NT - 28.08.1985, Page 3

NT - 28.08.1985, Page 3
■ Gestur Ólafsson framkvxmdastjóri Skipulagsstofu höfuðborg- arsvæðisins kynnti fjölmiðlum tillögurnar að átaki í trjárækt á höfuðborgarsvæðinu. Miðvikudagur 28. ágúst 1985 3 SKYRINGAR Á kortinu má sjá tillögurnar að átaki í trjárækt á höfuðborgarsvæðinu. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu: Græna bylting Spilverks- ins loksins að veruleika? Skipulagt átak í trjárækt á öllu höfuðborgarsvæðinu ■ Hugsið ykkur, eftir 25-30 ár á höfuðborgarsvæðið að vera orðið skógi vaxið og iðjagrænt og vonandi mun höfugur gróð- urilmur fylla vit höfuðborgar- búa í stað bílabrælu og verk- smiðjureyks. Er græna bylting Spilverksins loksins að verða að veruleika? Vorið 1982 stofnuðu Samtök sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu vinnuhóp sem gengið hefur undir nafninu trjáræktar- nefndin. Nefndin hefur unnið tillögur um „átak í trjárækt á höfuðborgarsvæðinu" sem fela meðal annars í sér að gróðursett verði árlega a.m.k. eitt tré á hvern íbúa höfuðborgarsvæðis- ins, þ.e. íbúa allra sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins: Reykja- víkur, Seltjarnarness, Kópa- vogs, Garðabæjar, Hafnarfjarð- ar, Bessastaða-, Mosfells-, Kjal- arness- og Kjósarhrepps. Um 131 þúsund manns búa í þessum sveitarfélögum. Trjáræktarnefndin sem vann að skipulagningu átaksins legg- ur áherslu á að tré og runnar verði gróursett inni í byggðinni og hvert sveitarfélag geri áætlun til 5 ára um þessar framkvæmd- ir. Ræktun trjáa og runna verði gerð ítarleg skil í öllum skipu- lagsáætlunum og byggingarleyf- um og skipuleg trjávernd verði tekin upp. Mönnum er kannski spurn, af hverju samræmd stefna allra þessara sveitarfélaga? í glæsi- legu riti sem Skipulagsstofa höfuðborgarsvæðisins hefur unnið, en Skipulagsstofa er framkvæmdaraðili Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu, segir að hafa verði í huga að verulegur hluti höfuð- borgarsvæðisins er í raun ein samstæð heils og heildarstefna til 25-30 ára sé rökrétt þó ekki sé vegna annars en á þessum tíma muni þéttbýli á höfuðborg- arsvæðinu renna saman í eina heild. Fjármagnið til verksins kem- ur að stórum hluta frá sveitarfé- lögunum enda munu útgjöld til þessa verkefnis efla atvinnu og viðskipti og fjölga störfum á tiltölulega ódýran hátt svo að fjármagnið komi til baka í sveit- arsjóðina. Á næstu 15-20 árum á einkum að gróðursetja á ýmsum svæð- um innan byggðar- á óbyggðum svæðum inni í skipulögðu þétt- býli við umferðarmannvirki, á lóðum opinberra stofnana svo sem skóla, sjúkrahúsa og vistun- arheimila en einnig við iðnað- argötur, íþrótta- og miðbæjar- svæði, vistgötur og fleira. Síðar mun ræktunin beinast meira að jaðarlöndum sem eru utan við skipulagða byggð en tengjast henni þó með stígum, vegum eða vegna þess hvernig landslagi er háttað. Til greina kemur að bjóða verkin út en einnig verður haft náið samband við skógræktarfé- lögin á höfuðborgarsvæðinu og ýmis áhugamannafélög. í riti Skipulagsstofnunar segir cnnfremur að með trjáræktinni sé átt við gróðursetningu og ræktun stálpaðra trjáa öðru fremur. Undanfarna áratugi liafi trjárækt víða á höfuöborg- arsvæðinu sýnt að það ber ágæt- an árangur aö gróðursetja tré þar og skógrækt ríkisins hafi gert sérstaka könnun á trjárækt- arskilyrðum á höfuðborgar- svæðinu og flokkað land með tilliti til þess. Að því leyti sé fyrir hendi grundvöllur að sam- ræmdri trjáræktarstefnu. Og þá er bara að láta hendur standa fram úr erntum og láta sitt ekki eftir liggja svo aö þetta átak verði að veruleika. J ■ Jón Böðvarsson og Kjalnesingasaga. Ef kennarar hafa áhuga á leiðsögn Jóns um sögusvið Kjalnesingasögu er þeim bent á að snúa sér til Iðnskólaútgáfunnar. NT-mynd: Svcrrir. Sögustaðir Kjalnesinga - í útgáfu Iðnskólaútgáfunnar ■ Hvert eigum við að fara? Þetta er spurning sem oft heyrist þegar sunnudagsbíltúrinn er undirbúinn. Þingvallahringur- inn stendur alltaf fyrir sínu, en heldur er hann leiðigjarn ef ekinn er helgi eftir helgi. Ef ykkur vantar hugmyndir, má benda á bíltúr um sögustaði Kjalnesingasögu, 3-4 klukku- tíma ferð umhverfis Esjuna. Kjalnesingasögu er nú hægt að lesa í aðgengilegri útgáfu Iðnskólaútgáfunnar- og aftast í bókinni er kort af Kjalarnesi, þar sem þéttbýlisstaðirnir og þjóðvegurinn er merktur inná, auk allra sögustaða Kjalnes- ingasögu. Þetta kom fram á blaða- mannafundi sem Iðnskólaútgáf- an boðaði til vegna útgáfu nýrra bóka. Um árabil hefur íðn- skólaútgáfan einkum gefið út efni til iðnfræðslu, efni sem bókaútgáfur hafa ekki treyst sér til að gefa út, því fyrirsjáanlegt tap er á þeirri útgáfu, enda upplagið lítið eða 50 til 500 eintök af hverri bók. Nú hefur Iðnskólaútgáfan snú- ið sér að útgáfu bóka sem nýtast fleirum en iðnnemum og standa vonir til að sú útgáfa geti að einhverju leyti staðið straum af útgáfu iðnfræðsluefnisins. Á síðasta ári gaf Iðnskóla- útgáfan út tvær slíkar bækur, Áfengi eftir Hrafn Pálsson og Ritgerðir eftir Hjálmar Árna- son og Baldur Sigurðsson. Nýju bækurnar eru þrjár, tvær út- komnar og ein rétt óútkomin. Báðar bækurnar sem komnar eru út, eru íslendingasögur, Kjalnesingasaga í umsjón Jóns Böðvarssonar og Gísla saga Súrssonar í umsjón Jóhönnu Sveinsdóttur. Jón Böðvarsson sagði fræði- menn hafa lítið álit á Kjalnes- ingasögu, einkanlega vegna þess að hún er ævintýraleg og hefur lítið sagnfræðilegt gildi, auk þess sem hún brýtur í bága við Landnámu og gerir lítið úr Ingólfi Arnarsyni til framdráttar Helga bjólu og afkomendum hans. Jón sagði söguna skemmtilega og taldi Itana kveikja áhuga lesenda á íslend- ingasögunum. Gísla saga Súrssonar hefur áður verið gefin út í skólaút- gáfu, en Jóhanna Sveinsdóttir sagðist ekki túlka söguna í for- mála sínum. Hún sagði útgef- endur því miður oft koma fram með sína túlkun á þeim sögum er þeir gefa út og hefur hún sem kennari oft þurft að rakka niður þær skoðanir sem koma fram í formálum slíkra bóka, enda seg- ir hún að ekki sé til nein ein túlkun á bókmenntaverki, sér- staklcga ekki sakamálasögu eins og Gísla sögu, þar sem óljóst er hver er morðinginn. Um miðjan næsta mánuð gef- ur Iðnskólaútgáfan síðan út Nú- tímasögu eftir Asgeir Asgeirs- son. Þetta er tilraunaútgáfa á frumsaminni kennslubók í ver- aldarsögu síðustu ára. Þessi fyrsti hluti bókarinnar fjallar um tímabilið 1945-‘84; kalda stríðið, vígbúnaðarkapp- hlaupið, fall nýlenduveldanna og hinn mikla hagvöxt í Bandaríkj- unum og Vestur Evrópu og nútímann, fólks- fjölgun, mengun og fleira. Síðar er gerl ráð fyrir því að bókin verði aukin svo hún taki til tímabilsins 1914-1984.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.