var ekkert talað um föðurafa þinn í fjölskyldunni, maðursem hafði komið alla Íeið frá Bæheimi til Color- ado hlýtur að hafa verið nokkur sérstæður karakter? Ekki var það nú, enda var aldrei eytt miklum tíma í ættfræðiumræður heima hjá mér. Ég hef aldrei rakið ættir mínar eða leitað uppruna míns eins og sagt er nú til dags. Þetta er í aðalatriðum það, sem mér var sagt um þessi mál þegar ég var strákur. Upphaflega fór ég í skóla sem var einskonar tilraunaskóli, sem reyndist áhugaverður því stofnunin var mjög framsækin. Þar gátu nemendur ráðið nokkuð á hvaða hraða þeir fóru yfir námsefnið. Þú hefur þá sennilega farið í gegn- um skólann með miklum hraða, eða hvað? í sumum greinum gerði ég það, en ég notast enn við „tólfárabekkjar- stafsetningu“ er ég hræddur um. En fyrir utan stafsetningu sóttist mér námið ágætlega. Hvað varstu gamall þegar þú byrj- aðir í Harvard háskóla? Reyndar var ég frekar ungur og yngri en flestir skólafélagar mínir, svona fimmtán eða sextán ára. Það ætti hins vegar að benda til að ég sé enn talsvert ungur! Er það ekki? Hvar kynntust þið Jane? Við hittumst í stríðinu. Hún var herhjúkrunarkona sem hafði útskrif- ast frá hjúkrunarskólanum í Boston eftir að hafa lokið háskólanámi í Maine, en hún bjó í Maine. Ég var líka í hernum og var í þeim hópi sem sendur var til Kyrrahafsins að leysa af herdeildirnar, sem þar höfðu verið að berjast. Þetta var strax eftir að ég útskrifaðist úr herforingjaskólanum. Pabbi vildi að ég flyttist til Washing- ton og færi að vinna við lögmannsstörf eftir að ég útskrifaðist úr háskólanum og taldi að með því gæti ég einhvern veginn fullnægt herskyldunni. Ég hafði þó ráð hans að engu og gekk í herinn sem óbreyttur liðsmaður. Við Jane hittumst á skipi á leið til Ástralíu og við giftum okkur svo þegar við komurn þangað. Samkvæmt þeim' reglum sem þá voru í gildi var hún send heim en ég var um kyrrt þar til stríðinu lauk. Finnst þér allt sælgæti gott eða bara súkkulaði? Ha... Því er nú verr og miður, þá er ég einungis sólginn í súkkulaði. Ertu súkkulaðisjúklingur? Já, þar hittirðu naglann á höfuðið. Ég geri enga tilraun til að sporna við þessu - læt það alltaf eftir mér. Það hafa allir einhvern veikleika, það væri slæmt til þess að hugsa ef þú hefðir engan. Hvers konar mál eru það sem ná alla leið hingað inn á skrifstofu hjá þér? Eru það hlutir eins og sérútbunar kafíikönnur og lög- fræðikostnaður í því sambandi hjá sjóhernum...? Við erum búnir að hrinda af stökk- unum meiri háttar athugun á öllunt starfsþáttum deildarinnar, einni þeirri stærstu í sögunni. Það sem einkum er undir smásjánni er unifang og eðli allra viðskipta við verktaka og aðra viðskiptaaðila varnarmálaráðu- neytisins. Það hefur verið mikið um að viðskiptasamningum fylgi ýmis óþarfa kostnaður; það sem við höfum kallað „kostnaðarauka". Þetta þýðir að okkur hefur verið gefið upp verð og síðan er bætt við þeirra eigin kostnaðarreikningi, sem að hluta til er þá almennur kostnaður viðskipta- vina okkar við að reka fyrirtæki sín. Þannig flytja þeir hluta af rekstrar- kostnaði fyrirtækja sinna yfir á við- skiptasamninga við okkur. Fyrir slíkt getum við vitaskuld ekki greitt. At- huganirnar á þessum málum hafa tekið langan tíma því viðskiptaaöilar okkar senda okkur reikninga fyrir öllu mögulegu og ómögulegu, en láta okkur svo eftir að ákveða hvort þessir reikningar eru réttlætanlegir eða ekki. Við höfum líka flett ofan af ýmsu misjöfnu. Eitt af því til dæmis sem kom í Ijós núna nýlega var að sjóherinn borgaði allan málskostnað í lögfræðilegri deilu tveggja fyrirtækja sem unnu fyrir okkur. Við áttum hins vegar engra hagsmuna að gæta í útkomu þessara deilna og eigum því ekkert með að borga brúsann. Það er nú samt rétt að geta þess að þetta hafi á engan liátt truflað getu þessara fyrirtækja til að vinna verk sín vel fyrir okkur. Hefur það komið fyrir að þú lesir í fyrsta sinn um misnotkun á aðstöðu afþessu tagi í blöðunum? Jú, auðvitað er eitthvað urn slíkt, það eru 52.000 viðskiptasamningar geröir á hverjum degi. Og þú athugar að ég sagði á hverjum degi en ekki hverju ári. Það eiga vitaskuld ekki allir möguleika á að misnota sér kerfið en fjöldinn allur gerir það. Auk þess eru athuganir á þessu kannski gerðar sex, tólf, eða átján mánuðum eftir að reikningarnir berast. Maður kemst ekki hjá því að velta fyrir sér dómgreind starfsfólks í sam- bandi við ýmis innkaup hersins, eins og til dæmis á kaffikönnum. Eru til svona mörg sérákvæði og reglugerðir um það hvernig kaffikönnur eiga að vera að hugsanlegt sé að þær kosti þessi ósköp? Það er það reyndar ekki og í þessum tilfellum sem þú vísar til var flotinn með allt of ýtarlegar lýsingar á kaffikönnunum. Reyndar borguð- um við aldrei uppsett verð fyrir þessar könnur og sögðum að það hefði verið alger óþarfi að liafa könnurnar í þessum gæðaflokki. Þó svo að fyrirtækið hafi ekki haft laga- lega skyldu til að endurgreiða okkur hluta fjárins, borgaði sig fyrir þá að gera það, ef þeir vildu halda áfram að skipta við okkur. Hinar illræmdu klósettsetur, sem voru í rauninni ekki setur heldur meiriháttar apparat út af fyrir sig og kostuðu lágmark 600 dollara hver, voru lækkaðar í 100 dollara stykkið. Slíkt verð er líka í meira samræmi við þá vöru og þjón- ustu sem veitt var. Énn fremur erum við í auknum mæli farnir að bjóða út þessi verkefni til þess að fá besta verð. Verður þú reiður út af svona hlutum? Já,ég verð það, en ég verð líka pirraður að sjá hvernig pressan fjallar um þessi mál. Það stendur ekki á henni að segja frá misnotkuninni, en svo er aldrei sagt hvað er gert til að sporna viö henni. Það verður uppi fótur og fit þegar við leggjum til atlögu gegn þessari niisnotkun og við erum gagnrýndir fyrir að sóa al- mannafé, en lausnirnar sem við kom- um með eru ekki tíundaðar. Eins og þetta með 100 dollara skiptilyklana og skrúfjárnin - við höfum sama og ekkert keypt af slíku og ef það hefur komið fyrir þá höfum við fengið endurgreitt. En svoleiðis fréttir selja víst ekki blöðin. En h vernig getur svona lagað gerst? Sumpart vegna gáleysis og sumpart er það rútínan. Við höfum koniist að því að í þeim tilfellum sem litlir hlutir liafa verið keyptir á óhóflega háu verði, versluðu innkaupafulltrúarnir eftir vörunúmerum en notuðu ekki nöfnin á hlutunum. Þannig að ef hluturinn kostaði 900 dollara og var númer 605 B, þá leit það ekki eins illa út og ef verið er að kaupa hlut sem heitir skrúfjárn og kostar900 dollara. Eftir að við fórurn að nota nafnið á vörunni minnkaði hættan á svona yfirsjónum. Viö erunt líka búnir að koma upp kerfi þar sem starfsmönn- um cr umbunað fyrir að finna sérstak- lega slæm tilfelli um misnotkun, en refsað ef þcir láta slíkt fara framhjá sér. Þetta er einstaklega slænit mál fyrir okkur stjórnmálamennina því það færir fólki sem er á rnóti stefnu okkar vopnin upp í hendurnar og afsökun til að velja aðrar leiðir. Það cr því áríðandi að taka þetta föstum tökum og kveða það niður. Nú er allt útlit fjrir að MX-eldOaug- arnar verði að veruleika. Er það léttir? Ég yrði mjög illa svikinn ef þær færuekki ígegn. Já, mérerþað mikill léttir, ekki bara vegna þess að gott er að hafa þær við samningaborðið, heldur vegna þess að þær eru mikil- vægur þáttur í endurnýjun og nútíma- væðingu 26 ára gamals kerfis sent við höfum í dag. Erum við á eftir með MX eldflaug- arnar? Ja, hvað varðar langdrægar eld- flaugar á landi eruni við á eftir Rússunum. Það er búið að rökræða MX kerfið tólf ár, og á þessum tíma hafa Rússar sett upp tvær kynslóðir slíkra vopna og eru að prófa þá þriðju. Við erum ekki að reyna að konia okkur upp fleiri sprengjuodd- um en þeir, heldur að koma á fót kerfi sem getur gert okkur fært að fæla frá árásir í framtíðinni. Hvað verður um gömlu kerfín? Þau verða tekin burt og eyðilögð. Eyðilögð, og verða engum til gagns? Við erum aö taka Titan kerfið úr umferð og MX kemur því ekki til með að valda nokkurri aukningu í vopnastyrk - svo má líka minna á, að áður en þessi stjórn kom til valda átti að setja upp 200 MX, en við erum að fara fram á 100. Þarf þá að endurnýja heilt vopna- kerfí á 25 ára fresti? Það verður að endurnýja og færa til samræmis við framþróun tækninnar. Já þetta er nú þversögnin í þessu öllu saman, ef við náum góðum árangri í vopnaframleiðslunni þá er útkoman sú að þessi dýru vopn verða aldrei notuð. Minuteman hefur aldrei verið notaður og ég vona sannarlega að MX eldflaugin verði heldur aldrei notuð. En ef þessi vopn eru til staðar er líklegt að við þurfum aldrei að nota þau. Eru Rússarnir ekki mun framar en við hvað almannavarnir snertir? Þeir hafa til dæmis kjarnorkubyrgi, sem við höfum ekki hér í Ameríku? Þeir eru margir sem hafa haldið því fram að fjármunum sem varið er til almannavarna sé kastað á glæ. Sprengjur Rússa, ef út í það færi, myndu eyðileggja flest slík mannvirki og af þeim yrði því lítið gagn. En þú verður líka að gæta að því, að varnar- kerfi af hvaða gerð sem er geta verið, og eru, ákveðin ögrun við andstæð- inginn. Með því að koma upp slíkum kerfum er veriö að gefa í skyn að þú teljir mögulegt að heyja stríð. Þess vegna hafa margir andmælt almanna- vörnum á þessari forsendu og þetta er sama fólkið og er á móti stjörnustríðs- áætlun Reagans. Má þá draga einhverjar ályktanir um hugsanleg áform Rússa út frá kjarnorkuskýlum og almannavarnar- kerfum þeirra? Við teljum að meða! annars niegi draga þá ályktun af þessu, að þeir telji að kjarnorkustríð sé hægt að vinna. Okkar skoðun er sú, að kjarn- orkustríð sé ekki hægt að vinna og megi aldrei skella á. Svo þú ert ekki einn þeirra sem telur að hægt sé að lifa af notkun kjarnavopna? Nei. Hins vegar hef ég nokkrar áhyggjur af Sovétmönnum, meðal annars vegna almannavarnanna sem við vorum að tala um. Þeir hafa lika aðal stjórnstöðvar hernaðar í mjög djúpum og skotheldum neðanjarðar- byrgjum. Skotbyrgin þeirra eru þann- ig úr garði gerð að hægt er að skjóta úr sama byrgi mörgum eldflaugum, en það getum við aftur á móti ekki gert. Svona hlutir flækja vitaskuld allan tölulegan samanburð á þeim vopna- fjölda sem stórveldin ráða yfir. En er ekki eitthvað í undirbúningi hjá ykkur? Það sem við erum að reyna að gera, er að auka áhrifamátt endurgjalds- getu okkar, þannig að þeir geti verið nokkuð örúggir um að ef þeir gerðu árás á okkur myndum við geía vaidið þeiin miklu tjóni. Þetta ereinfaldlega grunnlögmál ógnarjafnvægisins. Það er líka vegna þessa lögmáls, sem forsetinn hefur nú farið út á stjörnu- stríðsbrautina. Við höfum ekki vald á nauðsynlegri tækni ennþá en eins og forsetinn segir sjálfur þá finnst okkur ekki æskilegt að halda friðinn með ógnarhótunum. Þetta viðhorf hristir hins vegar vel upp í hefðbundnum hugsunarhætti. Nú þegar við förum inn á stjörnu- stríðsbrautina, hvað með Rússa? Gera þeir það ekki líka? Þeir eru þegar konmir út á þá braut. Það er vandaniálið að þeirvilja alltaf hafa forskotið. En eitt af því sem þeir eru hræddir við er árangurs- rík stjörnustríðsáætlun hjá Banda- ríkjamönnum. Hversu langt á veg eru Rússarnir komnir í sínum stjörnustríðsáætlun- um? Þeir hafa verið að vinna á þessu sviði í þó nokkur ár - ein fimmtán eða átján ár. Við vitum það ekki með vissu. Þó vitum við að á sunium sviðum þessarar tækni standa þeir okkur framar. Engu að síður eru þeir hræddir við tæknigetu okkar. Það er eins með þetta, og gerðist með Persh- ing II, að þeir draga stjörnustríðið fram í sviðsljósið og leggja ofurkapp á að það verði stoppað. Þeir reyna að telja Evrópubúum og raunar öllum hciminum trú um að þetta sé draurn- órakennt og komi aldrei til nteð að virka. Samt trúa þeir því sjálfir. Við erum ekki að þessu til þess að auka bardagagetu okkar, heldur vegna þess að forsetinn telur að þetta sé öruggari og beinlínis siöferðislegri leið til þess að halda friðinn. Ef við getum eyðilagt langdrægar eldflaugar þeirra án þess að nota kjarnorku og áður en þær koma inn í gufuhvolfið er til mikils að vinna. Það undarlega við þetta allt saman er að fólki í Evrópu, sem hingað til hefur fundið kjarnavopnum okkar allt til foráttu líkar nú skyndilega við þau, eftir að stjörnustríðsáætlunin kom fram. Þetta er fólkið sem í fyrra stóð á götuhornum og hrópaði: „Burt með kjarnorkuna" og „Kanar farið heirn". Mikið rétt, en þetta fólk er þó í erfíðri aðstöðu því það situr í miðj- unni, klemmt á milli stórveldanna. Já og það hefur upplifað tvær styrjaldir sem háðar voru á þeirra eigin landi á meðan þessi stríð hafa ekki borist að okkar ströndum. En í dag væri stríð ekki bundið neinum landamærum og ekkert land er óhult. Það er því endaleysa að segja eins og _ margir gera til dæmis á Nýja Sjálandi, að kjarnorkuvopnalaus svæði sleppi frekar viö afleiðingar stríðsins. Reynsla Hollands og Belgíu af Seinni heimsstyrjöldinni sýndi hvers hlutleysi og lítill herafli eru megnug. Þjóðverj- ar marseruðu viðstöðulaust inn í þessi lönd. Hvernig er það með þig, skiíurðu vinnuna eftir á skrifstofunni þegar þú ferð á kvöldin? Uss, það er ekki nokkur leið, ekki þegar maður er í þessari stöðu. Til dæmis verður alltaf að vera hægt að ná í mann og það er stöðugt einhver sem kemur með síma eða einhver skilaboð. En efþú ferð í leikhús, tekst þér að lireinsa kollinn afáhyggjum starfsins? Maður reynir náttúrlega að grípa það sem er að gerast á sviðinu, tjaldinu eða á tónleikunum. Ég hef raunar mjög gaman af tónlist og ballett og fer oft á slíkar samkomur, en ég bara kemst ekki eins oft og ég hefði viljað. Eins er það með lestur- inn að ég les hvergi nærri eins mikið og ég gerði á áruni áöur. En svo virðist sem þú þurfir ekki að sofa nema í fímm tíma? ■ Ég veit nú ekki um það. Sentiilega þarf ég mun meiri svefn þó ég hafi hreinlega ekki tíma til að sofa meira. Kannski er þar kominn einn niinn mesti vandi - ég ætti að sofa miklu meira. Snúið og sneitt b.G.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.