NT - 25.08.1985, Blaðsíða 13

NT - 25.08.1985, Blaðsíða 13
NT Sunnudagur 25. ágúst 13 völdum breytast í regnskóga - og að miðvesturríki Bandaríkjanna munu verða að eyðimörk. En um áhrifin eru menn þó ekki sammála að öllu leyti. Allir vísinda- menn, að örfáum undanteknum, eru þó sammála um að einhver áhrif verða af þessum völdum. Það sem skeður.segja vísindamennirnir hjá EPA og í bandarísku vísindaakademí- unni, er að koldíoxýð (C02) það sem fer út í andrúmsloftið vegna brennslu jarðefna í orkuverum, bifreiðum og ýmsu öðru, sameinast sjónum eða plöntunum - eða myndar þykkt kol- vetnislag umhverfis jörðina. Þetta hitalag hleypir útfjólubláum sólar- geislum niður á yfirborð jarðar - þeir breytast síðan í innrauða hitageisla sem endurvarpast frá jarðyfírborðinu út í andrúmsloftið á ný og sameinast koldíoxíðbeltinu fyrrnefnda en við það hitnar loftið fyrir neðan. Af- leiðingin verður því eins og hið ein- angrandi gler gróðurhúsanna. Eftir því sem yfirborð jarðar hitnar meira (frá 2-9 gr.C) verða sumrin lengri veturnir mildari og minni raki í háloft- unum. Loks byrjar heimskautaísinn að bráðna og yfirborð sjávar mun hækká um ca. 60 cm. Það munu skapast vandræði í hafnarborgum að áliti EPA, rugla samgöngur, jafnvægi vatns á jörðinni mun breytast og erfiðleikar munu verða við ræktun á nýju landi. Alþjóðlega vísinda- akademían birti einnig sína skýrslu um málið. Jafnvel þótt sú skýrsla sé ef til vill ekki alveg eins ógnvekjandi og sú fyrrnefnda, er það samdóma álit vísindamannanna að áhrifin af hitabreytingunni muni eiga eftir að valda miklum erfiðleikum í heiminum og spennu á milli þjóða heims. Þar sem hvorki jákvæðar né neikvæðar afleiðingar hitabreytinganna munu deilast jafnt yfir löndin geta þær haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir alþjóðlegt samstarf. En ekki verða þó allar afleiðingar veðurfarsbreytingnna eingöngu nei- kvæðar. Það verður minni upphitun- arkostnaður húsa og sumir álíta að aukningin af koldíoxýði í andrúms- loftinu auki plöntuvöxt og jarðar- gróður. í EPA-skýrslunni kemur einnig fram að nýjar tegundir jurta muni koma fram í samræmi við nýjar vaxtaraðstæður. En hins vegar er því spáð að hveiti- maís- og soyjabauna- rækt muni stórminnka í heiminum. - allt um 10% - að áliti NAS-sérfræð- ingsins Paul Waggoner. í báðum skýrslunum kemur fram að afleiðing- arnar muni verða mun alvarlegri nálægt heimskautasvæðunum en við hitabeltissvæðin. Einnig er bent á að um aldamótin muni koldíoxýð í and- rúmsloftinu orðið tvöfalt á við það sem nú er verði ekki breytt um stefnu. Loks má benda á að nokkrir vísinda- menn eru á öðru máli hvað þetta varðar. Eðlisfræðingurinn Amory Lovins sem er talsmaður fyrir því að tekin verði upp orkuvinnsla af nýrri tegund spáir því að æ minna verði notað af kolum og olíu til orkuvinnslu eftir því sem nær líður aldamótum. Hann álítur að um 2050 muni brennsla þessara efna hafa minnkað um 60% - og verði það eins og ég spái þá mun afar lítill hluti koldíoxíðs fara út í andrúmsloftið og „gróðurhúsa- plágan“ því verða miklu minni en spáð er nú. Formaður NAS-nefndarinnar sem sjálfur vann að skýrslunni, jarðeðlis- fræðingurinn William Neirenberg hjá Scripps Institution of Oceanography, viðurkennir að ýmislegt þessu varð- andi sé í talsverðri óvissu. Sjórinn tekur til sín mjög mikið af koldíoxýði en enginn veit hversu mikið fyrr en hann hættir þannig að hreinsa fyrir okkur andrúmsloftið. Og flestir álíta reyndar að erfitt sé fyrir loftlagssér- fræðinga að spá með vissu jafnvei í stuttan tíma. Það er því erfiðara að spá fyrir lengri tímabii svo sem 50 eða 100 árin fram í tímann. E.V. ■ Harry Oldfield beinir hér mæiitækjum sínum að íslensku „tilraunadýri“, Margréti Björgólfsdóttur. Öðruvísi lækningar Hér á landi er nú staddur breskur líffræðingur Harry Oldfield að nafni, en hann hefur á undanförnum áratug- um unnið að rannsóknum á orkusviði líkamans og hannað ýmiss konar tæki til mælinga á þessum fyrirbær- um. Auk þessa hefur Oldfield unnið að tilraunum til að leiðrétta truflanir á orkusviðum sem virðast geta leitt til bata ýmissa sjúkdóma. Harry Oldfield hefur lengst af unnið sem kennari við ýmsa skóla í Lundúnum. í upphafi áttunda ára- tugarins kynnist hann hinni svoköll- uðu Kirlian-ljósmyndatækni en Kirli- an-hjónin eru rússneskir vísinda- menn sem fræg urðu á sínum tíma fyrir Ijósmyndir af orkusviði því sem virðist umlykja lifandi efni. Oldfield smíðaði Ijósmyndavél eftir upskrift Kirlian-hjónanna og fór að gera tilraunir með nemendum sínum og reyna að endurtaka það sem áður hafði verið gert með þessari tækni. Smám saman þróaðist þetta starf út á nýjar brautir og hann fór að vinna með læknum og lífeðlisfræðingum í Bretlandi sem áhuga höfðu á starfi hans. ( samstarfi við Dr. Glen Rein hjá Queen Charlottes Hospital í Lundún- um fór Oldfield að vinna að rannsókn- um þar sem Kirlian-myndir voru ann- ars vegar teknar af líkamshlutum sjúklinga og þær bornar saman við samskonar myndir af heilbrigðu fólki. Rannsóknir þeirra gáfu til kynna að þarna væri nokkur munur á en um líkt leyti höfðu svipaðaruppgötvanirverið gerðar af Dr. Leonard Konikiecs hjá Polyclinic Center í Harrisburg í Pen- sylvaníu. Þessar niðurstöður voru seinna notaðar til grundvallar að húðrakaprófi til að greina krabbamein á frumstigi. Meðan Oldfield vann með Dr.Rein að rannsóknum á krabba- meinsfrumumgerði hann mikilsverða uppgötvun. Hann fann aðferð til að mæla rafsegulsvið án þess að láta það hafa áhrif á Ijósmyndapappír. Þegar hann mældi orkusviðið frá Kir- liantækinu fann hann að það sendi einnig frá sér bylgjur á útvarpstíðni. Nánari rannsóknir mundu verða tímafrekar svo hann ákvað að hætta kennslu og snúa sér alfarið að þess- um rannsóknum. Upphaflega Kirliantækið byggðist á því að notaðar voru útvarpsbylgjur af tíðninni 200 kílóhertz sem er sama tíðni og notaðar eru hér á landi til að útvarpa á langbylgju. Seinni tilraunir höfðu sýnt að hægt væri að ná öðru vísi myndum með öðrum tíðnissvið- um. Oldfield hannaði tæki sem fram- leiddi rafsegulsvið af hvaða tíðni sem vera skyldi allt frá breiðustu útvarps- bylgjum upp í sýnilegt Ijós. Tæki þetta gengur fyrir níu volta rafhlöðu og er meðal annars notað til að skapa rafsegulsvið í mannslíkamanum. Oldfield telur sig hafa fundið að orkusvið sérhvers einstaklings veitir aðeins svörun við sérstakri tíðni raf- segulbylgja. í framhaldi af þessu þróuðu þeir Oldfield og Rein aðferð til að mæla truflanir á orkusviði manns- líkamans. Sá sem verið er að rann- . saka heldur á leiðara í annarri hendi meðan orkusviðið sem umlykur lík- amann er kannað. „Fyrst bið ég fólk að nefna mér einhvern heilbrigðan líkamshluta til samanburðar svo að sveiflugjafinn geti verið stilltur inn á það sem við getum kallað náttúrulega tíðni. Þessu mætti líkja við það þegar vel stillt píanó endurómar tón sem berst frá tónkvísl. Ef hljóðfærið er ekki vel stillt þá endurómar það tóninum ekki nema að litlu leyti. Á sama hátt svara þeir líkamshlutar sem ekki eru sam- stilltir heildinni mun verr en þeir sem það eru. Á hinn bóginn getur reynst erfitt að mæla náttúrulega tíðni þess fólks sem þjáist af sjúkdómum sem áhrif hafa á allan líkamann. Þeir sem unnið hafa með þessi tæki hafa getað framkvæmt eins konar sjúkdómsgreiningar með þeim og greint eðli þeirra sjúkdóma sem viðkomandi á við að stríða. Við tilraunir sínar hefur Oldfield rekist á nokkur óvenjuleg tilfelli þar sem tæki hans hafa reynst „sjá“ það sem annars var hulið. Rannsókn á konu einni gaf til kynna að hún hefði orðið fyrir alvarlegu slysi á barnsaldri. Eftir rannsóknina staðfesti hún þetta og sagði að minnstu hefði munað að hún hefði verið grafin lifandi þegar heimili hennar varð fyrir loftárás í heimsstyrjöldinni síðari og hún þá barn að aldri. Annað og dæmigerðara tilfelli sýnir hvað unt er að sýna fram á með tækni þessari. Ungur maður hafði boðið sig fram sem „tilraunadýr" þar sem Oldfield var að útskýra tækin og hvernig þau virka. Oldfield mældi hann fyrst á hvirfli og færði svo mælinn neðar. Það kom strax í Ijós útsláttur á svæðinu í kringum ennisholurnar og vinstra augað. Var um að ræða bólgu í ennisholum, eftirstöðvar af kvefi eða augnveiki? Nei það reyndist ekki vera en hins vegar kom í Ijós að maðurinn þjáðist af hvarmabólgu. Næst fann Oldfield truflun hægra 'megin í neðri kjálka. Það reyndist vera risastór fylling í endajaxli. Heilsa mannsins virtist almennt góð fyrir utan einhverja óreglu í kviðarholi og þegar hann var inntur eftir því kom í Ijós að hann var að Ijúka sólarhrings föstu. Læknar hafa sent sjúklinga til sjúk' dómsgreiningar með þessari aðferð og þykja niðurstöðurnar nákvæmar. Stundum sýndu rannsóknirnar sjúk- dóma sem læknarnir höfðu ekki greint. í fyrstu var talið að um skekkju væri að ræða en síðar kom í Ijós að sjúkdómurinn hafði greinst í orku- sviðinu áður en hann hafði gert vart við sig á annan hátt. I framhaldi af þessum sjúkdóms- greiningum sínum fór Oldfield að gera athuganir á því hvort hugsanlegt væri að koma á jafnvægi á orkusviði líkamans til heilsubóta og lækninga. í Ijós kom að sumir þeir sem gengist höfðu undir sjúkdómsgreiningu með tækjunum töldu sig hafa haft nokkurn bata af greiningunni einni saman. Nú er hér um þekkt sálrænt ferli að ræða sem oft hefur verið sýnt fram á að áhrif hefði. Hinn sálræni hluti lækn- ingarinnar er þó undir mörgum mis- munandi atriðum kominn en Oldfield vildi vita hvort hægt væri að nota tækin til markvissari lækninga. Á þessu stigi fór athygli hans að beinast að ýmiss konar kristöllum og gimsteinum. Hann komst að því að frá öndverðu hefði fólk haft trú á ýmsum náttúrusteinum til að leiðrétta eða örva orkuflæði líkamans. Oldfield tók jafnframt eftir því að með því að örva steinana með rafsegulsviði óx kraftur þeirra til muna. Mismunandi tíðni hleypti af stað mismunandi orku- viðbrögðum í líkamanum og smám saman taldi Oldfield sig geta með tæki sínu komið jafnægi á orkusvið þar sem það hafði raskast. Sú tækni sem Oldfietd hefur þróað nýtur nú töluverðra vinsælda víða um lönd. Hann hefur átt gott samstarf við þekkta lækna í Bretlandi og tæki hans hafa fengið umfjöllun í þekktum læknatímaritum. Eins og áður segir mun Oldfield halda námskeið i Reykjavík dagana 2. til 9. september þar sem hann mun kynna aðferðir sínar og rannsóknir. öllu áhugafólki er velkomið að leita nánari upplýsinga og vonast er til að fólk úr heilbirgðisstéttum sýni þessu viðfangsefni áhuga svo sem reynslan hefur sýnt erlendis. Þeim sem áhuga hefðu á að sækja námskeiðin er bent á að láta skrá sig í síma (91) 30 913.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.