NT - 28.08.1985, Blaðsíða 6

NT - 28.08.1985, Blaðsíða 6
Singapore: Ríkisspilavíti í stórverslunum? Singupore-Rcuter ■ Stjórnin í Singapore hefur gefist upp á að berjast við spilafíkn almennings. Pess í stað hefur stjórnin ákveðið að virkja spilafíknina í þágu ríkisins með því að setja upp tölvuútstöðvar fyrir nokkurs konar ríkisspila- víti í kjörbúðum, stórmörkuð- um og við stórar húsasamstæð- ur. Stjórnvöld halda því fram að spilafíkn sé eðlileg mannleg ár- átta. Það sé æskilegt að ríkið hafi eftirlit með því hvaða far- veg þessi árátta fái frekar en að láta ólöglega veðmungara lokka almenning út á braut lögbrot- anna. Hægt verður að spila í happ- drætti og taka þátt í ýmsum veðleikjum með aðstoð tölvu- veðstöðvanna. Hvert veðmál mun kosta um tvo Singapore- dollara (35 ísl. kr.) ogvinningar geta orðið allt að 200.000 Singa- pore-dollarar (3,5 milljónir ísl. kr.). Stefnt er að því að taka tölvuveöstöðvarnar í notkun í byrjun næsta árs þegar 150 tölvuútstöðvum hefur verið komið fyrir. Heildarkojtnaður við tölvubúnaðinn er áætlaður um þrjár milljónir Bandaríkja- dala (120 milljón ísl. kr.). Ekki eru allir jafn ánægðir með þessa spilavítisáætlun stjórnarinnar. Kaþólska kirkjan hefur þegar lýst yfir eindreginni andstöðu við tölvuveðmálin. í málgagni kaþólika sem eru um 100.000 af 2,5 milljónum íbúa ríkisins, segir að nú geti ekkert stöðvað veðmangarana. Ríkis- stjórnin klappi spilasjúklingun- um vinalega á bakið og segi þeim að halda áfram að leggja undir. Nú verði heil kynslóð alin upp í þeim anda að það sé allt í lagi að sóa fjármunum svo lengi sem ríkið græði á því. En ríkisstjórn Lee Kwan Yew forsætisráðherra hefur ekki get- ið sér orð fyrir að hlusta um of á raddir andstæðinga. Flest bendir til þess að stjórnin haldi ótrauð sínu striki og hefji veð- starfsemina á settum tíma. Sérstakt ríkisrekið fyrirtæki mun sjá um rekstur happ- drættisins og veðmálanna. Tals- menn þess segjast reikna með um 10 milljónum dollara (400 milljónir ísl. kr.) af „Toto“-veð- málum einum saman en þau felast í því að valin eru fímm númer. Það tekur spilamanninn aðeins örfá- ar sekúndur að fá að vita hvort hann hefur unnið. Hafi hann tapað getur hann veðjað strax aftur. Mikill samdráttur er nú í efnahagslífi Singapore svo að tekjurnar af veömálunum verða sérstaklega vel þegnar af stjórn- völdum. Argentína: Peronistar boða til allsherjar- verkfalls Vonast til að vinna fylgi Rucnos Aires-Reuter. ■ Verkalýðssamband Argent- ínu, sem er undir stjórn peron- ista, hefur boðað til verkfalls nú á morgun til að mótmæla að- haldsstefnu stjórnar Rauls Al- fonsins. Verkfallið markarupp- hafið af kosningabaráttu peron- ista fyrir þingkosningar sem verða haldnar í nóvember. Embættismenn stjórnarinnar spá því að þátttaka í verkfallinu verði dræm þar sem skoðana- kannanir sýna að Raul Alfonsin er mjög vinsæll meðal almenn- ings og að efnahagsaðgerðir hans njóta mikils stuðnings. Verðbólguhraðinn í Argent- ínu var kominn upp í meira en þúsund prósent á ári fyrir nokkrum mánuðum. Verðlag hækkaði um 30,5% í júnímán- uði einum saman. En þá fyrir- skipaði Alfonsins verðstöðvun og bannaði launahækkanir sem leiddi til þess að verðbólgan snarhjaðnaði og í júlí hækkaði verðlag aðeins um 6,2%. Efnahagsaðgerðir stjórnar- innar hafa leitt til lækkunar raunlauna og aukins atvinnu- leysis en meirihluti almennings styður þær samt þar sem verð- bólgan hefur greinilega minnkað. Samkvæmt skoðanakönnun, sem var birt fyrir skömmu, nýt- ur flokkur Alfonsins stuðnings meirihluta kjósenda og peron- istar ná því ekki einu sinni að vera næst stærsti flokkurinn sé miðað við kjörfylgi. Peronistar hafa að undan- förnu átt við klofning og innan- flokkserjur að stríða og er það talin helsta orsökin fyrir því hvað vinsældir þeirra hafa minnkað mikið. í kosningunum í nóvember verður kosið um helming þingsæta í 254 sæta fuiltrúaþingi Argentínu. Al- fonsin leggur mikla áherslu á að halda meirihluta sínum í þing- inu og flest bendir til þess að honum takist það þrátt fyrir verkfallshótanir peronista sem dreymir um að ná aftur þeim völdum sem þeir höfðu í Arg- entínu um næstum fjörutíu ára skeið. Miðvikudagur 28. ágúst 1985 6 Útlönd ■ Lee Kuan Yew forsætisráðherra í Singapore er ákaflega hrifínn af tölvum. Nú hefur hann komist að þeirri niðurstöu að með tölvum megi stjórna spilafíkn almennings þannig að ríkið geti grætt á henni. ■ Raul Alfonsin forseti Argentínu er vinsæll þrátt fyrir harkalegar efnahagsaðgerðir. Stuðningsmenn hans telja hann ekki þurfa að hafa áhyggjur af allsherjarverkfalli verkalýðsfélaganna. Ghana: Ný kakótegund sögð tvöfalda uppskeru Accra-Reuter. ■ Kakórannsóknarstöð Ghana er nú að gera tilraunir með nýja tegund kakós sem sögð er geta tvöfaldað kakó- uppskeru landsmanna á næstu sex árum. Vikublaðið „Spegillinn" í Ghana segir að hinar nýju kakóplöntur þoli þurrka mun betur en eldri tegundir og hafi mikið mótstöðuafl gegn sjúkdómum. Tilraunum Kakórann- sóknarstöðvarinnar með kakóplönturnar lýkur á næsta ári og munu bændur þá væntanlega geta fengið þær til kakóræktunar. Yaw Ampomah yfirmaður tilraunanna segir að líkur séu á að þessi nýja kakóteg- und geri Ghanamönnum kleift að ná aftur sæti sínu sem mesta kakó- framleiðsluþjóð í heimi inn- an sex ára. Kakóuppskera Ghanamanna varð mest árið 1965 eða560.000 tonn. Síðan hefur uppskeran minnkað stöðugt og í fyrra var hún aðeins 159.000 tonn. 200 Lada-bílar undir leiðtoga óháðra ríkja Moskva-Reuter ■ Sovétmenn hafa gefið Ang- ólamönnum 200 Lada-bíla af lúxusgerð til að aka ráðherrum óháðra ríkja sem munu funda í Luanda höfuðborg Angóla í næstu viku. Sovéska dagblaðið Pravda segir að bílarnir hafi verið af- hentir við hátíðlega athöfn í Luanda og að tveggja metra langur „lykill" hafi verið látinn fylgja sem tákn um gjöfina. Stjórnin í Angola var sögð hafa tekið við gjöfinni með mikilli ánægju. Stjórnin lýsti henni sem stuðningi við alþýðu Angóla og hreyfingu óháðra ríkja. Kínverjar huga aðsímavæðingu Peking-Reuter ■ Samkvæmt Dagblaði Al- þýðunnar í Kína hafa þúsund milljónir íbúa Kínaveldis aðeins aðgang að um tveim milljónum símaviðtækja. En nú hafa stjórnvöld ákveðið að síma- væða landið eins hratt og mögu- legt er svo að lélegt símasam- band tefji ekki efnahagsupp- bygginguna. Símamálaráðherra Kína, Yang Taifang segir að á þessu ári verði um 500.000 nýir símar teknir í notkun og að stefnt sé að því að fjölga símaviðtækjum upp í fleiri en 13 milljónir á næstu fimm árum. Kínverska stjórnin lítur á uppbyggingu símakerfisins sem algjört forgangsverkefni sem sé jafnmikilvægt og efling orku- veitna og flutningakerfis. Kín- verjar hafa nú þegar pantað fullkomin símakerfi erlendis frá fyrir nokkrar helstu stórborgir sínar. Astralía: Sekt við að smita með ónæmistæringu Sydney-Reuter ■ Fylkisstjórnin í New South Wales í Ástralíu hefur sam- þykkt lagafrumvarp sem m.a. felur í sér að fólk, sem veit að það er með ónæmistæringu, verður sektað um 5000 ástralska dollara (140.000 ísl. kr.) ef það smitar aðra með þessum ban- væna sjúkdómi. Stjórnin mun leggja laga- frumvarpið fyrir fylkisþingið í næsta mánuði. 1 frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir 1000 dollara sekt (28.000 ísl. kr.) fyrir lækna ef þeir láta undir höfuð leggjast að tilkynna heilbrigðisyfirvöld- um um einstaklinga sem eru sýktir af ónæmistæringu. Svipuð lög eru nú þegar í gildi í ástralska fylkinu Queensland. Par getur smitberi valið á milli 10.000 dollara sektar (280.000 ísl. kr.) og tveggja ára fangelsis ef hann smitar fólk vitandi vits með ónæmistæringu við samfar- ir eða með blóðgjöf. Samtök homma í Ástralíu og baráttunefnd ástralska sam- bandsríkisins gegn ónæmistær- ingu hafa gagnrýnt þessa laga- setningu sem sögð er auka ótta fólks með ónæmistæringu við að leita sér lækninga. Hermaður skýst yfir landamæri Miinchen-Reuter ■ Vestur-þýska landa- mæralögreglan skýrði frá því í gær að sovéskur hermaður hefði flúið yfir landamærin frá Tékkó- slóvakíu fyrir nokkrum dögum. Hermaðurinn, sem var óeinkennisklæddur, . hljóp sem fætur toguðu á undan tékkneskum landamæravörðum sem létu kúlum rigna allt í kringum hann. Hann hef- ur nú beðið um hæli í Vestur-Þýskalandi sem pólitískur flóttamaður.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.